Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 24
ÝMSAR skrautlegar skepnur
fóru um Borgarnes á öskudag-
inn og sníktu gott í gogginn.
Ester Alda Hrafnhildardóttir
vakti athygli fréttaritara fyrir
frumlegan og flottan búning,
hannaðan úr Morgunblaðinu.
Ester sagði mömmu sína eiga
heiðurinn af hönnuninni, en
búningurinn færði henni
fyrsta sætið á öskudagsballi í
Óðali.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Mamma hannaði Moggabúninginn
Flott
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland
Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími
569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Bæjarfjall Eskfirðinga, Hólmatindur, þykir með glæsilegustu fjöllum á Austur-landi. Hólmatindur hefur í gegnum tíðina veitt ófáum hagyrðingum inn-blástur, en meðal þess sem ort hefur verið um tindinn hljóðar svo:
„Uppljómaður Eskifjörður,
okkur birtist fögur mynd.
Hann er vel af guði gerður,
geymdur undir Hólmatind.“
Hér má sjá tindinn í morgunsárið þar sem hann blasir við þvert yfir fjörðinn, sem
hálffullur er af æðarfugli sem heldur til í firðinum í þúsundatali allan ársins hring.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Geymdur undir Hólmatindi
Eysteinn G. Gísla-son sendir ljóða-bréf til þáttarins
með vísum um hitt og
þetta úr þjóðfélags-
umræðunni. Þar á meðal
um fræga forkeppni
Evróvisjón:
Á listrænar hæðir af hörku
er sótt
um hágöngur torfærra vega.
Á tindinum situr hún Silvía
Nótt
og syngur þar „ógesslega“.
Og Eysteinn yrkir að
gefnu tilefni:
Í heiminum margt getur
skelfilegt skeð
þótt skríllinn að þvílíku hlæi.
– Að glettast við blessaðan
Múhameð
er móðgun af grófasta tæi!
Að síðustu yrkir Eysteinn
G. Gíslason bóndi úr Skál-
eyjum:
Forðum samdi þessi þjóð
þungmelt rímnablaður.
Núna yrkir íslenskt ljóð
ekki nokkur maður!
Af Silvíu
Nótt
pebl@mbl.is
Austfirðir | Framsóknarmenn í samein-
uðu sveitarfélagi Fjarðarbyggðar, Austur-
byggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóa-
fjarðarhrepps halda prófkjör á morgun,
laugardag, vegna komandi sveitarstjórn-
arkosninga. Fjórir bjóða sig fram í fyrsta
sætið.
Guðmundur Þorgrímsson, Fáskrúðs-
firði, býður sig fram í 1. sæti, Sigrún Júlía
Geirsdóttir, Neskaupstað í 1. sæti, Þor-
bergur Hauksson, Eskifirði í 1. sæti, Eið-
ur Ragnarsson, Reyðarfirði, býður sig
fram í 1.–2. sæti, Líneik Anna Sævars-
dóttir, Fáskrúðsfirði, í 2.–3. sæti og Jó-
hanna Guðný Halldórsdóttir, Stöðvarfirði,
í 4. sæti.
Prófkjörið er bindandi í fjögur efstu
sætin. Það fer fram í Fjarðabyggð, Aust-
urbyggð, í Mjóafirði og Fáskrúðsfjarðar-
hreppi og stendur kjörfundur frá kl. 10 til
18. Kjósendur þurfa að skrifa undir stuðn-
ingsyfirlýsingu sem eytt verður að próf-
kjöri loknu, segir í fréttatilkynningu. Taln-
ing atkvæða fer fram á Hótel Reyðarfirði.
Fjórir bjóða
sig fram í
fyrsta sæti
hjá Framsókn
Vesturbyggð | Samráðsnefnd Vestur-
byggðar og Tálknafjarðarhrepps hefur
sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er
harðlega úrskurði Skipulagsstofnunar
um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarð-
arvegar nr. 60. Nýi vegurinn á að liggja
á milli Bjarkarlundar og Eyrar í Reyk-
hólahreppi og er á leiðinni til suðurhluta
Vestfjarða.
Í úrskurði Skipulagsstofnunar er lagst
gegn leið sem nefnd er leið B. „Sú leið
hefur að mati samráðsnefndar sveitarfé-
laganna algera yfirburði yfir aðra val-
kosti hvað varðar umferðaröryggi, greið-
færni, styttingu vegar og ferðatíma.
Með úrskurðinum eru hagsmunir heima-
manna um framtíð byggðanna fyrir borð
bornir,“ segir í samþykkt samráðsnefnd-
ar.
Mótmælir
niðurstöðu
Skipulags-
stofnunar
♦♦♦
Gamall draumur rætist | Jóhann Guðni
Reynisson sem verið hefur sveitarstjóri í
Þingeyjarsveit hyggst venda sínu kvæði í
kross og sækist ekki eftir endurráðningu í
starf sveitarstjóra í kjöl-
far kosninga.
Hefur Jóhann Guðni í
hyggju að hefja nám í
húsasmíði við Verk-
menntaskólann á Ak-
ureyri „og ætla að fara
að vinna sem smíðalær-
lingur hjá Kristjáni
Snæbjörnssyni og fyr-
irtæki hans Norðurpól
ehf., byggingaverktaka á
Laugum, á komandi
sumri og misserum. Ég og fjölskylda mín
munum að sjálfsögðu búa áfram á Laugum
í Þingeyjarsveit,“ segir sveitarstjórinn í yf-
irlýsingu sem hann sendi frá sér vegna
þessa. Hann tekur fram að hann hafi verið
ánægður í starfi sveitarstjóra og átt gott
samstarf við samstarfsfólk og oddvita ná-
grannabyggðalaganna.
„En þarna gafst tækifæri til að láta gaml-
an draum rætast, ég tók mér skamman um-
hugsunarfrest og ákvað með dyggum
stuðningi eiginkonu minnar (sem hefði
reyndar líka stutt mig í að halda áfram nú-
verandi starfi) að láta það eftir mér,“ segir
Jóhann Guðni.
Hann hefur starfað sem blaðamaður,
kennari, forstöðumaður upplýsinga- og
kynningarmála svo eitthvað sé nefnt, lokið
B.A.-prófi í íslensku og fjölmiðlafræði, prófi
í uppeldis- og kennslufræði og námi í op-
inberri stjórnsýslu og stjórnun.
Jóhann Guðni
Reynisson
Samkeppni um nafn | Verkefnisstjórn,
sem undirbýr sameiningu fjögurra sveitar-
félaga í Þingeyjarsýslum, hefur ákveðið að
efna til samkeppni meðal íbúanna um nafn
á hið nýja sveitarfélag. Allt að fimm nöfn
verða valin úr tillögunum og þau send Ör-
nefnanefnd til umsagnar. Samhliða sveit-
arstjórnarkosningum verður kjósendum
gefinn kostur á að segja álit sitt á þeim
nöfnum sem þá standa eftir. Endanleg
ákvörðun um nafn er í höndum þeirrar
sveitarstjórnar sem kjörin verður í vor.
Í frétt á vefnum skarpur.is er auglýst eft-
ir hugmyndum og sérstaklega tekið fram að
ekki er verið að horfa til núverandi stjórn-
sýsluheita sveitarfélaganna eða tilvísunar í
þau.