Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. OF HÆGT, ALLT OF HÆGT Eins sjálfsagt og það er aðríkja eigi jafnrétti millikynjanna er ótrúlega erf- itt að koma því á í reynd. Um allan heim eru konur kúgaðar og undir- okaðar. Barátta kvenna fer fram á launamarkaði, en hún er líka háð gegn mansali og kerfisbundnum nauðgunum og morðum í stríði. Á heimasíðu samtakanna UNIFEM eru nokkrar sláandi staðreyndir um stöðu kvenna: „Konur og börn eru 80% flóttamanna heims. Kon- ur vinna 2⁄3 hluta allra vinnu- stunda en eiga aðeins 1% eigna í heiminum og fá aðeins 10% af heimstekjum í sinn hlut. Konur framleiða og selja 3⁄5 hluta af fæðu í heiminum. Þriðja hver kona í heiminum verður á lífsleiðinni fórnarlamb kynbundins ofbeldis.“ Meira að segja í þeim löndum þar sem jafnréttisbaráttan hefur náð hvað lengst er staða kvenna óvið- unandi. Jafnrétti ríkir lögum samkvæmt, en völdin eru að mestu leyti í höndum karla, hvort sem það er í stjórnmálum eða at- vinnulífi. Enn er það svo að það þykir frétt þegar kona verður forstjóri fyrirtækis, stjórnandi sinfóníu, forstöðumaður listasafns, eða er kjörin leiðtogi ríkis vegna þess að um konu er að ræða, eins og það sé ekki aðalatriði hvað viðkom- andi einstaklingur hyggst gera, fremur en hvers kyns hann er. Það versta er hins vegar að það er frétt þegar kona kemst til æðstu metorða í stjórnmálum, viðskipt- um og listheiminum vegna þess að þær eru svo fáar. Dagurinn í dag, 8. mars, er al- þjóðlegur baráttudagur kvenna. Hver er staðan í baráttunni? Sam- kvæmt tölum frá 200 til 2002 frá Alþjóðavinnumálastofnuninni í könnun sem náði til 63 ríkja er skipting launþega þannig að 39% eru konur, en 61% karlar. Þessi hlutföll skila sér hins vegar ekki til atvinnurekenda þar sem skipt- ingin er þannig að 21% eru konur og 79% karlar. Í þróuðum löndum hefur hlutur kvenna í lögmanna- stétt aukist og er nú 25% til 35%, en hlutfall kvenna meðal meðeig- enda á lögmannsstofum er aðeins 5% til 15%. Það hljómar mjög vel að geta haldið því fram að konur hafi aldr- ei verið fleiri á þjóðþingum. En hvert er hlutfallið? Konur eru nú 16,3% þeirra, sem sitja á þjóð- þingum. Árið 1975 var hlutfallið 10,9%. Aukningin er sáralítil. Í þessum tölum leynist hins vegar gríðarlegur munur milli heims- álfa. Á Norðurlöndunum er hlut- fall kvenna til dæmis í kringum 40% (33,3% á Íslandi), en í þing- um arabalandanna 7,8%. Svo kann að virðast sem konur séu nú í mikilli pólitískri sókn. Angela Merkel settist í fyrra í stól kanslara Þýskalands, í Chile var Michele Bachelet kjörin forseti í janúar og um svipað leyti tók Ell- en Johnson Sirleaf við embætti forseta í Líberíu. Margir velta því nú fyrir sér hvort svo geti farið að tvær konur verði í framboði til forseta Bandaríkjanna eftir tvö ár, Condoleezza Rice og Hillary Clinton. Konur gegna hins vegar aðeins æðstu valdastöðu í 11 ríkj- um um þessar mundir. Mun það breytast? Því hélt Bernadette Chirac, eiginkona Frakklandsforseta, Jacques Chi- rac, fram þegar hún lýsti yfir stuðningi við pólitískan andstæð- ing manns síns, Segolene Royal, sem líklegt þykir að verði fram- bjóðandi franskra sósíalista í for- setakosningunum á næsta ári. „Í framtíðinni munu fleiri og fleiri konur skipa mönnum fyrir,“ sagði hún. „Það kann að verða erfitt fyrir þá, en þannig verður það. Tími kvenna er kominn.“ Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir í ávarpi í dag að alþjóðasamfélagið hafi loks gert sér grein fyrir því að helstu áskoranir tuttugustu og fyrstu aldarinnar snerti konur fyllilega jafnt sem karla, hvort sem um sé að ræða efnahagslega eða félagslega þróun, frið eða ör- yggi: „Og oft snertir þetta þær meira en karla. Það er því ekki að- eins eðlilegt heldur nauðsynlegt að konur skuli koma að ákvarð- anatöku fyllilega til jafns við karla. Heimurinn er líka farinn að skilja að ekkert er vænlegra til að stuðla að þróun, heilbrigði og menntun en að auka áhrif kvenna og stúlkna. Og ég ætla að gerast svo djarfur að bæta við að ekkert sé lílegra til að hindra átök eða ná sáttum eftir að átökum lýkur.“ Þetta er hárrétt hjá fram- kvæmdastjóranum. Þessi hugsun nær hins vegar ekki einu sinni inn fyrir veggi Sameinuðu þjóðanna. Í gær skrifuðu kvennahreyfingar víða um heim opið bréf til Annans þar sem lýst var yfir vonbrigðum og reiði vegna þess að jafnrétti kynjanna og aukinn hlutur kvenna í stofnunum Sameinuðu þjóðanna væru ekki höfð að leið- arljósi í umbótaáætluninni fyrir stofnunina. Tíu árum eftir að markmið kvennaráðstefnunnar hefðu verið sett fram væru konur aðeins settar til málamynda í nefndir og ráð og þeim fækkaði jafnvel í ábyrgðarstöðum innan samtakanna. Er tal um jafnrétti kvenna ekk- ert annað en gluggatjöld, sem sett eru upp 8. mars, tekin niður aftur og pakkað með mölkúlunum þann- ig að hægt sé að nota þau aftur á næsta ári? Orð eru til alls fyrst og margt hefur áunnist í baráttu kynjanna, en hún gengur of hægt, allt of hægt. H elmut Diewald, fram- kvæmdastjóri þróun- arsviðs Bauhaus, er ómyrkur í máli, þegar kemur að tilraunum BYKO til þess að koma í veg fyrir að Bauhaus komi inn á íslenska bygg- ingavörumarkaðinn. „Það er engu lík- ara en þeir sem stjórna ferðinni hjá BYKO vilji breyta Íslandi í BYKO- land,“ segir Diewald og hristir höf- uðið. Höfum ekki kynnst slíkum erfiðleikum annars staðar „Við rekum um 190 stórverslanir um alla Evrópu, þar af 25 á Norð- urlöndum og aldrei fyrr höfum við rekið okkur á jafnöflugar hindranir frá verðandi samkeppnisaðilum og við höfum gert hér á landi, einkum frá BYKO. Vinnubrögð BYKO eru með ólíkindum. Þetta er algjörlega ný reynsla fyrir okkur. Við höfum á undanförnum ár- um opnað nýjar verslanir í löndum, sem ég lýsi sem markaðslega erfiðum löndum, þá á ég við lönd eins og Kró- atíu og Tyrkland, svo dæmi séu tekin, en þar mættum við aldrei þeim erf- iðleikum sem við höfum mætt hér á landi á undanförnum árum. Við finnum að við höfum stuðning borgaryfirvalda hér, einnig frá Neyt- endasamtökunum og almenningi, en hér rekum við okkur á þá sem fyrir eru á byggingavörumarkaðnum með mun harkalegri hætti en við eigum að venjast, og þar á ég einkum og sér í lagi við BYKO.“ Diewald telur að svona viðbrögð frá samkeppnisaðilum, sem fyrir eru á markaði, séu ekki eðlileg. „Flestir okkar keppinauta eru mun faglegri í baráttu sinni við okkur, en BYKO hef- ur reynst vera. Keppinautar okkar annars staðar vita sem er, að sam- keppni er eðlileg og af hinu góða. Þeir vita að þeir þurfa að lifa og starfa í samkeppnisumhverfi og haga sér sam- kvæmt því, með því að einblína á sjálfa sig og það sem þeir eru að gera. Með öðrum orðum, þeir spyrja sem svo, hvernig get ég bætt mig, mitt vöruúrval og mína þjónustu, svo ég standi mig sem best í samkeppninni. Við höfum hvergi kynnst því sem BYKO er að reyna að gera,“ segir Diewald og hlær við. Hann segist ekki geta stillt sig um smástríðni við BYKO, því hann hafi séð að Ásdís Halla Bragadóttir, for- stjóri BYKO og fyrrverandi bæj- Pálma. Í tölvup 2005 slítur Jón Bauhaus einhlið muni nást samn Diewald sýni fram kemur að samkomulag um Bauhaus átti að irritað. „Síðan hækku vegna þess að þ því að BYKO h vorum svo kom niðurstöðu um greiddum væri eftir fjögurra m ræður. En það var s viðræðunum síð óvörum, ekki a ann,“ segir Die því við að hann irvöldum í té öl við Urriðaholt e kunnugt um má slitum ekki sam gerði Jón Pálm og tveimur dög því í Morgunbla hefði selt BYKO frekari vitnann er mikið niðri f Getum boðið 20% lægra ve Diewald segir a vörumarkaðurin „Við höfum gra hér og það verð smiðjan býður geta boðið upp vöruverð en þe byggjum það m og rannsóknum tala um sömu v arstjóri í Garðabæ, hafi lýst því yfir í samtali við Morgunblaðið, að hún teldi að bjóða ætti út lóðina, sem Bauhaus hefur sótt um í landi Úlfarsfells. „Hvað með lóðina sem BYKO fékk, ekki svo langt frá þar sem við erum nú að sækja um? Átti þá ekki líka að bjóða hana út? Er það ekki augljóst, að þetta er eftir á tekin afstaða, ein- ungis til þess að hindra okkur í að- gangi að markaðnum?“ Fleiri munu koma í kjölfar Bauhaus Diewald segir að það væri nær fyrir þá hjá BYKO að hugsa um hvernig fyrirtækið ætlar að bregðast við auk- inni samkeppni frá Bauhaus og vænt- anlega fleiri erlendum verslunum, því ef vel takist til hjá Bauhaus, telur Die- wald einsýnt, að fleiri erlendar versl- anakeðjur muni skoða íslenska mark- aðinn. „Það eru afar margir í Evrópu sem fylgjast með því sem Bauhaus er að gera. Því er það mjög líklegt, að fleiri myndu fylgja í kjölfar okkar, eftir að við kæmum hér inn á markaðinn.“ Diewald segir að Bauhaus gangi nú út frá því að borgarráð Reykjavíkur samþykki úthlutun á lóð til félagsins í landi Úlfarsfells. Miðað við að allt gangi samkvæmt eðlilegu ferli, nokkra mánuði geti tekið að fá byggingarleyfi, að semja við byggingaverktaka um framkvæmdir, innlenda eða erlenda, þá ættu framkvæmdir vegna nýrrar verslunar Bauhaus að geta hafist í árslok 2006 og ný 22 þúsund fermetra verslun Bauhaus að verða opnuð eigi síðar en í árslok 2007. Diewald kom hingað til lands í fyrrakvöld og flaug aftur út síðdegis í gær. „Ég taldi nauðsynlegt að koma í stutta heimsókn hingað til lands, ekki síst til þess að leiðrétta það sem rang- hermt hefur verið í sambandi við til- raunir okkar hjá Bauhaus til þess að fá að byggja hér á landi,“ segir Die- wald. Urriðaholt sleit viðræðunum Hann segir að það sem haft er eftir Jóni Pálma Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra Urriðaholts í Garðabæ, í Fréttablaðinu í gær, sé rangt. Þar segir Jón Pálmi að Bauhaus-menn hefðu fengið lóðina sem þeir sóttust eftir, hefðu þeir viljað, en þeir hafi misst áhugann. „Þetta er einfaldlega rangt,“ segir Diewald og sýnir blaðamanni tölvu- pósta sem gengu á milli hans og Jóns Helmut Diewald, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Bauh BYKO vill gera Ísla Helmut Diewal Eftir tæplega þriggja ára tilraunir þýsku lágvöru- verðskeðjunnar Bauhaus til þess að fá lóð undir stór- verslun sína hér á landi, eygja stjórnendur fyrirtæk- isins loksins möguleika á jákvæðri niðurstöðu. Agnes Bragadóttir hitti Helmut Diewald, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Bauhaus, að máli í gær. „ÞETTA er hluti af því að gera okkar kerfi skilvirk- ara og til að viðbragðsáætlanir liggi fyrir,“ segir Davíð Oddsson Seðlabankastjóri um það formlega samráð sem komið hefur verið á milli Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins (FME) og þriggja ráðuneyta, um viðbúnað við hugsanlegum áföllum í fjármála- kerfinu. Davíð segir samráðið ekki til komið vegna þess að eitthvert sérstakt tilefni sé nú til, málið hafi verið í undirbúningi um hríð og slíkt samstarf þekkist víða erlendis. Jafnframt sé þetta liður í því að vera betur búinn undir það óvænta en menn ella væru. „Þannig að það er enginn að búast við slysum en samt vilja menn að björgunarsveitirnar séu í lagi,“ segir Davíð. Hann segist hafa verið „hinum megin við borðið“, þ.e. í ríkisstjórn, þegar undirbúningur samráðsins hófst en frumkvæði að því hafi komið frá Seðlabanka og Fjár- málaeftirlitinu. „Ég tel að það sé mjög gott að þessir aðilar hafi skipulagt samstarf til að fjalla um þessa þætti og jafnframt þá auðveldar það mönnum að grípa inn í atburðarás sem kynni að verða,“ segir Davíð. Aðspurður um til hvaða viðbragða væri hægt að grípa ef t.d. einn stór banki hér á landi lenti í alvarlegum erf- iðleikum, segir Davíð erfitt að segja til um hver þau yrðu nákvæmlega, það færi eftir því hvernig slíkt myndi bera að. „Seðlabankinn er stofnun sem leys- ir úr lausafjárvanda banka ef hann kemur uppá Viðbrögð við áföllum í fjármálak „Björgunarsvei Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Davíð O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.