Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 35
UMRÆÐAN
NÝLEGA birtist í Morgun-
blaðinu grein eftir Hjörleif Gutt-
ormsson fyrrverandi iðnarráðherra
um mengun við álframleiðslu og
Kyoto samninginn og í framhaldi af
því svargrein frá fyrrverandi orku-
málastjóra Jakobi Björnssyni. Máli
sínu til stuðnings setja báðir fram
mikið af tölum, sem eflaust eru all-
ar réttar.
Hjörleifur vill ekki
meira ál nú frekar en
þegar hann var iðn-
aðarráðherra. Frá
þeim tíma er mér
minnisstæður fundur
verkfræðingafélagsins
á Hótel Esju. Gestur
fundarins var iðn-
aðarráðherra. Það var
eftir að Hjörleifur
upplýsti um hækkun í
hafi. Á fundinum kom
forstjóri Ísal í pontu.
Bauð sættir og spurði
hvort leyfi fengist til stækkunar um
eitt stk. kerskála. Svarið var þvert
nei. Síðar á tímum atvinnuleysis og
kreppu hugsaði ég oft til þessa
fundar. Hjörleifur var í mínum
huga dýr ráðherra.
Jakob eins og áður ber það besta
saman við það versta. Gerir sam-
anburð á mengun við álframleiðslu
með umhverfisvænu vatnsafls-
rafmagni og álframleiðslu með raf-
magni frá olíu- eða kolabrennslu.
Þetta er auðvitað alveg rétt hjá
honum, en það er líka rétt hjá
Hjörleifi, að koltvísýringslosunin
við sjálfa álframleiðsluna er alltaf
jafnmikil. Skiptir þá ekki máli,
hvernig svo sem rafmagnið er
framleitt. Það var reyndar ekki
þetta, sem er tilefni þessarar grein-
ar. Fyrrverandi bæjarverkfræð-
ingur Sigurður Oddsson svaraði því
í grein sinn „Ekki meira ál“ sem
birtist í Morgunblaðinu í september
eða október 2004.
Ég ætlaði að koma inn á að nú
virðist orkumálastjórinn fyrrver-
andi telja Íslendingum rétt og skylt
að framleiða sem allra mest af áli
til að bjarga heiminum frá gróð-
urhúsagösun. Með sömu rökum
mætti segja að okkur bæri að nýta
alla okkar orku til framleiðslu á
eldsneyti, sem kæmi í stað olíu og
þar með bjarga alheiminum frá
gróðurhúsaloftmengun. Það er auð-
vitað af og frá. Fyrst og fremst ber
að nýta auðlindir okk-
ar þjóðinni til hags-
bóta.
Í dag eru allt aðrar
aðstæður, en þegar ál-
verið í Straumsvík var
byggt. Þá voru yfir
90% útflutnings okkar
sjávarafurðir og
stundum atvinnuleysi.
Nú er svo mikil at-
vinna að erfitt er að fá
fólk í ýmis störf og þá
ekki bara í fram-
leiðslustörf, sem land-
inn vill helst ekki
vinna. Dæmi er um að sveitarfélög
hafi ekki fengið fólk með nægilega
íslenskukunnáttu til starfa á skrif-
stofu.
Ekki er þörf á að ana út í bygg-
ingu nýrra álvera, eins og staðan er
í dag. Þegar þar að kemur ber að
skoða hvað annað er í boði. Hvaða
verð fæst fyrir raforkuna og ákveða
staðsetningu út frá atvinnuástandi í
landinu. Í dag er meiri þörf á ný-
sköpun fyrir norðan og vestan en
hér fyrir sunnan og austan.
Núverandi iðnaðarráðherra upp-
lýsti nýlega í sjónvarpsviðtali að
rætt hafi verið við Alcan um stækk-
un álversins í Straumsvík. Þeir
hefðu forgang eða væru fremstir í
röðinni, því að þeir hafi komið
fyrstir og beðið lengst. Þetta er
fráleit röksemdafærsla. Isal og
Alcan hafa ekki síður hagnast á ál-
verinu í Straumsvík en íslenska
þjóðin og eiga ekki neitt hjá okkur.
Þegar maður heyrir svona rökleysu
liggur við að maður óski sér að bú-
ið væri að einkavæða Landsvirkjun,
eins og bankana og símann. Þá
myndu nýir kapítaliskt hugsandi
eigendur spyrja, hver greiðir mest
fyrir raforkuna? Á sama hátt ættu
ráðamenn þjóðarinnar að spyrja
um greiðslu fyrir mengunarkvót-
ann.
Er ekki komin tími til að íslensk-
ir ráðamenn hætti að útdeila lands-
ins gæðum og selja fyrirtæki, eins
og þeir eigi þetta allt sjálfir skuld-
laust? Líklega verður Landsvirkjun
ekki einkavædd fyrr en lítið fæst
fyrir hana, vegna samninga um sölu
raforku á verði undir kostn-
aðarverði.
Nýting þjóðarauðlinda
Sigurður Oddsson
skrifar um stóriðju ’Fyrst og fremst ber aðnýta auðlindir okkar
þjóðinni til hagsbóta.‘
Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur.
FLEIRI og fleiri gera sér nú
grein fyrir því að ríkisstjórnin hefur
ekki lækkað skatta á meginþorra
skattgreiðenda á valdatíma sínum
þrátt fyrir fullyrðingar um annað.
Þingmenn Samfylk-
ingar bentu á þá stað-
reynd þegar skatt-
breytingatillögur
fjármálaráðherra sáu
dagsins ljós að verið
væri að færa skatt-
byrðina til í launastig-
anum, þ.e. að einungis
þeir sem allra hæstu
laun hefðu myndu upp-
lifa lægri skattbyrði en
stærsti hluti skatt-
greiðenda yrði fyrir
aukinni skattbyrði ef
tillögur þáverandi fjár-
málaráðherra Geirs H. Haarde
myndu ná fram að ganga.
Nú hafa fleiri aðilar bent á það
sama og má þar m.a. nefna Land-
samband eldri borgara, ASÍ, Stefán
Ólafsson prófessor við Háskóla Ís-
lands og nú síðast Kastljós Rík-
isútvarpsins sem hefur á skýran
hátt dregið fram hvað stjórnvöld
hafa verið að aðhafast í skattamálum
undanfarin misseri. 75–80% skatt-
greiðenda greiða nú hærra hlutfall
launa sinna í tekjuskatt en þeir
gerðu 1995, þegar núverandi rík-
isstjórn komst til valda, miðað við
jafngild laun samkvæmt launa-
vísitölu. Allir aðilar sem skoðað hafa
skattbreytingarnar hafa komist að
þessari sömu niðurstöðu og stutt
það vel ígrunduðum rökum og dæm-
um.
Fjármálaráðherra, sem hefur
vondan málstað að verja bregst við
með þeim hætti að fela embætt-
ismönnum í ráðuneyti sínu að reikna
og setja fram tölur sem eru í besta
falli mjög villandi og í því versta
hreinlega blekking. Ráðherrann
bregður á það ráð að bera saman
sömu krónutölu launa
árið 1994 og árið 2006,
þ.e. lætur eins og laun
hafi ekkert hækkað á
12 ára tímabili. 100
þúsund króna laun eru
langt frá því að vera
sambærileg í verðgildi
árið 1994 og á þessu
ári hvort sem litið er til
verðlags eða launa.
Þegar reiknimeistarar
ráðherra fá síðan út að
skattbyrði hafi lækkað
með þessum ótrúlegu
aðferðum liggur bein-
ast við að álykta að vísvitandi sé
verið að gera tilraun til að slá ryki í
augu skattgreiðenda og breiða yfir
þá staðreynd sem við öllum blasir að
skattheimtan hefur aukist verulega í
tíð ríkisstjórnarinnar. Þegar ráð-
herrann er leiðréttur bregst hann
við af offorsi og hroka og reynir að
hrópa niður þann sem bendir á ótrú-
legan málflutning stjórnvalda og
gildir þá einu hver á í hlut, þing-
menn, fræðimenn eða heildarsamtök
launþega og eldri borgara.
Sannleikur er sagna bestur
Það hlýtur að vera krafa allra
skattgreiðenda að fjármálaráðherrar
Sjálfstæðisflokksins skýri út fyrir
þeim hvernig í ósköpunum standi á
því að stærsti hluti þeirra greiði nú
mun hærri skatta en þeir áður
gerðu á sama tíma og þessir sömu
ráðherrar hreykja sér af því að hafa
lækkað skatta. Það er ekki bjóðandi
að ráðuneyti setji fram upplýsingar
sem beinlínis virðast hafa þann til-
gang að afvegaleiða umræðu og
kæfa sannleikann um málið.
Það hefur nú verið staðfest með
óyggjandi hætti að formaður Sam-
fylkingarinnar fer með rétt mál þeg-
ar hún segir að skattbyrði á fjöl-
skyldur í landinu hafi aukist í tíð
núverandi ríkisstjórnar. Í mesta
góðæri sem íslensk þjóð hefur búið
við ættu að vera raunveruleg tæki-
færi til að lækka skatta á almennar
launatekjur. Aðrar tekjur ríkisins
svo sem af virðisaukaskatti, vöru-
gjöldum, sköttum og gjöldum á um-
ferð og bifreiðaeign, stimpilgjöldum
og ýmsum aukatekjum ríkissjóðs
eru í sögulegu hámarki. Slíkt ástand
myndu flestir nota til að létta bein-
um skattbyrðum af skattgreið-
endum, en Sjálfstæðisflokkurinn vel-
ur að nota svigrúmið til að létta
verulega skatti af þeim fjórðungi
skattgreiðenda sem hæstu launin
hafa og opinbera þannig í raun
hverra hagsmuna þeir gæta þegar á
hólminn er komið.
Skattbyrði eykst hjá
flestum skattgreiðendum
Jón Gunnarsson fjallar
um skattamál ’Í mesta góðæri sem ís-lensk þjóð hefur búið við
ættu að vera raunveruleg
tækifæri til að lækka
skatta á almennar launa-
tekjur.‘
Jón Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður
Samfylkingar.
INGIBJÖRG Sólrún Gísladótt-
ir, formaður Samfylkingarinnar,
ritaði tvær greinar um skatta í
Morgunblaðið í febrúar. Fyrri
greinin byggðist á þeirri kenn-
ingu að enginn hefði gengið
lengra en Sjálfstæðisflokkurinn
og núverandi ríkisstjórn í hækk-
un skatta. Þessi grein birtist í
framhaldi af umræðu sem pró-
fessor við Háskóla Íslands hóf
skömmu áður um sama efni og
ýmsir aðrir talsmenn Samfylk-
ingarinnar hafa síðan tekið undir.
Nokkrum dögum síðar var
þess getið í greinargerð al-
þjóðlegs matsfyrirtækis að skatt-
ar hefðu verið lækkaðir hér á
landi og um leið var varað við
aukningu opinberra útgjalda og
þenslu í hagkerfinu. Ekki þurfti
meira til. Ingibjörg Sólrún sneri
algerlega við blaðinu og ritaði
síðari grein sína í Morgunblaðið
þar sem hún gagnrýndi ríkis-
stjórnina harðlega fyrir lækkun
skatta. Ríkisstjórnin hefði gert
„hið öndverða“ við það sem Sam-
fylkingin hefði lagt til fyrir síð-
ustu kosningar og meðal annars
lögfest „lækkun tekjuskatta
langt fram í tímann“, eins og hún
orðar það.
Þegar við þennan hringlanda-
hátt bætist að það er rangt hjá
formanninum að Samfylkingin
hafi ekki sagst vilja skattalækk-
anir fyrir síðustu kosningar –
flokkurinn þóttist þvert á móti
vilja talsverða lækkun skatta þótt
almenningur hafi sem betur fer
ekki trúað því – þá fara menn að
efast um að heil brú sé í afstöðu
formanns Samfylkingarinnar til
skattamála. Er til of mikils mælst
að formenn stjórnmálaflokka,
jafnvel Samfylkingarinnar, haldi
sig við eina skoðun á sama málinu
innan sama mánaðar?
Birgir Ármannsson
Hringlandaháttur
Ingibjargar Sólrúnar
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Marteinn Karlsson: „Vegna
óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar-
stjórnar Snæfellsbæjar af okk-
ur smábátaeigendum, þar sem
ekkert tillit er tekið til þess
hvort við megum veiða 10 eða
500 tonn, ákvað ég að selja bát-
inn og flytja í burtu.“
Sigríður Halldórsdóttir skrif-
ar um bækur Lizu Marklund
sem lýsa heimilisofbeldi.
Hulda Guðmundsdóttir: „Ég
tel að það liggi ekki nægilega
ljóst fyrir hvernig eða hvort
hinn evangelísk-lútherski
vígsluskilningur fari í bága við
það að gefa saman fólk af sama
kyni …“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Fermingarblað
Morgunblaðsins
Sérblað helgað fermingum fylgir
Morgunblaðinu föstudaginn 17. mars
• Fermingarfötin í ár
• Ljósmyndirnar, albúm, rammar og myndabækur
• Skreytingar á veisluborðið
• Veislan heima eða í leigðum sal
• Fullt af spennandi uppskriftum
• Maturinn og drykkur í veislunni
• Blóm, kerti og servíettur
• Hugmyndir að gjöfum
• Eftirveislan fyrir unglingana, tónlist, matur og drykkur
• Heimilið gert fínt fyrir fermingardaginn
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 16 þriðjudaginn 14. mars
Allar nánari upplýsingar veitir Katrín
Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is