Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Halla MargrétÁsgeirsdóttir, nemi 10. bekkjar Garðaskóla í Garða- bæ, fæddist í Reykja- vík hinn 20. október 1990. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi hinn 23. febrúar af áverkum sem hún hlaut er ek- ið var á hana hinn 15. febrúar. Foreldr- ar hennar eru Mar- grét Elín Þórðardóttir fatahönn- uður, f. 8. febrúar 1967, og Ásgeir Þór Ingason bakari, f. 8. maí 1965. Bróðir Höllu Margrétar er Unnar Freyr, f. 19. janúar 1994. Foreldr- ar Margrétar eru Halla Sigríður Þorvaldsdóttir, f. 6. desember 1939, og Þórður Haraldsson, f. 8. október 1939. Bræður Margrétar eru Þorvaldur Þórðarson, f. 16. febrúar 1958, kvæntur Carol Whit- ney Þórðarson, f. 9. febrúar 1965, og Þorbjörn Helgi Þórðarson, f. 11. desember 1961, kvæntur Ágústu Steingrímsdóttur, f. 14. september 1964. Foreldrar Ásgeirs eru Ingibjörg Skarp- héðinsdóttir, f. 30. október 1931, og Ingi Sigurjón Guð- mundsson, f. 15. jan- úar 1933. Alsystkini Ásgeirs eru Haukur Skarphéðinn Inga- son, f. 10. júlí 1960, kvæntur Marinu Ingason Carlén, f. 9. október 1951, Guð- mundur Birgir Inga- son, f. 16. janúar 1962, kvæntur Ingunni Ólafsdótt- ur, f. 10. júlí 1963, og Linda Björk Ingadóttir, f. 26. maí 1967, gift Ólafi Birni Björnssyni, f. 2. sept- ember 1971. Systir Ásgeirs sam- mæðra er Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 6. júlí 1951, gift Guðmundi Óla Kristinssyn, f. 2. október 1952. Bróðir Ásgeirs samfeðra er Hilm- ar Ingason, f. 9. júlí 1954. Móður- amma Ásgeirs er Jóhanna Norð- fjörð, f. 10. júní 1911. Útför Höllu Margrétar verður gerð frá Vídalínskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ástkær dótturdóttir okkar og frænka, Halla Margrét Ásgeirsdótt- ir, lést af slysförum hinn 23. febrúar sl. Við erum harmi slegin nú þegar hún hefur kvatt þetta líf svo skyndi- lega. Það er erfitt að skilja þegar svo heilsteypt og falleg stúlka er hrifin frá okkur í blóma lífsins og kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sér tilganginum með þessu öllu. En þó æviskeiðið hafi verið stutt þá varpaði það ljósi á líf okkar allra sem bar með sér lífsgleði og ást, já einstaka umhyggju fyrir öllum og þá sérstak- lega þeim sem minna máttu sín. Það var alltaf kátt á hjalla hjá krökkunum þegar Halla frænka kom að passa enda varstu þeirra fyrir- mynd og viðbrögð þeirra þegar þú birtist eru greypt í huga okkar; þau hreinlega stukku í fangið á þér og föðmuðu þig. Elsku Halla, þín fótspor fyllir eng- inn og við munum sakna þín sárt. Okkar huggun eru fagrar minningar sem við berum með okkur í hug og hjarta um ókomna tíð. Og nú þegar við kveðjum þig, kæra dótturdóttir og frænka, þá munum við að þitt lífs- ins ljós er og verður okkar leiðarljós. Elsku Margrét, Geiri og Unnar, ykkar missir er mestur og við biðjum guð að gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Sjáumst síðar, elsku frænka, við elskum þig. Halla amma og Þórður afi; Þorvaldur, Whitney, Jón Þórir, Gyða og Aníta Rán; Helgi, Ágústa, Daníel, Björn Breki og Sunna Líf. Það er með trega og söknuði sem ég sest niður til að minnast þín og kveðja, elsku Halla Margrét. Fyrir hugskotssjónum mínum bregður fyrir mynd af hrokkinhærðu kríli með ótrúlega fallegt rautt hár. Alltaf svo blíð og svo góð. Ég minnist þín nýfæddri á teppi á gólfinu í bílskúrnum hjá Lindu. Strax orðin fegurðardís. Ég minnist dagsins sem þið Þor- steinn festust í lyftunni í Bókhlöð- unni sem krakkar. Hann háorgandi og þú pollróleg eins og þinn var vandi. Ég minnist þín í brúðkaupi for- eldra þinna, í kirkjunni þegar þú last upp ljóðið. Svo örugg og falleg. Ég minnist fermingardagsins þíns sem ég var svo lánsöm að fá að taka þátt í að gera sérstakan fyrir þig. Fyrir það er ég þakklát í dag. Ég minnist þín í búðinni hjá mér. Með sléttað og strípað hárið að spá í púður. Svo fullorðinsleg allt í einu. Ég minnist þess hve dugleg þú varst að hjálpa mömmu og pabba á heimilinu. Alltaf til fyrirmyndar. Kæra Halla Margrét, við fjöl- skyldan í Blómvangi kveðjum þig með söknuði, minningin um þig mun vera geymd í hjarta okkar að eilífu. Elsku hjartans Magga, Ásgeir, Unnar, amma og afi Sunnuflöt og amma og afi Giljalandi, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk á þessari sorgarstundu. Þórunn, Hörður, Stefanía og Þorsteinn Haukur. Fimmtudaginn 23. febrúar lést ung frænka okkar, hún Halla Mar- grét. Það er margt í þessum heimi sem við ekki skiljum og fáum aldrei að skilja, en það hlýtur einhver til- gangur að búa að baki þegar ungt fólk er tekið burt í blóma lífsins. Elsku Halla Margrét, við sendum þér þessa hinstu kveðju; Fáir voru dagar mínir meðal ykkar og orð mín enn færri. En hætti rödd mín að hljóma í eyrum ykkar og fölni ást mín í minningu ykkar, þá mun ég koma aftur með auðugra hjarta og tungu, sem auð- sveipari er andanum, og tala til ykkar. Já, öldur mínar munu aftur falla að strönd- inni og þó að dauðinn skilji okkur og ég sé grafinn hinni miklu þögn mun ég samt leita skilnings ykkar. Vitið því, að ég mun koma aftur frá hinni miklu þögn. Morgunþokan, sem gufar upp við sólris og skilur dögg eftir á grasinu, mun safnast saman í ský og falla til jarðar sem regn. Ég var morgunþokan. Í næturkyrrðinni hef ég gengið um stræti ykkar, og andi minn hefur svifið yfir hús- um ykkar, og ég hef fundið hjartslátt ykk- ar í brjósti mér og andardrátt ykkar á vanga mér, og ég þekkti ykkur öll. Já ég þekkti gleði ykkar og sársauka, og þegar þið sváfuð, voru draumar ykkar mínir draumar. (Úr Spámanninum e. Kahlil Gibran. ) Elsku Ásgeir, Margrét og Unnar Freyr, amma og afi, langamma, Halla og Þórður, aðrir ættingjar og aðrir sem sakna, við vottum ykkur öllum okkar innstu samúð og send- um hlýjar kveðjur á þessum erfiða tíma er við biðjum Guð að geyma hana Höllu Margréti. Blessuð sé minning þín. Frændsystkinin frá Bolungarvík og fjölskyldur. Elsku Halla mín. Okkar lífsins leiðir fara stundum á annan veg en við kærum okkur um, og ekki vitum við hvers vegna guð tók þig til sín svo snemma, en Drott- inn fer sínar eigin leiðir sem okkur er ekki kleift að skilja. Það er svo sterkt í minningunni, þegar þú og Líney Sif voruð átta ára gamlar, þá bjó ég í kjallaranum í Sunnuflötinni. Þið litlu vinkonurnar voruð að brasa með dúkkurnar ykkar, það var svo skemmtilegt að fylgjast með ykkur, en þennan fallega dag var ég að fara í gegnum barnaföt af honum Jóni Davíð, og ykkur fannst svo spenn- andi að fá að máta fötin á dúkkurnar ykkar. Ég ákvað nú að láta ykkur hafa útigalla og einhver föt á dúkk- urnar og brosin á litlu andlitunum eru mér minnisstæð. Því ekki hafði ég gert lítil hjörtu svona hamingju- söm áður, en þið voruð svo ofsalega miklar vinkonur alveg í gegnum súrt og sætt. Þær eru margar minningarnar elsku Halla mín sem við fjölskyldan eigum um þig, þú varst ofsalega lífs- glöð og falleg ung stúlka, litla rauð- hærða stelpan með krullurnar. Mér þykir alveg ofboðslega vænt um þig Halla mín og þú átt stóran stað í hjarta mínu. En nú ert þú komin á góðan stað, ég bið alla guðs engla að geyma þig. Þín Guðrún Katrín. Ég man þá stund þegar Nonni sonur minn sagði mér að hann ætti kærustu. Það var fyrir um ári og fljótlega eftir það fékk ég að kynnast þér elsku Halla og núna, alltof fljótt, ertu horfin okkur frá. Þú varst alltaf svo róleg og yndisleg og ykkar sam- band svo sérstakt. Mig langar að þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér og fyrir allar þær góðu stund- ir sem við áttum. Ég mun aldrei gleyma þér og veit að það verður tómlegt fyrir Nonna að koma suður og engin Halla til að hitta líka, en ég veit að þú munt alltaf eiga stað í hans hjarta. Elsku Margrét, Ásgeir og Unnar megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Guðdís. Halla frænka var besta vinkona mín á Íslandi. Pabbar okkar eru bræður, en ég hef átt heima í Svíþjóð frá því ég fæddist. Ég og Halla Mar- grét höfum alltaf haft mjög náin tengsl á milli okkar. Hún hugsaði alltaf vel um mig í þau fáu skipti sem við hittumst. Halla var tveimur árum eldri og ég leit alltaf mjög mikið upp til hennar. Þegar við vorum minni og hún kom til Svíþjóðar man ég alltaf eftir því að við gátum leikið okkur saman án þess að vera feimnar hvor við aðra. Hún var alltaf mjög umhyggjusöm og góð við mig. Þegar ég var á Ís- landi gaf hún sér alltaf tíma til að vera með litlu frænku sinni þrátt fyr- ir að hún hafi haft í mörgu að snúast með félögum sínum. Ég mun alltaf vera henni þakklát fyrir það. Hún sá alltaf til þess að ég yrði ekki einsöm- ul með fólki sem ég þekkti ekki mjög vel. Þetta sýnir bara hversu góð vin- kona hún var. Hún var og verður alltaf ein af mikilvægustu persónum í lífi mínu. Ég á eftir að sakna hennar mjög mikið. Ég bjó til lítinn minning- arstað um hana heima hjá mér. Það verður erfitt að koma til Íslands og geta ekki hitt hana aftur. Ég kveð hana með þessum fáu orðum. Ég sendi Ásgeiri, Möggu og Unnari mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Linda Rún frænka í Svíþjóð. Nú er hún Halla Margrét okkar farin, hún er farin frá okkur en hún kemur alltaf til með að eiga stórt pláss í hjarta okkar. Þegar við erum að kljást við sorgina er svo gott að eiga góðar og yndislegar minningar um þessa stúlku sem vildi allt fyrir alla gera. Þegar hún var lítil var hún sú sem allir tóku eftir, með sitt eldrauða krullaða hár, svo róleg og með sinn blíða svip. Hún var svo feimin og henni fannst ekki þægilegt þegar ókunnugt fólk kom til hennar bara til að koma við hárið á henni. Sumir stungu þá oft að henni nammi eða smáhlutum þar sem hún vakti svo mikla aðdáun þeirra. Hún var sko ekki allra, það var vinna að ná henni á sitt band. Hún var líka oft kenjótt lítil skotta, stundum mátti ekki tala við hana og aðra stundina hékk hún um hálsinn á manni og maður mátti ekki sleppa. Núna í seinni tíð var hún sú sem allir tóku eftir sem hin fallega og glæsilega stúlka, róleg og feimin. Afa Inga finnst hún eitt af sínum falleg- ustu undraverkum en hún fór bara hjá sér í þeirri athygli sem hann sýndi henni og við hlógum. Hún var ekki mikið fyrir athygli og mynda- tökur voru eins og hver önnur kvöl og pína. Annars má sjá á nýjustu myndunum af henni hvað hún brosir innilega sem segir manni hvað hún var sátt með sig og lífið. „Hún er svo aumingjagóð hún Halla mín“ segir amma Inga alltaf. Það segir svo margt um hana, hún vorkenndi þeim sem áttu erfitt og stóðu til hlés og tók þá að sér. Hún var líka svo kurt- eis og hlý og knúsaði alltaf alla. Í þessu sorgarferli er gott að faðma fólk og gefa hvert öðru styrk. Í fjöl- skyldum okkar gefum við núna hvert öðru Höllu-knús. Það var aldrei neitt mál að biðja hana um að passa, hún gerði það allt- af ef hún var ekki að fara eitthvað annað. Það var aldrei afsökun að hún þyrfti að vakna eldsnemma daginn eftir í helgarvinnuna sína í bakarí- inu. Hún fékk líka alltaf skarann á móti sér, þegar hún kom, sem fagn- aði henni ákaft því hún var svo ynd- isleg við þau. Það er erfitt að útskýra fyrir fjögurra og fimm ára börnum að hún komi ekki aftur, þau eiga mjög erfitt með að skilja það. Friðrik Ingi segir: nei, hún Halla á ekki heima í skýjunum, hún á heima í húsi. Benedikta Ýr segir: ég vil ekki að hún sé dáin, ég vil fá hana til mín, ég vil sjá hana. Henni Höllu gekk alltaf mjög vel í skóla, enda samviskusöm með ein- dæmum. Hún var í hraðferð í stærð- fræði og stefndi að góðum árangri núna í samræmdu prófunum svo hún ætti möguleika á aðgangi í alla menntaskóla. Síðustu daga var hún búin að vera sárlasin. Við hittum hana síðast á sunnudeginum fyrir slysið, þar sem hún var í stutta stund hér hjá okkur í afmæli krakkanna. Hún var þá mjög slöpp en hafði farið í vinnuna í bakaríinu þar sem hún gat ekki hugsað sér að láta stelpuna sem vann með henni vera eina. Þeg- ar slysið var hafði hún legið heima, ennþá lasin, en fór samt með fé- lögum sínum að skoða Menntaskól- ann við Hamrahlíð því hún mátti ekki missa af því. Þetta var örlagaríkur dagur, hún á leið heim frá því að kanna framtíð- armöguleika og ungur skólamaður í bíl blindast af sól og vissi ekkert fyrr en höggið dundi á. Tvö ungmenni í blóma lífsins, hún er farin og við lif- um í sorg en hann þarf að lifa með þungan bagga allt sitt líf. Það er ekki ásökun í hjarta í okkar fjölskyldum, það hjálpar engum, heldur vonum við að þegar á líður linist þjáning hans eins og sorgin kemur til með að gera hjá okkur. Við viljum votta vinum Höllu Mar- grétar samúð okkar því þau eiga erf- itt og hafa misst mikið. Elsku Magga, Ásgeir og Unnar, við getum engan veginn sett okkur í ykkar spor, þótt við sjáum hversu sár þessi missir er fyrir ykkur. Það segir einhvers staðar að þeir sem gengið hafa í gegnum táradalinn verði sterkari og vitrari á eftir. Þið hafið verið einstök í þessum táradal og varla hægt að sjá að nokkur verði sterkari og vitrari en þið hafið verið, komin svona stutt á leið. Linda Björk, Ólafur Björn, Ásbjörn, Benedikta Ýr, Friðrik Ingi og Margrét Birna. Það var mikil gleði í fjölskyldunni þegar Halla Margrét fæddist, fyrsta ömmu- og afastelpan í mörg ár. Lítil og gullfalleg með eldrautt, krullað hár. Henni fannst allir stóru frændur sínir alveg hreint óborganlega fyndnir og hló að öllu sem þeir sögðu og gerðu. Þeir uppveðruðust allir og tvíefldust í fíflalátunum og því var oft glatt á hjalla hjá ömmu og afa í Giljalandinu þegar við hittumst þar. Halla Margrét var alltaf til fyrir- myndar, stillt og prúð hvar sem hún kom. Hún stóð sig vel í skóla og hafði mikinn metnað varðandi framtíð sína. Lífið blasti við henni, hún átti stóra drauma og ætlaði í framhalds- skóla í haust. En við ráðum svo ósköp litlu. Nú er Halla Margrét horfin á braut, svo óvænt, svo snöggt og skilur eftir stórt skarð í fjölskylduna. Yndisleg, falleg og hlý ung stúlka, sem átti allt- af til innilegt knús í kveðjuskyni. Við biðjum góðan guð að styðja og styrkja foreldra Höllu Margrétar, Ásgeir og Margréti, og Unnar Frey son þeirra og hjálpa þeim á þessum erfiðu stundum sem framundan eru. Hugsandi um engla ég hugsa til þín. Með hárið þitt eldrautt og heilbrigða sýn. Er lát þitt ég frétti brást lífstrúin mín. Hugsandi um engla ég hugsa til þín. Guð fylgi þér engill þá ferð sem þér ber. Þótt farin þú sért, þá veistu sem er. Að sorg okkar hjörtu nístir og sker. Við sjáumst á ný þegar kemur að mér. (KK – þýð. ÓGK) Guðmundur, Ingunn, Ólafur Ingi, Árni Birgir og Guðrún Anna. Við trúðum varla okkar eigin eyr- um þegar við fréttum um slysið. Þetta var bara of ótrúlegt til að vera satt. Ekki hún Halla, það gat ekki verið, af öllum manneskjum, af hverju hún? Hún sem var svo mikið englabarn og vildi öllum gott. En því miður var þetta satt. Við trúðum því að hún myndi hafa þetta af. Svo var okkur sagt að hún væri farin. Þetta voru hræðilegar fréttir. En við trú- um því að núna sé hún á betri stað og að henni líði vel. Hún verður alltaf hjá okkur í minningum okkar. Halla var mjög góð vinkona okkar allra. Við munum alltaf muna eftir skemmtilega húmornum, krúttlega hlátrinum, fallega brosinu sem lýsti upp heiminn og öllum litlu, yndislegu smáatriðunum. Hún gat setið og hlegið með og að okkur í langan tíma. Halla hafði mjög sterkan persónu- leika, var einbeitt og hafði einlægan ásetning í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var kærleiksrík, elsku- leg, óeigingjörn, gáfuð og henni var treystandi fyrir öllu. Hún var mjög samviskusöm og lagði sig mikið fram í skólanum. Höllu fannst líka gaman að syngja, byrjaði stundum að syngja bara upp úr þurru. Hún var mikill sælkeri. Til dæmis laumaðist hún oft upp í nammiskáp- inn hjá Kittý þegar hún var þar í heimsókn og fékk sér nammi. Reyndar gerði hún þetta eiginlega bara hvar sem hún var í heimsókn. Hún átti líka sín ,,ljóskumóment“ og einkahúmor, gat verið í sínum eigin heimi og fór stundum að hlæja bara upp úr þurru. Halla var alveg ynd- isleg manneskja, heimurinn er mun fátækari núna. Við söknum hennar óendanlega mikið þó að við vitum að hún verði alltaf hjá okkur. Við sendum fjölskyldu, ættingjum, vinum og öllum sem þekktu hana innilegar samúðarkveðjur. Þú munt alltaf vera engillinn okk- ar. Þínar vinkonur, Aldís, Amber, Andrea, Auð- ur, Guðrún, Hafdís, Helena, Helga, Hulda, Karen, Katrín, Kristín Hulda, Margrét, Margrét J., Nína, Sigríður Kristín, Sóley og Sunna. Elsku Halla mín. Guð tók þig svona unga vegna þess að hann þurfti á þér að halda. Þú ert svo dýrmæt að hann valdi að fá þig til sín. Mér finnst ég ótrúlega heppin að hafa fengið að kynnast þér og allar minningarnar um þann tíma sem höfum þekkst fljúga um huga minn núna þegar þú ert farin frá okkur. Ég man svo vel eftir deginum þeg- ar við kynntumst en þá vorum við báðar 5 ára. Þetta var um haust á fyrsta deginum sem ég bjó í Garða- bæ. Eftir þennan fyrsta dag urðum við bestu vinkonur og lékum okkur saman á hverjum einasta degi. Upp í hugann koma allar góðu stundirnar sem við áttum saman, tombólurnar og allt það skemmtilega sem við brölluðum á þeim allt of stutta tíma er þér var úthlutað í þessu lífi. Hjá þér gisti ég til dæmis í fyrsta skipti utan nánustu fjölskyldu enda gat ég alltaf treyst þér og heima hjá þér leið mér jafn vel og á mínu eigin heimili. Mér fannst stundum eins og við vær- um öll ein stór fjölskylda. Þegar þú fluttir á Álftanesið þá HALLA MARGRÉT ÁSGEIRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.