Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
Reykjanesbær | „Þurfi maður að
gefa einhverju tíma er þetta starf
vel þess virði að gefa tíma,“ sagði
Margrét Sturlaugsdóttir, körfu-
boltaþjálfari og kennari, í samtali
við Morgunblaðið. Falur Harðarson,
eiginmaður Margrétar, tekur í sama
streng og segir starfið við körfu-
boltann mjög gefandi. Hann er nú í
lokaundirbúningi Samkaupsmóts-
ins, sem er stærsta körfuboltamót
landsins og verður í Reykjanesbæ
um helgina. Falur er mótsstjóri.
„Ég hefði haft gaman af því sjálfur
að fara á svona mót þegar ég var
yngri, en þau voru ekki til þá.“
Reykjanesbær mun iða af lífi um
helgina þegar um 1.000 ungir körfu-
boltaiðkendur koma saman á Sam-
kaupsmótinu í körfubolta sem fram
fer víðsvegar um bæinn. Mótið hef-
ur vaxið ár frá ári í þau 16 ár sem
það hefur verið haldið og á und-
anförnum árum hefur fjölgunin ver-
ið um 200 iðkendur á ári. Ekki furða
að slagorð bæjarins utan á móta-
skránni sé Reykjanesbær – íþrótta-
bær. „Mótið sprakk eiginlega í
fyrra,“ sagði Falur Harðarson
mótsstjóri í samtali við blaðamann,
„en nú gátum við fengið inni í
Íþróttaakademíunni, auk íþróttasal-
anna í Heiðarskóla, Njarðvík-
urskóla og Íþróttahúsinu við Sunnu-
braut. Við erum studd af mörgum
góðum fyrirtækjum og aðilum hér í
bæ og það skipti sköpum þegar
Reykjanesbæjar kom inn í und-
irbúninginn fyrir um þremur árum.
Bæjarstjóri sá hag í þessu móti fyr-
ir bæjarfélagið í heild og það er
rétt. Það myndast mjög skemmtileg
stemning í bænum og fólk gerir sér
mat úr þessu. Hótelin eru yfirleitt
fullbókuð, listamenn opna galleríin
sín, verslanir hafa opið og veitinga-
húsin fá sinn skerf. Einn veitinga-
húsaeigandi hefur til að mynda sagt
mér að þetta sé langbesta helgi árs-
ins hjá honum.“
Undirbúningur er nokkuð langur
og strangur að sögn Fals, þó vissu-
lega sé hann orðinn nokkuð þjálf-
aður eftir að hafa stjórnað 3 mótum.
„Við byrjum í október og fundum
þá kannski aðra hverja viku. Þegar
nær dregur eru fundir einu sinni í
viku og þessa viku má ætla að
fundað verði daglega. Það er margt
sem þarf að undirbúa og allt verður
að ganga upp. Það er ekki bara
sjálft mótið, heldur sjáum við þátt-
takendum fyrir skemmtunum eins
og bíóferð og kvöldvöku. Til þess að
hægt sé að koma öllum á milli staða
með skilvirkum hætti skipuleggjum
við okkar eigið strætisvagnakerfi,
svo eitthvað sé nefnt.“
Mótið er samstarfsverkefni
barna- og unglingaráða Keflavíkur
og Ungmennafélags Njarðvíkur og
að sögn Fals hefur það samstarf
gengið mjög vel. Blaðamaður beinir
spjótum sínum að Margréti Stur-
laugsdóttur, eiginkonu Fals, sem í
haust tók við formennsku í barna-
og unglingaráði körfuknattleiks-
deildar Keflavíkur. „Ég læt nú
reyndar Fal um allan undirbúning
þetta árið, þar sem ég er í fæðing-
arorlofi,“ sagði Margrét. Hún er þó
að þjálfa einn flokk í orlofinu og
hefur í vetur verið að byggja upp
barna- og unglingaráð Keflavíkur.
„Ég tók reyndar við mjög góðu búi
af henni Kristínu Kristjánsdóttur
og tók jafnframt fram að ég myndi
ekki taka þetta að mér nema ég nyti
starfskrafta hennar lengur. Ég kem
að ráðinu á annan hátt en Kristín,
fyrst og fremst sem þjálfari en auð-
vitað einnig sem foreldri þar sem
tvær dætur okkar Fals æfa körfu-
bolta.“ Þarna minnti yngsta dóttirin
Jana á tilveru sína utan við kaffi-
húsið þar sem viðtalið fór fram og
Margrét bætti við. „Jana á eftir að
sjá til þess að maður haldi þessu
starfi áfram.“
Körfuboltinn tekinn fram yfir
Margrét sagði að hún hefði breytt
um áherslur þegar hún tók við
ráðinu. „Nú rekum við þetta eig-
inlega eins og lítið fyrirtæki. Við
byrjuðum á því að setja upp mark-
mið og leiðir, hvað við vildum gera
og hvernig og svo framvegis. Við
settum okkur ekki of háleit mark-
mið en Keflavík er það sterkt félag
að okkur fannst við geta sett markið
nokkuð hátt. Þetta voru markmið
eins og að allir iðkendur myndu
haldast í greininni og að allir næðu
árangri og hefðu möguleika á því að
vera í A-riðli. Þessar áætlanir hafa
gengið eftir og ég er yfirhöfuð mjög
ánægð með „minniboltann“; yngstu
iðkendurna og þjálfara þeirra.“
Bæði Margrét og Falur þekkja
þetta umhverfi mjög vel, hvort sem
um er að ræða félagsstarf, þjálfun
eða spilun. Þau léku bæði lengi með
meistaraflokki og hafa séð um þjálf-
un yngri flokka lengi. Falur segist
þó vera búinn að kúpla sig svolítið
niður og sé nú orðinn aðstoðar-
maður. Til marks um það hversu
lengi þau hafi verið að búa þau bæði
yfir þeirri reynslu að þjálfa aðra
kynslóð körfuknattleiksmanna og
einnig þjálfun ungra iðkenda sem
síðar spiluðu með þeim í meist-
araflokki. Þau segja bæði að hvort
tveggja sé einkennileg lífsreynsla.
„Þá áttar maður sig á því að maður
er að eldast.“
Eins og gefur að skilja eru þær
margar fjölskyldustundirnar í
Íþróttahúsinu við Sunnubraut og þó
að leiðir Margrétar og Fals hafi leg-
ið saman frá því í barnaskóla var
það í íþróttahúsinu sem þau fóru að
draga sig saman. Það kemur hins
vegar á óvart að hvorugt þeirra er
úr íþróttafjölskyldu. Ástæðan fyrir
því að þau fóru bæði í körfubolta og
náðu langt í þeirri íþrótt er hins
vegar sú að það var mikill upp-
gangur í körfuboltanum á uppvaxt-
arárum þeirra í Keflavík.
„Ég byrjaði nú bæði í fótbolta og
körfubolta en valdi körfuboltann
þegar ég var í 4. bekk. Mér fannst
aldrei nógu mikið gerast í fótbolt-
anum,“ sagði Falur og um leið rifj-
ast það upp fyrir honum að það var
mági hans, Jóni Viðari Matthías-
syni, að þakka að hann fór að æfa
körfubolta. „Hvernig gat ég eig-
inlega gleymt því. Hann var að æfa
með Njarðvík og þar byrjaði ég að
æfa. Ég færði mig hins vegar yfir í
Keflavík um leið og körfuboltinn fór
að byggjast upp þar. Ég var bara
einn vetur í Njarðvík.“
Margrét hefur svipaða sögu að
segja. Hún byrjaði að æfa fótbolta
með vinkonum sínum sem flestar
urðu félagar hennar í meistaraliði
kvenna í Keflavík. „Einhverjum
þeirra, mig minnir að það hafi verið
Björg Hafsteinsdóttir og Anna
María Sveinsdóttir, datt í hug að
fara að æfa körfu sem þá var ný
íþrótt í Keflavík og við hinar fylgd-
um á eftir.“
Skemmtilegasti tími vetrarins
Eins og gjarnan er með góða leik-
menn fóru þau bæði út í að þjálfa og
hafa lífaldur sinn í reynslu sam-
anlagt. Það sem er sérstakt við
þjálfunarferil Margrétar er ekki
síst það að hún hefur þjálfað
Lovísu, elstu dóttur þeirra, frá upp-
hafi og segir það bara hafa gengið
vel.
Lovísa mun um helgina taka þátt
í sínu síðasta Samkaupsmóti þar
sem það er einungis ætlað iðk-
endum fæddum 1994 og yngri en
Elfa Falsdóttir á nokkur ár eftir.
Lovísa sagði blaðamanni að mótið
væri skemmtilegasti tími vetrarins.
Elfa bætti við að það skemmtileg-
asta við það væri að spila körfu-
bolta.
Mörg liðanna utan af landi eru að
æfa sig fyrir mótið allan veturinn,
svo mikill hápunktur er það. Mar-
grét og Falur sögðu mótið vera al-
gjöra skemmtikeppni og mjög góða
stemningu myndast meðal áhorf-
enda. „Það eru engin stig talin og
heldur engar skýrslur teknar og all-
ir fá verðlaun. Við hvetjum fólk til
að taka þátt í þessari skemmtun
með okkur,“ sögðu körfuboltahjónin
að lokum.
Körfuboltahjónin hafa
þjálfað tvær kynslóðir
Stærsta körfu-
boltamót landsins
haldið í Reykja-
nesbæ um helgina
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Körfuboltafjölskylda Falur Harðarson og Margrét Sturlaugsdóttir hafa gefið körfuboltanum mikið af frítíma sínum
og segjast ekki sjá eftir honum. Elstu dæturnar Lovísa, 11 ára, og Elfa, 8 ára, æfa báðar af fullum krafti og taka þátt í
Samkaupsmótinu um helgina en Jana 3ja mánaða á eftir að halda þeim við efnið næstu árin, ef hún erfir áhugann.
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Sandgerði | Hafsteinn Þór Friðriksson hefur
verið kosin íþróttamaður Sandgerðis 2005.
Kjörið var tilkynnt 5. mars, á afmælisdegi
Magnúsar heitins Þórðarsonar sem var einn
af stofnendum Knattspyrnufélagsins Reynis.
Magnús starfaði að íþróttamálum í áratugi
og var mikill áhugamaður um knattspyrnu.
Sandgerðisbær hefur heiðrað minningu hans
með því að útnefna hann íþróttamann bæj-
arins á afmælisdegi hans. Óskar Gunnarsson,
forseti bæjarstjórnar, afhenti viðurkenn-
inguna.
Að þessu sinni voru þrír tilnefndir við kjör-
ið. Bragi Jónsson körfuknattleiksmaður,
Nína Ósk Kristinsdóttir knattspyrnukona og
Hafsteinn Þór Friðriksson knattspyrnumað-
ur sem varð fyrir valinu.
Hafsteinn Þór leikur með meistaraflokki
Reynis sem varð Íslandsmeistari 3. deildar á
síðustu leiktíð og var Hafsteinn markakóng-
ur liðsins.
Þá veitti íþróttaráð bæjarins Heiðari Sig-
urjónssyni og Karli Grétari Karlssyni sér-
staka viðurkenningu fyrir árangur í brids, en
þeir skipa 1. og 3. sæti á styrkleika lista
bridsmanna á Suðurnesjum.
Markakóngur útnefnd-
ur íþróttamaður
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Viðurkenning Óskar Gunnarsson, forseti
bæjarstjórnar, og Hafsteinn Þór Friðriksson,
íþróttamaður Sandgerðis árið 2005.
Sandgerði | Fjármálaþjónusta við íbúa Sand-
gerðis eykst með því að Sparisjóðurinn í Kefla-
vík hefur yfirtekið afgreiðslu Landsbanka Ís-
lands á staðnum. Kemur það fram í lengri
afgreiðslutíma sem nú er frá kl. 9.15 til 16.00.
Landsbankinn hefur rekið útibú í Sandgerði í
fjörutíu ár. Að undanförnu hefur Sparisjóðurinn
í Keflavík verið með til athugunar að opna þar
afgreiðslu, en Sandgerði var eina bæjarfélagið á
Suðurnesjum sem Sparisjóðurinn veitti ekki þá
þjónustu. Niðurstaðan varð sú, að Sparisjóður-
inn keypti afgreiðslu Landsbankans.
Sparisjóðurinn tók við afgreiðslunni að
morgni mánudags. Fyrsti viðskiptavinurinn var
Jónatan Jóhann Stefánsson og fékk hann að gjöf
veski og innstæðu á bankabók. Sama dag var at-
höfn í afgreiðslunni þar sem Geirmundur Krist-
insson sparisjóðsstjóri afhenti styrki til Knatt-
spyrnufélagsins Reynis, Björgunarsveitarinnar
Sigurvonar og Fræðasetursins.
Styrkir Reynir Sveinsson úr Fræðasetrinu, Ólafur Þór Ólafsson frá Reyni og Einar Þor-
steinsson frá Sigurvon tóku við styrkjum úr hendi Geirmundar Kristinssonar sparisjóðsstjóra.
Bætt þjónusta með yfirtöku SpKef