Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 24. mars kl. 20 25. mars kl. 19 25. mars kl. 22 26. mars kl. 20 30. mars kl. 20 31. mars kl. 19 1. apríl kl. 19 1. apríl kl. 22 2. apríl kl. 20 Fös. Lau. Lau. Sun. Fim. Fös. Lau. Lau. Sun. 6. apríl kl. 20 7. apríl kl. 19 8. apríl kl. 19 8. apríl kl. 22 9. apríl kl. 20 12. apríl kl. 19 13. apríl kl. 19 15. apríl kl. 19 15. apríl kl. 22 Fim. Fös. Lau. Lau. Sun. Mið. Fim. Lau. Lau. GEISLADISKURINN FYLGIR MEÐ MIÐUM SEM KEYPTIR ERU Í FORSÖLU!* *Gildir þegar keyptir eru tveir eða fleiri miðar og á við um fyrstu 1000 miðana sem seldir eru. FRÁBÆRT FORSÖLUTILBOÐ! Kemur í ver slanir 15. m ars! í l i . ! Fljót, fljót, skrifaðu 1 stk. álver. Samkvæmt eldinga-mælikerfi Veður-stofu Íslands var eldingin sem sló niður í flugvél Icelandair við flug- tak á Keflavíkurflugvelli kl. 17.43 sl. mánudag óvenju öflug. Að sögn Þórðar Arasonar, jarðeðl- isfræðings á Veðurstof- unni, mælist hámarks- straumstyrkur eldinga hérlendis oftast í kringum 50 þúsund amper eða 50 kílóamper, en eldingin á mánudag mældist, með fyrirvara um nákvæmni, í kringum 300 kílóamper. Afar sjaldgæft mun vera að flugvélar verði fyrir eldingu hér við land. Samkvæmt upplýsingum frá Þorkeli Ágústssyni, forstöðu- manni rannsóknarnefndar flug- slysa (RNF), hefur á sl. fimm ár- um aðeins verið tilkynnt um þrjú tilfelli þar sem flugvél varð fyrir eldingu hérlendis, auk tilviksins sl. mánudag. Þannig varð Fokker-vél fyrir eldingu norður af Reykjavík í júlí 2003, síðar í sama mánuði varð Dornier-vél fyrir eldingu og í marsbyrjun 2004 varð Fokker-vél fyrir eldingu í flugtaki við Reykja- víkurflugvöll. Algengast að eldingu ljósti niður í nef flugvélar Eldingar sem slá til jarðar eru ýmist pólaðar jákvætt eða nei- kvætt eftir því hvort hleðslan í skýinu er plús- eða mínushleðsla miðað við jörð. Eldingin sem laust niður í flugvél Icelandair sl. mánu- dag var jákvætt póluð, en að sögn Þórðar eru slíkar eldingar yfirleitt miklu öflugri en neikvætt pólaðar eldingar. Bendir hann á að nokkur munur virðist vera á hleðslum eld- inga eftir árstíðum sem og veður- fari. Þannig séu eldingar á veturna hérlendis yfirleitt jákvætt pólaðar en eldingar á sumrin sem og í heit- ari löndum heims neikvætt pólað- ar. Jákvætt pólaðar eldingar eru oftast einar á ferð en þær neikvætt póluðu, sem eru þá ekki eins kraft- miklar, koma margar saman. Þórður segir nokkuð algengt að flugvélar verði fyrir eldingum, en oft geti þær hreinlega komið eld- ingunni af stað. Flugvélar eru málmhlutur sem leitt geta raf- magn. Þegar þær koma inn á skýjasvæði þar sem fyrir ríkir mjög há spenna og alveg að fara að slá niður eldingu virðist vélin virka eins og kornið sem fyllir mælinn og framkalla eldinguna. Að sögn Ragnars Guðmunds- sonar, flugvélaverkfræðings í verkfræðideild Icelandair, eru flugvélar gerðar til þess að þola vel eldingar. Segir hann algengast að eldingum ljósti niður ýmist á nefi vélar og fari út um stél, en einnig geti elding farið í stélið eða skrokk vélar. Bendir hann á að sérstakur eldingavari sjái um að leiða eldinguna eftir vélinni og út úr henni aftur á ákveðnum stöð- um. Allar vélar sem verða fyrir eldingu fara í gegnum staðlað ör- yggiseftirlit þar sem þær eru yf- irfarnar og leitað eftir skemmd- um. Vélin sem varð fyrir eldingu sl. mánudag varð fyrir óvenju- miklum skemmdum og þurfti t.d. að skipta um bæði álklumpa í stél- inu sem sáu um að leiða eldinguna út úr vélinni sem og hlífinni fremst á vélinni sem ætlað er að kljúfa vindinn, en hún splundraðist, auk þess sem skipta þurfti um veður- radar, en viðgerð var lokið í gær- morgun. Segir Ragnar sjaldgæft að svo miklar skemmdir verði, því yfirleitt verða aðeins smá- skemmdir á þeim stöðum þar sem eldingin fer inn og út, þ.e. eldingin skilur eftir sig lítinn punkt í skrokki vélarinnar. Enginn kannast við að elding hafi grandað flugvél Allir viðmælendur blaðamanns voru sammála um það að þó nokk- uð algengt væri að flugvélar yrðu fyrir eldingu á flugi. Hins vegar kannaðist enginn við að elding hefði beinlínis grandað flugvél. Voru menn sammála um að þótt flugvél yrði fyrir eldingu með til- heyrandi skemmdum væri flug- hæfni hennar ekki stofnað í hættu með neinum hætti, m.a. þar sem öll raftæki um borð væru þannig jarðtengd að elding ætti ekki að hafa nein áhrif á þau. Hins vegar væri vissulega æskilegt að lenda vélinni sem fyrst og athuga með skemmdir. Haft var eftir Hilmari B. Bald- urssyni, flugrekstrarstjóra hjá Icelandair, í Morgunblaðinu í gær að eldingu ljósti niður í vélar fé- lagsins að meðaltali einu sinni á ári. Að sögn Ragnars verða vélar félagsins þó sjaldnast fyrir elding- um hér við land, mun algengara sé að vélarnar verði fyrir eldingum á flugi erlendis þar sem þrumuveð- ur eru tíðari en hérlendis. Nefnir hann að meirihluti véla félagsins verði fyrir eldingu við annars veg- ar Minneapolis í Bandaríkjunum og hins vegar við Osló í Noregi. Samkvæmt upplýsingum blaða- manns er algengast að flugvélar verði fyrir eldingu annaðhvort í flugtaki eða lendingu, því um leið og vélar eru komnar upp í 35 þús- und feta hæð séu þær farnar að fljúga yfir veðrahvolfinu og því ekki í hættu á að verða fyrir eld- ingu. Þess má geta að veðrahvolfið endar í um 8–10 km hæð, sem sam- svarar um 30 þúsund fetum. Fréttaskýring | Flugvélar í þrumuveðri Engin ástæða til að óttast Eldingin sem sló niður í flugvel Icelandair var óvenjuöflug, mældist 300 kílóamper Skipta varð um nef á flugvél Icelandair sem varð fyrir eldingu sl.. mánudag. Flugvélar vel búnar undir það að verða fyrir eldingu  Það kemur fyrir að flugvélar verði fyrir eldingu og í þeim til- fellum eru vélarnar það vel bún- ar undir slíkt að flughæfni þeirra er ekki stefnt í voða. Niðurstöður rannsóknarslysanefndar flug- slysa í Bandaríkjunum sýna að af þeim flugslysum sem urðu á ára- bilinu 1993–2004 mátti rekja 2,4% þeirra til þrumuveðurs. Ekki er hægt rekja neitt slysanna beint til þess að vélar hefðu orðið fyrir eldingu. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.