Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sólveig Hjálm-arsdóttir fædd- ist á Hlíð í Álftafirði 10. desember 1916. Hún andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnar- firði að kvöldi 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hjálm- ar Hjálmarsson, bóndi og sjómaður á Hlíð og síðar Lang- eyri í Álftafirði, f. 15. ágúst 1875 á Dvergasteini í Súðavíkurhreppi, d. 15. október 1949, og María Sal- ome Rósinkransdóttir, húsmóðir, f. 23. ágúst 1877 á Hesti í Súðavík- urhreppi, d. 29. október 1963. Þau eignuðust tólf börn, sem öll eru látin, og var Sólveig yngst barnanna. Tvö þeirra dóu ung en einnig ólu þau Hjálmar og María upp einn fósturson, Skarphéðin Veturliðason, f. 30. nóvember 1922, d. 30. desember 1997. Frá þeim Hjálmari og Maríu eru komnir hátt í 350 afkomendur. Systkini Sólveigar voru: Rósinkr- anz Elí Hjálmarsson, f. 3.1. 1902, d. júlí 1923, drukknaði á Álftafirði rétt utan við Hlíð; Elísabet Hjálm- arsdóttir, f. 1904, lést skömmu eft- ir fæðingu; Björn Ragnar Hjálm- arsson, f. 7.7. 1906, d. 12.11. 1987, sjómaður, bjó á Ísafirði og í Reykjavík og vann lengi á skipum Skipaútgerðar ríkisins; Bjarnleif- ur Hjálmarsson, f. 31.12. 1907, d. 3.1. 1982, vélstjóri á Ísafirði, flutt- ist til Reykjavíkur og vann þar Gjögri í Strandasýslu og á Ísafirði áður en fjölskyldan flutti til Hafn- arfjarðar árið 1929. Þau Sólveig og Kristens eign- uðust þjú börn, sem eru: 1) Matt- hildur, f. 4. ágúst 1943, eiginmað- ur hennar er Sæbergur Guðlaugsson. Börn þeirra eru: Viðar, Hjálmar, Sólveig, Kristín, Arnar og Súsanna. 2) Hilmar, f. 17. júlí 1947, eiginkona hans er Sigrún Halldórsdóttir. Börn Hilm- ars frá fyrra hjónabandi með Helgu Gestsdóttur eru: Sævar Þór og Kristinn Adolf og uppeldisson- urinn Jón Gestur Sörtveit. 3) Er- lingur, f. 15. maí 1953, eiginkona hans er Gyða Úlfarsdóttir. Börn þeirra eru: Elfar Þór, Úlfar Garð- ar og Lovísa Sólveig. Sólveig flutti ung úr foreldra- húsum og bjó á unglingsárunum hjá Elísabetu systur sinni í Súða- vík. Síðan bjó hún á Ísafirði og starfaði þá á sjúkrahúsinu áður en hún hóf störf á saumastofu Einars og Kristjáns. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur, en veturinn 1941–42 stundaði Sólveig nám við hús- mæðraskólann á Staðarfelli. Þau Sólveig og Kristens hófu búskap að Hverfisgötu 7 í Hafn- arfirði árið 1942 en samhliða hús- móðurstörfunum stundaði hún saumaskap. Þau byggðu síðan hús á Suðurgötu 68 og síðar Ölduslóð 5, en fluttu árið 1961 að Vestur- braut 9, þar sem þau hófu rekstur matvöruverslunar árið 1956 og ráku hana þar til Kristens lést árið 1974. Eftir það starfaði Sólveig lengst af í starfsmannaeldhúsinu á Vífilsstöðum en sá auk þess um bókasafnið á Hrafnistu í Hafnar- firði, allt frá opnun þess þar til hún varð sjötug. Útför Sólveigar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. sem birgðavörður hjá Áhaldahúsi Reykjavíkurborgar; Elísabet Hjálmars- dóttir, f. 16. 4. 1909, d. 5.8. 1993, húsmóð- ir, bjó fyrst í Súðavík en fluttist síðan til Kópavogs, Lilja Hjálmarsdóttir Thorsbro, f. 6.5. 1910. d. 1963, fluttist til Kaupmannahafn- ar og giftist þar; Jóna Kr. Hjálmars- dóttir, f. 20.12. 1911, d. 29.12. 1929, lést 18 ára ógift og barnlaus; Þorsteinn Hjálmarsson, f. 14.2. 1913, d. 26.3. 1981, kennari og póst- og símstöðvarstjóri á Hofsósi; Guðmundur Sigurður Hjálmarsson, f. 30.7. 1914, d. 13.2. 1943, sjómaður á Ísafirði, fórst með mótorbátnum Draupni frá Ísafirði; Gunnar Hjálmarsson, f. 15.9. 1915, d. 9.5. 1994, skipstjóri á Ísafirði og síðar í Reykjavík; Jón Hjálmarsson, f. 1916, tvíburabróð- ir Sólveigar, lést skömmu eftir fæðingu. Hinn 7. nóvember 1943 giftist Sólveig Kristens Sigurðssyni, skipstjóra og síðar kaupmanni í Hafnarfirði, f. 22. apríl 1915, d. 21. október 1974. Hann var fæddur í Kúvíkum í Reykjarfirði á Strönd- um og alinn upp hjá foreldrum sínum, þeim Sigurði Sveinssyni sjómanni, f. 27. júní 1883, d. 9. ágúst 1936, og Jústu Júníu Bene- diksdóttur húsmóður, f . 26. júní 1893, d. 4. desember 1969. Þau Sigurður og Jústa bjuggu síðar á Elsku mamma, elsku mamma. Þetta voru fyrstu orðin sem komu upp í huga minn, þegar mín kæra móðir lauk sínu farsæla lífshlaupi tæplega níræð og þrotin að kröftum. Við fráfall hennar brjótast fram mikl- ar tilfinningar, ásamt björtum minn- ingum um góða mömmu. Hún var Vestfirðingur, fædd í Hlíð í Álftafirði 10. desember 1916. Þrátt fyrir háan aldur og heilsubrest er dauðinn jafnan ótímabær og óvinur okkar. Mamma var alltaf til taks, hvernig sem á stóð, hjá henni fann ég hlýtt skjól og frið. Það er vandfundinn sá einstaklingur sem hefur jafn létta lund og glaðværð og hún hafði á hverju sem gekk. Alltaf var mamma kletturinn sem stóð upp úr og stóð af sér boðaföllin. Á árum áður þegar ég tók víxlspor í lífi mínu upplifði ég mótlæti og höfnun. Þá var það kletturinn mamma sem alltaf sá ljósið í gegnum skýin, og trúði því að ég næði sigri að lokum og fyndi hamingjuleiðina. Þegar ég lít um öxl á kveðjustund er ég fullur þakklætis, og það er sann- færing mín að fyrir traust hennar, uppörvun, skilning og þolinmæði breyttist grátur minn í gleðidans. Skömmu fyrir andlátið spurði hún mig oft um mann sem hún nefndi aðal- manninn. Ég nefndi spyrjandi mörg nöfn, en að lokum sagði ég nafnið Þór- arinn. Þá lifnaði yfir mömmu, og hún sagði veikum rómi já! Þórarinn Tyrf- ingsson. Rifjaðist þá upp fyrir mér at- vik sem gerðist fyrir áratugum, var það henni greinilega ennþá ofarlega í huga. Þrátt fyrir að vera komin að síð- ustu andvörpum lífs síns var hún full umhyggju fyrir mér syni sínum. Hví- líkur kærleikur. Hún starfaði í um tuttugu ár í Vest- urbúð í Hafnarfirði eða í Dúllabúð eins og hún var jafnan nefnd. Eftir að pabbi lést 1974 rak hún verzlunina ein í um það bil þrjú ár. Síðan vann hún í fimmtán ár á Sólvangi og Vífilsstöð- um. Samhliða annaðist hún í auka- vinnu bókasafnið á Hrafnistu. Þegar ég minnist nú ljúfrar sam- ferðar okkar mömmu er mér efst í huga dillandi hlátur hennar og opinn hlýr faðmur. Hún var mér meira en móðir, hún var mér ráðgjafi, vinur og skjól í stórviðrum lífsins. Stundum var hún eina manneskjan í heiminum, sem var reiðubúin að faðma mig og segja um leið: „Þú spjarar þig, Hilmar minn.“ Heiðurskona er fallin frá, skilur við hreint borð í veraldlegum skilningi, hún annaðist heimili sitt með sóma, ól börn sín upp með skilningi og um- hyggju. Hún stóð þétt við hlið eigin- manns síns, hvernig sem kringum- stæður voru hverju sinni. Nú hefur hún blessunin siglt lífsfleyi sínu síð- ustu sjóferðina og lagt árar í bát í Friðarhöfn. Guð blessi minningu mömmu, afkomendur og vini, og gefi þeim að minnast þess í hve mörgu hún var okkur góð fyrirmynd. Hilmar. Elsku amma. Nú er komið að kveðjustund. Okkur systkinin langar til að minnast þín með örfáum orðum. Þegar hugurinn reikar til baka ber hann okkur að Vesturbraut 9 í Hafn- arfirði þar sem amma og afi bjuggu. Í sama húsi ráku Sólveig amma og Dúlli afi verslunina Vesturbúð á neðri hæð hússins. Þangað var ætíð gott að koma, gleðin var aldrei langt undan. Ferðirnar sem farnar voru í sædýra- safnið og á ruslahaugana (vegurinn sem lá þangað var eins og góð ferð með rússíbana, okkur kitlaði svo mik- ið í magann). Skemmtilegustu jóla- boðin voru haldin á Vesturbrautinni, þar voru framkvæmd töfraatriði, jóla- sveinninn kom í heimsókn og silfurlit- aða jólabjallan var trekkt upp og spil- aði hún Heims um ból meðan gengið var í kringum jólatréð og sungið há- stöfum. Þessi fyrstu ár í lífi okkar systk- inanna nutum við þess að eiga ömmu og afa að. Fyrir tæpum 32 árum lést afi, en minningin um hann lifir enn sterk í huga okkar og söknuðurinn er mikill. Tæpum tveimur árum eftir að afi lést tók fjölskyldan sig upp og flutti út á land. En á ferðum okkar til höfuð- borgarinnar var alltaf gist hjá ömmu og mikil tilhlökkun þegar haldið var af stað í ferðalagið. Elsku amma, minningin um þig þar sem húmorinn og dillandi hlátur réðu ríkjum er gott veganesti fyrir okkur systkinin inn í ókomna framtíð. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta en þess fullviss að þú yfirgefir þessa jarðvist sátt við guð og menn. Nú er sál þín rós í rósagarði guðs kysst af englum, döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir. Aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) Viðar, Hjálmar, Sólveig, Kristín, Arnar og Súsanna. Elsku Sólveig langamma, núna er komið að kveðjustund og langar okkur bræðurna að kveðja þig með þessum sálmi: Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Guð veri með þér, elsku langamma. Kveðja. Daníel Sæberg, Arnar Freyr og Róbert Ingi. Elsku langamma, okkur langaði að kveðja þig með þessum fallega sálmi: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Guð geymi þig, elsku langamma. Kveðja. Matthildur Inga og Kristófer Fannar. Veiga, föðursystir mín, er látin. Hún var yngst systkina föður míns, en faðir minn, Bjarnleifur, var meðal þeirra elstu. Þau fæddust öll í Álftafirði vest- ur og ólust því upp í stórbrotnu lands- lagi þar sem há og brött fjöll ráða ríkj- um, undirlendi er lítið og eina samgönguleiðin er sjórinn, sem ýmist er úfinn eða spegilsléttur. Í huganum sjáum við, ég og fjölskylda mín, bros- andi andlitið hennar Veigu, glettnina í augum hennar og við finnum hlýtt handtakið hennar. Við Árni og börnin þökkum fyrir að hafa átt með henni samfylgd og sendum fjölskyldu henn- ar innilegar samúðarkveðjur. Sem bliknar fagurt blóm á engi svo bliknar allt, sem jarðneskt er, ei standa duftsins dagar lengi, þótt dýran fjársjóð geymı́ í sér. Það eitt er kemur ofan að um eilífð skín og blómgast það. Svo hvíl þá rótt á hinsta beði þú holdsins duft, en andi þinn, nú býr þar eilíf blómgast gleði og bjartur ljómar himinninn. Hjá honum sem kom ofan að með eilíft líf og gaf oss það. Nú verður duftið dufti hulið, en dufti rís það aftur frá og það sem enn er öllum dulið því auðnast þá í dýrð að sjá; hjá þeim sem kom hér ofan að um eilífð blómgast jafnvel það. (V. Briem.) Birna G. Bjarnleifsdóttir. Áður fyrr þurftu börn á landsbyggð- inni að fara að heiman þegar barna- skólaprófi lauk og dvelja á veturna í hinum ýmsu heimavistarskólum eða hjá ættingjum. Ég var svo lánsöm að Sólveig föðursystir í Hafnarfirði tók við mér og dvaldi ég hjá þeim Veigu og Dúlla í Hafnarfirði í tvo vetur. Þarna naut ég samvista þeirra, þriggja barna þeirra og Maríu föðurömmu sem bjó hjá dóttur sinni og tengdasyni. Ég hef ávallt verið þakklát fyrir þessi ár og með árunum gert mér enn betur grein fyrir hve lánsöm ég var og hve góð þau voru mér. Veiga var einstök kona. Hún var fremur smávaxin, svarthærð með geislandi brún augu og dökka húð, „út- lendingsleg“ eins og pabbi og fleiri systkinin að vestan. Hún var heillandi í fasi, skörp, fljót í svörum og athöfnum, glettin, hress, en ekki síður hlý, næm og notaleg. Þessu hélt hún til loka enda þótt ýmislegt gæfi sig alveg undir það síðasta. Þegar minnið og hugurinn fóru krókaleiðir og raunveruleikinn varð óræður mátti samt lengst af grilla í næmið, skerpuna og kímnigáfuna. Ég dáðist að þrautseigju hennar og æðru- leysi og kveð hana með virðingu og þökk. María Hjálmdís Þorsteinsdóttir. SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTIR ✝ Kristbjörg Pét-ursdóttir fædd- ist 25. júlí 1916. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 21. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétur Ólafsson bóndi á Hranastöð- um í Eyjafirði, f. 1869, d. 1955, og Þórey Helgadóttir kona hans, f. 1876, d. 1967. Kristbjörg var yngst systkina sinna. Eldri voru: Sigríður, f. 1900, d. 1954; Anna, f. 1903, d. 1924; Jakob, f. 1907, d. 1977; Jónas, f. 1910, d. 1997; Helgi, f. 1912, d. 1954. Kristbjörg fór í Kennaraskólann og tók kennarapróf þaðan vorið 1937. Eftir það hóf hún kennslu- starfaði hún hjá Félagsþjónustu Kópavogs í nokkur ár. Hún tók virkan þátt í ýmsum félögum á ævi- ferli sínum, s.s. Skógræktarfélagi Tjarnargerðis, Félagi sjálfstæðis- kvenna á Akureyri og starfi Eyfirð- ingafélagsins í Reykjavík. Hinn 6. maí 1943 giftist Krist- björg Hjálmari Sigurði Helgasyni, f. 29. ágúst 1909, d. 21. apríl 2005. Hjálmar var sonur Helga bónda Björnssonar á Reykjum í Tungu- sveit í Skagafirði og konu hans Margrétar Sigurðardóttur frá Ás- múla í Holtum. Synir Kristbjargar og Hjálmars eru tveir: 1) Þórir, f. 4.10. 1943. Kona hans er Sigríður Ólafsdóttir. Sonur þeirra er Ólafur, f. 1983. 2) Magni, f. 13.11. 1945. Fyrri kona hans Anna Lilja Sigurð- ardóttir. Synir þeirra eru: a) Sig- urður, f. 1969, kona hans er Signý Sæmundsen og barn þeirra er Lilja. b) Borgar Þór, f. 1973. Seinni kona Magna er Anna Þóra Karls- dóttir. Útför Kristbjargar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. störf og kenndi börn- um í Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði 1937-38 og 1939-42. Hún var heimilis- kennari í Eyjafirði og Skagafirði veturinn 1938-39, kenndi síðan við: Barna- og ungl- ingaskólann á Sauð- árkróki 1942-44, og við Barna- og gagn- fræðaskólann á Akur- eyri 1944-45. Krist- björg stofnaði eigin skóla fyrir sex ára börn á heimili sínu í Fjólugötu 3 á Akureyri og starfrækti frá 1950- 1960, „Kristbjargarskóla“. Hún kenndi við Oddeyrarskóla á Akur- eyri 1960-67, Kársnesskóla í Kópa- vogi 1967-76 og Fellaskóla 1977-79. Eftir að Kristbjörg hætti kennslu Mínar fyrstu minningar af Krist- björgu ömmu eru hlýjar. Bogga var afar góð manneskja og vildi allt fyr- ir ömmubarnið sitt gera. Amma Bogga var hláturmild og átti mjög auðvelt með að fá aðra til að brosa með sinni smitandi lífsgleði. Þegar ég heimsótti ömmu og afa í Holtagerðið, þá man ég hvað ég átti erfitt með að fara frá þeim heim aftur, því endaði það oft með því að ég gisti hjá ömmu og afa. Svo gam- an var að vera með henni. Hún var afar ósérhlífin og féll ekki verk úr hendi. Hún fann alltaf eitthvað sem betur mátti fara og bætti úr því. Eftir á að hyggja er mér ljóst hve vel hún náði til mín, enda hafði hún verið barnakennari í tugi ára og hafði gaman af því að vera sam- vistum við börn. Þegar hún gat ekki lengur séð um sig sjálf þá fór hún í Sunnuhlíð fyrir tæpum fjórum árum. En hún missti aldrei hæfileikann til að brosa. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa kynnst Boggu minni. Um leið og ég ylja mér við hlýjar minn- ingar tengdar henni þá bið ég guð að geyma þessa einstöku mann- eskju sem amma mín var. Ólafur Þórisson. KRISTBJÖRG PÉTURSDÓTTIR Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, RAGNAR KR. KARLSSON læknir, lést miðvikudaginn 1. mars. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Björn R. Ragnarsson, Karl Ragnarsson, Jóhanna Þormóðsdóttir, Ásta Margrét Ragnarsdóttir, Ólafur Mar Jósefsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.