Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 27 UMRÆÐAN „ÞAÐ er ekki hægt að bjarga landsbyggðinni með því að byggja álver í hverju byggðarlagi. Það verð- ur að byggja á fólkinu og framtaki þess,“ sagði Guðmundur Beck bóndi á Kollaleiru í fróðlegu innslagi í Kastljósi hinn 28. febrúar. Þar var fjallað um uppbyggingu álvers í Reyðarfirði og áhrif þess á samfélagið. Guð- mundur hélt því fram að álversframkvæmd- irnar hefðu lagt sam- félagið sem var þarna fyrir í rúst. „Það fær enginn að fara lengur á sjóinn. Það er búið að loka bæði frystihúsinu og fiskimjölsverk- smiðjunni,“ sagði hann og bætti svo við að þetta væri orðið eins- fyrirtækis-samfélag þar sem einn forstjóri ræður hvað lifir og hvað deyr. Þetta eru þung orð manns sem ann sínu byggðarlagi heitt og telur að búið sé að eyðileggja það. Orð Guðmundar um að byggða- stefna verði að byggjast á framtaki fólksins hefur leitað á hug minn. Þetta fræga framtak sem er lofað og prísað á tyllidögum og stundum kall- að einstaklingsframtak. Ég sé ekki betur en að íslenskir ráðamenn fyr- irlíti framtak fólksins. Hin pólitíska atvinnustefna ríkisstjórnarinnar gengur út á gríðarleg inngrip stjórn- valda í atvinnulífið. Hún er í raun yf- irlýsing um að framtakssemi ein- staklinganna, hugvit, verkvit, þekking og reynsla hafi ekkert að segja. Hún felur líka í sér mikla vantrú á hreyfiafli hins frjálsa mark- aðar. Í grein sem Hörður Arnarsson, forstjóri hátæknifyrirtækisins Mar- els hf., skrifaði í Morgunblaðið ný- verið bendir hann á að Landsvirkjun nýtur tekjuskattsfrelsis og ríkis- ábyrgða og Fjarðaál er ýmist undan- skilið eða fær verulegan afslátt af gjöldum og sköttum. Íslensk há- tækni- og þjónustufyrirtæki njóta ekki þessarar forgjafar. Samkeppn- isaðstaðan er því afar ójöfn. Hörður segir að starfsmenn fyrirtækja í út- flutnings- og samkeppnisiðnaði hafi fyrir vikið orðið fyrir mikilli kjara- skerðingu. Hluthafar hafi tapað fé og komið hafi til gjaldþrota fyr- irtækja vegna langvarandi erfiðra rekstrarskilyrða. Í sama streng tek- ur Ágúst Guðmundsson, stjórn- arformaður Bakkavarar. „Við Ís- lendingar,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið í byrjun febrúar, „er- um að eyða hundruðum milljarða í fjárfestingar sem er fyrirsjáanlegt að muni skila lítilli arðsemi“. Það fer ekkert á milli mála að þeim Ágústi og Herði er mikið niðri fyrir. Þeir telja að upp sé runnin ögurstund í íslensku samfélagi. Ég sé ekki betur en að þeir séu algerlega sammála Guðmundi á Kollaleiru: Stóriðjustefna ríkis- stjórnarinnar er að leggja framtak fólksins í rúst: Framtak sem kallast íslensk útflutn- ingsfyrirtæki. Kannski er ein- hverjum huggun í því að ráðherrarnir Geir Haarde og Halldór Ásgrímsson hafa sagt opinberlega að við þurfum eng- ar áhyggjur að hafa. Það geti ósköp vel farið saman að byggja upp stór- iðju og reka á sama tíma öflug ís- lensk fyrirtæki í sjávarútvegi, há- tækni og ferðaþjónustu. Ágúst og Hörður telja það óhugsandi og segja að samkeppnisaðstaða útflutnings- fyrirtækjanna gagnvart niður- greiddri stóriðjunni sé vonlaus. Hverjum á maður nú að trúa? Ég get ekki að því gert að ég trúi frekar fólki sem hefur nýtt sér þekkingu sína, reynslu, hugmyndaflug og áræði til að byggja upp einhver öfl- ugustu útflutningsfyrirtæki Íslands- sögunnar, ég trúi þeim frekar en ráðherrum sem á unga aldri gengu beint inn sinn flokk og hafa aldrei tekið neina áhættu og aldrei komið nálægt atvinnurekstri eða yfirleitt látið sér detta nokkuð frumlegt í hug. Mér er raunar fyrirmunað að skilja að ráðherrarnir skuli komast upp með að láta varnaðarorð for- svarsmanna Marels og Bakkavarar sem vind um eyru þjóta. Það hafa jú margir fleiri varað við stórfelldri uppbyggingu álbræðslu á Íslandi. Hagfræðingarnir Sigurður Jóhann- esson og Þorsteinn Sigurlaugsson hafa gert það margoft, við litlar vin- sældir. Ragnar Árnason prófessor í hagfræði við HÍ sagði í Viðskipta- blaðinu í haust að hagnaður þjóð- arinnar af álbræðslunni væri lítill sem enginn. Af hverju kipptist eng- inn við? Ráðherrarnir hafa hingað til haft mikið álit á skýrslum og álits- gerðum Ragnars Árnasonar og hampað þeim opinberlega þegar mikið liggur við. Allt í einu hentar það ekki lengur. Samt komust hag- fræðingar og fjármálasérfræðingar, sem skrifuðu skýrslu um álvæð- inguna á Íslandi fyrir greining- ardeild KB banka í haust, að svipaðri niðurstöðu og Ragnar. Heildararður þjóðarinnar af ábræðslunni er sára- lítill miðað við aðrar útflutnings- greinar: Þjóðararðurinn af einu tonni af bræddu áli er 28 þúsund krónur (þá er ekki dreginn frá mikill umhverfiskostnaður), arðurinn af einum erlendum ferðamanni er að meðaltali 90 þúsund krónur og þjóð- in fær í sinn hlut rúmlega 300 þús- und krónur af einu tonni af þorski; ellefu sinnum meira en fyrir eitt tonn af áli. Segja þessar tölur ekki eitthvað? Íslensk hátæknifyrirtæki eru þegar byrjuð að flytja úr landi! Af hverju er heildardæmið aldrei rætt? Af hverju ráða stundarhags- munir og heimtufrekir héraðs- pólitíkusar ferðinni á Íslandi? Hvað eru íslenskir stjórnmálamenn að pæla? Hvað eru Íslendingar að pæla? Hvar er sjálfstæðisfólkið sem hefur alltaf gagnrýnt forræð- ishyggju og inngrip ríkisvaldsins í atvinnulífið? Hvar er samfylking- arfólkið sem veit ósköp vel að stór- iðjustefnan er að drepa niður fram- tak fólksins? – Er ekki kominn tími til að þið látið flokkshagsmuni víkja fyrir þjóðarhagsmunum? Rísið upp úr lágkúrunni og látið í ykkur heyra! Framtak fólksins: Ákall Ósk Vilhjálmsdóttir fjallar um atvinnumál, álver og byggðastefnu ’Íslensk hátæknifyr-irtæki eru þegar byrjuð að flytja úr landi! Af hverju er heildardæmið aldrei rætt? Af hverju ráða stundarhagsmunir og heimtufrekir héraðs- pólitíkusar ferðinni á Ís- landi?‘ Ósk Vilhjálmsdóttir Höfundur er myndlistarmaður og leiðsögumaður. Í GREIN í Morgunblaðinu sl. sunnudag segir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður að ég hafi horft framhjá lækkun eign- arskatts í nýlegum skrifum mín- um um þróun skattbyrðar al- mennings. Guðlaugur gefur í skyn að þarna sé að finna hnökra í upp- lýsingum mínum og niðurstöðum. Þetta er rangt hjá þingmann- inum. Í tölum mínum um skatt- byrði fólks í ólíkum tekjuhópum var miðað við heildarskatt- greiðslur sem hlutfall af heildar- tekjum. Heildarskattgreiðslurnar náðu bæði til tekjuskatta og eign- arskatta. Það er rétt hjá þingmanninum að eignarskattar hafa lækkað á tímabilinu sem um ræðir. Lækk- un þeirra vegur hins vegar lítið í samanburði við hækkun skatta vegna rýrnunar skattleysismarka svo hún hverfur í skuggann. Ég hef orðað þetta þannig að stjórnvöld hafi lækkað skatta með annarri hendi en hækkað þá með hinni. Hækkunin var mun hærri en lækkunin. Þess vegna jókst nettó skattbyrði alls þorra al- mennings, mest hjá lágtekjufólki. Ef þingmaðurinn hefði lesið skrif mín vandlega hefði hann séð hvernig þetta var í pottinn búið og sloppið við að fara með ofan- greinda rangfærslu í Morgun- blaðið. Stefán Ólafsson Misskilningur alþingismanns Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. MORGUNBLAÐIÐ birtir laug- ardaginn 25. febrúar síðastliðinn, í tíunda ef ekki tuttugasta sinn, enn eitt tilbrigðið af grein Jakobs Björnssonar, fyrrver- andi orkumálastjóra, um að álbræðslur á Ís- landi séu sérstakt lán fyrir lofthjúp jarð- arinnar. Röksemda- færsla Jakobs byggist sem fyrr á tveimur kenningum. Í fyrsta lagi að það ál sem brætt sé á Íslandi nýt- ist í framleiðslu á elds- neytisknúnum far- artækjum og komi þar í stað þyngri málma. Þetta geri farartækin léttari en þau væru ella og sparneyt- nari á eldsneyti og því mengi þau minna. Í öðru lagi að álframleiðsla á Íslandi komi í stað samsvarandi framleiðslu annars staðar á hnett- inum og vegna þess að annars staðar gangi álver fyrir rafmagni frá olíu-, gas- og kolaknúnum raforkuverum þá minnki brennsla þessara jarðefna þegar framleiðslan flytjist til Íslands þar sem notað er rafmagn frá vatns- afls- og jarðhitaorkuverum. Síðan setur Jakob magntölur inn í þessa hugsmíð sína og reiknar út glæsilegt framlag Íslands til baráttunnar gegn gróðurhúsaáhrifum. Röksemdafærslur Jakobs eru erkidæmi um sérviskukenningar og auðvitað bara skemmtilegar þangað til stjórnmálamenn fara að nota þær í áróðursskyni. Við fyrstu sýn eru þær sannfærandi af því að þær fela í sér viðurkenndar staðreyndir en reynast við nánari athugun byggjast á óréttmætum forsendum og röng- um ályktunum. Skoðum fyrst þá kenningu Jakobs að álframleiðsla geri vélknúin far- artæki léttari og því neyslugrennri og minna mengandi. Allt trúlega laukrétt þótt auðvitað megi segja að tilvist álsins kunni að hafi seinkað þróun annarra léttefna á borð við þau sem notuð eru í m.a. nýju Air- bus-þoturnar. Jakob dregur af þessu þá ályktun að væri ál ekki framleitt myndu þyngri efni vera notuð í þess stað. Þarna byrjar Jak- ob að fara út af sporinu í ályktunum því jafnvel þótt við gefum okkur að ál hafi leyst þyngri efni af hólmi í flugvélum, bílum og járnbraut- arvögnum, þá er ekki þar með sagt að alls staðar þar sem ál er að finna núna væri járn komið í þess stað ef álsins nyti ekki við. Það vill til að með áli og öðrum léttefnum hefur verið þróuð ýmis tækni í vélknúnum farartækjum þar sem ekki yrði not- ast við járn. Nægir þar að nefna mestan hluta allra flugvéla. Því er merkingarlaust að gefa sér að þotu- vængur eða skrokkur júmbó-þotu væri gerður úr járni eingöngu og reikna út eldsneytisnotkun slíkrar skepnu til saman- burðar við eldsneyt- iseyðslu nútímaflug- véla. Almennt gefur auga- leið að einhver ímynd- aður farartækjafloti mannkyns án léttefna á borð við ál væri ekki nema brot af því sem flotinn í rauninni varð með nýrri tækni. Þar af leiðir að heildarnotkun slíks hugarburðar úr forneskju sem Jakob notar til samanburðar við raunveruleikann yrði minni en farartækja dagsins í dag og heildar- brennsla eldsneytis sömuleiðis. Til- vist áls í smíði vélknúinna farar- tækja hefur því valdið aukningu í heildarnotkun þeirra og heildarelds- neytisbrennslu þótt vissulega séu nútímafarartæki sparneytnari hvert um sig en fyrirrennarar þeirra voru. Ál á af þessum sökum gildan þátt í aukinni losun gróðurhúsaloftteg- unda í andrúmsloftinu. Því er frá- leitt að líta á framleiðslu þess yf- irleitt – hvað þá framleiðslu þess á Íslandi sérstaklega – sem happ fyrir lofthjúp jarðar eins og Jakob heldur fram. Síðari kenning Jakobs byggist líka á vanhugsuðum forsendum og röngum ályktunum. Á sama hátt og hann gerir ráð fyrir að ál í far- artækjum hafi ekki breytt heild- arnotkun þeirra þá gerir hann ráð fyrir að álframleiðsla á Íslandi breyti ekki heildarframleiðslu áls og rafmagns á jörðinni og því hljóti að draga samsvarandi úr hvoru tveggja annars staðar á jörðinni þegar brætt sé ál á Íslandi. En þarna er um hrapallega einföldun að ræða. Inn í þetta dæmi vantar algerlega að gera grein fyrir því með hvaða hætti ál- bræðsla á Íslandi myndi hugsanlega draga úr framleiðslu eða fram- leiðsluaukningu á áli annars staðar. Slíkt myndi fyrst og fremst gerast vegna verðbreytinga í kjölfar aukins framboðs. Við aukið framboð lækkar verð á áli, að öðru jöfnu. Alls ekki er þó gefið að nákvæmlega þau álver sem nota rafmagn frá gas-, olíu- eða kolakyntum raforkuverum myndu leggja upp laupana við þær að- stæður uns nýtt jafnvægi næðist, hvað þá að raforkan til þeirra fyndi sér ekki nýja notendur ef svo færi. Á hinn bóginn leiðir verðlækkun á áli til verðlækkunar á m.a. bílum og flugvélum og til aukinnar notkunar þeirra og þar af leiðandi til aukinnar brennslu á eldsneyti í lofthjúpi jarð- ar með samsvarandi auknum gróð- urhúsaáhrifum. Jakob verður að sætta sig við þá staðreynd að sú atburðarás sem ál- bræðsla á Íslandi hrindir af stað er ekki einföld röð orsaka og afleiðinga heldur einkennist hún af gagnvirkni þeirra áhrifavalda sem eru að verki. Þannig er nú veruleikinn og þannig er ekki síst hinn hnattræni veruleiki efnahagslífsins og Jakob ætti að gera sér það ómak að taka lítillega tillit til hans næst þegar hann íhugar að fá Morgunblaðið til að birta greinina sína enn á ný. Villukenningar um vistvæn álver Gunnlaugur Sigurðsson svarar grein Jakobs Björnssonar um álbræðslur á Íslandi ’Röksemdafærslur Jak-obs eru erkidæmi um sérviskukenningar og auðvitað bara skemmti- legar þangað til stjórn- málamenn fara að nota þær í áróðursskyni.‘ Gunnlaugur Sigurðsson Höfundur er lektor við Kennaraháskóla Íslands. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is EFTIR að Gallup birti tölur um áhorf sjónvarpsstöðva í janúar s.l. hefur brotist út lítið auglýs- ingastríð milli Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2. Báðar stöðvarnar hafa birt heilsíðuauglýsingar í dagblöðum þar sem því er hampað hversu gott áhorf sé á þá íslensku dagskrárþætti sem stöðvarnar sýna. Könnunin sýnir skýrt og greinilega að íslenskir sjónvarps- áhorfendur vilja sjá íslenskt efni á skjánum – dagskráin sem kemst á toppinn í þessari könnun er ís- lensk. Hjá Stöð 2 kemst erlent efni í sjöunda sæti og hjá RÚV í tíunda. Ráðamenn beggja stöðv- anna sjá ástæðu til þess að kosta töluverðu auglýsingafé til að benda á hversu vel þær standa sig í samkeppninni um áhorfendur. Og tilgangur auglýsinganna er sá að sannfæra auglýsendur um að þeir eigi að auglýsa hjá RÚV eða Stöð 2. En hér kemur skondin stað- reynd til sögunnar – hvorug stöðin leggur áherslu á að sýna íslenskt sjónvarpsefni. Eftir að dagskrá þeirra hefur verið greind í frum- þætti þá blasir það við að mjög lít- ill hluti hennar sem er íslenskur. Hjá RÚV er íslensk dagskrárgerð að meðaltali 7–8% og hjá Stöð 2 um 4% þegar best lætur. Sé frétt- um bætt við þá nær hlutfallið um 15% hjá RÚV en um 17% hjá Stöð 2. Það er einhver hugsanavilla í gangi hjá stjórnendum sjónvarps- stöðvanna. Ef kannanir sýna að viðskiptavinir þeirra vilja sjá ís- lenska dagskrá þá getur það varla verið rökrétt að yfir 80% dag- skrárinnar séu ekki íslensk. Þetta líkist því að kaupmaður fylli hillur verslunar sinnar með vörum sem fáir vilja kaupa en eigi hinsvegar lítið til af þeim vöruflokkum sem viðskiptavinirnir vilja helst kaupa. Og ef hann tekur síðan uppá því að birta stórar auglýsingar um ágæti vörunnar sem hann á lítið sem ekkert af – ja, þá væri hann a.m.k. talinn lélegur kaupmaður. HJÁLMTÝR HEIÐDAL kvikmyndagerðarmaður, Laufásvegi 54, Reykjavík. Auglýsingastríð RÚV og Stöðvar 2 Frá Hjálmtý Heiðdal:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.