Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Nýt t í b íó Óþekkustu börn í heimi hafa fengið nýja barnfóstru sem er ekki öll þar sem hún er séð. TÖFRANDI ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA YFIRVOFANDI HÆTTA OG SAMSÆRI LÍF OKKAR ER Í HÖNDUM TVEGGJA EINSTAKLINGA e e e e L.I.B. - topp5.is G.E. NFS eeeee V.J.V. / TOPP5.is eeee „…listaverk, sannkölluð perla“ DÖJ – kvikmyndir.com eeee HJ MBL eeee „Stjörnuleikur Hoffman er burðarás magnaðs byrjendaverks um sannsögulega siðferðislega togstreitu rithöfundar“ G.E. NFS Blaðið STEVE MARTIN BEYONCÉ KNOWLES ... og heimsins frægasta rannsóknarlögregla gerir allt til þess að klúðra málinu… Bleiki demanturinn er horfinn... KEVIN KLINE JEAN RENO e e e M.M.J. Kvikmyndir.com eee Ó.H.T Rás 2 eee VJV Topp5.is eee DÖJ – kvikmyndir.com F U N BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI PHILIP SEYMOR HOFFMAN Stórkostleg verðlaunamynd Byggð á sönnum atburðum BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI RACHEL WEISZ síðustu sýningar THE PINK PANTHER kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 CONSTANT GARDENER kl. 8 og 10.45 B.I. 16 ÁRA NANNY MCPHEE kl. 3.40 og 5.50 UNDERWORLD síð. sýn kl. 8 B.I. 16 ÁRA ZATHURA M / ÍSL TALI kl. 3.40 og 5.50 B.I. 10 ÁRA ZATHURA M /ENSKU TALI síð. sýn. kl. 5.50 B.I. 10 ÁRA WALK THE LINE kl. 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA WALK THE LINE LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.40 og 10.20 síð. sýn THE PINK PANTHER kl. 6, 8 og 10 THE CONSTANT GARDENER kl. 10.25 B.I. 16 ÁRA NANNY McPHEE kl. 6 BROKEBACK MOUNTAIN kl. 8 B.I. 12 ÁRA Vinsælasta myndin á Íslandi í dag RALPH FIENNES RACHEL WEISZ e e e S.K. DV e e e Ó.H.T Rás 2 R ichard Julian og Norah Jones eru í hópi tónlistarmanna í Bandaríkj- unum (með höfuðstöðvar í New York) sem hefur með frábærum árangri tekist að koma blöndu kántrí-, djass og þjóðlagatónlistar til eyrna al- mennings um allan heim en þessi tegund tón- listar hafði um langt skeið átt erfitt uppdráttar á vestrænum vinsældarlistum. Í vikunni kom svo út önnur plata sem Richard Julian kom þó- nokkuð að og kallast The Little Willies. Það er samnefnd hljómsveit sem sendir hana frá sér en auk Julians eru þar innanborðs Norah Jon- es, Dan Rieser og Lee Alexander en þeir tveir síðastnefndu hafa unnið og samið fyrir Noruh Jones síðan 1999. „Þetta er mjög afslappaður hópur tónlistar- manna sem kom saman fyrir nokkrum árum í New York til að spila kántrítónlist,“ segir Rich- ard Julian og útskýrir hljómsveitarskipanina. „Að einhverju leyti gerðum við þetta til að fá smá andrúm frá okkar daglegu verkum en svo fórum við að fá fleiri og fleiri tilboð um að spila og sveitinni óx fiskur um hrygg svo að á end- anum ákváðum við að stökkva inn í hljóðver og hljóðrita þau lög sem við höfðum verið að spila.“ Delaware vs. New York Hvernig kemur kántrítónlistin þér fyrir sjónir þessi misserin? „Vinsældar-kántrí hefur að ýmsu leyti fjar- lægst hið hefðbundna kántrí. Það hljómar meira eins og popptónlist í mínum eyrum en það eru ennþá þónokkrir tónlistarmenn sem halda uppi heiðri hinnar hefðbundnu kántrí- tónlistar hér í Bandaríkjunum og gera það af- burðavel. Ég myndi samt ekki segja að The Little Willies væru af því sauðahúsi. Við erum svolítið sérstök að því leyti að við erum ekki að spila kántrítónlist vegna þess að við finnum okkur sérstaklega í þjóðlagatónlist eða hefð- bundinni kántrítónlist – okkur líkar einfaldlega við melódíurnar og þar er kjarna The Little Willies að finna, í melódíunni.“ Hvað segirðu um að kántrítónlistin sé að ná sömu hæðum og í upphafi sjöunda áratugarins þegar hún varð mjög vinsæl á landsvísu? „Ég held að ekkert komist í líkingu við sjö- unda áratuginn en hvað varðar kántrítónlist- armenn í dag og hvernig þeir styðja hvern ann- an og hljóðrita lög hver eftir annan, þá held ég að við höfum búið til kreðsu sem á margt sam- eiginlegt með sjöunda áratugnum.“ Hefur þessi kreðsa breyst á einhvern hátt eftir að Norah Jones skaust upp á stjörnuhim- ininn? „Ég held að það hafi ekki breyst svo mikið. Sumir hlutir eins og staðirnir sem við spiluðum á, færðu sig í stærri húsnæði en hlutirnir ganga meira eða minna fyrir sig á sama hátt og áður. Aðalbreytingin er kannski að nú eru fleiri gest- ir á tónleikum okkar – túristar væntanlega.“ Þú kemur frá Delaware-fylki á norð- austurströnd Bandaríkjanna. Hvernig var að alast upp þar? „Delaware er satt að segja ekki mjög hvetj- andi þegar það kemur að listum og menningu. Fylkið er frægt fyrir að þar eru mörg stórfyr- irtæki með höfuðstöðvar sínar, meðal annars kreditkorta-fyrirtækja og efnaverksmiðjur. Íbúar fylkisins eru því meira eða minna með hugann við þess konar atvinnustarfsemi. Ólíkt New York sem hefur líka upp á að bjóða gríð- arstóran suðupott ólíkra menninga og lista sem henta bóhemum eins og mér mun betur.“ Ég las einhvers staðar að þú hefðir lært klassíska tónlist, er það rétt? „Ég hef verið spurður að þessu áður en þetta er því miður á misskilningi byggt. Ég þarf að segja fólkinu hjá plötufyrirtækinu breyta þessu í æviágripinu mínu því að þetta er orðið svolítið neyðarlegt. Sannleikurinn er sá að ég byrjaði að læra hjá klassískum píanókennara þegar ég var sex eða sjö ára en ég er langt frá því að vera klassískt lærður píanóleikari.“ Þjakað ástarsamband En er það rétt að þú spilaðir undir hjá kok- teilsöngvurum í Las Vegas þegar þú varst átján ára gamall? „Það er rétt. Þetta er ekki eitthvað sem ég segi fólki frá að fyrra bragði en það er rétt.“ Hvernig kom það til? „Ég fór til Las Vegas út af því að pabbi þekkti trommara sem spilaði í einu spilavítanna og hann gat útvegað mér vinnu við að spila. Ég gerði mér samt fljótt grein fyrir því að þetta var ekki rétti staðurinn til að kynna mína eigin tónlist þannig að það má segja að þetta hafi verið svona lítill útúrdúr á mínum ferli.“ Var það kántrítónlist sem þú varst að semja á þessum tíma? „Nei, mín frumsamda tónlist er eiginlega ekki kántrítónlist. Slow New York er til dæmis ekki kántrí.“ En hún hefur þennan þjóðlagabrag á sér, ekki satt? „Jú, mikið rétt. Ég ólst upp á því að hlusta á tónlistarmenn eins og Paul Simon, Bob Dylan og seinna fór ég að grúska meira í brasilískri tónlist. En kántríáhrifin mín eru líklega komin frá móður minni sem hélt mikið upp á þess lags tónlist.“ Tölum þá aðeins um Slow New York. Er platan óður til borgarinnar sjálfrar? „Uuuh, í raun og veru er platan um þjakað ástarsamband en það vill svo til það á sér stað í New York.“ Er sagan af þessu ástarsambandi byggð á persónulegri reynslu? „Já og nei. Ég hef lent í nokkrum slæmum ástarsamböndum. Ég lít samt ekki á að platan fjalli um ástarsorg. Frekar að hún hugleiði þetta ástand. Það má vel vera að textarnir séu á köflum þunglyndislegir en ég el samt ekki á því, ef þú skilur hvað ég á við. Ég lifi ágætu lífi í dag og tel mig vera frekar hamingjusaman. Ég gæti svo sem samið um það en stundum gerist það bara ósjálfrátt þegar maður byrjar að semja lag að þær varnir sem maður heldur uppi dagsdaglega, falla og þá er maður móttækilegri fyrir dekkri hliðum tilverunnar. Ég hugsa að ég reyni að snúa því við á næstu plötu.“ Hin hæga New York Tónlist | Áhugaverður hópur tónlistarmanna ryður sér til rúms í Bandaríkjunum Í síðasta mánuði kom út platan Slow New York með banda- ríska tónlistarmanninum Rich- ard Julian. Nafnið hringir ef til vill ekki bjöllum hjá mörgum tónlistarunnendum en fleiri ættu þó að kannast við nafnið Norah Jones sem Julian hefur unnið með um nokkurt skeið. Höskuldur Ólafsson ræddi við Julian um kokteila, kántrí og forboðnar ástir. Richard Julian ólst upp í Delaware en lék um tíma undir hjá kokkteilsöngvurum í Las Vegas. ’Okkur líkar einfaldlega viðmelódíurnar og þar er kjarna The Little Willies að finna, í melódíunni.‘ hoskuldur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.