Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 28
Daglegtlíf
mars
Það er ekki um auðuganchili-garð að gresja á Ís-landi ef tekið er mið afþví að í heiminum eru til
allt að 100 tegundir af chili. Að öll-
um öðrum ólöstuðum er óhætt að
segja að Ning de Jesus hafi staðið
sig best í því að kynna chili fyrir
Íslendingum, en hann stendur fyrir
innflutningi á sex tegundum chilis
að jafnaði, sem hann selur í Sæl-
keraversluninni á Suðurlandsbraut
6.
Sterkari tegundir í Asíu
„Þegar ég kom til landsins árið
1974 var stærsta verslunin í
Reykjavík í Glæsibæ,“ segir Ning.
„Þegar ég spurði þar hvar ég fengi
þetta og hitt var mér sagt „ja, bara
hér“,“ segir hann um upphaf leitar
sinnar að hráefnum í asíska mat-
argerð á Íslandi. „Nú, og ég leit í
kringum mig og það var bara ekk-
ert,“ bætir hann við og ypptir öxl-
um kankvíslega. Í framhaldi af því
ákvað hann að stofna veitingastað
sem var sá fyrsti sinnar tegundar
hérlendis, Mandarín, og sérhæfði
sig í asískri matargerð.
Ning er beðinn um að segja frá
því helsta sem fróðlegt er að vita
um chili og hann tekur til máls.
„Þetta hérna er habanero sem er
sterkasta chili sem fæst hérna,“ að
þessu sögðu bendir hann á lítið
digurt, rautt grænmeti sem lítur út
eins og samanskroppin paprika.
„Þær chili-tegundir sem finnast í
Asíu eru miklu sterkari en þær
sem ræktaðar eru á Vest-
urlöndum.“ Hann giskar á að
kannski hafi loftslagið eitthvað með
það að gera. „Sterkasta chili í
heimi er ræktað í Suður-Ameríku;
Mexíkó og á svipuðum slóðum.“
Nú lyftir hann upp annarri gerð
sem hann segir að sé thai red chili
og bendir á langan chili líka. „Það
er líka til cayenne chili sem not-
aður er í matargerð en hann er
alltaf malaður og þekktur sem ca-
yenne-pipar,“ segir hann. „Hann er
aldrei notaður ferskur.“ Það sem
mest er notað af ferskum chili er
þessi langi, grænn og rauður.
„Íslendingar kunna vel að nota
chili í matargerð,“ segir Ning að-
spurður, „já, já, já, þeir kaupa
mest svona chili,“ segir hann og
lyftir upp pínulitlum chili sem
blaðamaður hefði helst giskað á að
væri einfaldlega óþroskaður, en er
víst næststerkasta gerðin sem hér
fæst og heitir bird eye.
Sá fyrsti sem bauð sterkan mat
Ning hlær þegar hann rifjar upp
hve mikið matarmenning Íslend-
inga hefur breyst frá því að hann
kom hingað til lands. „Það hefur
breyst svakalega mikið. Það var
ekkert svona til hérna þegar ég
kom hingað. Ég var sá fyrsti sem
bauð Íslendingum svona sterkan
mat, en Íslendingar hafa farið lang-
an veg á þessum tíma. Nú finnst
þeim maturinn oft vera bara dauf-
ur á bragðið,“ segir hann og hlær
enn innilega.
Að lokum segir hann frá því að
hann sé að þjóna sínu fólki. „Ég er
að flytja inn það sem þarf í asíska
matargerð og stundum er ég
spurður hvort ég geti útvegað eitt
og annað og þá reyni ég að gera
það.“
Íslendingar
vilja sterkari
mat en áður
Morgunblaðið/Arnaldur
Ning De Jesus segir að þegar hann kom fyrst hingað til lands árið 1974 hafi
hráefni til asískrar matargerðar verið vandfundið.
MATUR | Fleiri tegundir til af chili en marga grunar
Í Orðabók menningarsjóðs
stendur að chili sé: „rauður
pipar, kryddjurt (Capsicum
annuum var. longum) af kart-
öfluætt, sílípipar, krydd-
paprika, myndar löng og mjó
hol aldin sem notuð eru sem
eldsterkt krydd.“
Chili =
sílípipar
„VIÐ förum í efni sem tengir mynd-
list og tónlist saman. Þá út frá
hljómsveitum sem gera myndlist og
myndlistarmönnum sem gera tón-
list. Förum í söguna út frá nokkrum
hliðum og fjöllum um samvinnu
myndlistarmanna og tónlistar-
manna. Og vörpum fram spurn-
ingum eins og; hvar væri popp-
tónlist án hugmyndabrunns
myndlistar en myndlist hefur haft
gífurleg áhrif á mótun tónlistarsög-
unnar,“ segir Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir myndlistarmaður en hún
ásamt manni sínum, Ragnari Kjart-
anssyni, söngvara í hljómsveitinni
Trabant og myndlistarmanni, kenn-
ir á námskeiðinu Myndlist rokkar í
Myndlistaskólanum í Reykjavík.
Þetta er helgarnámskeið fyrir ungt
fólk og fer fram fyrstu þrjár helg-
arnar í mars.
„Unga fólkið á námskeiðinu vinn-
ur svo alls konar verkefni út frá
viðfangsefninu. Þetta er í annað
sinn sem við kennum þetta og sein-
ast unnu krakkarnir t.d. málverk út
frá ákveðinni tónlist, margir
bjuggu til tónlist og tóku ljós-
myndir með henni eða gerðu mynd-
band.“
Ásdís segir þetta mjög spennandi
verkefni enda margir tónlist-
armenn sopið úr hugmyndabrunni
myndlistarinnar eða upphaflega
verið myndlistarmenn.
Námskeiðinu lýkur með uppá-
komu í Hinu húsinu.
NÁMSKEIÐ
Popptónlist og myndlist
Morgunblaðið/ÞÖK
Ásdís og Ragnar munu sjá um námskeiðið Myndlist rokkar sem hefst í dag
hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík.
Hægt er að láta skrá sig og fá
nánari upplýsingar í síma 551-
990. www.myndlistaskolinn.is.
Habanero Notaður í sósur, fiskrétti og til að mar-
ínera. Notið hanska þegar hann er skorinn því hann
er mjög sterkur.
Lipari Stór, líkist langri papriku. Bragðdaufur og
getur notast á sama hátt og paprika.
Apache Hreint, sterkt chili-bragð, hentar vel í sult-
un.
Jalapeno Vinsælasti chili í heimi. Bragðast nánast
eins og ávöxtur. Má notast í alla matargerð.
Hungarian hot wax Stökkur, safaríkur, vottar fyrir
ananasbragði. Góður hrár með ólífuolíu og grófu
salti. Má grilla, þá gjarnan klofinn í tvennt og fylltur
með t.d. fetaosti, ólífuolíu og kryddjurtum.
Bird eye Pínulítill en rótsterkur, mikið notaður hér-
lendis.
Paprika Kannski það sem kemur mest á óvart er að
paprikan tilheyrir chili-fjölskyldunni.
Langur chili
Langur chili
Hab-
anero
Jalapeno
Papr
ika
Hungarian
hot wax
Eftir Sigrúnu Ásmundar
sia@mbl.is