Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 24
ÝMSAR skrautlegar skepnur fóru um Borgarnes á öskudag- inn og sníktu gott í gogginn. Ester Alda Hrafnhildardóttir vakti athygli fréttaritara fyrir frumlegan og flottan búning, hannaðan úr Morgunblaðinu. Ester sagði mömmu sína eiga heiðurinn af hönnuninni, en búningurinn færði henni fyrsta sætið á öskudagsballi í Óðali. Morgunblaðið/Guðrún Vala Mamma hannaði Moggabúninginn Flott Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Bæjarfjall Eskfirðinga, Hólmatindur, þykir með glæsilegustu fjöllum á Austur-landi. Hólmatindur hefur í gegnum tíðina veitt ófáum hagyrðingum inn-blástur, en meðal þess sem ort hefur verið um tindinn hljóðar svo: „Uppljómaður Eskifjörður, okkur birtist fögur mynd. Hann er vel af guði gerður, geymdur undir Hólmatind.“ Hér má sjá tindinn í morgunsárið þar sem hann blasir við þvert yfir fjörðinn, sem hálffullur er af æðarfugli sem heldur til í firðinum í þúsundatali allan ársins hring. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Geymdur undir Hólmatindi Eysteinn G. Gísla-son sendir ljóða-bréf til þáttarins með vísum um hitt og þetta úr þjóðfélags- umræðunni. Þar á meðal um fræga forkeppni Evróvisjón: Á listrænar hæðir af hörku er sótt um hágöngur torfærra vega. Á tindinum situr hún Silvía Nótt og syngur þar „ógesslega“. Og Eysteinn yrkir að gefnu tilefni: Í heiminum margt getur skelfilegt skeð þótt skríllinn að þvílíku hlæi. – Að glettast við blessaðan Múhameð er móðgun af grófasta tæi! Að síðustu yrkir Eysteinn G. Gíslason bóndi úr Skál- eyjum: Forðum samdi þessi þjóð þungmelt rímnablaður. Núna yrkir íslenskt ljóð ekki nokkur maður! Af Silvíu Nótt pebl@mbl.is Austfirðir | Framsóknarmenn í samein- uðu sveitarfélagi Fjarðarbyggðar, Austur- byggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóa- fjarðarhrepps halda prófkjör á morgun, laugardag, vegna komandi sveitarstjórn- arkosninga. Fjórir bjóða sig fram í fyrsta sætið. Guðmundur Þorgrímsson, Fáskrúðs- firði, býður sig fram í 1. sæti, Sigrún Júlía Geirsdóttir, Neskaupstað í 1. sæti, Þor- bergur Hauksson, Eskifirði í 1. sæti, Eið- ur Ragnarsson, Reyðarfirði, býður sig fram í 1.–2. sæti, Líneik Anna Sævars- dóttir, Fáskrúðsfirði, í 2.–3. sæti og Jó- hanna Guðný Halldórsdóttir, Stöðvarfirði, í 4. sæti. Prófkjörið er bindandi í fjögur efstu sætin. Það fer fram í Fjarðabyggð, Aust- urbyggð, í Mjóafirði og Fáskrúðsfjarðar- hreppi og stendur kjörfundur frá kl. 10 til 18. Kjósendur þurfa að skrifa undir stuðn- ingsyfirlýsingu sem eytt verður að próf- kjöri loknu, segir í fréttatilkynningu. Taln- ing atkvæða fer fram á Hótel Reyðarfirði. Fjórir bjóða sig fram í fyrsta sæti hjá Framsókn Vesturbyggð | Samráðsnefnd Vestur- byggðar og Tálknafjarðarhrepps hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarð- arvegar nr. 60. Nýi vegurinn á að liggja á milli Bjarkarlundar og Eyrar í Reyk- hólahreppi og er á leiðinni til suðurhluta Vestfjarða. Í úrskurði Skipulagsstofnunar er lagst gegn leið sem nefnd er leið B. „Sú leið hefur að mati samráðsnefndar sveitarfé- laganna algera yfirburði yfir aðra val- kosti hvað varðar umferðaröryggi, greið- færni, styttingu vegar og ferðatíma. Með úrskurðinum eru hagsmunir heima- manna um framtíð byggðanna fyrir borð bornir,“ segir í samþykkt samráðsnefnd- ar. Mótmælir niðurstöðu Skipulags- stofnunar ♦♦♦ Gamall draumur rætist | Jóhann Guðni Reynisson sem verið hefur sveitarstjóri í Þingeyjarsveit hyggst venda sínu kvæði í kross og sækist ekki eftir endurráðningu í starf sveitarstjóra í kjöl- far kosninga. Hefur Jóhann Guðni í hyggju að hefja nám í húsasmíði við Verk- menntaskólann á Ak- ureyri „og ætla að fara að vinna sem smíðalær- lingur hjá Kristjáni Snæbjörnssyni og fyr- irtæki hans Norðurpól ehf., byggingaverktaka á Laugum, á komandi sumri og misserum. Ég og fjölskylda mín munum að sjálfsögðu búa áfram á Laugum í Þingeyjarsveit,“ segir sveitarstjórinn í yf- irlýsingu sem hann sendi frá sér vegna þessa. Hann tekur fram að hann hafi verið ánægður í starfi sveitarstjóra og átt gott samstarf við samstarfsfólk og oddvita ná- grannabyggðalaganna. „En þarna gafst tækifæri til að láta gaml- an draum rætast, ég tók mér skamman um- hugsunarfrest og ákvað með dyggum stuðningi eiginkonu minnar (sem hefði reyndar líka stutt mig í að halda áfram nú- verandi starfi) að láta það eftir mér,“ segir Jóhann Guðni. Hann hefur starfað sem blaðamaður, kennari, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála svo eitthvað sé nefnt, lokið B.A.-prófi í íslensku og fjölmiðlafræði, prófi í uppeldis- og kennslufræði og námi í op- inberri stjórnsýslu og stjórnun.    Jóhann Guðni Reynisson Samkeppni um nafn | Verkefnisstjórn, sem undirbýr sameiningu fjögurra sveitar- félaga í Þingeyjarsýslum, hefur ákveðið að efna til samkeppni meðal íbúanna um nafn á hið nýja sveitarfélag. Allt að fimm nöfn verða valin úr tillögunum og þau send Ör- nefnanefnd til umsagnar. Samhliða sveit- arstjórnarkosningum verður kjósendum gefinn kostur á að segja álit sitt á þeim nöfnum sem þá standa eftir. Endanleg ákvörðun um nafn er í höndum þeirrar sveitarstjórnar sem kjörin verður í vor. Í frétt á vefnum skarpur.is er auglýst eft- ir hugmyndum og sérstaklega tekið fram að ekki er verið að horfa til núverandi stjórn- sýsluheita sveitarfélaganna eða tilvísunar í þau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.