Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 43
MINNINGAR
keypti fín og falleg föt. Þegar þau
amma og afi fóru til Parísar keypti
hún á mig fallega hvíta spariskó.
Þessir fallegu hvítu spariskór voru
alltaf kallaðir Parísarskórnir.
Elsku amma Gróa, ég á eftir að
sakna þess að koma ekki til þín á
Skúlagötuna eftir vinnu á föstudög-
um, í spjall, kaffi og ristað brauð.
Elsku amma Gróa, Guð geymi þig.
Bjarney Sif.
Þegar við systkinin sitjum hér
saman og rifjum upp skemmtileg at-
vik úr æsku okkar, þá ert það þú sem
kemur upp fyrst í huga okkar, allar
skemmtilegu stundirnar sem við átt-
um saman með þér og afa Þorláki í
sumarbústaðnum okkar á Kiðja-
bergi. Nú getum við ekki annað en
brosað í gegnum tárin elsku amma þú
varst með svo skemmtilegan húmor
og ákveðnar skoðanir á öllu. Öll skip-
uðum við greinilega stóran sess í
hjarta þínu, því varla leið sá dagur að
þú spyrðist ekki fyrir um okkur og
hvort ekki gengi örugglega vel hjá
okkur öllum. Þetta þótti okkur svo
óstjórnlega vænt um. Okkur er sagt
að tíminn græði öll sár, en minning-
arnar um yndislega ömmu mun
hjálpa okkur öllum í gegnum erfið
tímamót. Hún amma Gróa mun vera
sem ljós í huga okkar allra.
Ljúfir englar leiði þig um ljóssins vegi
aldrei gleymast okkar fundir
öll við þökkum liðnar stundir
(J.H. SV.)
Þín barnabörn
Atli Geir, Guðbjörg Kristín,
Hildur Edda, Anna Lind.
Það myndast tómarúm þegar góð-
ur vinur kveður og minningarnar
hrannast upp.
Við Trúmann fluttum á Hvolsvöll
haustið 1950, með tveggja vikna son.
Fljótlega kynntumst við Gróu og fjöl-
skyldu hennar, Þorláki og börnunum
sem þá voru þrjú, en fljótlega bættist
það fjórða við.
Gróa var hæglát og fremur sein-
tekin, en þegar vináttu hennar var
náð, var hún sannur og góður vinur.
Þegar börnin mín voru tveggja og
þriggja ára lánaði hún mér dóttur
sína, Sigrúnu, sem þá var átta eða níu
ára, til að gæta þeirra. Það var ótrú-
legt hvað þessi litla hnáta gat haft lag
á þessum krílum, en þau dýrkuðu
hana og dáðu. Gott var að leita til
Gróu sama hvað það var, kökuupp-
skriftir, barnafatasnið og svo margt
annað sem við gátum rætt saman um.
Gróa var afar myndarleg húsmóðir
og oft var gestkvæmt hjá þeim hjón-
um.
Góð kynni tókust með fjölskyldum
okkar. Eiginmennirnir höfðu sameig-
inleg áhugamál, sem voru útivist,
veiðar og bílar, en þar var Þorlákur á
heimavelli, en hann var bifvélavirki,
og það góður í faginu.
Við fórum í ferðalög saman um fal-
lega landið okkar, börnin voru oft
með, stundum fórum við fjögur, en
stundum líka sex saman, þá bættust í
hópinn kærir vinir, hjónin í Djúpadal,
Guðrún systir Gróu og Alexander.
Þegar ég hugsa um þessar ferðir
eru þær í endurminningunni baðaðar
sólskini og gleði.
Ógleymanlegar voru ýmsar sam-
verustundir svo sem þegar við nokkr-
ar vinkonur stofnuðum saumaklúbb
sem hittist reglulega. Ekkert var
saumað en í staðinn spiluðum við
bridds þar sem Anna Margrét, ein í
hópnum, kenndi okkur og æfði. Eig-
inmönnunum þótti þetta skrítinn
saumaklúbbur.
Svo fluttum við í Hveragerði eftir
tuttugu og tvö yndisleg ár á Hvols-
velli.
Gróa og Þorlákur hjálpuðu okkur
við að pakka, flytja og svo að koma
öllu fyrir á nýja staðnum.
Skömmu seinna fluttu þau svo til
Reykjavíkur.
Allir voru í krefjandi störfum og
vinafundum fækkaði en vináttan var
óbreytt. Þegar Þorlákur veiktist var
Gróa sem klettur við hlið hans þar til
yfir lauk.
Síðar flutti hún í fallega íbúð á
Skúlagötu 20 í Reykjavík. Hún var þá
lengi búin að berjast við illvígan sjúk-
dóm. Þegar ég kom til Gróu var hún
ævinlega vel tilhöfð, fín og falleg.
Þannig vildi hún vera og þannig var
hún.
Hún vildi fram á síðustu stund laga
kaffi ef vinir eða vandamenn komu í
heimsókn.
Ég sé hana fyrir mér þar sem hún
sat á móti mér, dillaði sér svolítið og
hagræddi sér í stólnum og sagði:
„Segðu mér nú eitthvað skemmti-
legt,“ og svo töluðum við um gamla
daga, lífið og tilveruna, lífið eftir
dauðann og margt, margt fleira.
Hún fór oft fárveik inn á Landspít-
alann, en þegar af henni bráði vildi
hún alltaf fara heim á Skúlagötuna.
Að síðustu varð hún að horfast í
augu við að hún þurfti meiri umönn-
un.
Þá var líknardeildin í Kópavogi síð-
asti viðkomustaðurinn. Þar er ynd-
islegt starfsfólk og andrúmsloftið
hlýtt og gott. Þar var allt gert sem
hægt var til að Gróu liði ekki illa og
börnin hennar og tengdabörn vöktu
yfir henni hverja stund.
Ég var svo lánsöm að sitja hjá
henni ein, nokkra stund síðasta dag-
inn. Þá gat ég kvatt hana og beðið
fyrir kveðju til Þorláks. Ég er sann-
færð um að hún er búin að skila
henni.
Börnum hennar, fjölskyldum
þeirra, ættingjum og vinum, votta ég
samúð mína.
Góður Guð varðveiti Gróu og Þor-
lák.
Fölna lauf og blikna blóm,
blöð sín hneigja
undir þennan dulardóm
að deyja.
Þó fölni laufin, blikni blóm
og blundi kraftur,
undir vorsins virkum róm
þau vakna aftur.
(J. Hj. Jónsson.)
Birna Frímannsdóttir.
Það var sunnudag fyrir nákvæm-
lega 70 árum að lítil 10 ára stúlka stóð
í baðstofunni í Eystri-Tungu, ásamt
móður sinni, Maríu frá Forsæti. Hún
var komin til að dvelja á heimili for-
eldra minna og okkar systkinanna í
2–3 vikur til að sækja farskóla.
Kennslan fór fram á næsta bæ,
Vestri-Tungu. Við Gróa vorum jafn-
gamlar. Við horfðum feimnar á hvor
aðra drykklanga stund, þar til Gróa
rauf þögnina og spurði ,,Er langt að
fara í skólann?“ Við fórum okkur
hægt í að kynnast en fundum strax
löngunina hjá hvor annarri að vera
vinkonur. Við sannarlega urðum það
og eignuðumst vináttu allt lífið sem
aldrei bar skugga á.
Gróa féll strax inn í barnahópinn í
Eystri-Tungu. Við vorum 8 börn á
heimilinu sem sóttum skólann. Þrjú
af okkur voru frá öðrum heimilum í
sveitinni. Samkomulagið var svo gott
milli okkar að það heyrðist aldrei
hækkaður rómur. Það var mjög gam-
an í skólanum. Við höfðum góða
kennara sem okkur þótti vænt um
eins og Magnús Sveinsson, Pál Gunn-
arsson og Ingimund Stefánsson. Þeir
eru efstir í huga mínum. Mikið var nú
oft gaman. Við skautuðum á lækjun-
um á kvöldin við stjörnubjartan him-
in og tunglsljós.
Við Gróa áttum samleið í flestu, við
fermdumst saman. Við vorum 9 börn
sem fermdumst vorið 1940. Til gam-
ans langar mig að geta þess að þegar
við áttum 50 ára fermingarafmæli
komum við saman og áttum einstak-
lega skemmtilegt kvöld sem stóð
fram undir morgun. Við rifjuðum upp
gömlu dagana frá æskuárunum, nut-
um þess að hlæja saman. Síðan hefur
blessaður hópurinn þynnst á örfáum
árum, 6 úr hópnum hafa horfið á guðs
síns fund. Blessuð sé minning þessa
góða fólks. Það var skemmtilegt að
vera í návist Gróu á gleðistundum.
Hún var orðheppin og hláturmild.
Gróa var mjög sterkur persónu-
leiki og traustur vinur. Hún var ung
þegar hún hitti lífsförunaut sinn Þor-
lák Sigurjónsson, formann bifreiða-
verkstæðis Kaupfélags Rangæinga á
Hvolsvelli. Þau stofnuðu fallegt heim-
ili á Hvolsvelli. Þau eignuðust fjögur
góð börn, sem öll hafa komið sér vel
áfram. Gróu var afar annt um fjöl-
skyldu sína. Þorlákur var greiðugur
maður. Veit ég það að bændum þótti
gott að leita til Þorláks með vinnu-
vélar og önnur farartæki sem þeir
máttu ekki missa í brakandi þurrki.
Hann gerði allt til að greiða götu
þeirra.
Þorlákur og Gróa voru annáluð
fyrir gestrisni. Sjaldan kom Þorlákur
einn heim til sín í mat eða kaffi, hafði
hann með sér menn sem hann var að
vinna fyrir á verkstæðinu. Alltaf var
Gróa til staðar með fullt borð af
kræsingum. Hún var húsmóðir í
besta skilningi þessa orðs. Hún var
alltaf til staðar fyrir fjölskyldu sína.
Heimilið alltaf fínt og fágað. Hún
sjálf alltaf fín og flott.
Eftir að Gróa missti Þorlák hitt-
umst við oftar. Við varðveittum barn-
ið í okkur sem kom fram þegar við
hittumst á góðri stund. Ég hef svo
margt að þakka Gróu, ekki síst gæðin
við foreldra mína og allt mitt fólk.
Okkur þótti öllum svo vænt um hana.
Ég vil þakka allar samverustundirn-
ar. Ég samgleðst góðu vinkonu minni
að vera frjáls og laus við þjáningarn-
ar sem háðu henni svo lengi. Ég trúi
að hún sé komin á fund guðs, þar sem
sannleikann og fegurð er að finna.
Ég sendi börnunum hennar og allri
fjölskyldunni mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur og þakka þeim alla góð-
vild við mig.
Blessuð sé minning Gróu Bjarn-
eyjar Helgadóttur.
Sigríður Ársælsdóttir
frá Eystri-Tungu.
Í dag kveð ég kæra vinkonu, Gróu
Bjarneyju Helgadóttur, sem lést 22.
febrúar síðastliðinn.
En um leið er lokið langri og erfiðri
baráttu hennar við illvígan sjúkdóm
en þar sýndi hún hversu sterk, kjark-
mikil og bjartsýn hún var.
En að lokum varð hún að játa sig
sigraða.
Okkar góðu kynni hófust fyrir lið-
lega 8 árum og frá fyrstu stundu tók-
ust með okkur góð vinátta sem var að
hafa óslitið fram á þennan dag.
„Að heilsast og kveðjast – það er
lífsins saga“ og nú hefur Gróa kvatt
þennan heim en eftir lifa góðar minn-
ingar.
Ég trúi því að Gróa sé komin í hóp
ástvina sinna, þeirra sem voru á und-
an henni gengnir.
Megi góðar minningar um frábæra
konu styrkja fjölskyldu hennar á
sorgarstundu.
Guð blessi minningu hennar.
Birgir Kristjánsson.
verðum við næstum fertugar – og
það rennur líka upp fyrir okkur að þá
verðum við orðnar kerlingar. Til-
hugsunin um þetta finnst okkur
ákaflega fyndin. Þetta ártal er nú lið-
ið og nokkur ár umfram það og við
Sissa urðum ekki kerlingar þá. Nú
eru tæp tuttugu ár liðin frá því við
sáumst síðast, en öll þessi ár hafa lítil
atvik í daglegu lífi orðið til þess að
hugurinn reikar til þín og mér líður
vel þegar ég hugsa um þig. Ég minn-
ist allra samtala okkar um stjörnu-
merki og afmælisdaga, en við leidd-
um aldrei hugann að „hinni
dagsetningunni“.
Þinn tími, þinn allt of stutti tími er
nú liðinn með okkur. 14. febrúar 2006
verður hluti af þér, líkt og afmæl-
isdagurinn þinn. Minningin um Sissu
mun lifa.
Ég votta eiginmanni, börnum,
móður og systkinum, mína dýpstu
samúð.
Sigrún Alda Sighvats.
„Hún Sissa mín dó í nótt“ stóð á
símanum okkar fyrir rúmum tveim
vikum. Jæja, er þá stríðinu loksins
lokið hugsuðum við og þá komu upp
allar minningarnar um okkar sam-
verustundir. Við sáum Sissu fyrst
þegar hún kom á Presthúsabrautina
til Þráins 1989. Hún ætlaði að sjá um
heimilið fyrir hann, en strax á fyrstu
dögunum urðu þau ástfangin og giftu
sig nokkrum mánuðum seinna. Við
heilluðumst líka af þessari glæsilegu
konu sem geislaði frá sér lífsgleði og
þægilegri nærveru. Alltaf var stutt í
brosið og glaðværðina. Stuttu eftir
að þau giftu sig fluttu þau til Hok í
Svíþjóð og komu sér þar vel fyrir.
Eftir það hittumst við sjaldnar en þá
var það líka virkilega gaman og nota-
legt að vera hjá þeim. Sumarið 2001
vorum við saman í níu vikur en þá um
veturinn hafði Sissa farið í stóran
uppskurð og eftir það var talið að
hún væri laus við allt krabbamein.
Þetta voru skemmtilegar vikur með
miklum ferðalögum og var hún eins
og venjulega miðpunkturinn í hópn-
um, snillingur í eldhúsinu eða á
heimabarnum. Lífið virtist vera að
leika við hana aftur og heilsan að
verða góð. Tvö ár liðu en þá byrjaði
stríðið aftur sem nú er endanlega
tapað. Og við tekur óendanlegur
söknuður eftir konu sem tekin er frá
okkur öllum á miðju æviskeiði. En
góðar minningar lifa og fyrir þær er-
um við innilega þakklát.
Hlynur og Hanna.
Sissa er dáinn, langt fyrir aldur
fram.
Við gamlar vinkonur á Króknum
kveðjum Sissu og þökkum henni
samfylgdina og allar góðu stundirnar
sem við áttum með henni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning hennar.
Innilegar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldunnar.
Hafdís, Sigurlaug og Margrét.
Sigríður Hauksdóttir, Sissa köll-
uð, lést hinn 14. febrúar síðastliðinn
eftir langa og stranga sjúkdómslegu.
Sissa er harmdauði þeim er hana
þekktu. Hin síðustu ár bjó hún í Hok,
litlum bæ skammt frá Jönköping í
Svíþjóð, en þangað flutti hún í upp-
hafi tíunda áratugar liðinnar aldar
ásamt eftirlifandi manni sínum,
Þráni Jenssyni. Þau hjón voru fram-
takssamt fólk og hófu rekstur lítillar
kjörbúðar í nærliggjandi bæ. Þar
sýndi Sissa svo um munaði, hvílíkur
dugnaðarforkur hún var til vinnu.
Hvern dag vakti hún af alúð og sam-
viskusemi yfir rekstri hinnar litlu
verslunar, ræktaði samskiptin við
viðskiptavinina, bryddaði upp á nýj-
ungum til að auka þjónustuna og lét
sig ekki muna um að sjá einnig um
bókhald og allt annað, sem rekstri
fyrirtækis heyrir til.
Sissa bjó yfir öðrum eiginleika
einnig, sem undirritaður fékk að
reyna um það leyti, sem þau Þráinn
hófu verslunarreksturinn – hún gaf
sér ávallt tíma að vera vinur í raun,
þeim sem einhverra hluta vegna
lentu í erfiðleikum að feta sig á lífs-
brautinni, hún var ávallt reiðubúin að
rétta hjálparhönd eða veita stund til
að hlusta, hugga og hjálpa.
Sissa var meðalkona á hæð, ljós yf-
irlitum með íhugult augnaráð, eftir-
minnileg öllum sem henni kynntust.
Glaðleg, orðheppin og hnyttin í til-
svörum. Hún var kona af íslensku al-
þýðubergi brotin, uppalin á Sauðár-
króki, þar sem foreldrar hennar,
hjónin Helga Hannesdóttir og Hauk-
ur Þorsteinsson, lögðu meðal annars
stund á leiklist innan vébanda leik-
félags staðarins. Það er ekki að efa,
að úr foreldrahúsum sótti Sissa bæði
áhuga sinn og þekkingu á listum sem
og þann menningarbrag sem af
henni stóð. Hún var stórbrotinn
fulltrúi þeirrar risni, sem einatt staf-
ar af því fólki, sem er boðið og búið að
veita öðrum af þekkingu sinni,
reynslu og samúð.
Síðustu árin hrjáði Sissu sá sjúk-
dómur, sem að lokum yfirbugaði
hana. Það segir sitt um Sissu, að
aldrei lét hún á sér sjá nokkurn bil-
bug. Hún var alltaf á leið til þeirrar
framtíðar sem kæmi að sjúkdóms-
tímanum liðnum og var í öllu æðru-
laus.
Það er söknuður að Sissu – hún
bar það með sér að hver stund lífsins
er þess virði að hún sé lifuð að fullu
og afdráttarlaust. Lífsþróttur henn-
ar var hreinn og tær.
Þráni og börnunum votta ég sam-
úð mína og bið þeim allrar huggunar
í sorg þeirra og söknuði.
Blessuð sé minning Sissu.
Jakob S. Jónsson.
Hinn 15. febrúar dó á Hrafnistu í Reykjavík
BJARNI ÞORSTEINSSON,
fv. matsveinn og leigubílstjóri.
Að ósk hins látna var útförin ekki auglýst og hefur
farið fram.
Aðstandendur.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJÖRN M. LOFTSSON,
Drápuhlíð 42,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn
6. mars kl. 13.00.
Kristín Þ. Jónsdóttir,
Jón Loftur Björnsson,
Guðni Björnsson, Helena Hákonardóttir,
Yngvi Björnsson, Guðrún A. Sigurðardóttir,
Daníel B. Yngvason.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og systir,
ÞORGERÐUR S. EINARSDÓTTIR
frá Hlíðarenda á Ísafirði,
lést á heimili sínu, Hrísmóum 1, Garðabæ, mið-
vikudaginn 1. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðmundur Marinósson,
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Gísli Blöndal,
Guðrún Guðmundsdóttir, Rúnar Helgi Vignisson,
barnabörn og systkini hinnar látnu.