Morgunblaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 23
ERLENT
– íslensk sókn um allan heim
w w w . a v i o n g r o u p . i s
Vi› erum farin
– en komum aftur á sunnudag
Í dag fl‡gur Avion Group me› 580 manns
úr hópi starfsmanna sinna út í óvissuna í anna›
sinn. Eimskip og Air Atlanta Icelandic munu
halda úti allri fljónustu á me›an en fló gæti
fletta haft lítilsháttar áhrif og bi›jum vi›
vi›skiptavini velvir›ingar á flví.
Me› bestu kve›jum og fyrirfram flökk
fyrir skilning og flolinmæ›i vegna
óvissufer›arinnar.
Starfsfólk Avion Group
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
S
ÍA
Vissir þú?
Vissir þú að Vestfirska forlagið hefur á örfáum árum gefið út hvorki meira né minna en um 10.000 – tíu þúsund – blaðsíður í myndum og máli af sögu-
legu efni vítt og breytt frá Vestfjörðum? Þetta eru Bækurnar að vestan.
Í þeim kemur vel fram að Vestfirðingar eru alveg sér á báti. Þetta er lífið fyrir vestan í blíðu og stríðu, gamni og alvöru. Vestfirskur fróðleikur fyrr og nú.
Þú ættir að skella þér á Bókamarkaðinn í Perlunni eða á Akureyri og líta á þetta hjá okkur. Nú er lag!
Pristina. AP. | Agim Ceku, fyrrverandi
forystumaður í Frelsisher Kosovo
(UCK), verður næsti forsætisráð-
herra héraðsins.
Hann tekur við af
Bajram Kosumi,
sem sagði af sér í
fyrradag.
Ceku er fulltrúi
fyrir þriðja
stærsta flokkinn á
þinginu í Kosovo,
AAK-flokk Ram-
ush Haradinaj,
sem nú bíður þess að mál hans verði
tekið fyrir hjá stríðsglæpadómstóln-
um í Haag. Kosumi tók við forsætis-
ráðherraembættinu af Haradinaj
þegar hann gaf sig fram í Haag fyrir
ári en þykir ekki hafa staðið sig vel og
þótti samstarfsmönnum hans mikil-
vægt að nýr maður yrði kominn í
brúna áður en viðræður um framtíð
Kosovo hefjast að nýju í Vínarborg.
Ceku var háttsettur foringi í UCK
á þeim árum er sveitirnar stóðu fyrir
skæruhernaði gegn öryggissveitum
Serba. Síðar varð hann æðsti yfir-
maður lögreglunnar, TMK.
Sameinuðu þjóðirnar hafa í reynd
stjórnað Kosovo frá því að hernaðar-
átökum NATO og Serba lauk þar í
júní 1999. Kosovo-Albanar, sem eru
um 90% íbúanna, vilja að Kosovo
hljóti sjálfstæði en Serbar vilja að það
verði áfram hérað í Serbíu.
Nýr forsætis-
ráðherra
í Kosovo
Agim Ceku
London. AP. | Tessa Jowell, menning-
armálaráðherra Bretlands, gerðist
ekki brotleg við siðareglur þing-
manna með því að taka hátt veðlán
ásamt eiginmanni sínum sem síðan
var greitt upp skömmu síðar. Þetta
er niðurstaða embættismannanefnd-
ar sem skoðað hefur mál hennar.
Jowell hafði verið sökuð um aðild
að peningaþvætti með því að skrifa
upp á húsnæðislán með David Mills,
eiginmanni sínum. Lánið var greitt
skömmu síðar og hefur verið ýjað að
því að til þess hafi verið notað mútu-
fé sem Mills fékk frá Silvio Berl-
usconi, forsætisráðherra Ítalíu.
Embættismannanefndin breska
segir Jowell hins vegar hafa farið í
öllu eftir siðareglum þingmanna.
Mills hafi aldrei sagt henni frá pen-
ingum sem Silvio Berlusconi, for-
sætisráðherra Ítalíu, á að hafa gefið
honum til að hann gæfi rangan vitn-
isburð í málaferlum, sem Berlusconi
átti í það ár og 1998. Er það niður-
staða embættismannanna að Jowell
hefði tilkynnt gjafaféð til réttra aðila
í embættismannakerfinu breska ef
hún hefði vitað af því.
Mills, sem er lögfræðingur, hafnar
með öllu að peningarnir hafi verið
mútufé. Hann segir peningana ekki
hafa komið frá Berlusconi.
Tessa Jow-
ell braut
ekki af sér
♦♦♦