Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Sverrir Prófanir Kári Stefánsson segir de- CODE m.a. með tvö hjartalyf, astmalyf og verkjalyf í prófunum. DECODE genetics, móðurfélag Ís- lenskrar erfðagreiningar, er með átta lyf í prófunum. Segir Kári Stef- ánsson, forstjóri fyrirtækisins, að gangi áætlanir fyrirtækisins eftir sé hugsanlegt að fyrsta lyfið frá fyrir- tækinu verði komið á markað eftir um 3 ár. Á kynningarfundi, sem haldinn var í tengslum við útgáfu uppgjörs deCODE, fór Kári yfir starfsemi fyr- irtækisins og stöðu mála í lyfjaþró- un. Sagði hann að nú væru 8 lyf kom- in á prófunarstig, þótt þau væru mislangt á veg komin. Þó væri eitt hjartalyf, sem ætlað er að minnka líkur á hjartaáföllum, við það að fara í fasa 3 prófanir, og sýni tölfræðin að lyf sem nái svo langt í prófanaferlinu eigi um 67% líkur á að komast á markað. Sagði Kári að þetta væri lyf sem unnið væri frá upphafi af deCODE og að það kæmi til vegna erfðafræði- legra uppgötvana fyrirtækisins. Þá eru lyf gegn útæðasjúkdómum og astma vel á veg komin í prófun- um, en Kári sagði að búast mætti við því að fyrsta lyf deCODE kæmi á markað eftir um þrjú ár. Tap á rekstri deCODE nam tæpum 63 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, sem jafngildir um 4,2 milljörðum íslenskra króna á gengi gærdagsins, en árið 2004 nam tapið um 57 millj- ónum dala. Vöruþróun tekur tíma Á fundinum kom fram að einkum er það aukning í útgjöldum við lyfja- prófanir og -þróun sem veldur því að tapið hefur aukist milli ára. Kostn- aður við rannsóknir og þróunarstarf nær tvöfaldaðist milli ára, en var tæpar 44 milljónir dala á síðasta ári samanborið við um 25 milljónir árið 2004. Á fundinum var áhersla lögð á að í lyfjaþróunargeiranum tæki lyfjaþró- un lengri tíma en á flestum öðrum sviðum og því væri ekki við öðru að búast en taprekstur yrði þar til lyfin kæmust á markað. Sjóðsstaða fé- lagsins nemur um 156 milljónum dala og kom fram á fundinum að það þýði að starfsemi fyrirtækisins sé trygg til nánustu framtíðar. Lyf frá deCODE mögu- lega á markað eftir 3 ár 14 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ALÞJÓÐLEGA samheitalyfjafyrir- tækið Actavis Group skilaði 6,3 milljarða króna hagnaði á árinu 2005 og 2,8 milljarða hagnaði á fjórða árs- fjórðungi. Tekjur samstæðunnar námu 45,2 milljörðum króna á árinu og hagn- aður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 11,5 milljörðum króna. Í tilkynningu frá Actavis seg- ir að árið sé það besta í sögu félags- ins og að framlegð félagsins fyrir ár- ið í heild sinni hafi aldrei verið hærri. Tekjur á árinu 2005 jukust um 24,9% og voru 556,2 milljónir evra samanborið við 453,2 milljónir árið 2004. Sala eigin vörumerkja jókst um 22,5%, var 294,1 milljón evra samanborið við 240,2 milljónir evra 2004. Sala til þriðja aðila dróst sam- an um 9,1%, nam 149,7 milljónum evra en var við 164,8 milljónir árið á undan. Undirliggjandi vöxtur tekna samstæðunnar var 4,3% án tillits til fyrirtækjakaupa eða gengisbreyt- inga. Rekstrargjöld á árinu jukust um 24,9%, voru 455,5 milljónir evra og námu 80,4% af heildartekjum sam- anborið við 80,5% árið 2004. Að und- anskildum afskriftum af óefnisleg- um eignum og fastafjármunum nam aukning gjalda 22,4% sem leiðir af sér hækkun EBITDA-hlutfalls um 1,5 prósentustig milli ára. Meðal fimm stærstu Brúttó meðalframlegð var 50,5% sem var 47,0% 2004. Kostnaðarverð seldra vara sem hlutfall af tekjum var 47,0% á móti 49,6% árið 2004. Sölu- og markaðskostnaður dróst saman sem hlutfall af tekjum, var 13,9% á árinu. Skrifstofu- og stjórn- unarkostnaður jókst sem hlutfall af tekjum, var 10,3% samanborið við 8,7% árið á undan. Ástæðan er sögð meðal annars aukinn rekstrarkostn- aður móðurfélagsins að upphæð 4,4 milljónir evra tengdur fyrirtækja- kaupum og 2,5 milljónir evra sem tengist samþættingu nýrra rekstr- areininga. Róbert Wessman, forstjóri Actav- is, segir að félagið hafi á árinu náð mikilvægri stöðu á Bandaríkjamark- aði eftir kaupin á Amide og sam- heitalyfjasviði Alpharma. Á sama tíma hafi félagið haldið áfram að styrkja stöðu sína á mikilvægum mörkuðum í Evrópu, og sé í dag í hópi fimm stærstu samheitalyfjafyr- irtækja heims. Segist Róbert vera mjög ánægður með reksturinn á árinu og félagið muni halda áfram að styrkja stöðu sína á lykilmörkuðum með markaðssetningu nýrra lyfja. Í ár muni Actavis markaðssetja yfir 150 ný lyf á mörkuðum félagsins og sé vel í stakk búið til frekari vaxtar. Actavis skilar 6,3 millj- arða króna hagnaði Uppgjör Actavis             -   ! .    !      &!     //01(2 '34235   '3((5 +'00101    +05233  #  # 6    0145('/ 055(5'7   6 *   -  !* 051552 '58 2'2/74 ''2553   '(404 +0/1'0/   +0535(     17'275 '70434 24305 '(8      !"  #$%"    &'     bjarni@mbl.is ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson hlaut hæstu einkunn fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni 2005 en Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og IMG Gallup sjá um framkvæmd á henni en niðurstöður voru kynntar í gær. Þetta er fimmta árið í röð sem Ölgerðin mælist með hæstu einkunn. Ölgerðin mældist einnig með hæstu einkunn í flokki framleiðslufyr- irtækja. Í flokki banka og sparisjóða mældist Sparisjóðurinn með hæstu einkunn og Tryggingamiðstöðin í flokki tryggingafélaga. Í flokki veitna, sem stendur fyrir raf- orkuveitur og farsímafyrirtæki, mældist Hitaveita Suðurnesja með hæstu einkunn. Þá mældist ÁTVR með hæstu einkunn í flokki smá- vöruverslana en þeim flokki tilheyra olíufélög, ÁTVR og stórmarkaðir. ÁTVR hækkaði mest allra fyr- irtækja í Ánægjuvoginni milli ára. Morgunblaðið/Ómar Ánægjuvogin 2005 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Sig- rún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, Júlíus Jón Jónsson, for- stjóri Hitaveitu Suðurnesja, Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða, og Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri vá- trygginga- og fjármálaþjónustu Tryggingamiðstöðvarinnar, taka við við- urkenningum sinna fyrirtækja. Mikil ánægja viðskipta- vina Ölgerðarinnar                         !"# $%%&$    ' () *(#&      VEXTIR af íbúðalánum Íbúða- lánasjóðs lækka í dag um 0,05 pró- sentustig. Vextir af hefðbundnum útlánum sjóðsins lækka úr 4,70% í 4,65%, en þau lán eru án upp- greiðslugjalds. Vextir af útlánum sjóðsins sem eru með sérstöku uppgreiðsluálagi lækka úr 4,45% í 4,40%. Vaxtaákvörðunin byggist á niðurstöðum útboðs íbúðabréfa í gær. Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði segir að alls hafi borist tilboð í út- boði sjóðsins að nafnvirði 14,92 milljarðar króna. Ákveðið hafi ver- ið að taka tilboðum að nafnvirði 4,4 milljarðar. Vegin heildarávöxt- unarkrafa tekinna tilboða í útboð- inu með þóknun sé 4,13%. Íbúðalánasjóður hefur sam- kvæmt reglugerð heimild til að ákvarða vexti íbúðalána sinna með hliðsjón af fjármögnunarkostnaði í reglulegum útboðum íbúðabréfa og með vegnum fjármagnskostnaði vegna uppgreiddra lána, að við- bættu vaxtaálagi. Stjórn sjóðsins ákvað að nýta þessa heimild og kemur fram í tilkynningunni að vegnir vextir í útboði íbúðabréfa og uppgreiddra lána sé 4,07%. Vaxtaálag Íbúðalánasjóðs vegna rekstrar er 0,15%, vegna varasjóðs 0,20% og uppgreiðsluáhættu 0,25%. Vaxtaálagið sjóðsins er því samtals 0,60%. Samanlagt eru vextir íbúðalána því 4,67%, sem stjórn Íbúðalánasjóðs lækkar í 4,65%. Vextir af íbúðalánum sjóðs- ins með sérstöku uppgreiðsluálagi eru ákvarðaðir 0,25% lægri, eða 4,40%. Í desember á síðasta ári var vöxtum af íbúðalánum Íbúðalána- sjóðs síðast breytt. Vextir af útlán- um sjóðsins voru þá hækkaðir um 0,1 prósentustig, úr 4,60% í 4,70%, annars vegar, og úr 4,35% í 4,45%, hins vegar. Sú breyting var gerð á grundvelli útboðs á íbúðabréfum eins og nú. Vextir af íbúðalánum Íbúða- lánasjóðs lækka um 0,05%                             +, -$ ./(01 "2 3"&+ "2 ,(/% ./(01 "2 4 %% -!/ ./(01 "2  56/7# "2 8 ./(01 "2 3 5 ./(01 "2 93 #6 #%$ "2  01:$#5 4 #% "2 !50# "2 8 #6 #%$ 93 # "2  /&3 "2 ( $+   $(# "2 ,/ 0;0/<40/= /> ?>/"26 #%$ "2 @0/ "2     -$(# ./(01 "2 $%; /% =0/ 93 # "2 ./ #$ "2 A ;1$=? # "2  '+&3 #$+ ./(01 "2 B &/?$ "2 C ,3 #,$+ &,/(3&0; /D55$#5 ;$=,!=$# "2 E$##30,!=$# "2   ! $%&3$ D? "? /= / "2  3>,0/"F3 5 0=0/3 # -"2 "# $%  'G H= , -$=%2-&/=             <  <   <   < <  4/&D,$#5 "/> "D// -$=%2-&/= < < <    < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < I J I <J I J I J I <J I <J < < I J < I <J < < I < J < I J < I J < I <J < < < < < A&$3 /-$=%$1,$  5$# $36(= H 3(%  5K  01 3 2  2  2  2 2   2  2 2 2 2 2 2  2 2  2 < 2 < 2 < 2  < < 2                                       E$=%$1,$ H :72 %/2 A2 L , 050# /3$,$ ?!3$ -$=%$1,       < <  <    < <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.