Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 29
MINNINGAR
eiginlega alveg uppi í Stórurð. Okkur
bæjarpúkunum fannst langt uppeftir
en aldrei lét Dedda veður aftra sér
frá þátttöku né mætti hún seint eða
missti skóladag. Skólafélagar og vin-
ir kölluðu hana aldrei annað en
Deddu og hún var óhemju vinsæl í
hópnum. Í öllum bekkjum eru alltaf
einhverjir sem skara fram úr, í námi,
hæfileikum eða almennu atgervi.
Dedda skaraði m.a. fram úr í lífsgleði
og frumkvæði. Hún var vinur vina
sinna en hún hafði líka þann hæfi-
leika að laða heilan hóp með sér í
hvað eina sem henni datt í hug að
ráðast ætti í.
Ég á góðar og bjartar minningar
um Deddu. Við byrjuðum snemma í
skátunum, ég held við skólasysturn-
ar höfum orðið ljósálfar 7 ára og
skátastarfið þroskaði okkur mikið fé-
lagslega. Dedda er samofin flestum
minningum mínum frá skólaárunum
á Ísafirði. Við stelpurnar að búa til
sönghóp, sauma sviðskjóla og barða-
stóra hatta úr bleiugasi og lita svo öll
herlegheitin svo við tækjum okkur
vel út á sviði. Við eldri, í nýjum söng-
hópum í flottari kjólum, ein í rauðum,
önnur í gulum o.s.frv. í uppfærslum
sem minntu á Andrewsystur. Við í
kórum eða leikritum. Allur lands-
prófsbekkurinn að dansa Lancier á
skrautsýningu og farið í sýningarferð
með herlegheitin. Hugmyndaauðgi,
glaðværð og sjálfstraust fyllti veröld
okkar á þessum árum. Alls staðar var
Dedda fjörkálfurinn og gleðigjafinn
með sitt góða skopskyn og kímni.
Hún var einfaldlega fyrirliði.
Það var einkennandi fyrir lands-
prófsbekkinn okkar hve mörg stofn-
uðu heimili á Ísafirði. Við stelpurnar
bundum okkur ungar og börnin
komu snemma. Þá nutum við þess að
deila reynslu og miðla hver til ann-
arrar. Ég var líka í nánu sambandi
við Deddu þegar hún eignaðist Ingi-
björgu, eldri dóttur sína, því við unn-
um saman hjá Landsímanum á Ísa-
firði að loknu landsprófi.
Það er mjög einkennandi fyrir Ísa-
fjörð að haldnar séu útskriftarhátíð-
ir. Árlega flykkjast bekkjarsystkin
úr 5, 10 eða 50 ára árgöngum vestur
til að minnast og gleðjast.
Við byrjuðum að hittast á 20 ára
útskriftarárinu okkar og höfum hist á
fimm ára fresti síðan. Hin síðari ár
hefur það verið fermingarhópurinn
sem hefur hist því þannig höfum við
náð að efla vináttuböndin allt frá
barnaskólaárunum. Alltaf var Dedda
í aðalhlutverki í undirbúningnum.
Hún var óþreytandi við að leiða sam-
an fólk til undirbúnings og fá fé-
lagana til að leggja af mörkum í gleði
og gríni. Síðast hittist hópurinn vorið
2004. Þá var Dedda flutt suður. Auð-
vitað var hún potturinn og pannan í
að við hér fyrir sunnan tækjum okk-
ur saman og undirbyggjum skemmti-
atriði fyrir vesturferðina. Það var
hist mörgum sinnum og skipulagt og
æft. Eins og vanalega dró hún hvergi
af sér við undirbúninginn. Við fund-
um þá svo vel að hugur hennar var
enn fyrir vestan enda var hún ekki
sátt við hvernig mál höfðu þróast og
langaði ekki að flytja suður. Þetta
varð ógleymanleg helgi. Eins og í öll
hin skiptin var yndislegt veður, sam-
veran gefandi og gleði ríkjandi allan
tímann. Einstök hlýja og vinarþel
hefur alla tíð einkennt þennan hóp og
ég veit að öll fermingarsystkinin eru
sammála um að Dedda var forystu-
sauðurinn. Hún hafði verið foringi í
umhverfi sínu alveg frá æskudögun-
um. Samt svolítið dul. Breiddi yfir
það með glaðværðinni. Sókndjörf.
Fyrirferðarmikil á köflum. Hrein-
skiptin. Heilsteypt í öllu sem hún tók
sér fyrir hendur. Sterk.
Það er skrýtið að hugsa til þess
núna að Dedda var áköfust í að við
ættum ekki að láta líða svona langt á
milli. Það gæti farið að kvarnast úr
hópnum. Við ættum að hittast eftir
þrjú ár. En nú er það hún sem er far-
in.
Mig langar fyrir hönd fermingar-
hópsins okkar að segja þetta: Kæra
Dedda. Við vitum hvað þú áttir stór-
an þátt í að við hittumst hverju sinni.
Að þú gafst mikið af þér til að sam-
vera okkar yrði yndisleg og eftir-
minnileg. Við erum þér óumræðilega
þakklát. Við munum minnast þín allt-
af og vitum að þú verður einhvern-
veginn með okkur þegar við hittumst
næst.
Kæri Guðmundur, Ingibjörg og
Guðrún. Ég votta ykkur og allri fjöl-
skyldunni innilega samúð á sorgar-
stund og bið guð að blessa minningu
þessarar sterku, stoltu og mætu
konu.
Rannveig Guðmundsdóttir.
Það var einn af þessum fallegu
vetrardögum „í faðmi fjalla blárra“
að fréttin barst, að okkar kæra fé-
lagssystir hefði kvatt þennan heim,
okkur setti hljóðar. Kallið var komið,
enn eitt vígið var fallið úr okkar
kvenfélagi. Þorgerður Einarsdóttir
eða Dedda eins og hún var venjulega
kölluð gekk ung til liðs við Kven-
félagið Hlíf, hún þekkti vel félagið því
móðir hennar var dugmikil fé-
lagskona á þeim tíma. Hún var for-
maður félagsins um tíma og síðan
stjórnarmaður. Dedda var einnig
tilbúin að taka að sér ýmsar nefndir
sem tilheyra félagsstarfinu, og þegar
við vorum að safna fyrir einhverju
var hún þar fremst i flokki, hvort
heldur var að selja blóm eða vinna við
tombólu.
Ekki getum við gleymt Hlífarsam-
sætinu, alltaf var hún tiltæk í störf
við það, og litlu skipti hvort það var í
leikstarfi eða söng. Hún var með okk-
ur í Hlífarkórnum og eftir að hún
flutti suður kom hún vestur til að
syngja með okkur. Og söknuðum við
hennar sárt í okkar árlega samsæti
sem haldið var sl. sunnudag.
Dedda skrifaði okkur fallegt jóla-
kort nú fyrir jólin, og grunaði okkur
að þetta yrði síðasta kveðjan frá
henni, við vonuðum samt að svo yrði
ekki, því hún barðist hetjulega við vá-
gestinn.
Við minnumst margra góðra sam-
verustunda með Deddu, sem við
geymum með okkur. Við þökkum
henni af alhug fórnfúst og dyggilegt
starf fyrir Kvenfélagið Hlíf.
Við vottum Guðmundi, Ingibjörgu,
Guðrúnu og fjölskyldunni allri okkar
innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Deddu, hvíli
hún í friði.
Hlífarkonur Ísafirði.
Páskar á Ísafirði og mikið um að
vera. Allir sem vettlingi geta valdið
fara upp á Seljalandsdal á skíði, sól-
skin og heiðskír himinn og Ísafjörður
skartar sínu fegursta. Sú sem þetta
skrifar bjástrar við brekkuna sem
liggur upp að Harðarskála. Ung
stúlka kemur á fljúgandi ferð niður
brekkuna, stansar hjá mér, brosir
glaðlega og segir: „Ertu héðan úr
bænum?“ „Nei,“ segi ég „ég er að
norðan. Frá Kópaskeri.“ „Hvað heit-
irðu?“ „Ég heiti Dúna. En þú?“ „Ég
heiti Dedda“, segir hún, er pínulítið
freknótt og með hátt og gáfulegt
enni. Við spjöllum saman góða stund
þar til hún segir bless og rennir sér
af mikilli leikni niður að skála Skíða-
félagsins. Ég horfi á eftir henni og
dáist að því hvað hún er flink. Þetta
voru fyrstu kynni okkar Deddu,
kynni sem áttu eftir að standa óslitið
í meir en hálfa öld.
Dedda var Ísfirðingur í húð og hár.
Ísafjörður var hennar staður, þar
voru ræturnar. Þorgerður Sigrún,
eins og hún hét fullu nafni, fæddist á
Hlíðarenda á Ísafirði, elst barna
þeirra hjóna, Bjargar Jónsdóttur og
Einars Guðmundssonar. Hún ólst
upp í stórfjölskyldunni á Hlíðarenda
ásamt systkinum sínum og frænd-
fólki úr móðurætt, miklu dugnaðar-
fólki. Að loknu námi í Gagnfræða-
skóla Ísafjarðar lá leiðin á
vinnumarkaðinn og kom fljótt í ljós
að hún var eftirsóttur starfskraftur,
forkur dugleg og skipulögð og vand-
virk í hverju því starfi sem hún tók að
sér. Við hjónin rákum Ólafsbakarí
um nokkurt skeið og dag einn bank-
aði Dedda upp á og spurði hvort hún
gæti ekki fengið vinnu í bakaríinu.
Það var auðsótt mál og í hönd fór
skemmtilegur tími, líf og fjör og ekki
slegið slöku við í vinnunni. Ég man
vel eftir einu atviki frá bolludegi sem
alltaf er mikill annatími, hálfgerð
uppskeruhátíð bakara. Sólarhring-
ana á undan var unnið bæði dag og
nótt. Eftir 36 tíma stanslausa törn
fór Dedda heim til að hvíla sig. En
það hefur varla verið liðinn meira en
klukkutími áður en hún var aftur
mætt á staðinn, eldhress og frísk,
„… búin að hvíla mig nóg,“ sagði hún,
og svo var unnið fram á bolludags-
kvöld.
Dedda var félagslynd og hafði un-
un af að starfa með fólki og fyrir fólk.
Þegar hún var unglingur gekk hún til
liðs við skátahreyfinguna og starfaði
þar um árabil. M.a. voru kvenfrelsi
og kvenréttindi henni mjög hugstæð,
hún gekk í Kvenfélagið Hlíf á Ísafirði
og var þar formaður um hríð, stofn-
aði deild ásamt fleirum innan Mál-
freyjusamtakanna og sat í stjórn
Kvenréttindafélags Íslands og í
stjórn Neytendasamtakanna. Dedda
vann um áratugaskeið hjá Pósti og
síma. Á Ísafirði var hún m.a. varð-
stjóri við talsímaafgreiðsluna en eftir
að fyrirtækið var einkavætt var hún
fulltrúi í söludeild. Síðustu árin vann
hún í þjónustuveri Símans í Reykja-
vík.
Í Félagi íslenskra símamanna átti
hún langt og giftudrjúgt starf og
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyr-
ir félagið. Hún var formaður Ísa-
fjarðardeildarinnar um skeið og sat
lengi í Félagsráði. Í samninganefnd-
félagsins, þar sem hún átti sæti um
hríð, komu stundum upp deilumál
sem þurfti að leysa fljótt og vel. Þá
reyndist hún einn af þessum traustu
og dugmiklu máttarstólpum sem
aldrei brugðust þótt allhressilega
gæfi á bátinn. Það verður seint full-
þakkað, kæra vinkona.
Ung að árum giftist hún Guðmundi
Marinóssyni, nú fulltrúa á Skattstofu
Reykjanesumdæmis. Þau voru
glæsilegt par og það var tekið eftir
þeim hvar sem þau fóru, hvort sem
þau voru í göngutúr úti við á góðviðr-
isdegi eða á dansleik á Uppsölum þar
sem þau kunnu að taka sporið og
glaði hláturinn hennar Deddu barst
um salinn. Þau eignuðust fallegt
heimili þar sem þau undu sér best
með dætrunum tveim, Ingibjörgu og
Guðrúnu, og fjölskyldum þeirra.
Fjölskyldan var henni eitt og allt og
gestrisnin var í fyrirrúmi.
Sl. ár átti Dedda við veikindi að
stríða og barðist hugdjörf og æðru-
laus, við illvígan sjúkdóm sem sigraði
að lokum.
Það voru sannkölluð forréttindi að
eiga Deddu að vini sem aldrei brást á
hverju sem gekk. Minningin er í sól-
inni og heiðríkjunni uppi á Selja-
landsdal við Ísafjörð.
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir.
Að eignast trausta og góða vin-
konu er mikil gæfa. Sú gæfa hlotn-
aðist mér þegar ég kynntist Þorgerði
Sigrúnu eða Deddu eins og hún var
alltaf kölluð. Ég kynntist Deddu ekki
fyrr en ég var komin á þrítugsaldur
þó að við ættum báðar heima á Ísa-
firði. Kynni okkar hófust þegar við
bjuggum í sama húsi, hún að byrja
sinn búskap ég orðin aðeins vanari
við bundumst þá þeim vináttubönd-
um sem aldrei hefur fallið skuggi á.
Þegar ég hugsa til baka finnst mér
Dedda hafa tekið þátt í öllu með mér
bæði í gleði og sorg.
Minningarnar hrannast upp þegar
hugsað er til baka. Við spiluðum mik-
ið Canasta nokkrar saman eða svona
afbrigði af Canasta og þá var ekki
verið að spila í einn eða tvo tíma held-
ur langt fram á nótt enda notuð
þrenn spil. Við vorum saman í kven-
félaginu Hlíf en þar var hún sérstak-
lega virk og dugleg, í ITC störfuðum
við einnig saman og svo mætti lengi
telja en fyrst og síðast var hún vinur
sem alltaf var hægt að leita til ef á
bjátaði.
Dedda var einnig börnum mínum
einstaklega góð og væri ég ekki í
bænum og þau þörfnuðust aðstoðar
gátu þau leitað til hennar ef eitthvað
var að og á það reyndi svo sannarlega
þegar Inga mín þurfti á því að halda.
Þegar ég varð veik sem var nú
nokkrum sinnum í gegnum tíðina var
hún ævinlega tilbúin að koma eða
hringja eftir hjálp þessa heims eða
annars eftir því sem við átti, já ég og
mín fjölskylda nutum svo sannarlega
hjálpar hennar og vináttu.
Dedda var alla tíð mjög hraust og
mikill orkubolti svo mikill að okkur
þessum orkuminni þótti stundum
nóg um, þess vegna kom þessi frétt
um veikindi hennar eins og þruma úr
heiðskíru lofti, en í þessu sem öðru
stóð hún sig vel hún ætlaði sér að
sigra og barðist hetjulega en við
þetta fékk enginn ráðið. Dætur mín-
ar, sem búsettar eru í Árósum,
kveðja Deddu með þökk fyrir allt.
Að leiðarlokum kveð ég vinkonu
mína með miklum söknuði og þakk-
læti og bið henni Guðs blessunar.
Við Guðmundur sendum Guð-
mundi, Ingibjörgu og Guðrúnu og
öllu þeirra fólki innilegustu samúðar-
kveðjur.
Og hvað er að hætta að draga and-
ann annað en að frelsa hann frá frið-
lausum öldum lífsins, svo að hann
geti risið upp í mætti sínum og ófjötr-
aður leitað á fund guðs síns?
(Kahlil Gibran.)
Sigrún Stella Ingvarsdóttir.
Árið 1940 var óvenjumikið grátið á
Hlíðarenda á Ísafirði. Bogga Jóns
eignaðist dóttur í byrjun janúar og
Munda Bjarna dreng í byrjun júlí.
Líklega hefur aldrei verið grátið
meira í þessu húsi því grátur og
eymdarvæl var einfaldlega ekki á
dagskrá. Jón Andrésson ættfaðirinn
rak sitt fólk áfram til verka í harðri
lífsbaráttu og öllum var kennt að
standa sig og leggja sitt af mörkum
án þess að mögla.
Á sumrum var haldið inn að Foss-
um í Engidal þar sem heyjað var fyr-
ir bústofninn. En þar voru ekki næg-
ar slægjur, svo að þegar Jón var
búinn að raða börnum og barnabörn-
um í slægjuna og flekkinn tók hann
stundum fótfráustu börnin til fót-
anna yfir fjöllin og niður að Selja-
landi í Álftafirði þar sem hann sló og
rakaði langan dag en hljóp svo yfir
fjöllin að Fossum að kvöldi. Að berj-
ast var lífsmottóið og Dedda frænka
var meitluð af því. Hún varð að
standa sig og alltaf að vera best í öllu.
Kannski var það það erfiðasta við að
þekkja hana og umgangast að hún
gat bara gefið, aldrei þegið. Við fór-
um saman í gegnum skólann, stund-
um í sama bekk, stundum ekki. Ég
var að vísu hálfhræddur við þessar
skellur sem hún stjórnaði og voru há-
værustu og fyrirferðarmestu stelp-
urnar í skólanum. Þó fór það nú svo
að ég giftist einni þeirra og samband
fór að eflast því hún og Ína unnu svo
lengi saman á símstöðinni.
Þegar svo sjarmatröllið og sölu-
maðurinn og jafnaldri okkar að sunn-
an heillaði Deddu upp úr skónum
hætti hún ekki fyrr en hann lét af
mjög ábatasamri sölumennsku fyrir
stórfyrirtæki í Reykjavík og flutti
vestur.
Í minningunni er alltaf ákveðinn
sjarmi yfir því að þegar Dedda
kynnti mannsefni sitt Guðmund Mar-
inósson fyrst á Ísafirði var það í
brúðkaupi okkar Ínu.
Guðmundur sem hefur alltaf verið
hamhleypa til allra verka passaði vel
inn í þetta merkilega menningarsam-
félag á Ísafirði. Hann var áður en
varði orðinn þekktur hljóðfæraleik-
ari og spilaði með þeim bestu. Það
fullnægði ekki atorkunni svo hann
stofnaði ásamt hljómsveitinni til
skemmtanareksturs á Uppsölum og
stóð fyrir til margra ára. Mestallan
tímann unnum við Ína hjá honum og
kunnum því vel því metnaður og
framsækni var í hávegum.
Allt þetta og margt fleira batt okk-
ur þessi ungu hjón böndum sem aldr-
ei hafi rofnað.
Í raun var heimili þeirra það eina
hér vestra þar sem einhver ættar-
tengsl úr minni móðurætt héldust
eftir að systur mínar og móðir fluttu
suður.
Það var gott að eiga Deddu að.
Hún var alltaf reiðubúin til að hjálpa
ef eitthvað bjátaði á. Erfiðara var oft
að geta aldrei endurgoldið. Hún var
svo óendanlega sterk. Jafnvel núna á
síðustu dögunum var hún óbrotin.
Ekkert væl eða vol. Bara að berjast.
Hún ætlaði að sigra dauðann. En
dauðinn ræðir aldrei um málamiðl-
anir. Hann kemur þegar honum
þóknast. Hins vegar eigum við áfram
lífið í Jesú Kristi sem gekk í dauðann
til þess að við gætum eignast eilíft líf.
Í honum er Dedda núna og þar
mun hún sameinast ástvinum sínum
þegar tímar líða.
Með þá fullvissu að leiðarljósi get-
um við leitað hugsvölunar og styrks á
erfiðum tímum.
Kæru vinir, Guðmundur, Ingi-
björg og Guðrún og ástvinir ykkar.
Við Ína vitum að það er stórt skarð
höggvið í ykkar daglega líf. En það er
einmitt vegna þess hvað missirinn er
mikill að hjarta ykkar blæðir. En eft-
ir stendur minningin heiðbjört og
skínandi um ástvin, sem þrátt fyrir
harða brynju átti hlýtt og gott hjarta
og umlykur allt ykkar líf.
Úlfar Ágústsson.
Þessa síðustu daga hér á höfuð-
borgarsvæðinu, hafa litbrigði himin-
hvolfsins verið einstaklega tilkomu-
mikil og falleg og hafa sannarlega
vakið með manni lotningu gagnvart
sköpunarverkinu. Í ljósaskiptunum á
miðvikudagsmorgninum 1. marz, ein-
um þessara fallegu daga, lézt á heim-
ili sínu í Garðabæ vinkona mín og
samstarfssystir til margra ára, Þor-
gerður Sigrún Einarsdóttir, af fjöl-
skyldu og vinum jafnan kölluð
Dedda.
Á kveðjustundu reikar hugurinn
en flestar minningarnar tengdar
Deddu eru frá Ísafirði, enda Ísafjörð-
ur okkar bær og fáa þekki ég afdrátt-
arlausari Ísfirðinga en hana Þorgerði
Einarsdóttur. Hún ætlaði ekki að
flytja að vestan, en fyrir nokkrum ár-
um breyttust aðstæður þeirra
hjónanna, Deddu og Guðmundar
Marinóssonar, og þau fluttu búferl-
um og settust að í Garðabæ.
Leiðir okkar Deddu lágu saman
þegar við fórum að vinna hjá Pósti og
síma á Ísafirði. Þar var þá stór vinnu-
staður og margt starfsfólk. Við byrj-
uðum að svara á miðstöð, sem var
handvirki bæjarsíminn, síðan var svo
langlínuafgreiðslan, eitthvað þurfti
að læra á ritsímanum að ógleymdri
loftskeytastöðinni og svo var það
brunaútkallið sem á þessum tíma var
hluti af þessu öllu saman. Sennilega
trúir því enginn núna en martraðir
okkar sem vorum að byrja á síman-
um um þetta leyti, voru þegar allir
bæjarbúar hringdu á sama tíma á
sunnudagskvöldum til að panta miða
í bíó! Oft höfum við skemmt okkur
við að rifja upp þessa tíma, þvílíkt líf
og fjör.
Fyrirtækið tók ýmsum breyting-
um, tækninni fleygði fram og flest
þessara starfa lifa nú einungis í
minningunni. Dedda var forkur til
vinnu, handfljót og snögg við af-
greiðslu og frábær vinnufélagi. Hún
valdist fljótt til starfa fyrir Ísafjarð-
ardeild Félags íslenzkra símamanna
og barðist ötullega fyrir þeim málum
er þar voru efst á baugi hverju sinni.
Dedda gjörþekkti lög og reglur um
kjör, réttindi og skyldur símamanna
og var ákaflega gott að leita til henn-
ar um leiðbeiningar og ráð. Hún tal-
aði tæpitungulaust og maður gat allt-
af treyst orðum hennar og því að fá
hreinskilin svör.
Á kveðjustundu þakka fyrrum
vinnufélagar fyrir vestan vináttu og
samstarf, um leið og Guðmundi,
dætrum þeirra og fjölskyldum eru
sendar hlýjar samúðarkveðjur.
En hún Dedda kom víðar við en í
félagsmálum símamanna. Hún hefur
í mörg ár starfað með kvenfélaginu
Hlíf, starfaði með skátunum, spilaði
handbolta og fleira mæti telja. Þá tók
hún að sér að vera í fjáröflunarnefnd
fyrir Ísafjarðarkirkju er ný kirkja
var byggð og þar sem annars staðar
tók hún kröftuglega á og stóð vel að
verki. Dedda kemur úr stórri og sam-
heldinni fjölskyldu, fjölskyldunni frá
Hlíðarenda á Ísafirði og veit ég að oft
var fyrir tilstilli Deddu komið saman
til að gera sér glaðan dag. Ömmust-
rákarnir hennar voru mikið fyrir
vestan hjá ömmu og afa, fyrst Ingi-
bjargar drengir síðan Guðrúnar syn-
ir.
Eftir að þau Dedda og Guðmundur
fluttu í Garðabæinn hagaði svo til að
heimili þeirra er skammt frá þeim
stað er Guðrún og hennar fjölskylda
búa og hafði Dedda oft á orði hve það
væri henni mikils virði að hitta
drengina daglega.
Við leiðarlok kveð ég með söknuði
og þakka vinkonu minni vináttu,
samstarf og stuðning á langri leið og
bið góðan Guð að blessa minningu
hennar.
Við Snorri vottum Guðmundi,
dætrunum, tengdasonum, ömmu-
drengjunum öllum, systkinum og
öðrum ástvinum einlæga samúð og
biðjum þeim styrks.
Auður H. Hagalín.