Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 51 DAGBÓK Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar og Kjal-arnesprófastsdæmi standa fyrir nám-skeiðinu „Hin trúuðu og trúarbrögðin– samskipti trúarbragða og menning- arheima“. Námskeiðið fer fram dagana 6. og 7. mars í safnaðarheimili Grensáskirkju. „Samskipti trúarbragðanna eru viðvarandi viðfangsefni guðfræðinga og þeirra sem vinna í kirkjunni. Aðstæður á Íslandi einkennast af auk- inni fjölbreytni og litríkara landslagi í trúmálum en var fyrir ekki svo löngu,“ segir Kristín Þór- unn Tómasdóttir héraðsprestur, sem kennir á námskeiðinu ásamt Steinunni Arnþrúði Björns- dóttur guðfræðingi. „Áríðandi er að kristnir menn fræðist um önn- ur trúarbrögð – og sín eigin – ekki síst til að þeir skilji þær manneskjur sem þeir mæta í lífinu og iðka önnur trúarbrögð. Þaðan kemur heiti nám- skeiðsins, því í raun eru það aldrei tvenn trúar- brögð sem mætast, heldur fólk sem játar ólíka trú. Það er ekki ólík hugmyndafræði sem er að kljást, heldur manneskjur, og brýnt að skilja þessi átök nú sem aldrei fyrr, því öll eigum við vini, skólafélaga eða samstarfsmenn, og jafnvel fjölskyldumeðlimi sem hafa allt annan trúar- legan bakgrunn en flestir Íslendingar. Hver og ein trúarbrögð boða um leið ákveðinn sannleika um sína sérstöðu og sitt hlutverk í heiminum, sem vekur áhugaverðar guðfræðilegar spurn- ingar.“ Kristín minnist á danska myndbirtingarmálið sem nýlegt dæmi um samstuð trúarbragða sem öllum virðist hafa komið í opna skjöldu: „Í kennslunni ætlum við að gera fjölmiðlum góð skil, enda orðnir stór hluti af umhverfi okkar og skoðanamyndun. Fyrsta kvöldið skoðum við hvernig trúarbrögðum og trú mannsins er miðl- að af fjölmiðlunum, og áhugavert að skoða hvernig fjölmiðlar standa sig í að ýmist upplýsa almenning eða ýta undir fordóma og staðal- myndir. Mjög mikilvægt er að reyna að gera sér grein fyrir hvaða hlutverki fjölmiðlar gegna í samskiptum trúarbragðanna.“ Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað lauslega um íslamska hugmyndafræði: „Slíkur skilningur er nauðsynleg forsenda til að geta fjallað um viðkvæm mál, eins og myndbirtinga- málið, og hvers vegna viðbrögðin geta verið jafnsterk og raun ber vitni, og taka á sig þá mynd sem meðal annars hefur sést undanfarið.“ Nánari upplýsingar má fá hjá Biskupsstofu, s. 535 1500, en þar fer jafnframt fram skráning á námskeiðið. Trúarbrögð | Námskeið Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar um samspil trúarbragðanna Hinir trúuðu og trúarbrögðin  Kristín Þórunn Tómasdóttir fæddist í Neskaupstað 1970. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1990, embættisprófi frá guð- fræðideild Háskóla Ís- lands 1996 og magist- ersgráðu í trúarbragða- fræðum frá Indiana- háskóla 1998. Frá 1998 hefur Kristín verið héraðsprestur í Kjalarnesprófastsdæmi. Kristín Þórunn á tvö börn, Unni og Jakob. Endurtekningin. Norður ♠532 ♥G97 V/AV ♦954 ♣G982 Vestur Austur ♠10864 ♠KDG9 ♥K43 ♥862 ♦108 ♦ÁG7 ♣D753 ♣1064 Suður ♠Á7 ♥ÁD105 ♦KD632 ♣ÁK Fjórir tíglar er sjaldgæfur samn- ingur í tvímenningi og ekki vinsæll, enda hálfgert einskismannsland – of hár bútur og láglitur í þokkabót. Þessi vafasami samningur reyndist þó sigur- vegurum tvímennings Bridshátíðar happadrjúgur. Í gær sáum við spil þar sem Þorlákur Jónsson vann fjóra tígla doblaða gegn sænsku landsliðspari. Skömmu síðar lentu þeir Jón Baldurs- son og Þorlákur í sama samningi (reyndar ódobluðum) gegn bandarísku landsliðsmönnunum Brad Moss og Fred Gitelman: Vestur Norður Austur Suður Moss Þorlákur Gitelman Jón Pass Pass 1 spaði Dobl 3 spaðar Pass Pass Dobl Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass Pass Pass AV eru komnir út á hálan ís í þremur spöðum, en það er erfitt fyrir Þorlák í norður að passa niður síðara doblið, enda býst hann við einspili hjá makker í spaða. Moss og Gitleman unnu því sigur í sögnum að neyða NS upp á fjórða þrep. En úrspilið var eftir. Út kom spaði og Jón tók strax á ás og spilaði litlu hjarta. Vestur dúkkaði og nían í borði átti slaginn. Jón spilaði svo tígli á kóng og síðan hjartadrottningu að heiman! Moss tók með kóng og spaða. Jón trompaði þriðja spaðann, fór inn á blindan á hjartagosa og spilaði tígli að drottningunni. Þetta skilaði tíu slögum og 82% skor. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 Rf6 3. Rc3 dxc4 4. e4 e6 5. Bxc4 Rc6 6. Rf3 Bb4 7. Bg5 Bxc3+ 8. bxc3 Re7 9. Bxf6 gxf6 10. O-O Dd6 11. Db3 b6 12. e5 fxe5 13. dxe5 Dc5 14. Had1 Rc6 15. Da4 Bd7 Staðan kom upp á Meistaramóti Taflfélagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Svanberg Pálsson (1720) hafði hvítt gegn Geir Guðbrandssyni. 16. Hxd7! Kxd7 17. Bb5 hvítur fær nú óhjákvæmilega tvo létta menn fyrir hrók og við það verður eftirleikurinn auðveldur. 17...Ke7 18. Bxc6 Hac8 19. Rd4 Dxc3 20. Bd7 Hcd8 21. Rc6+ Kxd7 22. Hd1+ Kc8 og svartur gafst upp um leið enda verður hann mát eftir 23. Da6#. Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst í dag, 3. mars, kl. 20.00 í húsa- kynnum Menntaskólans v/ Hamra- hlíð. Skákáhugamenn eru hvattir til að fjölmenna á skákstað og fylgjast með flóru íslensks skáklífs. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Góður sjónvarpsþáttur ÉG vil þakka ríkissjónvarpinu fyrir þátt Jónasar Ingimundarsonar og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur. Þetta er besti þáttur sem sýndur hefur verið í sjónvarpi það sem af er þessu ári. Það var stórkostlegt að heyra Jónas bæði lögin og textana. Þá var ekki verra að heyra Sigrúnu syngja af slíkri snilld sem raun bar vitni. Ég vil bara þakkar fyrir það sem þarna fór fram. Þetta er nokkuð sem skilur eftir. Sjónvarpsþættir eða bíó- myndir sem skilja eitthvað eftir er það sem bæði ég og fleiri vilja sjá og heyra. Kærar þakkir Jónas og Sig- rún! Ég vil líka þakka RÚV fyrir margt gott, sem stofnunin hefur á boð- stólnum en vil bæta þessu við til þeirra og annarra sjónvarpsstöðva: Hættið að sýna morð og ofbeldis- þætti. Þetta er það sem við viljum ekki sjá. Við viljum sjá það sem skil- ur eitthvað eftir. Annars kærar þakkir. Kristín Gestsdóttir. GamanSaman.is gjörbreytti ásýnd stefnumótavefja Í KJÖLFAR fréttaþáttarins Komp- áss 19/2 síðastliðinn, og þeirrar um- fjöllunar sem varð á NFS í framhald- inu, vil ég endilega koma eftirfarandi á framfæri: Það er hræðilegt til þess að vita fullorðnir karlmenn komi sér í samband við stúlkur undir lögaldri á stefnumótavefjum landsins og á auðvitað að reyna að koma í veg fyrir það með öllum hætti. Gaman- Saman.is gjörbreytti ásýnd íslenskra stefnumótavefja fyrir um einu og hálfu ári þegar það kom ferskt inn á þann markað. Það var í fyrsta skipti sem aðgang- ur að slíkri vefsíðu var bannaður inn- an 18 ára og enn fremur fer þar eng- in skráning inn nema yfirfarin og samþykkt af einhverjum stjórnanda GamanSaman.is. Þannig höldum við öllum augljósum auglýsingum um vændi eða eitthvað óviðeigandi frá okkar vef. Einnig vistum við IP-tölu hvers og eins okkar notenda, til þess eins geta upplýst viðkomandi yfir- völd um ef viðkomandi yrði uppvís að einhverju misjöfnu á vef okkar. Það hefur verið mér hulin ráðgáta að sumir stefnumótavefir hér á landi skuli fá að starfa með þeim hætti sem þeir gera í dag, algjörlega eftir- litslaust, og hvet ég fólk og auglýs- endur til að sniðganga slíka eftirlits- lausa vefi og hvet til að þeim verði lokað af hálfu eigendanna eða þá þeir bæti úr eftirliti með þeim. Hjörtur Scheving. Pennavinkona frá 1970 DÖNSK kona af íslenskum ættum, Helle Vibeke Andersen, leitar að pennavinkonu sinni frá um 1970. Er vinkonan vinsamlegast beðin að hafa samband við Guðmund K. Steinbach, sími 557 4631, netfang: gkskg@sim- net.is Vona að þetta sé fullnægjandi. Það er eins og verið hefur alla tíð: Morgunblaðinu er best til alls treyst- andi. Kveðja, Guðmundur. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, 3. mars, ersextug Lilja Sigurgeirsdóttir, Sólgötu 2, Ísafirði. Af því tilefni býður hún vinum og vandamönnum að sam- gleðjast með sér í sal Oddfellow á Ísa- firði, laugardaginn 4. mars kl. 15. 50 ÁRA prestvígsluafmæli. SéraA. George, fyrrverandi skóla- stjóri Landakotsskóla um margra ára skeið og staðgengill biskups kaþólskra á Íslandi, getur fagnað 50 ára prest- vígsluafmæli sínu sunnudaginn 5. mars. Sr. George vígðist prestur 11. mars 1956 í Hollandi. Í nóvember sama ár kom hann til Íslands og hér hefur hann starfað sem prestur síðan. Sunnudaginn 5. mars mun hann lesa hátíðarmessu kl. 10.30 í Kristskirkju í Landakoti og þakka Guði fyrir að hann skyldi hafa verið valinn til þess að gegna prestsstörfum á Íslandi. Að messu lokinni verður móttaka í safn- aðarheimilinu á Hávallagötu 16 svo að kirkjugestir geta notað tækifærið og fært sr. George þakkir og vottað hon- um virðingu sína og viðurkenningu. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 95 ÁRA afmæli. Í gær, 2. mars,varð níutíu og fimm ára Jóhanna Kristjánsdóttir, Ólafsvík. FRÍMÚRARAKÓRINN heldur árlega tónleika sína 4. mars 2006 í hátíðarsal Frímúrarareglunnar á Íslandi að Skúlagötu 55. Tónleikarnir hefjast klukkan 16. Verð aðgöngumiða er 1.500 kr. og verða þeir seldir við innganginn. Efnisskráin er fjölbreytt og er þar að finna þekkt íslensk og erlend lög úr ýmsum áttum. Meðal tónskálda eru Atli Heimir Sveinsson, Árni Thorsteins- son, Jón Nordal, Jóhann Ó. Haraldsson, Páll Halldórsson, Karl O. Runólfs- son, Sigvaldi Kaldalóns, Þórarinn Guðmundsson, W. A. Mozart og fleiri. Einsöngvari á tónleikunum er Eiríkur Hreinn Helgason. Við píanóið er Jónas Þórir. Stjórnandi er Jón Kristinn Cortez en undir hans stjórn hefur kórinn dafnað vel síðustu árin. Á tónleikum Frímúrarakórsins hefur skapast sú hefð að kynna unga tónlistarmenn sem eru um það bil að ljúka tónlistar- námi. Að þessu sinni koma fram tveir ungir söngvarar, þau Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir og Ásgeir Páll Ágústsson, og munu þau m.a. flytja dúett úr Töfraflautunni eftir Mozart. Með þeim leikur á píanó Iwona Ösp Jagla. Þá munu Árni Scheving, Carl Möller, Guðmundur Steingrímsson og Bjarni Sveinbjörnsson leika nokkur ljúf djasslög. „Snert hörpu mína …“ Sérhæð við Ægisíðu óskast - staðgreiðsla Sérhæð við Ægisíðu óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 120-150 fm hæð við Ægisíðu, stað- greiðsla í boði. Íbúðin þarf ekki losna fyrr en á seinni hluta ársins. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali A ll ta f ó d ýr ir Extra sterkt GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.