Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 25
Sem við mátti búast varð nokkurhvellur og tilskilið fréttafár,þegar Páll Valsson, bókmennta-fræðingur og útgáfustjóri, kvað
upp úr um það fyrir
nokkru, að eftir 100 ár
mætti ætla að íslensk
tunga hefði liðið undir lok,
en landsmenn töluðu þá sín
í milli „frumstæða ensku“.
Fyrstu einkenni hvells-
ins og fréttafársins upp úr
þessari dökku framtíð-
arspá voru þau að fólki var
brugðið við tíðindin. Marg-
ir urðu til þess að taka
undir með Páli Valssyni og
vitna um sannleiksgildi
orða hans um þá hættu
sem vofði yfir móðurmáli
Íslendinga. Varla brá út af
því fyrstu dagana eftir spá
Páls, að menn sæju hætt-
una, sem við blasti. Menn
fylltust eldmóði um nauð-
syn þess að fylkja liði til
bjargar íslenskri tungu,
sjálfu móðurmálinu, frum-
einkenni íslensks þjóð-
ernis. Hvað það varðar vitnuðu menn til
óslitinnar raðar merkismanna allt frá 18.
öld fram til Sigurðar Nordals, Snorra
Hjartarsonar og Vigdísar Finnboga-
dóttur.
Ef ég skil þau rétt, Sigurð, Snorra og
Vigdísi, þá telja þau það fremst einkenna
Íslending, að hann sé mæltur á íslensku,
kunni mál forfeðra sinna, tali það dag-
lega og noti það til að tjá hugsun sína og
tilfinningar í fræðum og skáldskap. Sá er
Íslendingur sem þetta gerir.
En hvað verður úr þessari skoðun þre-
menninganna, þegar prófessor Guð-
mundur Hálfdánarson lætur í sér heyra,
sá áhrifamikli maður um túlkun sam-
tímasögu og viðurkenndur skýrandi Ís-
landssögu 19. og 20. aldar? Hann lét svo
um mælt í útvarpi 3. febrúar sl. að tungu-
málið skipti íslenska þjóðarvitund næsta
litlu. „Íslendingar halda áfram að vera
Íslendingar, þótt þeir geri ensku að þjóð-
tungu sinni,“ má lesa úr orðum prófess-
orsins.
Hvað sem segja má um slíka skoðun,
ber að taka orð Guðmundar Hálfdán-
arsonar alvarlega. Skoðun hans nær til
margra og krefst þess að fundin verði
rök gegn henni, ef menn eru í skapi til
þess. Ekki er lítið sagt, þegar því er hald-
ið fram að móðurmálið skipti engu um
þjóðarvitund fólks. Getur slík fullyrðing
staðist?
Þó undrar mig ekki síður skilningur
Guðmundar Hálfdánarsonar á íslenskri
málsögu. Þar sýnist mér hann viti minna
en sæmir stöðu hans sem prófessors í
sagnfræði, sérfræðings um sögu 19. og
20. aldar. Ef mér skjátlast ekki, eftir að
hafa hlýtt á mál hans í RÚV 3. febrúar,
þá stendur hann í þeirri trú að íslensk
tunga sé og hafi verið „síbreytingum“
háð. Enginn efast um að íslensk tunga
hefur breyst á þúsund ára ferli sínum.
Þar með er ekki sagt að hún sé „sí-
breytileg“ eins og það orð verður skilið.
Ætli mætti ekki fremur segja að íslensk
tunga hafi breyst hægt „i det lange løb“
miðað við norræn mál yfirleitt? Fráleitt
er að halda því fram að málið hafi breyst
frá ári til árs, frá áratug til áratugar.
Löngum stundum hefur íslensk tunga
ekki breyst frá öld til aldar, svo að orð sé
á gerandi, síst af öllu hinar síðari aldir,
eftir því sem heilbrigð skynsemi segir
manni til um það ferli og málfræðingar
votta. Við getum byrjað á því að horfa
aftur um eina öld, 100 ár. Þann tíma þyk-
ist ég mega þekkja af eigin raun, nærri
áttræður karl. Það mál sem ég tala er
mál foreldra minna, föður míns sem
fæddur var á 19. öld og móður minnar
sem fædd var rétt upp úr aldamótum
1900 og höfðu bæði lært að tala af for-
eldrum sínum, sem voru hreinræktaðir
19. aldar menn og lifðu svo lengi að ég (f.
1926) þekkti málfar og tungutak þeirra
(þetta fólk var fætt 1862, 1866, 1870 og
1873). Málið breyttist ekkert milli þessa
fólks og mín og ég held að ég hafi í
stórum dráttum skilað mínu málfari til
minna afkomenda. Ég er hér með í huga
5–6 ættliði sem spanna u.þ.b. 140 ár. Ég
hef auk þess fulla ástæðu til að ætla að
afar mínir og ömmur hafi talað sama mál
og afar þeirra og ömmur, þannig að mál
míns fólks hefur trúlega lítið breyst
mann fram af manni í meira en 200 ár,
sem sýnir mér hvílík fjarstæða það er að
segja að íslensk tunga hafi verið, sé og
hljóti að vera síbreytileg.
Það er rökleysa að halda því fram að
við eigum að láta sem ekk-
ert sé, þótt íslensk tunga
stökkbreytist á einum til
tveimur áratugum og um-
hverfist á þeim 100 árum
sem í hönd fara. Slík þróun
er a.m.k. ekki í neinu sam-
ræmi við málbreytingar síð-
ustu tveggja alda. Ég held
mér því við þá skoðun að ís-
lensk tunga hafi yfirleitt
breyst hægt um aldir og ár
og æskilegt sé að hún haldi
sínum hæga breytingahraða
hér eftir sem hingað til.
Það sem ég þekki til þró-
unar íslensku á 20. öld virð-
ist mér einsýnt að hún felist
í vaxandi þroska málsins á
þessu tímabili, virðingu fyr-
ir undirstöðu þess, fornmáli
bókmennta, talmáli alþýðu-
fólks, nýyrðasmíð smekk-
vísra málfræðinga og ann-
arra orðsnjallra manna. Því er það að í
aldarlok síðastliðin stóð íslenskan með
slíkum blóma að e.t.v. má vænta hnign-
unar hennar eftir þeirri forlagatrú að
þegar hæst ber hefjist hrunið. Menn geta
síðan leikið sér að því að áætla hvaða af-
leiðingar verða af hnignun málsins og
vanrækslu á áframhaldandi þroska þess.
Menningarslys
Hrun íslenskunnar, ef til kemur, er
fyrst og fremst menningarslys. Það þarf
ekki endilega að leiða til lakari efnahags-
afkomu. Íslensk tunga og íslensk lang-
menning er engin ávísun á fégróða í
ágirndarheimi nýkapítalismans. Brákuð
enska kann að duga betur en þroskuð ís-
lenska til framdráttar hugsjónum fé-
gróðans í Bandaríkjum Evrópu. Og úr
því að ljótur enskublendingur dugir bet-
ur en falleg íslenska í æsilegri sam-
keppni á alþjóðamörkuðum, þá er ein-
boðið að enska verður tekin fram yfir
íslensku.
En hitt er jafnvíst að tungumálskiptin
valda menningarbyltingu. Hún mun m.a.
lýsa sér í því að fólkið í landinu notar sína
sérstöku ensku, mállýsku, blandaða
slettum og málleifum úr íslensku. Einn
og einn sérvitringur mun að vísu æðrast
yfir því í blaðagreinum að forntungan
týndist eins og það merka tungumál
Norn á Hjaltlandi. Málfræðingar verða
þá iðnir við að benda á málleifarnar úr ís-
lensku, m.a. í örnefnum hér og hvar.
Dæmi: Essia, Snaefell, Karanook, Land-
manlogar, Issafjord, Saedisfjord, Ac-
coraeri, San Gerdie, Thingvalla o.s.frv.
Vafalaust munu fornhyggjumenn, róm-
antískir og meyrir í lund, gráta í laumi
dauða íslensks máls og langmenningar.
En þeir komast ekki langt á kveinstöfum
sínum. Afturhvarf eða menningarleg
gagnbylting kemur ekki til greina.
Að gráta upp úr gröf sinni
Þegar Íslendingar hafa afsalað sér
pólitísku fullveldi sínu (sú þróun er þegar
hafin) í hendur Bandaríkjum Evrópu og
fórnað tungu sinni (eftir á að giska 100
ár) til framdráttar stöðu sinni í alríkinu,
þá munu þeir einhenda sér í það verk,
sem þegar er á dagskrá, að skapa „Evr-
ópumanninn“. Þess er að minnast að
„Sovétmaðurinn“ var sífellt í sköpun í
Sovétríkjunum meðan það mátti verða.
Hugmyndin um Evrópumanninn hefur
nú þegar fest rætur í framtíðarhug-
sjónum íslenskra sambandsríkissinna.
Þeir sjá það fyrir sér að Íslendingar
muni senn hvað líður líta á sig sem Evr-
ópumenn, óháða „þjóðernislegu, íslensku
ídentíteti“. Þessi hugsjón er eins og
spegilmynd sovésks stalinisma og hvers
kyns karlamagnúsarhugmynda evr-
ópskrar sögu um aldir.
Ef svo fer að einhverjir forngrúskarar
og afturhvarfsmenn taki upp á því að
gráta dauða íslenskrar tungu og þjóð-
menningar eftir 100 ár, mun grátur
þeirra varla finna annan hljómgrunn en
þann að Sigurður Nordal, Snorri Hjart-
arson og Vigdís Finnbogadóttir munu
gráta þeim til samlætis upp úr gröfum
sínum.
Að gráta upp
úr gröf sinni
Eftir Ingvar Gíslason
Ingvar Gíslason
’Hrun íslensk-unnar, ef til kem-
ur, er fyrst og
fremst menning-
arslys.‘
Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra.
pósti frá 25. október
Pálmi viðræðum við
ða og segir ljóst að ekki
ningar um verð.
ir einnig gögn þar sem
í fyrravor var komið
m verð á landinu sem
ð greiða, en ekki und-
uðu þeir ítrekað verðið,
þeir greindu okkur frá
hefði boðið betur. Við
mnir að sameiginlegri
að verðið sem við
280 milljónir króna,
mánaða samningavið-
svo Jón Pálmi sem sleit
ðasta haust, okkur að
ð Bauhaus missti áhug-
ewald. Diewald bætir
n hafi látið bæjaryf-
ll samskipti Bauhaus
ehf. og þeim sé því full-
álið. „Þeir vita að við
mningaviðræðunum, það
mi hinn 25. október sl.
gum síðar var greint frá
aðinu að Urriðaholt
O lóðina. Þurfa menn
na við?“ spyr Diewald og
fyrir.
a.m.k.
erð
að íslenski bygginga-
nn sé alls ekki smár.
andskoðað markaðinn
ð sem BYKO og Húsa-
upp á. Við teljum okkur
á a.m.k. 20% lægra
ssar verslanir gera og
mat okkar á samanburði
m. Þá erum við ýmist að
vörumerki, eða vörur
sem eru sambærilegar að gæðum.
Verðsamanburðurinn er gerður með
nettóverð í huga, þ.e. án virðisauka-
skatts, flutningskostnaðar, tolla o.þ.h.
Við vitum auðvitað að flutningskostn-
aður hingað er meiri en hann er á
meginlandi Evrópu, en samt sem áður
er það alveg ljóst að við getum boðið
umtalsvert lægra verð en þeir gera
sem fyrir eru á markaðnum og samt
sem áður munum við hagnast. Annars
hugleiddum við ekki einu sinni að
koma hingað, því Bauhaus er ekki í
neinni góðgerðarstarfsemi.
Okkar innkoma á markaðinn hér,
mun tvímælalaust hafa það í för með
sér að BYKO og Húsasmiðjan verða
að lækka vöruverð sitt og eigendurnir
verða að sætta sig við minni hagnað.
Þetta vita eigendur Húsasmiðjunnar
og BYKO og þetta er það sem þeir
óttast við innkomu okkar,“ segir Die-
wald og kímir aftur.
„Við metum það svo, að bygginga-
vörumarkaðurinn hér sé 30 til 35 millj-
arðar króna og um helmingur hans sé
á því sviði þar sem við erum sterkast-
ir. Við stefnum að því að ná í upphafi
um 15% markaðshlutdeild, eða um
tveggja og hálfs milljarðs króna veltu
á ári og þaðan stefnum við að sjálf-
sögðu upp á við. Miðað við það, að ná
strax í upphafi 15% markaðshlutdeild,
sjáum við fram á að við getum skilað
hagnaði, þótt það taki kannski eitt eða
tvö ár, vegna stofnkostnaðar og
fleira.“
Bjóða 120 þúsund vörutegundir
Diewald heldur áfram: „Við erum með
mjög mikið vöruúrval, þannig að við
erum að bjóða um 120 þúsund vöru-
tegundir í verslunum okkar sam-
anborið við frá um 2.500 til 25 þúsund
vörutegunda hjá Húsasmiðjunni og
BYKO. Viðskiptavinurinn hefur því
val, hvort hann vill kaupa ódýrt eða
dýrt. Allt frá mjög ódýrri og lítt
þekktri vöru, upp í þekkt og dýrari
vörumerki.
Við erum mestmegnis með vörur
sem lúta að heimilunum, viðhaldi
heimilisins, skrautmuni og verkfæri.
Við leggjum ekki jafnríka áherslu á
byggingavörurnar og timbur, eins t.d.
BYKO gerir. BYKO leggur að sjálf-
sögðu mikla áherslu á timbursölu sína
hér á landi, því þeir eiga verksmiðju í
Lettlandi og geta selt timbrið hér á
landi á hundrað sinnum hærra verði
en þeir greiða fyrir timbrið í Lett-
landi.“
Diewald segir að Bauhaus hafi á
undanförnum árum orðið sterklega
vart við það hvaða augum BYKO leit á
hugsanlega innkomu á markaðinn hér
á landi. „Um leið og BYKO svo mikið
sem fékk nasasjón af því að við hygð-
umst skoða Ísland árið 2004, fundum
við fyrir því viðskiptalega, á þann veg,
að BYKO sleit viðskiptasamböndum
við fyrirtæki í Kanada, sem eigandi
Bauhaus á ráðandi hlut í. Þetta er fyr-
irtæki sem framleiðir sturtuklefa,
glerveggi og þess háttar fyrir baðher-
bergi, í hágæðaflokki og BYKO hafði
lengi flutt inn og selt hér í verslunum
sínum.
Svona viðskiptahættir gerðu í raun
ekkert annað en hleypa illu blóði í
okkur, og ef eitthvað er, gera okkur
enn staðráðnari en fyrr, í því að koma
inn á íslenskan markað, vonandi bæði
ykkur og okkur til góðs.“
Bauhaus boðið að
kaupa Húsasmiðjuna
Diewald segir að það hafi einnig gerst
á árinu 2004, að fyrrum eigendur
Húsasmiðjunnar, undir forystu Árna
Haukssonar, hafi farið til Árósa í Dan-
mörku, og boðið Bauhaus að kaupa
Húsasmiðjuna.
„Þetta var eftir að við vorum byrj-
aðir að skoða innkomu á markaðinn
hér. Við sögðum eigendum Húsasmiðj-
unnar þá að við hefðum ekki áhuga á
slíkum kaupum, því verslanir fyr-
irtækisins væru of smáar fyrir okkur
og það vöruúrval sem við bjóðum upp
á, og ekki væri hægt að byggja upp
dæmigerðan Bauhaus-rekstur í þeirra
verslunum. Þeir voru því mjög fljótir
að selja öðrum Húsasmiðjuna, því þeir
vissu að þessi áform okkar yrðu ekki
stöðvuð. Það hefur að vísu tekið held-
ur lengri tíma að hrinda áformum okk-
ar í framkvæmd, en við hugðum í upp-
hafi, en við erum þess að fullvissir að
fyrir árslok 2007 verslar fólk í stórum
stíl í nýrri og glæsilegri Bauhaus-
verslun á Íslandi.
Við erum staðráðnir í að opna hér
verslun og við munum auka sam-
keppnina á þessu sviði verslunar á Ís-
landi,“ segir Helmut Diewald að lok-
um, viss í sinni sök.
haus
and að BYKO-landi
Morgunblaðið/Ómar
d: Vinnubrögð BYKO með ólíkindum.
agnes@mbl.is
tilteknar aðstæður og við tiltekin skil-
yrði. En ef um vandamál er að ræða
sem eru stærri en slík þá þyrftu fleiri
aðilar að koma þar að heldur en bank-
inn. Þá myndu þessir aðilar skipast til
verka. Vel má vera að við slíkar að-
stæður þyrfti að breyta lögum tíma-
bundið eða eitthvað þess háttar,“ tekur
Davíð sem dæmi.
Viðkomandi banki á að bjarga sér
Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í
forsætisráðuneytinu, segir fyrst og
fremst um samráð aðila að ræða en
ekki ítarlega viðbragðsáætlun. Hins
vegar séu bæði Seðlabankinn og FME
með ákveðnar vinnureglur og við-
bragðsáætlanir tiltækar. „Þetta er meira hugsað
sem viðbrögð við stóráföllum,“ segir Bolli. Hann seg-
ir hins vegar erfitt að segja nákvæmlega til um
hvernig brugðist yrði við, það yrði í raun að meta út
frá hverju tilfelli fyrir sig, t.d. hvort um væri að ræða
einn lántakanda í vandræðum eða hvort um tíma-
bundið greiðslufall væri að ræða.
„En það mun enginn vera tilbúinn að lýsa því yfir
að ef einn bankinn lendir í erfiðleikum þá borgi rík-
issjóður brúsann, það er ekki þannig,“ segir Bolli, en
slík meðul voru notuð á Norðurlöndunum fyrir um
10–15 árum þegar bankarnir þar lendu í kreppu. „Þá
voru [bankarnir] meira og minna allir teknir á rík-
isjötuna. Það vill enginn lýsa því yfir núna.[…] Regla
númer eitt er náttúrlega sú að viðkomandi banki á að
bjarga sér.“ Seðlabankinn, FME og ráðuneytin yrðu
hins vegar í því hlutverki að leita leiða til að lág-
marka áhrifin á fjármálakerfið og efnahagslífið í
heild. við
kerfinu metin í hverju tilfelli fyrir sig
itirnar séu í lagi“
Oddsson