Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi GAMLA ratsjárstöðin Rockville á Miðnesheiði hefur verið jöfnuð við jörðu en nú er unnið að því að tæta síðustu timburhlutana úr byggingunum. Öll hús eru horfin og eftir standa aðeins grunnflekar og tré sem voru ræktuð á svæðinu. Stöðin var reist um miðja síðustu öld á vegum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þegar stöðin var í fullum rekstri bjuggu þar hundruð manna. Fyrirtækin Hringrás og Rekan hafa unnið verkið. Morgunblaðið/RAX Rockville jöfnuð við jörðu ÁGÚSTSON ehf., áður Sigurður Ágústsson ehf., hefur ákveðið að flytja kavíarvinnslu Noru til Dan- merkur. Húsnæði kavíarvinnslunnar Noru í Stykkishólmi verður í sumar breytt og í haust hefst þar vinnsla á saltfiski. Að sögn Sigurðar Ágústssonar, framkvæmda- stjóra Ágústson ehf., er ástæðan fyrir þessum breytingum fyrst og fremst sú að rekstrarfor- sendur fyrir kavíarvinnslu á Íslandi eru ekki leng- ur fyrir hendi. „Það er erfitt að réttlæta lengur slíkan rekstur hér á landi. Við erum í harðri sam- keppni á erlendum mörkuðum við stóra aðila sem fá hráefni frá Grænlandi og Kanada. Til að taka þátt í samkeppninni verðum við að ráðast í þessar breytingar, annars verðum við undir og þá er sjálfhætt,“ segir Sigurður Ágústsson. Ágústson ehf. keypti í fyrra fyrirtæki í Vejle á Jótlandi sem sérhæfir sig í niðursuðu sjávaraf- urða. Þar er fyrir ónotað húsnæði sem ætlunin er að nýta fyrir kavíarvinnsluna. „Við verðum að bregðast við breyttum aðstæðum. Kavíariðnaður- inn er að flytjast til meginlandsins og framleiðslan fellur vel að þeim rekstri sem við stundum í Dan- mörku. Það hjálpar verulega til við þessa ákvörð- unartöku,“ segir Sigurður. Í lok maí hættir Nora framleiðslu í Stykkishólmi og verða tæki og tól tekin niður og flutt á nýja staðinn og reiknað með að framleiðslan hefjist aftur á ný í haust. Á sama tíma verður ráðist í miklar breytingar á húsnæði Noru og þar komið upp tækjum til vinnslu á salt- fiski. Húsnæðið er 1.600 fermetrar og býður upp á góða möguleika til bolfisksvinnslu. Ráðgert er að saltfisksvinnslan fari af stað með haustinu. Fleiri störf skapast þegar fiskvinnslan fer í gang Að sögn Sigurðar verður aðalstoðin í hráefn- isöflun skipið Gullhólmi SH 201, sem er línubeit- ingarskip í eigu fyrirtækisns. Áætlað er að taka á móti 3.000–4.000 tonnum af fiski árlega til vinnslu, en reynslan mun síðan segja til um hvernig geng- ur. Hjá Noru starfa nú um 10 manns að meðaltali og fleiri störf skapast þegar saltfisksvinnslan fer í gang. Kavíarvinnslan Nora á leiðinni til Danmerkur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Karvel Jóhannesson og Páll Margeir Sverrisson, starfsmenn Noru, hætta fljótlega að setja kavíar í glösin og í haust fara þeir að salta fisk. Eftir Gunnlaug Árnason garnason@simnet.is NÝGENGINN febrúarmánuður er sá hlýjasti í Reykjavík síðan 1965. Meðalhitinn í höfuðborginni mæld- ist þannig 3,3 gráður sem er 2,9 gráðum ofan meðallags. Sam- kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er þetta fjórði heitasti febr- úarmánuður síðan veðurmælingar hófust árið 1866, talsvert hlýrra var bæði 1932 og 1965, lítillega hlýrra varð 1964 og ámóta hlýtt 1929. Á Akureyri mældist meðalhitinn 1,9 gráður sem er 3,4 gráðum yfir meðallagi, en lítið eitt hlýtta var þar árið 2003. Er nýliðinn mánuður sjöundi hlýjasti frá upphafi mæl- inga þar. Í Akurnesi var meðalhiti 3,1 stig, nánast sami og 2003. Á Hveravöllum var meðalhitinn -2,0 stig og hefur meðalhiti ekki mælst hærri þar í febrúar, en þar hófust mælingar 1965. Sé litið til úrkomu má segja að af- ar úrkomusamt hafi verið sunnan- og vestanlands á sama tíma og fremur þurrt hafi verið á norðaust- anverðu landinu. Þannig mældist úrkoman í borginni 87 mm, sem er 20% umfram meðallag, en á Ak- ureyri mældist úrkoman aðeins 21 mm sem er það helmingur með- alúrkomu. Af þessum 21 mm féllu 13 á einum degi (þ.e. 16-17. febr- úar). Aðeins var alhvítt í þrjá daga á Akureyri í mánuðinum eins og í fyrra. Sólskinsstundir voru alls 58 í Reykjavík sem er 6 stundum meira en í meðalári og á Akureyri mæld- ust þær 43 sem er 7 stundum meira en í meðalári. Lægsti hiti í mán- uðinum mældist á Brúarjökli -25,8 stig, en hæstur á Seyðisfirði 16,2 stig að kvöldi 21. febrúar. Hlýjasti febrúar í Reykjavík síðan 1965 Morgunblaðið/Ómar Höfuðborgarbúar gátu notið veðurblíðunnar í nýgengnum febrúarmánuði sem er sá fjórði hlýjasti síðan mælingar hófust árið 1866. BRYNJA Davíðsdóttir hamskeri hefur ákveðið að taka ekki við fugl- um til uppstoppunar, eftir lok þess- arar viku. Brynja ákvað þetta í kjöl- far þess að fuglaflensa hefur greinst í Vestur-Evrópu. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að sér þætti ákaf- lega leiðinlegt að taka þessa ákvörð- un en sökum óvissunnar sem væri um útbreiðslu veirunnar fyndist henni óhjákvæmilegt að taka þessa ákvörðun. Spurð um hvort að hún teldi þetta ekki vera fremur róttæka ákvörðun taldi hún svo ekki vera. Flensan smitaðist við meðhöndlun fugla og hún væri mikið að vinna með fugla sem fundist hafa dauðir. Hún hafi því ákveðið að hætta að taka á móti fuglum a.m.k. þangað til að þetta ástand gangi yfir. Hún ítrekaði þó að með þessu vildi hún ekki vera með hræðsluáróður. Spurð um hvort aðrir hamskerar hér á landi og í nágrannalöndum hafi tekið slíka ákvörðun kvaðst hún ekki hafa heyrt um neitt slíkt hérlendis. Erlendis væru þó menn með varann á en biðu eftir ákvörðun yfirvalda. Brynja vildi koma því á framfæri til fólks sem væri með fugla í frysti að hún tæki enn á móti þeim til upp- stoppunar út þessa viku. Hættir að taka á móti fuglum til uppstoppunar Morgunblaðið/Árni Sæberg BJÖRN Stefánsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Mínuss, var ný- lega valinn fjórði besti trommu- leikari heims af lesendum breska tónlistartímarits- ins Metal Hamm- er. Björn skipar sér þar með á bekk með þekkt- ustu trommuleik- urum heims, svo sem Lars Ulrich, trommuleikara Metallica, sem hafnaði í þriðja sæti. Björn segir þetta vera mikinn heiður, en honum brá töluvert við fréttirnar. „Maður fer líka að velta því fyrir sér hvort maður eigi þetta skilið, það fara ýmsar hugsanir í gang,“ sagði hann m.a. í viðtali við Morgunblaðið. | 60 Í hópi þeirra allra bestu Björn Stefánsson FUNDI fulltrúa Landssam- bands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna (LSS) og rík- issáttasemjara, sem hófst klukkan 13 í gærdag, var frest- að um klukkan 23 í gærkvöldi, að sögn Vernharðs Guðnason- ar, formanns Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að hefja við- ræðufundinn að nýju klukkan 13 í dag. Spurður um gang samningaviðræðnanna sagði Vernharð að þeim miðaði áfram, en hann vildi þó ekki fara nánar út í efnisatriði þeirra. Atkvæðagreiðslu meðal fé- laga í LSS um hvort ganga eigi til verkfalls 21. og 22. mars lýk- ur á hádegi í dag. Munu nið- urstöður liggja fyrir fljótlega eftir að henni lýkur. Langur fundur í kjaradeilu LSS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.