Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FLESTIR þekkja Pétur Gaut, þetta öndvegisverk leikhúsbókmenntanna eftir frumkvöðulinn Henrik Ibsen sem frumsýnt var fyrir réttum 130 árum, en í ár er ennfremur 100. ártíð leikskáldsins fræga. Leikritið hefur oftsinnis verið sett upp hér á landi gegnum tíðina, jafnt á fjölum stóru atvinnuleikhúsanna sem í smærri sölum áhugaleikhúsanna og nú tekur Þjóðleikhúsið verkið enn á ný til sýn- inga, en í glænýrri þýðingu og í glæ- nýju rými. Víst er að leikstjórinn Baltasar Kormákur ætlar sér ekki að feta troðnar slóðir, en hann hefur veg og vanda af sýningunni sem verður frumsýnd annað kvöld kl. 20. Verk í handraðanum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baltasar Kormákur spreytir sig á Pétri Gauti, því hann tók þátt í síð- ustu uppfærslu Þjóðleikhússins á leikritinu, árið 1991. „Það var fyrsta sýningin sem ég tók þátt í í Þjóðleik- húsinu,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Sú sýning hafði þó nokkur áhrif á Baltasar, því það var hún sem hann stakk upp á við þjóð- leikhússtjóra, eftir að hún fór þess á leit við hann að setja upp sýningu í húsinu í vetur. „Ég var búinn að vera með þetta verk í handraðanum í nokkurn tíma og ræða það við fleiri aðila. Verkið snerti við mér á sínum tíma og vakti mig til umhugsunar. Þegar ég fór að skoða það nánar fór mig að langa meira og meira að tak- ast á við það.“ Hann segist hafa farið í gegnum nokkra sjálfsskoðun við lestur verks- ins og undirbúning sýningarinnar, og telji raunar að hið sama gildi um aðra þátttakendur í sýningunni. „Ég held að það geti allir upplifað það; að skoða sjálfa sig í samhengi við sitt eigið lífshlaup og siðferði, út frá verkinu,“ segir Baltasar. Það er Björn Hlynur Haraldsson sem valinn hefur verið í hlutverk Péturs sjálfs, en eins og kunnugt er er hlutverk Péturs Gauts eitt viða- mesta karlhlutverk leikhúsbók- menntanna. Baltasar velktist ekki í vafa um hvern hann vildi sjá í hlut- verkinu og segir Björn Hlyn hafa verið lykilinn að þeim nútímamanni sem hann kaus að gera Pétur Gaut að. „Mig langaði að skoða Pétur Gaut í samtímanum,“ segir hann en bætir þó við að enga gsm-síma eða aðra póstmóderníska hluti sé að finna í sýningunni. „Við erum sem sagt að skoða sýninguna í hlut- lausum samtíma, þannig að við erum ekki í sokkabuxum að höggva við. Norsku barrtrén hafa verið felld í burtu.“ En hvað kemur þá í staðinn fyrir barrtrén? „Vonandi verður sagan hreinni og einfaldari, og stendur okkur nær í tíma og rúmi. Svo er þetta líka leikur að leikhúsinu.“ Ný þýðing í nýju rými Í því samhengi er Baltasar spurð- ur aðeins út í sýningarrýmið, en Pét- ur Gautur er vígslusýning Kassans, sem er nýtt sýningarrými Þjóðleik- hússins og hefur aðsetur í leikfimi- salnum í Húsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu, húsinu þar sem Litla sviðið var áður til húsa. Um er að ræða svokallaðan svartan kassa, „black box-theatre“ eins og það nefnist á fagmáli, þar sem svið og sæti eru ekki föst og lúta þar af leið- andi ákvörðun leikstjóra hverju sinni. „Þetta er mjög skemmtilegt rými, og heppilegt fyrir minni sýn- ingar þar sem verið er að fram- kvæma ákveðnar tilraunir,“ segir hann. „Eins og núna þegar við erum að setja upp Pétur Gaut á nýstár- legan hátt, er ákveðið frelsi að setja sýninguna ekki upp á stóra sviðinu. Svo er líka alltaf gaman að setja upp sýningu í nýju rými.“ Auk rýmisins nýja er textinn einn- ig nýr, því hann er glæný þýðing Karls Ágústs Úlfssonar á leiktexta Ibsens. Frægar eru tvær eldri þýð- ingar á verkinu, fyrst þýðing Einars Benediktssonar og síðar Helga Hálf- danarsonar. Hvers vegna kaus Balt- asar að láta gera nýja þýðingu? „Það er kannski bara hluti af þessari nálg- un; mér finnst eðlilegt að nýjar sýn- ingar komi með nýjar hugmyndir og nýjan tón. Raunar finnst mér helst að það ætti að þýða verk upp á nýtt í hvert skipti sem það er gert. Á Ís- landi vill það brenna við að leik- húsþýðingar séu taldar bókmennta- verk og mér finnst það ekki endilega heppilegt. Þetta er bara þýðing fyrir leikhús og í hverri slíkri liggur ákveðin túlkun. Það er sama hvað þýðendur reyna að bera það af sér; það er alltaf túlkun í þýðingu,“ segir Baltasar af áherslu. Hann segir meginmarkmiðið að gera sýninguna aðgengilega fyrir áhorfendur dags- ins í dag, á skiljanlegu og skemmti- legu máli. „Karl Ágúst þýddi fyrir mig Skækjuna á sínum tíma og ég var mjög ánægður með vinnu hans þar. Það var því aldrei nein spurn- ing.“ Karl Ágúst er ekki eini aðstand- andi Péturs Gauts sem Baltasar hef- ur unnið með á sömu forsendum og áður. Þannig gerir til að mynda Gretar Reynisson leikmyndina, en þeir unnu saman að gerð leiksýning- arinnar Þetta er allt að koma árið 2003 og hlutu báðir Grímuna fyrir. „Ég held að ég hafi unnið með nán- ast öllum í sýningunni áður nema Birni Hlyni,“ segir Baltasar. „Og raunar hef ég ekki unnið nema lítið með Ólafi Egils og Ólafi Darra. En ég hef til dæmis unnið með öllum þessum leikkonum, töluvert.“ Leiksmiðjuvinna Baltasar segist hafa lagt áherslu á leiksmiðjuvinnu í sýningunni, þar sem með slíkri vinnu sé hægt að reyna leikgerðina, breyta og bæta hana með aðstoð leikhópsins. „Svo- leiðis vinnubrögð, þegar leikarinn finnur meira til sín sem hluti af sköp- unarvinnunni, eru yfirleitt til góðs. Því á endanum þarf leikarinn sjálfur að standa og flytja verkið, þannig að því stærri hluti sem sýningin er af honum, því meiri ánægju fær hann út úr starfi sínu.“ Engin norsk barrtré og ný þýðing í nýju rými; – við hverju á fólk að bú- ast og hvað á það að koma með í far- teskinu á Pétur Gaut? „Það á bara að koma „blanco“. Fólk sem ekki hefur séð verkið þarf ekki að hafa neinar áhyggjur, en mér þætti vænt um ef þeir sem hafa séð það væru til í að skilja fordómana eftir heima. Leggja fyrirframgefnar hugmyndir til hliðar og dæma sýn- inguna út frá þeirri leið sem er farin. Ef fólk ætlar sér að upplifa eitthvað sem það hefur séð áður eða telur vera rétt, bendi ég því á að taka bara Einar Ben. og lesa hann,“ segir Balt- asar Kormákur, leikstjóri nýrrar uppfærslu á Pétri Gaut, að lokum. Leikhús | Baltasar Kormákur er leikstjóri Péturs Gauts eftir Ibsen sem sýndur er í Kassanum Nútímamaðurinn Pétur Gautur Björn Hlynur Haraldsson fer með hlutverk Péturs Gauts. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is eftir Henrik Ibsen í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikarar: Björn Hlynur Har- aldsson, Brynhildur Guðjóns- dóttir, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Egill Eg- ilsson og Ólafur Darri Ólafs- son. Lýsing: Páll Ragnarsson. Búningar: Helga I. Stef- ánsdóttir. Leikmynd: Gretar Reynisson. Leikstjóri og höfundur leik- gerðar: Baltasar Kormákur. Pétur Gautur MAÐUR tengir ekki beint pípulagn- ingar við túbuleik. En Timothy Buzbee, sem gegnir starfi túbuleik- ara við Sinfóníuhljómsveit Íslands, sagði á tónleikum í Norræna húsinu á sunnudaginn var að allir túbuleik- arar þyrftu að læra pípulagningar. Túban er ógnarstórt hljóðfæri með rörum þvers og kruss, og ekki á hvers manns færi að stilla þannig tól. Auðvitað var Buzbee bara að grín- ast. Eða það held ég! En hafi hann þurft að læra pípulagningar, þá hef- ur hann náð góðum tökum á þeirri starfsgrein, því túban hljómaði und- urfallega í meðförum hans. Á tónleikunum voru verk eftir lítt þekkt tónskáld, þar á meðal James Grant, en músíkin hans var afburða- vel leikin af Buzbee. Einnig verður að nefna tónsmíð eftir John Stevens, sem hét því skáldlega nafni Salve Venus, salve Mars. Túbuleikarinn upplýsti að hún væri byggð upp eins og hryllingsmynd þar sem hið illa sækir stöðugt í sig veðrið. Víst er að fjandsamlegar tónhendingar urðu sífellt meira áberandi, og út úr dimmraddaðri túbunni lá við að þær glefsuðu í tónleikagesti undir það síðasta. Það var sko skemmtilegt! Buzbee spilaði snilldarlega; hann hafði auðheyrilega fullkomið vald á hljóðfæri sínu, a.m.k. var hver ein- asti tónn vandvirknislega mótaður. Háskalegustu nótnahlaup þeyttust hvað eftir annað út úr lúðrinum og hittu alltaf í mark. Með Buzbee kom fram eiginkona hans, Jessica Wiklund, en hún lék á básúnu. Það gerði hún með slíkum yfirburðum að ég hef sjaldan heyrt annað eins. Hljómurinn í básúnunni var svo unaðslega mjúkur og tær, en einnig kraftmikill og breiður, að dá- semd var á að hlýða. Hin tormelta Impróvisasjón nr. 1 eftir Enrique Crespo var meistaralega flutt, og var enn skemmtilegri fyrir þær sak- ir að Wiklund sagðist einu sinni hafa bölvað verkinu í sand og ösku við ókunnan mann, er síðar kynnti sig sem Crespo. Gregórskur söngur frá Kloster- neuburg var líka mótaður af smekk- vísi af Wiklund og þrír miðalda- dansar eftir óþekkt tónskáld voru fjörlegir og dillandi, en jafnframt yf- irmáta fágaðir. Þau Wiklund og Buzbee spiluðu fjórar tónsmíðar saman og bar þar hæst Reciprocity eftir James Meador, sem einkenndist af aðdáun- arverðu samræmi og þvílíkum kynngikrafti að lengi verður í minn- um haft. Ljóst er að þeir sem heima sátu misstu af miklu. Lúðrar hins illa TÓNLIST Norræna húsið Verk eftir Guillement, Hindemith, Stev- ens, Crespo, Grant, Meador og fleiri. Jessica Wiklund (básúna) og Timothy Buzbee (túba). Sunnudagur 26. febrúar. Kammertónleikar Jónas Sen SKÁLDSKAPUR hefur þá eig- inleika að mála þann veruleika sem hann er sprottinn úr. Það er sama hversu huglægur hann er. Ljóðið lýsir alltaf upp næsta umhverfi. Þetta sést býsna glöggt í ljóðasafni sem Þór Stefánsson hefur þýtt úr kanadískri frönsku og hann nefnir Québecskáld. Í hinu frönskumæl- andi Kanada var við að búast sér- kennilegri blöndu amerísks og frönskumælandi veruleika. Ljóðin sem Þór þýðir að þessu sinni eru fengin úr bókinni Poètes québécois – Anthologie eftir Louis Blouin og Bernard Pozier. Elstu kvæðin eru eftir skáld fædd í byrjun 20. aldar og yngstu ljóðin eru ort í lok seinustu aldar. Hér er því um fjölbreytt ljóðasafn að ræða og höfundarnir margir. Á vissan hátt kallast ljóðin á við franskan skáldskap, s. s. symból- isma og súrrealisma. Ég veit ekki til þess að skáld frönskumælandi Kan- adaskálda hafi áður verið þýdd í nokkrum mæli og sannast sagna segja nöfn Québecskáldanna mér ekki mikið. Á hinn bóginn er hér víða vel ort. Í sumum kvæðum gætir ein- semdar og framandleika en í öðrum einhvers konar munúðar sem ein- kennir einnig sum frönsk skáld. Hjá sumum skáldum er ljóðmálið súr- realísk ljóðræna eins og sjá má í ljóðum Gatien Lapointe: ,,Orð springur í hnefum okkar eins og fuglaspor, / eins og stjörnustígar hefjast villtar vonir.“ Eitthvað við þetta kvæði minnir mig á ljóð höf- unda á borð við Paul Eluard og Louis Aragon. Í öðrum ljóðum birtist allt annars konar sýn á tilveruna, amerísk til- vera undir áhrifum bandarískrar ljóðlistar og fjöldamenningar. Kvæðið New York eftir skáldið Jean-Paul Daoust kallast á við bítnikkana og hefst á þessum orðum: Himinninn er rannsakaður New York og geðklofaklínikkin þar Buroughs and Mick Jagger hand in hand Tom Waits grætur í augum Marlyn Hún er fryst í spegil á Broadway the Chorus Lines teygja úr sér að egypsk- um hætti HAPPY BIRTHDAY MICKEY you save the Fifth Síðasta Andrew’s systirin öll úr plasti... Almennt má segja um þýðingar Þórs að þær séu mikilvægt framtak. Þær eru settar fram á ágætu máli og mér sýnist hann ná að túlka sér- kenni margra höfunda þó að vita- skuld segi fáein ljóð hvers og eins skálds varla mikið skáldskaparheim þeirra. Með ljóðaþýðingunum fylgir stutt ágrip af skáldskaparsögu Québec, sem er nokkuð upplýsandi og raunar mjög þarflegt og auk þess fáein orð um skáldin. Hér er því á ferðinni fræðandi bók. Það for- vitnilegasta við kvæðin er hins vegar sú ferska blanda evrópskra og þá einkum franskrar ljóðsýnar og am- erískrar sem einkennir skáldskap margra skáldanna. Orð springur í hnefum BÆKUR Ljóðaþýðingar Ýmsir höfundar, Þór Stefánsson þýddi. 140 bls. Valdimar Tómasson. 2005 QUÉBECSKÁLD Skafti Þ. Halldórsson Á RITÞINGI Gerðubergs 21. janúar sl. sat hinn þjóðþekkti rithöfundur Thor Vilhjálmsson fyrir svörum um líf sitt og listamannsferil. Um leið var opnuð vegleg sýning á mynd- verkum hans sem og verkum sem hann hefur unnið í samstarfi við listamennina Pál á Húsafelli, Örn Þorsteinsson og Ivano Bolondi. Thor hefur teiknað og gert mynd- verk alla tíð og oftar en ekki er náttúran og landið sá hug- myndagjafi sem hann leitar í. Þenn- an hluta af sköpunarverki Thors þekkja ekki margir. Þess vegna hefur verið sérstaklega ánægjulegt að kynna þennan þátt höfund- arverka Thors, en nú eru síðustu forvöð til að sjá myndlistarsýn- inguna – síðasta sýningarhelgi er framundan. Dagar mannsins í Gerðubergi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.