Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sér fyrir endann
á miklum
vexti bankanna?
á morgun
Fréttaskýring um
horfur í íslenska
bankakerfinu
SAMÞYKKT var í borgarstjórn í gær að fela
menningar- og ferðamálaráði stefnumótun um
gerð og staðsetningu friðarsúlu, sem listakon-
an Yoko Ono hefur óskað eftir að reist verði í
Viðey. Verður ráðinu einnig falið að móta
stefnu um viðburði sem tengjast súlunni en
hún verður unnin í samráði við forstöðumann
Listasafns Reykjavíkur og listakonuna sjálfa.
Tillaga þessa efnis var samþykkt með 14 sam-
hljóða atkvæðum á borgarstjórnarfundi í gær,
að loknum umræðum um hana, en Ólafur F.
Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, sat hjá við
atkvæðagreiðsluna og lagði fram bókun. Há-
markskostnaður við gerð súlunnar verður um
30 milljónir króna, að því er fram kom í máli
Stefáns Jóns Hafstein, formanns menningar-
og ferðamálaráðs.
Hreifst af Viðey
Stefán Jón kynnti tillöguna og hugmyndir
um friðarsúluna, en hann sagði þrjú ár liðin frá
því Ono tilkynnti þáverandi forstöðumanni
Listasafns Reykjavíkur, að hún hefði áhuga á
að gefa Reykjavíkurborg alla hugmyndavinnu
að útilistaverki í formi friðarsúlu, ef borgin
vildi reisa súluna í opinberu rými. Orkuveita
Reykjavíkur hefði lagt fram verkfræðilega
hönnun á súlunni fyrir íslenskar aðstæður og í
krafti þeirrar hönnunar hefði hugmyndin verið
kynnt fyrir borgarstjóra árið 2004. Ono hefði
svo komið hingað í lok febrúar í boði Lista-
safns Reykjavíkur. Hafi henni verið sýnd opin
svæði í borginni, til dæmis við Höfða, strand-
lengjuna við Sæbraut, Austurhöfn og Viðey og
fleiri staðir. „Skemmst er frá því að segja að
listakonan hreifst mjög af Viðey og óskaði eftir
því að það yrði kannað af hálfu Reykjavík-
urborgar hvort þar mætti koma fyrir þessari
friðarsúlu,“ sagði Stefán Jón. Til stæði að
koma súlunni fyrir á bala vestanmegin við svo-
kallaðan Sjónarhól í Viðey, þar sem Blindi
skálinn, verk Ólafs Elíassonar, stæði nú. Á
næstunni myndi Ono hanna útlit súlunnar í
samvinnu við bandarískan arkitekt en sú vinna
væri kostuð af Ono sjálfri. Búast mætti við að
hámarkskostnaður við gerð súlunnar yrði um
30 milljónir íslenskra króna, en það ylti á
ýmsu, þar á meðal verkfræðilegri hönnun.
Hugsanlega yrði súlan nokkru ódýrari, en
kostnaður færi eftir hæð hennar.
„Orkuveita Reykjavíkur hefur gefið vilyrði
fyrir því að leggja til helming þess fjármagns
sem þarf. Listasafn Reykjavíkur annast um-
sjón með verkefninu og reiknað er með að
borgarsjóður leggi fram hinn helming fjárins.“
Eigum ekki að ana út
í neitt af tómu snobbi
Í tillögunni sem Stefán Jón lagði fram segir
meðal annars að leita skuli álits skipulagsráðs
borgarinnar um þá ósk Yoko Ono að súlan
verði reist í Viðey og Orkuveitu Reykjavíkur
um verkfræðilegan þátt málsins. Vinna skuli
kostnaðaráætlun vegna áformanna og leggja
fyrir borgarráð.
Gísli Marteinn Baldursson, varaborgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði að sér litist
ágætlega á að fleiri útilistaverk yrðu reist í
Viðey, ekki síst verk eftir Yoko Ono. „Mér
finnst hins vegar að þótt hún sé þekktur lista-
maður og ekkja Johns Lennon eigum við ekki
að ana út í neitt af tómu snobbi fyrir frægum
útlendingum,“ sagði Gísli. Hingað til hefði ver-
ið farið með málið eins og útlit verksins skipti
litlu máli, eingöngu vegna þess að Ono hefði
átt hugmyndina. Málið hefði ekki verið kynnt í
menningar- og ferðaráði, ekki rætt við Við-
eyingafélagið. Öllu skipti fyrir staðsetningu
verksins hvernig það liti út og teikningarnar
yrðu.
Björn Bjarnason, borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokks, sagðist í sjálfu sér ekki sjá neitt at-
hugavert við að brugðist yrði við óskum Ono
um að koma hér upp listaverki. Sagðist hann
líta þannig á tillögu Reykjavíkurlistans að hún
fæli ekki í sér aðrar skuldbindingar en þær að
setja þessar athuganir í formlegri farveg. Ekki
væri verið að taka ákvörðun um það að reisa
þessa súlu í Viðey.
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista,
sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna, sagði það
sína skoðun að farið væri fram í dálitlum flýti
og flaustri með málið.
Flestir fögnuðu því að friðarsúla Ono yrði
reist, en vanda yrði vel til vals á staðsetningu.
Fara þyrfti fram umræða í borgarsamfélaginu
áður en ákvörðun um staðsetningu yrði tekin.
Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi R-lista,
sté í pontu og hvatti Ólaf F. Magnússon til
þess að greiða atkvæði með tillögunni um frið-
arsúluna. „Yoko Ono hefur legið undir ámæli
fyrir það að sundra Bítlunum og mér finnst
engin ástæða til þess að hún sundri borg-
arstjórn,“ sagði Björk. „Þetta er tillaga að því
að vinna að því að sett verði upp listaverk í
Viðey eða annars staðar. Þetta á eftir að fara í
algera skoðun og ferli.“
Borgarstjórn samþykkir að láta vinna stefnumótun um gerð og staðsetningu friðarsúlu Yoko Ono
Hámarkskostnaður
við gerð súlunnar um
30 milljónir króna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Yoko Ono kynnti hugmyndina um friðarsúluna á fundi í Reykjavík fyrir skömmu. Með henni á
myndinni eru borgarfulltrúarnir Stefán Jón Hafstein og Alfreð Þorsteinsson.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
MATTHÍAS Á. Mathie-
sen, fyrrverandi utanrík-
isráðherra, heimsótti
Ronald Reagan-safnið í
Simi Valley í Kaliforníu í
Bandaríkjunum ásamt
eiginkonu sinni Sigrúnu
Þ. Mathiesen sl. mánu-
dag. Þar skoðuðu þau
m.a. fjölda ljósmynda frá
leiðtogafundinum í Höfða
árið 1986, en Matthías var
utanríkisráðherra á þeim
tíma. Safnið var stofnsett
til minningar um Ronald
Reagan Bandaríkja-
forseta en 20. janúar sl.
var þar opnaður aðgang-
ur að miklu safni ljós-
mynda úr forsetatíð
Reagans, sem ekki hafa
komið fyrir sjónir al-
mennings áður, í tilefni af
því að 25 ár voru liðin frá
embættistöku Reagans.
Hefur safnið á aðra millj-
ón ljósmynda af öllum
forsetaferli Reagans.
Gafst Matthíasi tæki-
færi til að skoða fjölda
mynda á safninu frá leið-
togafundi Reagans og
Míkhaíls Gorbatsjovs,
leiðtoga Sovétríkjanna, í
Höfða í október árið
1986. Reykjavíkurfund-
arins er minnst fyrir að
hafa markað vatnaskil í
afvopnunarviðræðum
risaveldanna.
,,Þetta er geysilega
stórt safn um forseta
Bandaríkjanna og mjög
áhugavert. Ég hafði mjög
gaman af því að skoða
það,“ sagði Matthías í
samtali við Morgunblaðið.
Hann segir að þarna sé að
finna mikið filmusafn sem
nái yfir allan feril Reag-
ans og sérstakur hluti
þess hefur að geyma fjöl-
margar myndir af
Reykjavíkurfundinum.
Í safninu má einnig sjá
stóran minningarskjöld
um leiðtogafundinn í
Höfða 1986, sem var gjöf
m.a. kostur á að skoða
Boeing 707 forseta-
flugvélina (Air Force
One) sem flutti Reagan til
Íslands á leiðtogafundinn
1986 en vélin þjónaði sex
Bandaríkjaforsetum frá
1973 þar til hún var tekin
úr notkun 2001. ,,Við
gengum í gegnum flug-
vélina og skoðuðum hana
sem var líka mjög áhuga-
vert,“ segir Matthías.
Nancy og Nicolas Ruwe,
fyrrverandi sendiherra-
hjóna, til forsetasafnsins
en Nicolas Ruwe var
sendiherra Bandaríkj-
anna á Íslandi þegar leið-
togafundurinn fór fram í
Höfða.
Að sögn Matthíasar var
honum tjáð að um átta
þúsund manns skoðuðu
þetta gríðarstóra safn í
hverri viku. Þar gefst
Fjöldi mynda frá leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í
Höfða er nú aðgengilegur á Reagan-safninu Kaliforníu
Ljósmynd/Matthías Árni
Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Sigrún Þ. Mathiesen skoða
myndir frá leiðtogafundinum í Höfða á Ronald Reagan-forsetasafninu í Simi Valley.
„Geysilega stórt og
mjög áhugavert safn“