Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
„HUGMYNDIN kviknaði um leið og
ég sá húsnæðið og ég vildi auk þess
gera eitthvað nýtt,“ segir Hólm-
fríður Jóhannesdóttir, fram-
kvæmdastjóri og söngkennari við
myndlistargalleríið og söngskólann
Anima, sem verður opnað í dag í
Ingólfsstræti 8. Hólmfríður er söng-
kona að mennt og var að leita sér að
góðu æfingarhúsnæði þegar hún
fann á endanum þetta tæplega
hundrað ára gamla húsnæði í Ing-
ólfsstrætinu sem hún féll fyrir og
keypti.
„Ég er búin að vinna á Listasafni
Íslands í tæp tvö ár og er þar af leið-
andi búin að vera mikið innan um
myndlist. Þegar ég svo fann þetta
húsnæði þá sá ég um leið fyrir mér
að þetta gæti orðið myndlistargallerí
af því að húsnæðið bauð svo vel upp
á það.“
Sérstök söngkennsla
Húsnæðið mun sumsé hýsa bæði
myndlist og söngnám og er hug-
myndin sú að geta boðið fólki upp á
að skreppa í tíma án fyrirvara og ef
einhver er biðin þá eru kaffihús á
næsta horni. Stórir gluggar snúa að
Ingólfsstrætinu, gardínulausir, og
munu því gangandi vegfarendur um
Ingólfsstrætið geta horft inn þar
sem söngkennslan fer fram og eins
getur nemandinn virt fyrir sér
myndlistina í kringum hann á meðan
hann syngur. „Nemandinn er þannig
alltaf að syngja í sal, eins og það
væri tónleikasalur. Ef ég fæ nem-
anda sem er tilbúinn til að fólk labbi
inn meðan hann er að syngja þá
verður það þannig en það veltur al-
gjörlega á nemandanum,“ segir
Hólmfríður.
Söngkennslan er í höndum Hólm-
fríðar, í formi einkatíma, en síðan er
ætlunin að fá gestakennara, erlenda
sem innlenda, til að halda námskeið í
ljóða- og aríusöng svo eitthvað sé
nefnt. Söngskólinn er opinn á þriðju-
dögum, miðvikudögum og fimmtu-
dögum.
Í gamla stílnum
Húsið á Ingólfsstrætinu mun
fagna aldarafmæli á næsta ári og
kveðst Hólmfríður leggja kapp á að
halda húsnæðinu í gamla stílnum.
„Það kom t.d. í ljós, eftir að ég lét
rífa upp parketið, hundrað ára gam-
alt gólf sem ég lét svo gera upp.“
Hún vill meina að húsið búi yfir mik-
illi sál og þar af leiðandi þótti nafnið
„anima“ henta starfseminni mjög vel
en það þýðir „sál“ á latínu. „Auk
þess getur nafnið þýtt „tilfinning“ og
maður náttúrlega syngur og málar
út frá tilfinningu þannig að þetta er
alls ekkert svo vitlaust nafn.“
Opnunarsýningin
Með stjórnun á myndlistarsýn-
ingum hefur Hólmfríður með sér
myndlistarmanninn Kristin Má
Pálmason. „Við veljum saman lista-
menn sem sýna hérna. Kristinn er
náttúrlega miklu meira inni í mynd-
listinni en ég og hann heldur svolítið
utan um sýningarnar.“ Að sögn
Hólmfríðar verða þau fyrst og
fremst með málverkasýningar og
annað slagið munu þau fá til sín ljós-
myndara með verk sín. „Svo ætlum
við alltaf að reyna að finna einhverja
unga og efnilega listamenn til að
koma á framfæri sem eru jafnvel
með málverk og innsetningu.“ Gall-
eríið verður opið á föstudögum,
laugardögum og sunnudögum.
Opnunarsýning Aminu er sýning
á málverkum Bjarna Sigurbjörns-
sonar. Sýningin ber yfirskriftina
Slembilukka. Bjarni er aðallega
þekktur fyrir sínar tilraunakenndu
efnahvarfamyndir málaðar á
gagnsæjan flöt. Meginverk
sýningarinnar í Aminu verða þrjú
málverk, Slamm, Slumm og Splass,
sem mynda saman þrenningu þar
sem ein hreyfing gengur í gegnum
allar þrjár myndirnar og yfirtekur
salinn. Sýning Bjarna stendur til 26.
mars.
Listir | Myndlistargallerí og söngskóli undir sama þaki í Ingólfsstræti
Hús með sál
Morgunblaðið/ÞÖK
Hólmfríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gallerís Anima. Málverk Bjarna Sigurbjörnssonar eru á veggjum.
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
ÍTALSKA ljóðabókin eftir aust-
urríska tónskáldið Hugo Wolf
verður flutt á ljóðatónleikum TÍ-
BRÁR-tónleikaraðarinnar í Saln-
um á morgun laugardag. Flytj-
endur eru Hanna Dóra
Sturludóttir sópran, Lothar Od-
inius tenór og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikari. Hjónin
Hanna Dóra og Lothar eru búsett
í Berlín í Þýskalandi en Hanna
Dóra syngur reglulega hérna
heima, nú síðast í uppfærslu Ís-
lensku óperunnar á Tökin hert í
haust. Þetta eru hins vegar fyrstu
stóru tónleikar Lothars á Íslandi.
Tilvalið verk fyrir þau hjónin
Hanna Dóra er fædd og uppalin
í Búðardal. Eftir nám í Söngskól-
anum í Reykjavík nam hún við
Listaháskólann í Berlín. Hún hef-
ur verið sungið við hin ýmsu óp-
eruhús í Þýskalandi og jafnframt
á tónlistarhátíðum og tónleikum
víðs vegar um Evrópu. Einnig
kemur hún reglulega til Íslands til
að vinna að stærri og smærri
verkefnum. Aðspurð hvernig hafi
staðið á því að þetta verk hafi ver-
ið valið segir hún að það hafi verið
hugmynd sem hún og Anna Guðný
hafi fengið eftir að þær unnu sam-
an að Vínartónleikum í Salnum
fyrir nokkrum árum. „Okkur
fannst verkið tilvalið því þetta eru
ljóð sem skiptast jafnt á milli
sóprans og tenórs og við erum því
saman á sviðinu allan tímann. Það
eru líka forréttindi að fá að vinna
með Önnu Guðnýju á nýjan leik.“
Verkið hefur verið flutt áður hér á
landi en Hanna Dóra telur engu
að síður að það eigi erindi við alla
sem hafi áhuga á tónlist. „Þetta
eru margbreytileg ljóð sem fjalla
um ástina í sínum mörgu mynd-
um, allt frá biturð og reiði til
ástríðu og öfundar. Við röðuðum
ljóðunum upp þannig að innihaldið
sé í samhengi og þannig myndast
flæði í textanum.“ Hanna Dóra
telur ennfremur að efni ljóðabók-
arinnar sé nokkuð sem allir geti
tengt sig við.
Ljóðatónleikar vinsælir hér
Hanna Dóra og Lothar eru al-
vön að syngja saman á óperusv-
iðinu og hafa komið fram á smærri
tónleikum hér á landi, meðal ann-
ars í Hafnarborg og í Búðardal.
„Markaðurinn hér heima fyrir
svona kammertónleika og ljóða-
tónleika er mjög skemmtilegur.
Það er oft erfiðara að komast að
með ljóðaprógrömm úti. Ég hef
annars mikinn áhuga á nútíma-
tónlist og starfa talsvert í slíkum
verkefnum.“ Hún segir mikla upp-
sveiflu og áhuga fyrir samtíma-
óperuverkum í Berlín og hún njóti
góðs af því að geta unnið í þeim.
Ítalska ljóðabókin er fyrsta
verkefni Hönnu Dóru eftir að hún
eignaðist barn nú í janúar. Á döf-
inni hjá henni eru meðal annars
ljóðatónleikar á Artarena-
tónlistarhátíðinni í Sviss þar sem
hún flytur íslensk lög ásamt Stein-
unni Birnu Ragnarsdóttur píanó-
leikara.
Tónlist | Ástin í ýmsum myndum í Ítölsku ljóðabókinni
Forréttindi að koma fram með
góðum píanista og manninum mínum
Morgunblaðið/Ásdís
Anna Guðný, Lothar og Hanna Dóra á æfingu í vikunni.
Eftir Eyrúnu Valsdóttur
AUSTURRÍSKI myndlistarmað-
urinn Franz Graf er einn hinna marg-
rómuðu Íslandsvina. Hann hefur sýnt
hér nokkrum sinnum á síðastliðnum
10 árum og tekið fáeina Íslendinga í
læri í Austurríki. Graf sýnir þessa
dagana í Nýlistasafninu, en þar sýndi
hann áður árið 1998. Sýningin nefnist
Flagg/Love my dreams og er inn-
setning í innra rými safnsins með
ljósmyndum, teikningum, vegg-
myndum, textaverkum og skúlptúr.
Graf leggur nokkuð upp úr því að
sýna tómleika ímynda með því að
hylja sérkenni fyrirbæra. „Camof-
lage“ net sem hangir í miðju rýminu
virkar sem hlutur eða súla en er ann-
ars notað af austurríska hernum til að
fela hluti. Netið umbreytir rýminu og
virkar sem kjarni þess en er í senn
máttlaust stoð.
Áletrunin „Flagg“ á vegg rýmisins
vísar til táknmyndar sem er tóm í
sjálfu sér. Þ.e. að flagg eða fáni stend-
ur jafnan sem sameiningartákn.
Bandaríski fáninn er einmitt gott
dæmi um það hvernig táknmynd eða
ímynd hefur verið notuð til að sameina
þjóð í stað trúarbragða eða konunga
þar sem börn allt niður í leiks-
skólaaldur byrja daginn á að sverja
hollustu við fánann. Fáninn er þó ekki
stoð þjóðarinnar heldur táknmynd
sem kveikir tilfinningu um samkennd.
Hryggsúla sem listamaðurinn hef-
ur teiknað við hlið textans vísar mun
frekar til stoðar, kjarna eða samein-
ingar. Þ.e. hryggjaliðir sem mynda
saman súlu sem síðan ber uppi líkama
manns.
Kvenlíkaminn er áberandi þáttur í
sýningunni. Listamaðurinn hylur
jafnan andlit kvennanna með geo-
metrískum teikningum og tvinnar
þær saman við kosmógrafískar teikn-
ingar eða mandölur. En mandölur
byggjast á hringlaga kerfisbundinni
geometríu og eru hugsaðar sem
myndræn túlkun á lögmálum um
reglu og skipan náttúru eða alheims-
ins
Þetta samspil líkama og lögmál
náttúru eða alheims minnir óneit-
anlega á frægustu teikningu Leon-
ardo da Vincis, „Vitruvian maðurinn“,
sem stendur í miðjum hring og fern-
ingi með opna arma. Leonardo
byggði þessa teikningu á hug-
myndum rómverska arkítektsins
Marcus Vitruvius um eðli bygging-
arlistar sbr. náttúru. Í bókinni „de
architectura“ lýsir Vitruvius hlut-
föllum mannslíkamans í orðum sem
Leonardo setti síðan í samhengi við
náttúruleg lögmál í umræddri mynd-
rænni túlkun.
Franz Graf virðist byggja verk sín
á áþekkum hugmyndum. Hlutföll lík-
ama og rýmis, anotomía og arkítekt-
úr, spila bæði þátt í myndrænni túlk-
un hans en hann leyfir sér að fara í
mótsögn við þekkta yfirlýsingu Vit-
ruviusar um þrjú skilyrði arkitektúrs
(og mannslíkamans eins og hann birt-
ist hjá Leonardo). Þ.e. „traust“,
„nýti“ og „fegurð“. Hlutir Franz
Grafs eru ekki endilega traustir eða
nýtir og hutföll kvenlíkamans eða
„Vitruvian feminine“, ef svo má kalla,
eru alls ekki sett í háleitan búning.
Allt virkar þetta frekar hrátt og
óheflað. Engu að síður leynist sterkur
fagurfræðilegur kjarni undir yf-
irborðinu sem vissulega fleytir manni
í efri hæðir.
Morgunblaðið/Ómar
Frá sýningu Franz Graf í Ný-
listasafninu.
Hlutföll
líkama og
rýmis
MYNDLIST
Nýlistasafnið
Opið miðvikudaga til sunnudags
frá 13–17 og fimmtudaga til 22.
Sýningu lýkur 5. mars.
Franz Graf
Jón B.K. Ransu