Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 33 Á síðustu árum hefur nokkuð boriðá því að skuldir sem tengjastvafasömum viðskiptum hafa ver-ið innheimtar með óhefð- bundnum aðferðum. Ofbeldismenn hafa verið fengnir til slíkra verka og þeir gengið í skrokk á skuldurum, ógnað þeim hrottalega og hótað þeim sjálfum og/eða skylduliði þeirra hinu versta. Óhugn- anleg aðferð slíkra manna er að hóta skuldaranum því að hans nánustu verði fyrir ein- hvers konar velferðarmissi ef krafan greiðist ekki umyrða- laust. Allir eru sammála um að bregðast verði hart við slíku, en enginn veit hve mikil brögð eru að slíku háttalagi, því að ástæða er til að ætla að mjög mörg slík tilvik séu aldr- ei kærð. En það eru fleiri sem ógna fólki með velferðarmissi ef kröfur greiðast ekki. Á hverju ári er nokkur fjöldi manna dæmdur til mjög hárra sekt- argreiðslna vegna þess að svokallaðir vörslufjárskattar hafa ekki verið greiddir á réttum tíma. Ef hlutafélag lendir þeirri stöðu að geta ekki af einhverjum ástæðum greitt slíkan skatt á réttum gjalddaga er viðkomandi stjórnandi þess orðinn uppvís að refsiverðri háttsemi – bara sú staðreynd að skatturinn greiðist ekki á gjalddaga þýð- ir að háttsemin er refsiverð. Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki geti ekki greitt slík- an skatt vegna þess að viðskiptamenn þeirra standa ekki í skilum. Enginn grein- armunur er gerður á því hvort vanskil á skattinum stafa af því að kröfur tapast eða þau stafa af því að stjórnendur viðkomandi fyrirtækis dragi sér féð. Og hér koma hand- rukkarar ríkisins til skjalanna. Fyrirsvarsmenn fyrirtækis sem er í van- skilum með vörslufjárskattinn eru kallaðir til formlegrar skýrslugjafar hjá skattrann- sóknarstjóra ríkisins. Sú skýrslutaka er af- ar sérstök. Þar eru þeir spurðir eftir fyr- irfram hönnuðu spurningarferli hvers vegna þeir hafi ekki borgað skattinn. Hvort sem menn svara því til að það hafi verið vegna fjárskorts eða einhverra annarra ástæðna fylgir sú spurning hver hafi tekið ákvörðun um að skila ekki peningunum til innheimtu ríkissjóðs, hvort sem þeir pen- ingar komu nokkurn tíma inn í kassann eða ekki. Síðan er farið yfir það hver staðan sé hjá innheimtumanni og hvað þurfi að gera til að komast hjá frekari eftirmálum. Til þess er bara ein leið – að viðkomandi stjórn- endur borgi skattinn sjálfir þó svo að þeir séu ekki skuldarar sjálfir. Og af hverju skyldu þeir nú eiga að borga skattinn, ef þeir hafa ekki sjálfir notað pen- ingana? Jú, það er af því að annars fá þeir a.m.k. tvöfalda skattskuldina í sekt og ein- hverra mánaða fangelsi sem vararefsingu, auk alls sakarkostnaðar og að fá allt klabbið fært inn á sakavottorðið sitt. Forsagan Það er gömul saga og ný, að þeir sem setja saman lagafrumvörp um tekjuöflun ríkisins hafa mjög ríka tilhneigingu til að hafa innheimtuúrræði ríkisins eins öflug og frekast er unnt. Fyrr á öldum voru skatt- kröfurnar kallaðar „konungskröfur“ og gengu fyrir öllum öðrum kröfum. Þannig var það líka hér á landi fram eftir 20. öld- inni, að skattkröfur ríkisins voru forgangs- kröfur og þess vegna oft lítið eftir handa hinum ef skuldarinn varð ógjaldfær. Það var ekki fyrr en með lögum nr. 32/1974 að forgangsréttur skattkrafna ríkisins var af- numinn, en í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga var sérstaklega áréttað að ekki þætti við hæfi að ríkið stæði þannig framar öðrum kröfuhöfum. Þegar lög um virðisaukaskatt nr. 50/1988 voru sett var þetta viðhorf til skattkrafna ríkisins eitthvað farið að dofna, því að þar voru sett ákvæði um að kröfur vegna van- greidds virðisaukaskatts skyldu ganga framar öllum öðrum kröfum á hendur við- komandi skuldara og gilti þá einu hvort eignir hefðu verið veðsettar. Enginn tók eft- ir þessu á Alþingi þegar lögin voru sett, en stjórnendur ýmissa bankastofnana rumsk- uðu þegar á þetta var bent á opinberum vettvangi eftir að lögin höfðu verið sett. Þessi staða þýddi það að þeir voru ekki tryggir með lánin sín þó að þau væru tryggð með 1. veðrétti í ágætlega verðmætum fast- eignum – enginn gat vitað hvað hægt væri að safna upp mikilli skuld í virðisauka- skattskerfinu. Núverandi forseti Alþingis flutti frumvarp til laga um breytingu á þess- um óskapnaði, og það var lögfest áður en virðisaukaskattslögin komu til fram- kvæmda. En varðhundar ríkisins brugðu þá á ann- að ráð og hafa knúið fram ótrú- lega hörð og ósanngjörn við- urlagaákvæði inn í lögin um virðisaukaskatt, sem í mörgum tilvikum hafa leitt til þess að menn hafa verið dæmdir til hærri sektargreiðslna en þeir eiga nokkurn tíma möguleika á að greiða, án þess þó að því sé svo mikið sem haldið fram að þeir hafi sjálfir haft nokkurn hag af því sem þeir eru sak- felldir fyrir eða haft ásetning til að hlunnfara nokkurn mann. Lagabreyting í desember Í desember sl. var gerð nokkur lagfæring á refsi- ákvæðum laganna um virð- isaukaskatt. Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra hafði á nokkrum þingum verið fyrsti flutningsmaður laga- frumvarpa sem miðuðu að úr- bótum á þessum reglum en þau ekki fengist afgreidd. Þing- mannafrumvarp sem Sigurður Kári Kristjánsson alþing- ismaður var fyrsti flutnings- maður að fékkst loks afgreitt í desembermánuði, en þá hafði því reyndar verið breytt tals- vert í meðförum þingsins. Lagabreytingin er vissulega mikils virði, en gengur þó hvergi nærri nógu langt. Þar var slakað á lágmarksrefsingunni þannig að ekki er lengur skilyrðislaust skylt að sekta viðkomandi um tvöfalda skattupphæðina að lágmarki eins og áður var, en sú tilslökun er þó bundin teygjanlegum skilyrðum sem dómstólar eiga eftir að móta í framkvæmd. Æskilegt væri að það kæmi fyrir almenn- ingssjónir hvernig sumir embættismenn hins opinbera upplifðu þessar breyting- artillögur og reyndu með kjafti og klóm að berjast gegn því að þær yrðu að lögum. Í þessu greinarkorni eru auðvitað engin tök á að rekja þá sögu til neinnar hlítar, ég læt hér nægja að vitna til skriflegrar umsagnar skattrannsóknarstjóra ríkisins sem lagðist eindregið gegn lagabreytingunni. Hann lauk bréfi sínu með þessum orðum: „Með vísan til þess sem fyrr er rakið verður að telja frumvarpið, eins og það ligg- ur nú fyrir, stórvarasamt og líklegt til að draga úr skilvirkni innheimtu á virð- isaukaskatti og ríkissjóðs (sic). Þá yrði með því einnig horfinn sá hvati sem nú er fyrir hendi að firra ríkissjóð tjóni með upp- greiðslum vanskila eftir að málarekstur hefst en það er sífellt algengara að svo ger- ist … Skattrannsóknarstjóri ríkisins varar alvarlega við samþykkt frumvarpsins óbreyttu.“ Lokaorð Hér að framan hef ég að mestu ein- skorðað mig við umfjöllun um virð- isaukaskatt, en hið sama á við um reglur varðandi innheimtu á staðgreiðslu op- inberra gjalda. Ég tel rétt að hér komi fram að ég er um þessar mundir verjandi manns sem ákærður hefur verið fyrir brot á þeim reglum sem hér eru gerðar að umtalsefni. Ég vona að enginn skilji orð mín svo að ég vilji koma þeim mönnum undan hæfilegum viðurlögum sem draga sér virðisaukaskatt eða aðra fjármuni í eigin þágu og stunda það sem stundum er kallað kennitöluflakk eða annað slíkt. Ég er eindregið fylgjandi því að hart sé tekið á slíku. Það er hins vegar með öllu óþolandi að horfa upp á það að rík- issjóður féfletti menn með þeim hætti sem virðisaukaskattslögin kveða á um í tilvikum þar sem fjárhagsvandi kemur í veg fyrir að menn geti staðið í skilum – vandi sem ekki varð við ráðið og engum er hægt að kenna um. Þær reglur sem hér gilda eru, þrátt fyr- ir þá breytingu sem á þeim var gerð í des- ember síðastliðnum, ekki betri en reglur fyrri alda um skuldafangelsi – sumpart eru þessar reglur verri, því að þær leiða til þess menn eru barðir áfram til að borga skuldir sem þeir skulda ekki sjálfir. Ég sé lítinn mun á því hvort velferð- armissi sé hótað vegna fíkniefnaskuldar eða vegna þess að lögaðili hefur ekki getað stað- ið skil á virðisaukaskatti. Handrukkarar ríkisins Eftir Ragnar Halldór Hall Ragnar Halldór Hall ’Enginn grein-armunur er gerður á því hvort vanskil á skattinum stafa af því að kröfur tapast eða þau stafa af því að stjórnendur við- komandi fyr- irtækis dragi sér féð.‘ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. gjaldflokk fjöl- jótt staðreyna hve örn veggjöld Hval- ef hún brygði sér af grannríkin og notaði irki þar sem inn- tugjöld. Í Noregi nheimt veggjöld á 47 g, gjaldskyldar leiðir ir). Ellen þyrfti alls samkvæmt gjald- bílar) fyrir pallbílinn fnvirði 4.700 króna Hæsta veggjald fyr- Noregi (undir 3,5 vegar jafnvirði tæp- Og færi hún yfir í Danmörku væri linn jafnvirði 6.300 0 króna ef hún æki kyldubíl! yndar ekki einu yrir landsteinana til ð Spölur er ekki ey- málum pallbíla. mis með Herjólfi til ð fyrir bílinn hennar mkvæmt upplýs- ferjunnar, en fyrir f að greiða 1.800 rja ferð. Stærð- armörkin í Herjólfi eru reyndar 5 metrar en bíll Ellenar væri skráður um borð á metragjaldi sem kennt er við rútur í gjaldskrá skipsins. Gjaldskrá Hvalfjarðarganga er að innri uppbyggingu lík því sem gerist og gengur erlendis. Munurinn er helst sá að gjaldheimtan er sann- arlega hófsamari og einfaldari en í mörgum sambærilegum göngum. Þannig er ekki miðað við þyngd eða hæð ökutækja hjá Speli og ekki er innheimt sérstaklega vegna vagna (fellihýsa, hjólhýsa, tjaldvagna og hestakerra) sem eru innan við 750 kg að þyngd. Algengt er hins vegar að innheimta sérstaklega fyrir slíka vagna erlendis. Ellen spyr reyndar hvort tengitæki séu viktuð sérstaklega í gjaldhliðinu. Svar: Nei, þess gerist ekki þörf því vagnar (kerrur) eru skráning- arskyldir við 750 kg markið og þar með fer ekki milli mála hvað er gjaldskylt og hvað ekki. Tjaldvagnar og hjólhýsi eru hins vegar skráð. Þessi tengitæki eru yfirleitt innan 750 kg markanna en ef vafi leikur þar á er auðvelt að afla upplýsinga á staðnum úr ökutækjaskrá. Auðvitað er það síður en svo sjálf- sagt mál að láta vagna fylgja bílum ókeypis eins og tíðkast hefur í Hval- fjarðargöngum alla tíð. Það skal þá upplýst að gefnu tilefni að þáverandi Umferðarráð óskaði eftir að Spölur innheimti ekki gjald fyrir óskráða vagna (innan við 750 kg þyngd) og félagið varð fúslega við því. Pallbíll er ekki „fjölskyldubíll“ Flest er afstætt í henni veröld, þar á meðal hvenær gjöld fyrir þjónustu megi teljast „eðlileg“. Eitt er samt víst: Það er bæði fráleitt og ósanngjarnt að kenna veggjald Hvalfjarðarganga við okur. Veggjaldið var upphaflega ákveðið í samráði við lánveitendur fram- kvæmdanna og miðað við að lán Spalar yrðu greidd upp 2018. Umferð í göngunum er mun meiri en ráð var fyrir gert og tekjur þar af leiðandi meiri, sem að óbreyttu hefði þýtt að félagið hefði orðið skuldlaust árið 2013. Við endurfjármögnun félagsins á síðasta ári var hins vegar ákveðið að nota svigrúm sem auknar tekjur skapa til að lækka veggjald allra við- skiptavina okkar og miða áfram við að borga upp skuldir félagsins 2018. Veggjald áskrifenda ferða í flokki I lækkuðu mest eða um 38% og fóru niður í 270 krónur fyrir eina ferð. Ráðamenn Spalar vildu beinlínis láta langstærsta viðskiptavinahóp sinn njóta góðs gengis í rekstrinum, einkum þá sem fara um göngin nær daglega vegna vinnu eða skóla. Veg- gjöld í gjaldflokkum II og III hafa sömuleiðis lækkað verulega frá upp- hafi, bæði í krónum talið og að raun- gildi. Þau eru í hæsta máta sann- gjörn og þola allan samanburð við hliðstæð veggjöld erlendis fyrir stór ökutæki. Fordinn hennar Ellenar sætir eðlilegri gjaldheimtu í Hvalfjarð- argöngum. Hann er ekki fjöl- skyldubíll í neinum skilningi laga og reglna. Það er kjarni málsins. urgjald nnar Ellenar ri gjaldheimtu í göngum. Hann kyldubíll í nein- laga og Höfundur er stjórnarformaður Spalar. það liggur engin ákvörðun fyrir í þessum efnum. Það liggur heldur ekki fyrir ákvörðun um það að stækka eitthvað annað álver. Þar af leiðandi höf- um við heldur ekki forsendur til að taka tillit til þess í okkar útreikningum og okkar langtíma- áætlunum.“ Árni sagði ennfremur að það væri stefna rík- isstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins að nýta auðlindir landsins. Að því væri unnið eftir því sem kostur væri. Ákvarðanir yrði hins vegar að taka á eðlilegan hátt. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, sagði að ítrekað klúður stjórn- valda á undanförnum árum hefði brotið niður byggðirnar og því hefðu Húsvíkingar og Norð- lendingar eðlilega fagnað þegar talað væri um að kanna möguleika á að reisa álver við Húsavík. „Fólk verður jú að hafa vinnu,“ sagði hann en bætti því við að það væri umhugsunarvert að Ís- lendingar létu útlendinga ráða ferðinni í stóriðju. „Hvar eru allir íslensku fjárfestarnir með alla sína milljarða, sem eru núna í útrás? Hvers vegna fjárfesta þeir ekki í álverum hér á landi?“ r i a i a r í dagskrárumræðu um stóriðjustefnu ríkisstjórnar svík og nýtt álver á allt að 2.500 ný störf thöfnin í New York hafi verið dapurleg Morgunblaðið/Ómar STÆKKUN álvers Alcans í Straumsvík og bygging nýs álvers Alcoa á Húsavík mun sprengja kvóta Kyoto-bókunarinnar og setja skuldbindingar Íslands í hættu, að sögn Árna Finnssonar formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands. Skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyoto- bókuninni verða í hættu ef álver Alcans í Straumsvík verður stækkað og ef byggt verður nýtt álver Alcoa á Húsavík. Þessar fram- kvæmdir verða þess valdandi að útstreymi koltvísýrings á Íslandi verður ríflega fjórðungi meira heldur en kvóti landsins leyfir, sam- kvæmt upplýsingum frá Árna. Samkvæmt hinu íslenska ákvæði Kyoto-bókunarinnar fyrir stór- iðju er heimilt að auka útstreymi koltvísýrings um 1.600 þúsund tonn á ári, á árunum 2008– 2012, en að sögn Árna verður endanleg aukn- ing útstreymis 2.380 þúsund tonn á ári með stækkun Alcans og nýju álveri Alcoa. „Stjórn- völd eru því að skuldbinda sig til að afla frek- ari undanþága frá skuldbindingum Íslands um að fara ekki yfir þessi 1.600 þúsund tonn á ári,“ segir Árni. Samkvæmt upplýsingum Árna eru afleið- ingar fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda ekki einungis þessar. Með stækkun álversins í Straumsvík og byggingu álvers á Húsavík tel- ur Árni að magn flúorkolefna (PFC), sem myndast við álframleiðslu, gæti orðið það hátt að hin almenna skuldbinding Íslands um að auka ekki útstreymi um meira en 10% gæti verið í hættu. Árni telur að velja þurfi annaðhvort stækk- un álvers Alcans í Straumsvík eða bygginu nýs álvers Alcoa á Húsavík. „Meira að segja stækk- unin í Straumsvík er í það brattasta því loka- talan yrði sextánhundruð og fimmtíu þúsund tonn. Álverið á Húsavík myndi vera nær því að sleppa,“ segir Árni. Telja stóriðjufram- kvæmdir sprengja kvóta Kyoto- bókunarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.