Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 60
ast við frá því vinna við þættina hófst á mánudag en þær lýstu því opin- berlega yfir á síðasta ári að vináttu þeirra væri lokið og að þær vildu ekki vinna meira saman. Áður höfðu þær þó báðar skrifað undir samninga um gerð fjórðu þáttaraðarinnar af þætti sínum The Simple Life og því þurfa þær nú að láta sig hafa samvinnuna. Ekki hefur verið gefið upp hvað olli vinslitum vinkvennanna fyrrverandi, en sagan hermir að Richie hafi sýnt frægt kynlífsmyndband af Hilton í samkvæmi sem hún hélt. Glanspíurnar Paris Hilton og Nic-ole Richie hafa nú hafið störf við gerð nýrrar þáttaraðar af raunveru- leikaþætti sínum, en í þáttaröðinni munu þær bregða sér í hlutverk eig- inkonunnar á heimilum nokkurra fjölskyldna af ólíkum uppruna. Þetta kemur fram á fréttavef Ananova. Stjörnurnar munu þó ekki hafa tal- Fólk folk@mbl.is LANDSBANKINN og jaðarforlagið Nýhil skrifuðu í gær undir samning þess efnis að bankinn festi kaup á tæplega 1.200 eintökum úr bókaröð- inni Norrænar bókmenntir sem ætl- unin er svo að dreifa til bókasafna um allt land. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Nýhil er hér um að ræða um 130 áskriftir á níu bóka röð en fyrstu fjórar bækurnar komu út í nóvember á síðasta ári: Gamall þrjótur, nýir tímar eftir Örvar Þóreyjarson Smárason, Gleði og glötun eftir Óttar Martin Norðfjörð, Rispa jeppa eftir Hauk Má Helgason og Bland- arabrandarar eftir Eirík Örn Norð- dahl. Næstu fimm koma svo út í apríl á þessu ári en þær eru eftir Þórdísi Björnsdóttur, Steinar Braga, Val Brynjar Antonsson, Kristínu Eiríks- dóttur og Ófeig Sigurðsson. Viðar Þorsteinsson hjá Nýhil segir að Landsbankinn hafi frá upphafi tekið vel í hugmyndina að bankinn festi kaup á bókaröðinni. „Útgáfan er þannig sniðin að það hefði reynst okkur mjög erfitt að koma henni áfram til almennings eft- ir þeim leiðum sem við höfum áður notað. Bæði höfum við ekki tæki né ráð til að dreifa bókunum í stórversl- anir og svo hafa bókasöfnin af skilj- anlegum ástæðum neyðst til að halda að sér höndum þegar það kemur að innkaupum á jaðarbókmenntum sem þessum. Stærstum hluta verkanna sem Landsbankinn kaupir, verður dreift til bókasafna úti á landi og við erum að vonum ánægð með að verkin nái til staða sem annars hefðu orðið útundan.“ Hermann Jónasson, fram- kvæmdastjóri sölu og markaðssviðs, sem undirritaði samninginn fyrir hönd Landsbankans, segir að bank- inn sé stoltur af því að geta stutt við bakið á ungum og framsæknum lista- hópum á borð við Nýhil og stuðla að því að höfundarverk þeirra séu sem flestum aðgengileg. Morgunblaðið/Sverrir Kátir meðlimir jaðarforlagsins Nýhils ásamt Björgólfi Guðmundssyni og Hermanni Jónassyni frá Landsbankanum við undirritun samningsins. Bókmenntir | Landsbanki Íslands styrkir Norrænar bókmenntir Bókhneigður banki 60 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ  V.J.V. Topp5.is  H.J. Mbl.  S.K. DV STÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS HRÍFANDI KVIKMYND UM MANNLEGAR TILFINNINGAR  S.V. Mbl.  H.J. Mbl.  S.K. DV HANN VANN HUG OG HJÖRTU KVENNA EN HÚN STAL HJARTANU HANS. Syriana kl. 5:30 - 8 og 10:30 b.i. 16 ára Blóðbönd kl. 6 - 8 og 10:10 Casanova kl. 8:10 og 10:30 Munich kl. 5:50 og 9 b.i. 16 ára North Country kl. 5:40 b.i. 12 ára Pride & Prejudice kl. 8:15  S.V. Mbl.  V.J.V. topp5.is S.V. mbl A.G. Blaðið G.E. NFS  V.J.V. topp5.is S.V. mbl A.G. Blaðið G.E. NFS F R U M S Ý N I N G Framúrskarandi samsæristryllir þar sem George Clooney sýnir magnaðan leik. ALLT TENGIST Á EINHVERN HÁTT Ö.J. Kvikmyndir.com Frá höfundi „Traffic“ V.J.V. Topp5.is  V.J.V. Topp5.is  L.I.B. Topp5.is TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Besta aukahlutverk karla/George Clooney og besta frumsamda handritið.2 ALLT TENGIST Á EINHVERN HÁTT Frá höfundi „Traffic“ Ö.J. Kvikmyndir.com V.J.V. Topp5.is TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Besta aukahlutverk karla/George Clooney og besta frumsamda handritið.2 Clive Owen Jennifer Aniston Vincent Cassel FREISTINGAR GETA REYNST DÝRKEYPTAR Sýnd með íslensku tali. Hér er á ferðinni frábært framhald einnar ástsælustu teiknimynd allra tíma. SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK UNDERWORLD kl. 8 - 10:10 BAMBI 2 kl. 6 CASANOVA kl. 8 - 10:10 CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 6 BLÓÐBÖND kl. 6 - 8 - 10 PRIDE AND PREDJUDICE kl. 8 - 10:15 BAMBI 2 kl. 6 F R U M S Ý N I N G SEXÍ, STÓRHÆTTULEG OG ÓSTÖÐVANDI TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA m.a.: Charlize Theron sem besta leikkona í aðalhlutverki og Frances McDormand sem besta leikkona í aukahlutverki. Frá leikstjóra Whale Rider.2 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNABesta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit, besta tónlist og besta klipping.5 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit, besta tónlist og besta klipping.5 Bleiki demanturinn er horfinn og heimsins frægasta rannsóknarlögregla gerir allt til þess að klúðra málinu…  S.V. MBL  S.V. MBL BJÖRN Stefánsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Mínuss, hefur verið valinn fjórði besti trommuleik- ari heims af lesendum hins virta breska tónlistartímarits Metal Hammer. Þetta kemur fram í nið- urstöðum könnunar sem tímaritið framkvæmdi á meðal lesenda sinna fyrir skömmu. Í efsta sæti listans er Corey Taylor úr hljómsveitinni Slipknot, í öðru sæti er Nico Mc- Brain úr Iron Maiden og í því þriðja er enginn annar en Lars Ulrich, trommuleikari hljómsveitarinnar Metallica. Björn er svo í fjórða sæti, en hann segir að fréttirnar hafi al- gjörlega komið sér í opna skjöldu. „Mér brá mjög þegar Andri á X-FM hringdi í mig og óskaði mér til hamingju, ég hafði fyrst ekki hug- mynd um hvað hann var að tala um. Ég tók þessu með smáfyrirvara en svo þegar ég sá þetta á blaði fékk ég vægt sjokk,“ segir Bjössi eins og hann er kallaður, og bætir því við að þetta sé vissulega mikill heiður. „Maður fer líka að velta því fyrir sér hvort maður eigi þetta skilið, það fara ýmsar hugsanir í gang. Ég er bara einhver gaur sem býr á Íslandi og er nýbúinn að eignast barn. Ég hef bara gaman af því að spila á trommur, en legg náttúrulega allan minn metnað í það.“ Aðspurður segist Bjössi ekki al- veg sammála lesendum tímaritsins um hverjir skuli skipa þrjú efstu sætin. „Ef ég gerði svona lista væri hann allt öðruvísi, en það eru auðvit- að margir sem koma til greina,“ seg- ir hann. „Þetta eru náttúrulega allt þungarokkstrommarar, til dæmis Corey Taylor sem er mjög góður, en hann er meira svona tískufyrir- brigði. Litlu krakkarnir hafa mikið verið að hlusta á Slipknot,“ segir Bjössi og bætir því við að margir aðrir trommuleikarar séu í hópi þeirra bestu. „Minn uppáhaldstrommuleikari er til dæmis dáinn, John Bonham. Svo eigum við einn besta trommu- leikara í heimi sem er Sigtryggur Baldursson. En Lars Ulrich átti náttúrulega að vera þarna, hann er búinn að vera átrúnaðargoð mitt síð- an ég var lítill,“ segir Bjössi, sem að- spurður segist ekki í vafa um hverju hann megi þakka þennan frábæra árangur. „Æðri mætti,“ segir trommuleikarinn að lokum. Tónlist | Björn Stefánsson valinn fjórði besti trommari heims Morgunblaðið/Árni Torfason Björn Stefánsson í hljómsveitinni Mínus er fjórði besti trommuleikari heims að mati lesenda breska tímaritsins Metal Hammer. Þakkar æðri mátt- arvöldum Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.