Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 66. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • idborg midborg.is Með blaðinu í dag fylgir fasteignablað Miðborgar Hin hæga New York Rætt við Richard Julian um kok- teila, kántrí og forboðnar ástir | 42 Úr verinu | Í snurvoðartúr með Arney HU  Fiskmarkaðurinn á Skagaströnd  Bryggjuspjall  Soðningin Íþróttir | Meistaradeildin  Vésteinn þjálfari ársins  Solskjær á spítala  Öruggt hjá Valskonum Úr verinu og Íþróttir í dag HLUTFALL kvenna á þjóðþingum hefur aldrei verið hærra, en nú eru 11 konur þjóðarleiðtogar eða forystu- menn ríkisstjórna í löndum í öllum heimsálfum. Þá eru í dag jafnmargar konur og karlar í ríkisstjórnum Chile, Spánar og Svíþjóðar. Þetta er meðal þess sem Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vekur athygli á í ávarpi sínu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna í dag. Dagurinn er haldinn há- tíðlegur um allan heim, þ.m.t. á Ís- landi en femínistafélagið Bríet hyggst efna til baráttufundar í kvöld. Í nýrri skýrslu SÞ segir að þrátt fyrir betri stöðu gangi of hægt að koma konum til forystustarfa. „Á undanförnum tíu árum hefur orðið örasta fjölgun kvenna til þessa á þjóð- þingum, en engu að síður verður fjöldi þeirra og karla ekki orðinn jafn fyrr en 2040,“ segir Rachel Mayanja, ráð- gjafi Annans í málefnum kynjanna. Frammistaða Annans í þessum málaflokki er á hinn bóginn umdeild og hafa 240 konur í 50 ríkjum skrifað honum opið bréf, þar sem hann er sakaður um að styðja aðeins jafnrétti kynjanna í orði en ekki á borði. Þingkonur aldrei verið fleiri  Segja Annan | 16  Forystugrein | Miðopna Haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag TIL STENDUR að taka stjörnum prýdda stórmynd upp á Íslandi. Ro- bert DeNiro, Michelle Pfeiffer, Claire Danes, Sienna Miller og Charlie Cox leika aðalhlutverkin í ævintýramyndinni Stardust sem verður að hluta til tekin upp á Ís- landi. Myndin er gerð eftir skáld- sögu Neils Gaiman og er í leikstjórn Matthews Vaughn. | 44 Stórmynd á Íslandi Robert DeNiroMichelle Pfeiffer STÆRÐARINNAR tónlistarhátíð verður haldin í Reykjavík í vor á vegum Hr. Örlygs þar sem breska þjóðlagasveitin Salsa Celtica og serbneski oktettinn Kal munu meðal annarra troða upp. Hátíðin verður haldin dagana 27. til 30. apríl en áhersla verður lögð á þjóðlaga- tónlist, djass og heimstónlist ýmiss konar. Samkvæmt upplýsingum frá Hr. Örlygi verður takmarkið að koma á stofn árlegri tónlistarhátíð á borð við Iceland Airwaves sem fyrirtækið stendur einnig að. Reiknað er þó með að fyrsta árið farið rólega af stað og gera aðstandendur ráð fyrir að þrír til fjórir tónleikastaðir verði lagðir undir hátíðina. Enn er ekki ljóst hversu margar hljómsveitir eða listamenn munu troða upp en það ætti að skýrast á næstu vikum. Íslensku hljómsveitirnar Mezzo- forte og Stórsveit Nix Noltes hafa þegar staðfest þátttöku sína. Heimstónlist í Reykjavík á hátíð í vor Salsa Celtica troða upp á tónlist- arhátíðinni í vor. „ÞÚ HLJÓMAR eins og pabbi!“ sagði Siv Friðleifsdóttir þegar hún tók við embætti heilbrigðis- og tryggingaráðherra af Jóni Kristjánssyni í gær, en Jón hafði þá afhent henni lykla að ráðuneytinu. Jón tók svo við embætti fé- lagsmálaráðherra af Árna Magnússyni sem hverfur til annarra starfa. | 4 Morgunblaðið/RAX Ráðherraskipti í tveimur ráðuneytum HVORKI lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings né Moody’s hafa tekið nægjanlega mikið mið af kerfislægri áhættu á íslenska fjármálamarkaðin- um þegar þeir hafa metið lánshæfi ís- lensku bankanna. Markaðurinn telur lánshæfismat íslensku bankanna vera BBB þótt þeir hafi A í lánshæfisein- kunn hjá matsfyrirtækjunum, en BBB er sú einkunn sem Standard & Poor’s myndi gefa ef það gæfi ís- lensku bönkunum einkunn nú. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í 36 síðna langri skýrslu greining- ardeildar Merrill Lynch, eins stærsta verðbréfafyrirtækis heims, um ís- lensku viðskiptabankana sem birt var í gær undir fyrirsögninni „Icelandic Banks“ og undirfyrirsögninni „Not What You Are Thinking “. Þar segir að óvissa ríki um það hvort mjúk lending verði í íslenska hagkerfinu og þar sem mikið af skuld- um íslensku bankanna sé til fremur skamms tíma séu þeir sérstaklega viðkvæmir fyrir því ef tiltrú markað- arins breytist. „Veikleikar íslensku bankanna sem skuldara eru með þeim hætti að þeir réttlæta töluvert hærra áhættuálag á skuldabréf þeirra í sam- anburði við aðra banka í Evrópu og núverandi vaxtaálag nær raunar ekki að vega upp á móti þessum veikleik- um að fullu,“ segir í skýrslunni. Rétt er að taka fram í þessu sam- bandi að fram kom í nýlegri skýrslu Landsbankans að vaxtaálagið á skuldabréfum íslensku bankanna hef- ur verið 0,15% til 0,30% hærra en á bréfum annarra evrópskra banka með sama lánshæfismat. Sérfræðingar Merrill Lynch álíta að í raun sé eðlilegra að bera saman íslensku bankana við bankana í ný- markaðslöndum þar sem kerfislæg áhætta í íslenska bankakerfinu eigi miklu meira sameiginlegt með fjár- málamörkuðum þar frekar en með fjármálamörkuðum í Evrópu sem flestir einkennist af stöðugleika. Þeir segja einnig að eignatengsl ís- lensku bankanna og stærri fyrirtækja á Íslandi séu áhyggjuefni. Bankarnir virðist oft fjárfesta með eigendum sínum eða viðskiptavinum í hlutafjár- viðskiptum sem að mati Merrill Lynch séu áhættusöm þegar mið sé tekið af eigin fé þeirra. Þá séu þeir oft lánveitendur í slíkum viðskiptum. Sérfræðingar segja það eiga eftir að koma í ljós hvort vaxtaálagið á skuldabréf íslensku bankanna muni hækka enn frekar og hvort íslensku bankarnir séu tilbúnir til að sætta sig við verri lánskjör við útgáfu nýrra skuldabréfa; verri kjör muni hafa áhrif á vaxtatekjur þeirra og setja vexti íslensku bankanna skorður. Sér- fræðingarnir ganga raunar enn lengra og segja vafa leika á því hvort íslensku bankarnir muni geta gefið út jafnmikið af skuldabréfum á markaði og þeir telji sig þurfa á að halda. Ný skýrsla verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch um íslenska bankakerfið „Íslensku bankarnir – ekki allt sem sýnist“  Óvissa ríkir um það hvort mjúk lending verði í íslenska hagkerfinu Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is  Eignatengsl milli banka og stærri fyrirtækja á Íslandi áhyggjuefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.