Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN F yrir um tuttugu árum var sumarstarfið mitt á Hótel Húsa- vík, sem þá skartaði hinum rómantísku orðum The Midnight Sun Hotel stórum stöfum á gaflinum á hús- inu til að hver sem framhjá keyrði sæi það. Ástæðan fyrir því að þessi orð voru valin er augljós. Frá Húsavík sést fegursta sól- setur jarðarkringlunnar. Ég veit að ég er hlutdræg, en allur sá fjöldi ferðamanna sem gisti hót- elið var vissulega sammála því að sólsetrið væri fagurt. Til að hægt væri að sýna þeim sólsetrið frá besta staðnum var ferðamönn- unum boðið í rútuferð um mið- nættið upp á smáræðis hól sem liggur rétt norðan við bæinn og ber nú hið virðulega heiti Gónhóll. Þar var boðið upp á frosið íslenskt brennivín í staupi og svo sátu menn uppnumdir yfir náttúrufeg- urðinni sem við blasti. Skjálfand- inn í öllu sínu veldi, tignarleg Kinnarfjöllin meðfram víðfeðm- um flóanum og miðnætursólin að setjast eins og rauðglóandi eld- hnöttur við hafsbrún í norðri. Þögnin slík að á lognkyrrum kvöldum mátti heyra skellina í mótorbátunum á leið inn flóann langar leiðir. Af hverju í ósköpunum er ég nú að tala um þetta? Jú, því að nú eru blikur á lofti. Eftir árið 2010 er allt útlit fyrir að ekki verði lengur hægt að njóta hins unaðsfagra út- sýnis frá þessum stað. Ástæðuna vita landsmenn, jú, það er stefnt að því að byggja álver í Bakka- landi, sem blasir við einmitt frá nákvæmlega sama stað. Hægt er að gera sér í hugarlund útsýnið. Horft er í norður, í áttina að minnismerkinu um Einar Bene- diktsson. Höfðinu aðeins snúið til vinstri og í fjarska má á góðum degi sjá Grímsey, Flatey og nær er Lundey. Og svo renna augun aðeins nær og þá …! Álver! Ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta þegar ég heyrði fréttirnar um að Húsavík hefði orðið „hlutskörpust“ í slagnum um nýjasta álver landsmanna. Húsavík er minn heimabær og ég vil veg hennar sem mestan. Upp- gangur er framundan og Húsvík- ingar fagna því að bænum hafi verið bjargað frá hálfgerðri lá- deyðu. Mörg undanfarin ár þegar ég hef komið til Húsavíkur hef ég fengið sting í hjartað við að horfa á bryggjuna þar sem áður fyrr var ys og þys en nú er þar miklu minna umleikis. Þegar ég var í gaggó var látinn ganga listi í bekkjunum þar sem hægt var að skrifa nafnið sitt og segja þar með til um hvort óskað var eftir starfi í aðgerð eða í hraðinu. Það er ekki svo lengur. Sama dag og fréttir bárust af því að Bakkaland væri eina stað- setningin sem skoðuð yrði í fram- tíðinni voru viðtöl við mann og annan á Húsavík í fréttum sjón- varpsstöðvanna. Sérstaklega tók ég eftir orðum Þorkels Björns- sonar sem sagði eitthvað í þá veru að álver væri ekkert endilega það sem menn helst óskuðu sér, en svo spurði hann: „En hvað ann- að?“ Og ég get ekki annað en end- urtekið þessa spurningu. Hvað annað er hægt að gera til að skapa fólki sem hefur kosið sér það hlut- skipti að búa úti á landi nýja at- vinnu? Við Íslendingar búum svo vel að eiga næga orku. Hið nýja álver mun að öllum líkindum að mestu leyti ganga fyrir jarð- varmaorku sem mér skilst að sé eins náttúruvæn og orka getur verið. Er ekki sjálfsagt að nýta þá þessa orku? Hvað er ég þá að væla? Það er víst áreiðanlega ekki hægt að fela annað eins mann- virki og álver er niðri í fjöru. Best hefði þó verið ef það hefði verið hægt að koma bákninu úr sjón- máli. Var það áreiðanlega ekki hægt? Er þetta áreiðanlega besta staðsetningin? Bæjarbragurinn á Húsavík mun óhjákvæmilega breytast með tilkomu eins fjölmenns vinnu- staðar og álver er. Kannski mun í framtíðinni ganga listi í skólunum þar sem unglingarnir geta skrifað nafn sitt ef þeir óska eftir sum- arstarfi í álverinu. Húsavík er vissulega komin á kortið. Bæjarbúum mun fjölga og bærinn mun stækka. Ys og þys verður á götum bæjarins að nýju og það lifnar yfir fólki. Gera má ráð fyrir að byggja þurfi fleiri hús og skipuleggja ný svæði og þar með skapast jafnframt mögu- leikar á annars konar störfum. Allt er þetta nú gott og blessað og kannski skilja heimamenn ekki tregafullt viðhorf hins brottflutta til sjónmengunar. Dagana áður en þessi ör- lagaríka ákvörðun var tekin beið ég með nokkurri eftirvæntingu eftir niðurstöðunum. Tilfinning- arnar voru blendnar. Bæjarins vegna vonaði ég að Húsavík yrði fyrir valinu, en staðsetningin vafðist talsvert fyrir mér. Þegar ég svo heyrði fréttirnar leið mér nánast eins og ég hefði misst eitt- hvað. Og það má í raun til sanns vegar færa. Þegar og ef álver mun rísa í Bakkalandi munu Hús- víkingar missa eitthvað. Þegar verksmiðjan einu sinni er risin verður það ekki aftur tekið. Ég er og verð Húsvíkingur. Sama hversu gömul ég verð, sama hversu lengi ég bý annars staðar. Enginn staður á jafn sterk ítök í mér og þessi staður og allt hans umhverfi. Ég er stolt af því að vera Húsvíkingur og verð það alla tíð. Fegurð Þingeyjarsýslu er óumdeild. Það á ekki að fórna, þó ekki sé nema broti af þeirri feg- urð án vandlegrar og gaumgæfi- legrar íhugunar og taka verður með í reikninginn öll sjónarmið. Ég er ekki dæmigerður nátt- úruverndarsinni sem æpir nei, nei, þetta má ekki við hverja hug- mynd sem lögð er fram um nýt- ingu náttúrunnar heldur er ég áfram um að nýta landið og það sem það hefur upp á að bjóða á hagkvæman hátt, landsmönnum öllum til hagsbóta. Að öllu þessu sögðu óska ég Húsvíkingum til hamingju með bjartar framtíðarhorfur. Með kökk í hálsinum Skjálfandinn í öllu sínu veldi, tignarleg Kinnarfjöllin meðfram víðfeðmum flóanum og miðnætursólin að setjast eins og rauðgló- andi eldhnöttur við hafsbrún í norðri. sia@mbl.is VIÐHORF Sigrún Ásmundar STAKSTEINAR Morgunblaðs- ins rekja 1. mars sl. að nokkru samskipti Fjármálaeftirlitsins við stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar og stofnfjáreigendur í þeim ágæta sparisjóði undir fyrirsögninni ,,Hvað er Sigurður G. að verja?“ Staksteinum til upplýsinga þá var leit- að til mín, sem lög- manns í lok mars á liðnu ári, vegna und- irbúnings að framboði til stjórnar í Spari- sjóði Hafnarfjarðar; framboði gegn sitjandi stjórn. Fjármálaeftirlitið tók tíð- indum af þessu framboði strax illa og boðaði í bréfi þann 19. apríl 2005 athugun á því hvort til væri orðinn virkur eignarhluti í spari- sjóðnum. Síðan þá hefur Fjármála- eftirlitið haldið uppi látlausum fyr- irspurnum til bæði núverandi og fyrrverandi stofnfjáreigenda, kært hluta þeirra til embættis ríkislög- reglustjóra og beðið viðskiptaráð- herra um auknar valdheimildir, sem afgreiðslustofnunin Alþingi mun væntanlega veita, því þar virðast píkusögur og kannski typpatal skipa hærri sess en al- menn þing- og löggjafarstörf. Í tæpt ár hef ég því, sem lög- maður, unnið við að verja hags- muni nokkurra stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafn- arfjarðar. Flóknara er það nú ekki. Nú þegar ég hef svarað Staksteinum ætti leiðara- og Stak- steinahöfundur, að svara þeim spurn- ingum sem ég varpaði til hans í Morg- unblaðinu sl. mánudag og varða leiðara þess um auknar valdheim- ildir Fjármálaeftirlits- ins, sem leiðarahöf- undur fagnar, illu heilli m.a. fyrir blaða- og frétta- menn þessa lands. Með at- hugasemdum mínum við leiðarann var ekki verið að ráðast að Morg- unblaðinu, eins og í Staksteinum segir, heldur aðeins spurt, hvað hefur breyst frá því er blaðamaður Morgunblaðsins barðist við banka- eftirlitið 1996. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins veit að hvorki lög- menn né blaðamenn geta veitt stjórnvöldum aðhald, ef þessi sömu stjórnvöld þurfa ekki að virða trúnaðarsamband lögmanns og skjólstæðings hans, sem er lög- bundið, eða blaðamanns og heim- ildarmanns, sem í raun er ekki lög- bundið, eins og lesa má um í máli Rannsóknarlögreglu ríkisins gegn Agnesi Bragadóttur í hæstarétt- ardómi frá 1996, en þar segir m.a: „… bendir varnaraðili á, að rétt- ur hennar til að hafna svörum sé studdur því, að henni sé stöðu sinnar vegna óskylt að gefa upp heimildir sínar að greinunum í blaðinu. Sé þá átt við, að hags- munir almennings af frelsi fjöl- miðla til efnisöflunar og tjáningar yrðu skertir, ef réttarframkvæmd tryggði blaðamönnum ekki rétt til að virða trúnað við heimildarmenn sína.“ Spurningin er; tekur leiðarahöf- undur Morgunblaðsins undir þessa vörn eða ekki? Svar við spurningu Staksteina Sigurður G. Guðjónsson svarar Staksteinum ’Nú þegar ég hef svaraðStaksteinum ætti leiðara- og Staksteinahöfundur, að svara þeim spurn- ingum sem ég varpaði til hans í Morgunblaðinu sl. mánudag …‘ Sigurður G. Guðjónsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. ÞEGAR við eygjum vorblik og gróðurangan í lofti lyftist jafnan brúnin og við verðum spor- létt, full eftirvænt- ingar og bjartsýni. En því miður er það ekki svo um ágæta vini mína sem eru í for- svari fyrir íslenska mjólkuriðnaðinn og ganga um brúnaþung- ir og færa bændum og umbjóðendum sínum véfréttir og afarkosti. Það fór fyrst að bera á þessum véfréttum á aðventu er formaður Mjólkursam- sölunnar (MS) sendi öllum fé- lagsmönnum bréf þar sem hann fór með algjörar rangfærslur um það afurðaverð sem Mjólka ehf. greiðir bændum fyrir mjólk. Mjólk- ursamsalan er enn við sama hey- garðshornið og notar óskemmti- legar og óheiðarlegar aðferðir við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Nú í byrjun vikunnar lagði stjórnarmaður í MS lykkju á leið sína og heimsótti innleggjanda hjá Mjólku ehf. og hafði í hótunum við hann. Slíkar vinnuaðferðir eru ekki til eftirbreytni en eru í takt við það sem mjólkuriðnaður hefur áður sýnt er hann hafði í hótunum við lítið framleiðslufyrirtæki hér í bæ. Mjólkuriðnaður gerði forsvars- mönnum þess fyr- irtækis grein fyrir því að þeir myndu ekki kemba hærurnar í við- skiptum við sig ef þeir tækju að sér verkefni fyrir Mjólku ehf. Mjólkuriðnaðurinn hef- ur einnig sýnt fleiri til- burði í þessa átt sem ekki verður greint frá að sinni. Það er sorglegt til þess að vita að íslenski mjólkuriðnaðurinn, sem hefur náð svo frá- bærum árangri á mörgum sviðum m.a. með framleiðslu á mjólk- urvörum sem standast gæðasam- anburð á heimsmælikvarða, skuli eyða orku sinni í að reyna að drepa niður innlenda samkeppni. Þetta er að sjálfsögðu algjörlega ólíðandi þar sem mjólkuriðnaður- inn nýtur ríkisstyrkja og gífurlegra innflutningsverndar. Ekki síst þar sem landbúnaðarráðherra hefur í raun gott tækifæri til sparnaðar þar sem meginhluti þeirra fjár- muna sem eru greiddir í formi beingreiðslna, u.þ.b 4,1 milljarður, fer beint út úr greininni aftur, eða um 1,8 til 2 milljarðar á ári í formi viðskipta með kvóta, framleiðslu- rétt. Beinast liggur við hjá landbún- aðarráðherra að afleggja kvótakerf- ið og gefa bændum heimild til þess að fullnýta þau framleiðslutæki og fjárfestingar sem þeir hafa ráðist í og framleiða mjólk svo þeir geti annað eftirspurn. Í þessu felast mikil tækifæri til þess að gera mjólkuriðnaðinn skilvirkan og sam- keppnishæfari á erlendum mörk- uðum. Það er því von mín að mjólk- uriðnaðurinn sjái gleðina og birtuna sem fylgir vorinu í íslenskum land- búnaði og láti af broslegum einokunartilburðum, tækifærin bíða okkar og íslenskra bænda ef rétt er á haldið. Nú ríða hetjur um héruð Ólafur M. Magnússon fjallar um mjólkuriðnað ’Þetta er að sjálfsögðualgjörlega ólíðandi þar sem mjólkuriðnaðurinn nýtur ríkisstyrkja og gíf- urlegrar innflutnings- verndar.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Mjólku ehf. Ólafur M. Magnússon SUNDLAUG Kópa- vogs á Rútstúni er eitt af þekktari mann- virkjum Kópavogs. Hafist var handa við hönnun hennar af mikl- um stórhug þegar Hulda Jakobsdóttir var bæjarstjóri í Kópavogi 1957 til 1962. Högna Sigurðardóttir arkitekt var fengin til að hanna mannvirkið og hefur verið arkitekt af því síðan. Framkvæmda- tíminn hefur verið mjög langur en nú stendur til að klára loksins verkið. Þá bregður svo við að ákveðið er bak við luktar dyr að fá aðra arkitekta til verksins og Högnu ekki einu sinni sýnd sú sjálf- sagða kurteisi að hafa við hana samband. Meginrök fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í þessum skyndilegu skiptum eru þau að Högna sé orðin svo fullorðin, en hún er fædd 1929, og er sjaldgæft að menn opinberi fordóma sína með svo afhjúpandi hætti. Siðanefnd Arkitektafélags Ís- lands hefur fjallað um málavexti og segir meðal annars svo í úrskurði sínum: „Siðanefnd telur viðskilnað verkkaupa við fyrrum viðskiptavin sinn og ráðgjafa mjög ámælisverðan.“ Er hér bara enn eitt dæmið um hugsunarháttinn og valdhrokann sem setur orðið sífellt meira mark á framkomu meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs. Þetta er skammarlegur viðskilnaður af hálfu bæjarins og úr öllu samræmi við þann stórhug sem sýndur var í upphafi. Skammarlegur viðskilnaður Flosi Eiríksson fjallar um breytingar á Sundlaug Kópavogs ’Þetta er skammarlegurviðskilnaður af hálfu bæj- arins og úr öllu samræmi við þann stórhug sem sýndur var í upphafi.‘ Flosi Eiríksson Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.