Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 55
MENNING
Smám saman hefur verið að op-inberast hvaða lystisemdir
Listahátíð býður upp á í vor, og
fyrr í vikunni hófst miðasala með
kynningu á viðburðum hátíð-
arinnar.
Eins og oft áður skipar tónlist-
in veglegan sess, en af fyrstu
kynningum má ráða að meiri
áhersla verði í ár á íslenska tón-
listarmenn en oft áður, og að
sama skapi virðast færri erlendar
stórstjörnur væntanlegar.
Allir sem eitthvað hafa fylgst
með músík ættu þó að þekkja
nafn Miriam Makeba, sem um
árabil hefur skinið skært í tón-
listarheimum.
Áherslurnar eru nýjar í ár, og
þeir sem kunna sakna þess að fá
ekki einhverja heimsfræga söng-
stjörnu geta glaðst við það að
þrjár óperur verða sýndar í sam-
vinnu við hátíðina, commedia
dell’arte óperan L’Amfiparnaso
eftir ítalska tónskáldið Vecchi,
Galdraskyttan, sem líka er oft
kölluð Töfraskyttan, eftir Weber,
og franska óperan Le pays, eftir
Joseph-Guy Ropartz. Sú síðast-
nefnda er byggð á sögu af
frönskum skútusjómanni sem lifir
af sjóslys úti fyrir ströndum
landsins og verður ástfanginn af
íslenskri stúlku, en efni óp-
erunnar er byggt á sönnum at-
burðum sem áttu sér stað við
strendur Íslands árið 1873. Að
því er best er vitað er þetta eina
erlenda óperan sem vitað er um
að gerist á Íslandi. Gabriel
Fauré, tónskáldið kunna sagði
um þetta verk kollega síns:
„Þetta verk, fullt af einlægni og
ljóðrænum innblæstri, er ekki
einungis tónskáldinu til sóma
heldur einnig vegsauki fyrir
franska tónlist“. Að fá hingað að
auki ekta commedia dell’arte óp-
eru eru auðvitað stórtíðindi. Um
Galdraskyttuna má segja að ótrú-
legt sé í rauninni að hún hafi
ekki verið sett upp hér áður. Það
er ekki bara að músíkin er falleg,
með einni flottustu sópranaríu
óperubókmenntanna, heldur er
sagan byggð á þjóðlegum ger-
mönskum arfi sem á sér sterkar
hliðstæður í íslenskri menningu,
þjóðtrú og ævintýrum.
Já, kannski að Listahátíðar í ár
verði minnst sem óperulistahátíð-
arinnar.
En annað atriði vekur líka eft-irtekt mína, og það er nokk-
uð sem vera má að fólki þyki
ekkert sérstaklega spennandi í
fljótu bragði.
Þetta er heim-
sókn Garr-
isons Keillors
hingað til
lands.
Garrison
Keillor er fjöl-
miðlamaður,
skáld, mús-
íkant, húm-
oristi og rithöfundur – og afar
snjall. Hann er höfundur eins vin-
sælasta skemmtiþáttar í banda-
rísku útvarpi, A Prairie Home
Companion, í bandaríska rík-
isútvarpinu National Public Ra-
dio, en þátturinn er sendur út
einu sinni í viku, snemma á laug-
ardagskvöldum. Þetta er
skemmtiþáttur af gamla skól-
anum; listamenn koma í heim-
sókn, alls konar gamanmál eru
höfð uppi, og menning í sinni
allra víðustu og fjölbreytilegustu
merkingu á borð borin fyrir
áheyrendur í sal. Tónlistin er
jafnan margvísleg og úr ýmsum
áttum. Sjálfur er Garrison Keillor
höfundur einnar uppáhaldsplötu
minnar, þar sem hann syngur
bráðfyndnar gamanvísur – allar
um ketti – með einni mestu óp-
erusöngkonu Bandaríkjamanna,
Fredericu von Stade.
Garrison Keillor kemur á
Listahátíð til þess að senda þátt
sinn úr Þjóðleikhúsinu, og um
þessar mundir vinnur hann að því
með samstarfsmönnum sínum að
velja þá Íslendinga sem fram
koma í þættinum.
Það er verður ekki bara gamanað fá tækifæri til að sjá og
heyra þessa amerísku útvarps-
goðsögn í verki, heldur er sýnt
að með því er Listahátíð að
leggja drög að landvinningum í
tvennum skilningi.
A Prairie Home Companion
hefur kannski ekki mikla hlustun,
þegar horft er til þess hve marg-
ir byggja Bandaríkin, en áheyr-
endur þáttarins vikulega skipta
þó milljónum. Kannanir hafa sýnt
að á þáttinn hlustar helst vel
menntað og meðvitað fólk með
talsverð auraráð, og í þeim hópi
eru að öllum líkindum hlustendur
sem gætu fengið áhuga á að
sækja Ísland heim í kjölfarið og
jafnvel Listahátíð í Reykjavík. Á
hinn bóginn verður þátturinn öfl-
ug kynning á þeim íslensku lista-
mönnum sem þar koma fram, og
hugsanlegt að eitthvað geti vaxið
úr henni. Það er lofsvert hvað
Listahátíð hefur rækt það kröft-
uglega að skapa tengsl í báðar
áttir, og að íslenskir listamenn
geti notið athygli erlendis eins og
þeir erlendu gera á hátíðinni hér.
Það eru jafnan langir biðlistar
vestra eftir miðum til að komast í
upptökusal þáttarins. Það má því
búast við því að A Prairie Home
Companion sendur út frá Íslandi
eigi eftir að vekja talsverða at-
hygli.
Óperuþrenna og
Garrison Keillor
’Það verður ekki bara gaman að fá tæki-
færi til að sjá og heyra
þessa amerísku útvarps-
goðsögn í verki, heldur er
sýnt að með því er
Listahátíð að leggja drög
að landvinningum í
tvennum skilningi.‘
begga@mbl.is
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
Garrison Keillor
TRÍÓIÐ Tompetería hefur síðan 1993 aðallega leikið á
„Hátíðarhljómum við áramót“ sem eru löngu orðnir að
fastri hefð, eins og Hörður Hallgrímskantor hermdi í fróð-
legum og gagnorðum kynningum sínum á vel sóttum tón-
leikum hópsins á sunnudag. Sú er að sönnu glansmikil
áhöfn við hæfi konunga, og vantaði í rauninni aðeins ket-
ilbumbur til að uppfylla forn höfðingjasérréttindi. Dag-
skráin var að sama skapi bráðskemmtileg og minnti sis-
nöggvast á vinsæla plöturöð brezka snillingsins
Christophers Herricks, „Organ Fireworks“.
Stórmelódisti ítalska miðbarokksins, Alessandro Scar-
latti, var efstur á blaði með Tokkötu í D-dúr; tvo hraða
þætti fulla viðhafnargleði utan um hægsöngvan miðþátt.
Eftir brezkættaðan atgervisnýbúa okkar til 16 ára, Mal-
colm Holloway, var síðan leikið aðgengilegt en samt
furðubitastætt Pastorale fyrir tvö mjúklát flygilhorn og
orgel, helgað sálnahirði (pastor) Hvergerðinga, sr. Tómasi
Guðmundssyni, þá hann lét af brauðinu 1995. Að lokinni
tærri trómetakynnningu á tveimur íslenzkum sálmalögum
í tvísöngsgerð var flutt ósungin útgáfa Jóns Hlöðvers Ás-
kelssonar á verki hans frá 2005, Da pacem Domine, er
byggist á fornum andsöng úr kaþólskum tíðasöng í ýms-
um gerðum síðari tíma. Ekki ýkja spennandi áheyrnar í
mínum eyrum, en þó vandað í útfærslu jafnt höfundar sem
flytjenda.
Úr hinni heimskunnu 5. orgelsinfóníu Parísarorganist-
ans Charles Marie Widor (1846–1937) voru leiknir tveir
þættir. Fyrst hið líðandi mjúka Adagio, er Hörður skilaði
af næmri stílkennd og smekkvísu raddvali, en að lokinni
Suite brève eftir Pierre Max Dubois hin fræga dansandi
Tokkata. Hana hef ég að vísu oft heyrt skýrar af hljóm-
plötum (þá ugglaust með hljóðnema öllu nær pípuverkinu
en mannseyranu gafst kostur á hér a.m.k. 15 metrum frá),
en „sat“ þó furðuvel – sérstaklega miðað við óvægnar út-
haldskröfur til hægri handar. Stutta þríþætta Dubois-
svítan frá 1976 var feikna áheyrilegt verk; nútímasinnað án
þess að rembast um of við móderníska framúrtízku, og með
forkunnarfagra Aríu á milli rytmískt seiðandi keðjuskot-
inna útþátta er voru frábærlega vel blásnir og lyklaðir af
þeim félögum.
Virtúósasta tækifæri blásaranna birtist í síðasta atriði
dagsins, einleikshlutverkum þeirra í Konsert Vivaldis fyrir
tvo trompeta og hljómsveit er var í höndum orgelleikarans
(án fetilleiks). Þeir Ásgeir og Eiríkur tóku hér á honum
stóra sínum með leiftrandi liprum blæstri og skýrri berg-
málsdýnamík í viðeigandi stíl, enda var meiriháttar upplyft-
ing að samstilltri spilagleði tríósins. Tjölduðu Ásgeir og Ei-
ríkur heilum sex mismunandi lúðrum (B, C, D, Es og
piccolo auk flygilhorns) þessa dagstund og komust ásamt
aðskiljanlegum dempurum þannig langt með að mæta
óendanlegum litbrigðum orgelsins á kannski glampakát-
ustu tónleikum þessarar Vetrarhátíðar í Reykjavík.
Glampakátir lúðrar og pípur
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Verk eftir A. Scarlatti, Malcolm Holloway, Jón Hlöðver Áskels-
son, Widor, Dubois og Vivaldi. Trompetería-tríóið (Ásgeir H.
Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson trompet, Hörður Áskels-
son orgel). Sunnudaginn 26. febrúar kl. 17.
Vetrarhátíð
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Kristinn
Trompetería: Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn
Pálsson og Hörður Áskelsson.
SJÁLFSTÆÐU
LEIKHÚSIN
Sýningar á vegum aðildarfélaga
Sjálfstæðu leikhúsanna vikuna 3.-10 mars:
Hafnafjarðarleikhúsið S: 555 2222:
Himnaríki Föst. 3. mars / Föst. 10. mars
Hvað ef Mán. 6. mars / Þrið. 7. mars / Mið. 8. mars
Viðtalið Lau. 4. mars / Sun. 5. mars
Iðnó S: 562 9700
Ég er mín eigin kona Föst. 3. mars /Lau. 4. mars
Föst. 10. mars
Möguleikhúsið S: 562 5060
Landið Vifra Sun. 5. mars
Austurbær S: 551 4700
Hafið bláa Sun. 5. mars
Borgarleikhúsið S: 568 8000
Alveg brilljant skilnaður Föst. 3. mars / Fim. 9. mars
Naglinn Föst. 3. mars
Hungur Lau. 4. mars / Mið. 8. mars / Föst. 10. mars
Broadway S: 511 3300
Nína og Geiri Lau. 4. mars
Le´sing Lau. 4. mars
Farandsýningar
Dimmalimm Föst. 3. mars, Suðureyri. / Mán. 6. mars,
Flateyri. / Mið. 8. mars. Bolungarvík. /Föst. 10. mars,
Ísafjörður.
Gísli Súrsson Föst. 10. mars, Ísafjörður.
Egla í nýjum spegli Mán. 6. mars, Breiðdalsvík / Þrið.
7. mars, Seyðisfirði / Mið. 8. mars, Egilsstöðum / Fim.
9. mars, Vopnafirði / Föst. 10. mars, Höfn Hornafirði.
Landið vifra 6. mars, Áslandsskóla / 7. mars,
Njarðvíkurskóla / 8. mars, Engidalsskóla.
Selurinn Snorri Sun 5. mars, Hjallakirkju.
Númi á ferð og flugi Föst. 10. mars, Foldakoti.
Hattur og Fattur Fim. 9. mars, Mýrarhúsaskóla.
Emma og Ófeigur Mán. 6. mars / Mið. 8. mars.
Sigga og Skessan í fjallinu Föst. 3. mars /
Föst. 10 mars.
Hrafnkelssaga Freysgoða Fim. 9. mars.
Samkvæmt áhorfendatölum frá Hagstofunni fyrir leikárið 2003-2004
var hver miði sem seldur var í Þjóðleikhúsinu niðurgreiddur af
opinberu fé um 7484 krónur, hjá Leikfélagi Reykjavíkur um 2139
krónur en um 204 krónur hjá aðildarfélögum Sjálfstæðu leikhúsanna
(SL). Þrátt fyrir þessa misskiptingu bauð SL sama miðaverð og
aðrar leiklistastofnanir.
www.leikhopar.is