Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Hættum að reykja í samfélagi á
vefnum þar sem allir fá styrk hver frá
öðrum og enginn þarf að standa
einn í baráttunni. Með sameiginlegu
átaki drepum við í fyrir fullt og allt.
Skráðu þig í átakið á vidbuin.is
Þar er auk þess hægt að finna
allar upplýsingar um málið.
viðbúin
tilbúin
stopp
www.vidbuin.is
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
TO
FA
N
/S
ÍA
LY
F
3
1
5
2
4
0
3
/2
0
0
6
GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og
Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, inn-
sigluðu í gær tímamótasamning á sviði kjarnorku-
mála.
„Þetta sögulega afrek mun gera þjóðum okkar
kleift að færast nær sameiginlegu markmiði okkar
um fulla samvinnu á sviði kjarnorku til borgara-
legra nota,“ sögðu Bush og Singh í sameiginlegri yf-
irlýsingu.
Samningurinn, sem er hápunkturinn á þriggja
daga heimsókn Bush til Indlands, afléttir áratuga
banni á því að Bandaríkjamenn veiti Indverjum
tæknilegar upplýsingar um kjarnorkuvinnslu. Í
staðinn þurfa Indverjar að opna kjarnorkuver sem
skilgreind eru til borgaralegra nota fyrir alþjóð-
legum eftirlitsmönnum. Er samkomulagið fram-
hald af samningi um kjarnorkumál sem þjóðirnar
undirrituðu í Washington í júlí sl., sem heimilaði
Indverjum að kaupa kjarnorkueldsneyti gegn því
að þeir aðgreindu kjarnorkuvinnslu sína.
Segja má að samningurinn breyti fyrrum ágrein-
ingsefni í tilefni til nánari samvinnu, en um átta ár
eru frá því að tilraunir Indverja með kjarnavopn
komu bandarísku leyniþjónustunni í opna skjöldu.
Komu Bush víða mótmælt
Samningurinn, sem er talinn upphafið að frekari
samvinnu þjóðanna á sviði hermála, er þó umdeild-
ur og í gær var gríðarleg öryggisgæsla í Nýju-Delí,
þar sem tugir þúsunda komu saman til að mótmæla
heimsókn Bush til landsins.
Komu Bush var einnig mótmælt í Kasmír, þar
sem níu slösuðust í aðgerðum lögreglu. Ástandið í
Pakistan var öllu alvarlegra, en í gær lést banda-
rískur sendimaður þegar fjórir féllu í sprengjuárás
á ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Karachi.
Er talið að árásin hafi verið gerð í mótmælaskyni
við fyrirhugaða heimsókn Bush til Pakistan í dag.
„Hryðjuverkamenn og morðingjar munu ekki koma
í veg fyrir ferð mína til Pakistan,“ sagði Bush. Þá
var fallið frá fyrirhugaðri heimsókn Bush í ind-
verska þingið eftir að þingmenn úr röðum vinstri-
manna höfðu boðað mótmæli gegn honum.
Kínverjar fylgjast vel með
Enn fremur krefst samkomulagið samþykkis
bandaríska þingsins, en ýmsir þingmenn hafa lýst
sig mótfallna því að Indverjar fái aukinn stuðning á
sviði kjarnorkuvinnslu, þrátt fyrir að hafa ekki und-
irritað alþjóðlegan samning um bann við útbreiðslu
kjarnavopna. Þá telja andstæðingar samningsins,
úr röðum bæði demókrata og repúblikana, að það sé
merkingarlaust að heimila eftirlit með kjarnorku-
verum sem framleiða orku til borgaralegra nota, á
meðan framleiðslu kjarnorku til hernaðarlegra nota
verður haldið áfram eftirlitslaust. En samkvæmt
The New York Times telja gagnrýnendur að samn-
ingurinn geti jafnvel hraðað framleiðslu Indverja á
kjarnavopnum.
Kínversk yfirvöld hafa fylgst grannt með fram-
vindu mála, en talið er að samkomulaginu sé m.a.
ætlað að stuðla að einangrun stjórnarinnar í Pek-
ing. „Samstarfið verður að vera í samræmi við kröf-
ur um alþjóðlegt bann við útbreiðslu kjarnavopna,“
sagði Qin Gang, talsmaður kínverska utanríkis-
ráðuneytisins.
Boða aukin viðskipti þjóðanna
Viðræður Bush og Singhs eru taldar marka upp-
hafið að margvíslegri samvinnu þjóðanna, svo sem á
sviði öryggismála og geimferða.
Við sama tækifæri verða felld niður ýmis höft á
viðskiptum ríkjanna, en alls nam verðmæti vöru-
skipta þjóðanna í fyrra um 1.800 milljörðum króna
og telja sérfræðingar að viðskipti þeirra geti aukist.
Tímamótasamkomulag
um kjarnorkumál
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is Bandaríkjamenn og Ind-
verjar fagna nýjum kafla
í samskiptum ríkjanna
AP
Þúsundir mótmælenda komu saman í Nýju-Delí í
gær til að mótmæla opinberri heimsókn George
W. Bush, forseta Bandaríkjanna, til landsins.
Maidstone. AFP. | Þrjár manneskjur
komu fyrir rétt í Maidstone í Kent í
gær ákærðar fyrir aðild að mesta
ráni í sögu Bretlands. Var ránsfeng-
urinn 53,1 millj. punda, rúmlega sex
milljarðar ísl. kr., en fénu var rænt í
miðstöð Securitas-öryggisþjónustu-
fyrirtækisins í Kent á Englandi.
Þau þrjú, sem komu fyrir dómara í
gær, eru John Fowler, 57 ára, en
hann er ákærður fyrir ránið í Sec-
uritas-miðstöðinni og fyrir að hafa
rænt eiginkonu og ungum syni fram-
kvæmdastjóra stöðvarinnar. Hin eru
Stuart Royle, 47 ára, ákærður fyrir
sömu sakir, og Kim Shackelton, 39
ára, en hún er ákærð fyrir að hafa
haft þýfi undir höndum.
Þykja ákærurnar mikill áfangi í
því að upplýsa málið en Adrian Lepp-
ard, aðstoðarlögreglustjóri í Kent og
sá sem stýrir rannsókninni, sagði í
gær, að leitin að öllum ræningjunum
og öllu fénu gæti hugsanlega tekið
marga mánuði og jafnvel einhver ár.
Talið er, að sex menn hafi tekið þátt í
ráninu.
Leitað á búgarði
Síðastliðinn sunnudag girti lög-
reglan í Kent af búgarð í Staplehurst,
Elderden Farm, en hann er í eigu
eins hinna ákærðu, John Fowlers, en
hann er annars bílasali að atvinnu. Í
fyrrakvöld kvaðst Sky-sjónvarpið
hafa fyrir því heimildir, að þar hefði
fundist „verulega mikið fé“ en lög-
reglan hefur ekki staðfest það. Hún
hefur hins vegar upplýst, að í Ford-
sendibíl, sem fannst síðastliðinn
föstudag, hafi verið 1,3 millj. punda,
rúmlega 147 millj. ísl. kr.
Auk þeirra, sem hafa verið ákærð,
var lögreglan með tvo menn aðra í
haldi í gær og hafði hún daginn til að
sýna fram á, að þeir tengdust málinu.
Þrjú ákærð
fyrir stórránið
Reuters
Lögreglumenn á verði við flutningabíl, sem er talinn hafa verið notaður við
að flytja burt ránsfenginn, rúmlega sex milljarða íslenskra króna.
Podgorica. AFP. | Þingið í Svartfjalla-
landi samþykkti í gær einróma tillögu
forseta landsins, Filips Vujanovic,
þess efnis að þjóðaratkvæðagreiðsla
yrði haldin 21. maí nk. um sjálfstæði
frá Serbíu.
Þingheimur fagnaði innilega þegar
Ratko Krivokapic, forseti þingsins,
hafði lesið úrslit atkvæðagreiðslu um
tillöguna, en allir 68 þingmennirnir
sem viðstaddir voru greiddu atkvæði
með henni.
Serbía og Svartfjallaland hafa ver-
ið í ríkjasambandi frá árinu 2003 en
tilheyrðu bæði áður sambandslýð-
veldinu Júgóslavíu. Náðist samkomu-
lag um áframhaldandi samband 2003
m.a. fyrir tilstilli Evrópusambands-
ins, en þar vildu menn ekki að til yrðu
fleiri ný ríki á Balkanskaga eða frek-
ara umrót; eftir blóðug átök áratug-
arins á undan.
55% þurfa að samþykkja
Samkomulag náðist í fyrradag milli
stjórnar og stjórnarandstöðu um fyr-
irkomulag þjóðaratkvæðisins.
Fyrr í vikunni samþykktu stjórn og
stjórnarandstaða með semingi ein-
dregin tilmæli Evrópusambandsins
þess efnis að a.m.k. 55% kjósenda
þurfi að samþykkja að Svartfjallaland
segi skilið við ríkjasambandið við
Serbíu og þá verður einnig sú kvöð
gerð, til að niðurstaðan teljist gild, að
kjörsókn verði meira en 50%. Um
660.000 manns búa í Svartfjallalandi.
Þjóðaratkvæðagreiðslan verður
haldin á viðkvæmum tíma fyrir
stjórnvöld í Serbíu, sem eiga um þess-
ar mundir aðild að viðræðum um
framtíð Kosovo; en albanski meiri-
hlutinn þar er mjög áfram um að Kos-
ovo verði sjálfstætt ríki.
Kjósa um
sjálfstæði
HUGSANLEGT er að svarti dauði
hafi hrint af stað Litlu ísöldinni í
Evrópu, en það var kuldaskeið sem
hófst um 1500 og stóð í ein 300 ár.
Það er hópur vísindamanna við
Utrecht-háskólann í Hollandi, sem
leggur fram þessa tilgátu, en hún er
byggð á rannsóknum á frjókornum
og laufi í setlögum í vatni í Suð-
austur-Hollandi. Ljóst er af þeim, að
á tímabilinu 1000 til 1500 urðu mikl-
ar sveiflur á fjölda og samsetningu
frjókornanna og þær endurspegla
svo aftur þær breytingar, sem urðu
á landnýtingu á þessum tíma. Kom
þetta fram á fréttavef BBC, breska
ríkisútvarpsins.
Eftir aldamótin 1200 fjölgar mjög
frjókornum ýmissa korntegunda, til
dæmis bókhveitis, en um 1347 fækk-
ar þeim skyndilega mikið. Það var
einmitt þá, sem svarti dauði kemur
til sögunnar, en talið er, að hann hafi
lagt að velli um þriðjung allra Evr-
ópumanna. Upp úr þessu fjölgar
hins vegar mikið frjókornum ýmissa
trjátegunda, til dæmis birkis og eik-
ar.
Tilgáta vísindamannanna er sem
sagt sú, að ræktarland hafi minnkað
verulega vegna plágunnar og þá hafi
trén eða skógurinn lagt það undir
sig á ný. Um leið hafi upptaka koltví-
sýrings í andrúmsloftinu aukist. Þau
gróðurhúsaáhrif, sem þá hafi verið
til staðar, hafi því minnkað og þá
hafi kólnað í veðri.
Breytingar á
fjölda loftaugna
Dr. Thomas van Hoof og sam-
starfsmenn hans könnuðu einnig
fjölda loftaugna á gömlu eikarlaufi
og sáu þá, að þeim fækkaði á ár-
unum 1200 til 1300 samfara vaxandi
koltvísýringsmagni í andrúmsloft-
inu. Þetta snerist hins vegar eftir
1350 og þykir það benda til, að þá
hafi koltvísýringsmagnið farið
minnkandi. Það er um loftaugun,
sem koltvísýringsupptakan fer fram.
Olli svarti
dauði Litlu
ísöldinni?