Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HALLDÓR Ásgrímsson forsætis-
ráðherra gerði formlega grein fyr-
ir breytingum á ríkisstjórninni í
upphafi þingfundar á Alþingi í
gær. Forseti Alþingis las síðan upp
bréf frá Árna Magnússyni þar sem
hann óskaði lausnar frá störfum
sínum sem alþingismaður frá og
með deginum í gær. Guðjón Ólafur
Jónsson lögmaður tók formlega
sæti hans á Alþingi, en þar sem
hann er við nám erlendis, kemur
Sæunn Stefánsdóttir, varaþing-
maður og aðstoðarmaður ráðherra,
inn á þing í hans stað næstu tvær
vikurnar. Eftir þann tíma er miðað
við að Fanný Gunnarsdóttir, sem
skipaði fimmta sætið á framboðs-
lista Framsóknarflokksins í
Reykjavíkurkjördæmi norður, taki
sæti á þingi, þar til Guðjón Ólafur
snýr aftur heim frá námi. Að sögn
Sæunnar er enn ekki ljóst hvenær
af því verður. Fanný hefur ekki áð-
ur tekið sæti á Alþingi og er að
sögn Sæunnar verið að ganga frá
kjörbréfi hennar.
Halldór notaði tækifærið í upp-
hafi þingfundar í gær og þakkaði
Árna fyrir störf hans í ríkisstjórn-
inni. „Hér á hinu háa Alþingi hefur
Árni verið farsæll þingmaður og
ráðherra og ég óska honum og
hans fjölskyldu velfarnaðar í fram-
tíðinni,“ sagði Halldór og greindi
síðan frá því að Jón Kristjánsson
hefði tekið við félagsmálaráðu-
neytinu af Árna og að Siv Frið-
leifsdóttir hefði tekið við heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytinu
af Jóni.
Sólveig Pétursdóttir, forseti
þingsins, þakkaði Árna samstarfið
og það sama gerði Margrét Frí-
mannsdóttir, þingflokksformaður
Samfylkingarinnar. „Við viljum
einnig bjóða Siv Friðleifsdóttur
velkomna í ríkisstjórnina og óskum
eftir góðu samstarfi við hana sem
heilbrigðisráðherra og óskum Jóni
Kristjánssyni einnig velfarnaðar í
nýju ráðuneyti.“
Gengið frá breytingum
í nefndum í dag
Ögmundur Jónasson, þingflokks-
formaður Vinstri grænna, sagði að
persónulega þætti sér eftirsjá af
Árna Magnússyni úr stjórnmálum.
Hann óskaði Árna alls góðs „og
öllum hrókeruðum hæstvirtum
ráðherrum og þingmönnum vel-
farnaðar í starfi“. Síðan sagði Ög-
mundur: „Ég neita því ekki að ég
varð hugsi þegar ég heyrði að fyrr-
verandi hæstvirtur félagsmálaráð-
herra yrði settur yfir fjárfestingar
á sviði endurnýjanlegra orkugjafa
eins og það mun hafa verið kallað
hjá einum af stærstu bönkum á Ís-
landi. Ég fæ ekki betur skilið en að
þetta sé annað heiti á raforkugeir-
anum og vek athygli á því að fyrir
Alþingi liggja frumvörp frá rík-
isstjórninni um að hlutafélagavæða
og einkavæða raforkufyrirtækin í
landinu. Þetta er þörf áminning til
þingsins um að fjármálaheimurinn
bíði spenntur eftir því að geta
fengið almannaeignir til ráðstöf-
unar, almannaeignir sem Fram-
sóknarflokkurinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn eru í þann mund að
færa þeim til ráðstöfunar. Þetta
eru hin pólitísku skilaboð.“
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra kom næst í pontu og
sagði að ræða Ögmundar hefði
verið „ótrúlega óviðeigandi“ eins
og hún orðaði það. „Það sem bíður
fráfarandi félagsmálaráðherra í Ís-
landsbanka varðar allt annað en
það sem háttvirtur þingmaður tal-
aði hér um í sinni ræðu.“ Hún
bætti því við að ræða Ögmundar
hefði verið honum til minnkunar.
Siv Friðleifsdóttir hefur sem
þingmaður setið í fjórum fasta-
nefndum þingsins; hún hefur verið
formaður félagsmálanefndar, vara-
formaður utanríkismálanefndar og
fulltrúi í heilbrigðis- og trygginga-
málanefnd og í efnahags- og við-
skiptanefnd. Magnús Stefánsson,
starfandi þingflokksformaður
Framsóknarflokksins, segir að
gengið verði frá því á þingflokks-
fundi í dag hver taki við þessum
verkum Sivjar.
Árni Magnússon fyrrverandi félagsmálaráðherra lét formlega af þingmennsku
Sæunn Stefánsdóttir tekur
sæti á þingi fyrst í stað
Fanný Gunnarsdóttir varaþingmaður
kemur til starfa eftir tvær vikur
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær
tillögu iðnaðarráðherra að skipa
nefnd ráðuneytisstjóra þeirra ráðu-
neyta sem tengjast því verkefni að
undirbúa útgáfu leitar- og vinnslu-
leyfa fyrir olíu á íslensku yfirráða-
svæði. Verður nefndin vettvangur
fyrir samstarf og samráð milli ráðu-
neyta um olíuleitarmál. Það var síð-
astliðið vor sem ríkisstjórnin ákvað
að ráðist yrði í þennan undirbúning.
Markmiðið er að hann verði það
langt kominn að næsta haust verði
hægt að leggja fram á Alþingi frum-
vörp til breytinga á þeim lögum er
tengjast verkefninu og vorið 2007
verði hægt að ákveða hvort hefji eigi
leyfisveitingaferli fyrir olíuleit og ol-
íuvinnslu á Jan Mayen-svæðinu,
samkvæmt upplýsingum frá iðnað-
arráðuneytinu.
Ljóst er að til þess að tryggja
framgang verkefnisins þarf sam-
vinnu margra ráðuneyta og stofnana
sem starfa á þeirra vegum. Þannig
snertir verkefnið, auk iðnaðarráðu-
neytis, verksvið dómsmálaráðuneyt-
is, félagsmálaráðuneytis, fjármála-
ráðuneytis, samgönguráðuneytis,
sjávarútvegsráðuneytis, umhverfis-
ráðuneytis og utanríkisráðuneytis.
Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórn-
ar í mars 2005 stýrir iðnaðarráðu-
neyti olíuleitarverkefninu og í sam-
ræmi við það er lagt til að ráðu-
neytisstjóri iðnaðarráðuneytis verði
formaður nefndarinnar. Hvert ráðu-
neyti fyrir sig skal bera ábyrgð á
sínu verkefnasviði, meta hvaða að-
gerða er þörf og sjá um framkvæmd
þeirra aðgerða, hvort sem þar er um
að ræða lagabreytingar, rannsóknir,
upplýsingaöflun eða aðrar aðgerðir,
samkvæmt upplýsingum úr iðnaðar-
ráðuneytinu.
Gert er ráð fyrir að ráðuneytis-
stjóranefndin geti stofnað undirhópa
til þess að starfa að ákveðnum verk-
efnum er tengjast olíuleit.
Nefnd skip-
uð vegna
olíuleitar
GUÐJÓN Ólafur Jónsson lögmaður
tók fast sæti á Alþingi í gær, eftir
að Árni Magnússon sagði af sér
þingmennsku. Guðjón skipaði
þriðja sætið á
framboðslista
Framsókn-
arflokksins í
Reykjavík-
urkjördæmi
norður. Hann er í
framhaldsnámi í
lögfræði í Skot-
landi og tekur
Sæunn Stef-
ánsdóttir, vara-
þingmaður og
aðstoðarmaður ráðherra, sæti hans
á þingi næstu tvær vikurnar. Eftir
það tekur Fanný Gunnarsdóttir,
sem skipaði fimmta sætið á lista
Framsóknarflokksins í kjördæm-
inu, sæti Guðjóns þar til hann snýr
aftur heim frá námi.
Guðjón hefur verið fram-
kvæmdastjóri þingflokks fram-
sóknarmanna, formaður Sambands
ungra framsóknarmanna og for-
maður kjördæmissambands fram-
sóknarmanna í Reykjavík. Hann
var aðstoðarmaður umhverf-
isráðherra í tíð Guðmundar Bjarna-
sonar. Hann er kvæntur Helgu
Björk Eiríksdóttur og eiga þau tvö
börn.
Sæunn Stefánsdóttir hefur verið
aðstoðarmaður Jóns Kristjánssonar
í heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu. Hún mun verða
aðstoðarmaður Sivjar Friðleifs-
dóttur í ráðuneytinu. Sigurjón Örn
Þórsson hefur verið aðstoðarmaður
Árna Magnússonar í félagsmála-
ráðuneytinu og mun samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins verða
aðstoðarmaður Jóns í ráðuneytinu.
Nýr
þingmaður
Guðjón Ólafur
Jónsson
♦♦♦
ÖNNUR umræða um frumvarp iðn-
aðarráðherra til nýrra vatnalaga
stóð yfir á Alþingi í allan gærdag og
fram eftir kvöldi. Frumvarpinu er
ætlað að leysa af hólmi núgildandi
vatnalög frá árinu 1923. Minnihluti
iðnaðarnefndar þingsins vill að
frumvarpinu verði vísað frá. Jóhann
Ársælsson, þingmaður Samfylking-
arinnar og framsögumaður minni-
hlutans, segir að í frumvarpinu séu
gerðar breytingar á því hvernig
eignarréttur á vatni sé skilgreindur.
„Við teljum hæpið að breyta skil-
greiningunni og kalla vatnið eign
landeigenda.“ Hann segir að vatn
geti ekki verið séreign; vatn sé sam-
eiginleg auðlind.
Birkir J. Jónsson, formaður iðn-
aðarnefndar og framsögumaður
meirihlutans, mælti fyrir því að
frumvarpið yrði samþykkt nánast
óbreytt. Hann segir að frumvarpið
feli ekki í sér neinar efnislegar
breytingar á eignarrétti á vatni.
Sérfræðingar og dómaframkvæmdir
hafi staðfest að eignarréttur á vatni
sé nú þegar í hendi viðkomandi
landeigenda.
Önnur umræða um frumvarpið
hófst í fyrradag. Birkir mælti þá
fyrir nefndaráliti meirihlutans og
Jóhann mælti fyrir áliti minnihlut-
ans, en í minnihlutanum eru þing-
menn Samfylkingarinnar. Vinstri-
hreyfingin – grænt framboð á
áheyrnarfulltrúa í nefndinni, sem er
samþykkur áliti minnihlutans.
Ræða Jóhanns stóð yfir í þrjá tíma
á mánudag, og í tvo tíma í gær, eða í
samtals fimm tíma.
Þingflokkur Samfylkingarinnar
sendi frá sér fréttatilkynningu í gær
um frumvarpið, en þar segir m.a. að
Samfylkingin telji að ekki eigi að
ljúka afgreiðslu málsins á yfirstand-
andi þingi. „Samfylkingin telur það
heppilega meginreglu að landeig-
endur hafi nýtingarrétt til vatns,
eins og gert er ráð fyrir í gildandi
vatnalögum frá 1923 en lýsir sig
andvígan því að einkaeignarréttur á
vatni verði festur í lög eins og gert
er í frumvarpi ríkisstjórnarinnar til
nýrra vatnalaga.“
Ekki tímabær breyting
Jóhann sagði aukinheldur í sam-
tali við blaðamann í gær að þing-
flokkurinn teldi heldur ekki tíma-
bært að afnema gildandi vatnalög,
meðan ekki lægi fyrir frumvarp um
jarðrænar auðlindir og frumvarp á
grundvelli vatnatilskipunar Evrópu-
sambandsins. Hann sagði að þessi
frumvörp þyrftu að fylgjast að m.a.
til þess að samræma niðurstöðuna.
Jóhann sagði aðspurður að hann
hefði haldið langar ræður til að mót-
mæla því að frumvarp til nýrra
vatnalaga yrði afgreitt á þessu
þingi.
Birkir sagði í samtali við blaða-
mann í gær að frumvarpið fæli ekki
í sér neinar efnislegar breytingar.
Hann benti síðan á eftirfarandi
málsgrein í fyrrgreindri fréttatil-
kynningu þingflokks Samfylkingar-
innar. Þar segir: „Iðnaðarráðherra
og ríkisstjórnin hafa hins vegar val-
ið þá leið að afhenda landeigendum
– gömlum og nýjum – óskorað eign-
arhald á sameiginlegum verðmæt-
um þjóðarinnar.“ Birkir sagði að
dómaframkvæmdir staðfestu að
þessi réttindi væru nú þegar land-
eigenda. „Og það er stefna ríkis-
stjórnarflokkanna að standa vörð
um þessi réttindi landeigenda,“
sagði hann. „Annars værum við að
brjóta á eignarréttarákvæði stjórn-
arskrárinnar. Það er því ekki verið
að breyta neinu efnislega. Það er
bara verið að staðfesta þessi rétt-
indi sem landeigendur hafa haft. Og
ef stjórnarandstaðan kallar það
frjálshyggju eru þeir vægast sagt
sósíalistar ef ekki kommúnistar í
sínum áróðri ef þeir vilja taka þessi
réttindi af landeigendum.“
Helgi Hjörvar, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, spurði í umræðum á
Alþingi í gær, hvers vegna meiri-
hlutinn sækti það svo fast að af-
greiða frumvarpið ef ekki væri um
neinar efnislegar breytingar að
ræða. Sigurður Kári Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, varð
fyrir svörum. Hann sagði m.a. að
núgildandi vatnalög væru orðin það
gömul að ástæða væri til að gera á
þeim breytingar.
Deilt um skilgreiningu
á eignarrétti á vatni
Morgunblaðið/Jim Smart
Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur gagnrýnt frumvarp um vatnalög og flutti í gær og í
fyrradag langar ræður um það mál. Með honum á myndinni er Björgvin Sigurðsson, samflokksmaður hans.