Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÁRUM saman hafa hagsmuna-
samtök langveikra og alvarlega fatl-
aðra barna kallað eftir því að sett
verði í lög greiðslur til foreldra þess-
ara barna sem iðulega þurfa að
hverfa af vinnumarkaði langtímum
saman til að annast langveik börn sín.
Árið 2002 var loks sam-
þykkt þingsályktun-
artillaga sem undir-
rituð flutti ásamt
þingmönnum úr öllum
flokkum um málið. Það
var því fagnaðarefni og
mikið framfaraspor
þegar á þessu þingi var
lagt fram frumvarp um
að festa á lögbókina
greiðslur til foreldra
langveikra eða alvar-
lega fatlaðra barna.
Engu að síður olli það
verulegum vonbrigðum
hve skammt var gengið og hve frum-
varpið var í raun metnaðarlaust.
Ekki síst er það ámælisvert hve
frumvarpið mismunar foreldrum
langveikra og alvarlega fatlaðra
barna sem eru í svipaðri stöðu.
Áfanga er þó náð og honum verður að
fylgja fast eftir með enn frekari rétt-
arbótum í þessu brýna hagsmuna-
máli fjölda heimila í landinu.
Foreldrum mismunað sem búa
við sambærilegar aðstæður
Það sem er gagnrýnisvert í annars
ágætu máli er að greiðslurnar eru
skammarlegar lágar eða 93 þúsund
krónur á mánuði og greiðslur at-
vinnurekenda í lífeyrissjóði eru líka
lægri en almennt gerist á þessu tíma-
bili sem getur verið allt að 9 mánuðir
í alvarlegustu tilvikum. Það er líka
mjög alvarlegt að foreldrum sem búa
við sambærilegar aðstæður er veru-
lega mismunað, þannig að það jaðrar
við brot á jafnræðisreglu stjórn-
arskrárinnar. Foreldrar langveikra
og fatlaðra barna sem greindust fyrir
sl. áramót fá engar greiðslur. Tillögu
okkar í Samfylkingunni um að heim-
ilt verði að þessi réttarbót nái líka til
alvarlegustu tilvika sem greindust
fyrir gildistöku laganna 1. janúar sl.
var hafnað. Það er sömuleiðis mikill
galli á lögunum að þau taka gildi í
áföngum allt fram til ársins 2008.
Þannig að foreldrar barna sem grein-
ast með alvarlega fötlun eða sjúkdóm
á þessu og næsta ári fá greiðslur í
miklu skemmri tíma en börn sem
greinast á árinu 2008. Réttur til
greiðslna eru þrír mánuðir og heim-
ild til framlengingar um
allt að sex mánuði þeg-
ar barn þarfnast veru-
legrar umönnunar
vegna mjög alvarlegra
veikinda eða fötlunar.
Þar sem lögin taka gildi
í áföngum getur t.d. for-
eldri alvarlega fatlaðs
eða langveiks barns
sem greinist í desember
á þessu ári fengið
greiðslur þremur mán-
uðum skemur en barn
sem greinist í janúar
2007. Þetta er óásætt-
anlegur mismunur á greiðslum til
foreldra sem búa við algjörlega sam-
bærilegar aðstæður. Fráleitt er að
þessi mikla mismunun á greiðslum
skýrist af nokkurra daga millibili,
kannski bara eins dags, í greining á
fötlun barns. Skammarlegt er að hin
raunverulega skýring sé að rík-
isstjórnin er að spara með því að láta
130 milljón króna heildarkostnað við
þetta framfaramál taka gildi í áföng-
um og spara með því nokkra tugi
milljóna á næstu tveimur árum. Þess-
ar 130 milljónir eru þó ekki stærri
fjárhæð en svo að hún samsvarar
starfslokasamningi sem greiddur var
einum af ofurlauna forstjórunum í
landinu. Samfylkingin flutti breyting-
artillögur um að þetta óréttlæti yrði
leiðrétt við meðferð málsins á þingi,
en stjórnarmeirihlutinn hafnaði því.
Sama greiðslufyrirkomulag
og í fæðingarorlofi
Þingmenn Samfylkingarinnar
fluttu einnig tillögu um að sama
greiðslufyrirkomulag myndi gilda
eins og í fæðingarorlofslögunum, þ.e.
að greidd væru 80% af meðallaunum
sl. 12 mánaða áður en til þessara
greiðslna kæmi. Rökin fyrir þessu
eru augljós. Í báðum tilvikum verða
foreldrar að hverfa af vinnumarkaði
og því um að ræða vinnumarkaðs-
tengdar greiðslur. Umönnun alvar-
lega veiks barns er líka síst minni en
nýfædds barns. Stjórnarmeirihlutinn
vildi heldur ekki fallast á tillögu okk-
ar um að Tryggingastofnun annaðist
framkvæmd laganna, heldur vildu
þeir fela hana Vinnumálastofnun.
Þetta er gagnrýnisvert í ljósi þess að
um viðkvæmar upplýsingar er að
ræða, sem Tryggingastofnun er
hvort sem er með vegna þeirra
umönnunargreiðslna sem gilt hafa
um árabil vegna fatlaðra eða lang-
veikra barna. Engin rök standa því til
þess að fleiri stofnanir fái þessar upp-
lýsingar en nauðsynlegt er. Engin
ástæða er heldur til að fjölga þeim
aðilum sem foreldrar fatlaðs barns
þurfa að leita til eftir fæðingu barns-
ins. Það er nú um 14 aðilar en for-
eldrar sem eignast heilbrigt barn
þurfa að leita til 2–3 aðila.
Fylgja þarf framförum eftir
Þó hér hafi verið lýst nokkrum al-
varlegum annmörkum á þessum nýju
lögum, skal ekki úr því dregið að hér
hefur unnist áfangasigur. Góðum
áfanga er auðvitað náð þegar búið er
að setja á lögbókina þessa réttarbót,
þó of skammt sé gengið. Lögfesting
þessa áfanga er vissulega viðurkenn-
ing á þörfinni og áfangasigur í rétt-
indabaráttu hagsmunasamtaka for-
eldra langveikra og alvarlega
fatlaðra barna. En baráttan heldur
áfram og fylgja þarf fast eftir frekari
framförum í þessu brýna réttlæt-
ismáli.
Áfangasigur
Jóhanna Sigurðardóttir
skrifar um hagsmuni foreldra
langveikra og alvarlega
fatlaðra barna
’Ekki síst er það ámæl-isvert hve lögin mismuna
foreldrum langveikra og
alvarlega fatlaðra barna
sem búa við sambæri-
legar aðstæður.‘
Jóhanna Sigurðardóttir
Höfundur er alþingismaður.
HJÖRLEIFUR Guttormsson,
fyrrverandi alþingismaður og ráð-
herra, skrifar grein í Morgunblaðið
4. mars sl. sem nefnist „Loftslags-
málin og íslensk stjórnvöld“ þar sem
hann álasar stjórnvöldum fyrir
áhuga þeirra á að
fjölga álverum hér á
landi. Hann víkur þar
að grein minni í sama
blaði 25. febrúar sem
nefnist „Álvinnsla hér
dregur úr styrk koltví-
sýrings í andrúms-
lofti“. Hann segir þar
um mig: „Hann vill láta
stjórnvöld gera þá
kröfu að álvinnsla með
rafmagni frá endurnýj-
anlegum orkulindum
eigi „… alls ekki að
vera með í Kyótó-
bókhaldinu, því að hún dregur úr
heimslosuninni“.“ Þetta er rétt eftir
mér haft. Hann segir mig vilja
„virkja í botn“ eins og hann kemst
að orði. Ég minnist þess ekki að hafa
lagt það til en látum það vera.
Hjörleifur hefur á undanförnum
árum skrifað margar greinar í blöð
og pistla á heimasíðu sína þar sem
hann bendir á þann mikla háska sem
öllu mannkyni stafar af gróðurhúsa-
áhrifunum. Undir flest af því get ég
tekið. En hann hefur líklega skrifað
jafnmargar – ef ekki fleiri – greinar
og pistla gegn fleiri álverum á Ís-
landi. Þetta tvennt á ég erfitt með að
samræma. Ég hef í mörgum blaða-
greinum – nú síðast áðurnefndri
grein frá 25. febrúar – leitt að því
rök að með engu öðru móti geta Ís-
lendingar lagt stærri skerf af mörk-
um í baráttu mannkyns við þau áhrif
en með því að hýsa í landinu allan
þann áliðnað sem þeir mega. Enginn
hefur reynt að hrekja þau rök.
Það er alveg á hreinu og ómót-
mælanlegt að í heimi
þar sem eldsneyti sér
fyrir 80% allrar orku-
notkunar er það í þágu
baráttunnar gegn
gróðurhúsaáhrifunum
að endurnýjanlegar
orkulindir séu „virkj-
aðar í botn“ eins og
Hjörleifur kemst að
orði. Allt annað mál er
að ýmis önnur sjón-
armið en óttinn við
hækkandi hitastig
kunna að mæla því í
gegn. Þá verða menn
að gefa þessum tvennum sjón-
armiðum innbyrðis vægi.
Menn verða að gera það heið-
arlega upp við sig hvort vegur
þyngra í þeirra huga að landsvæði
fara hugsanlega á kaf þar sem þús-
undir manna búa á hverjum ferkíló-
metra og hafstraumar í Norður-
Atlantshafi kunna að breytast með
ófyrirséðum afleiðingum fyrir bú-
setu á Íslandi, eða að Kringilsárrana
sé haldið þurrum og liturinn á Lag-
arfljóti og Langasjó breytist ekki,
svo dæmi séu tekin.
Forsjónin hefur fært hverjum Ís-
lendingi hundrað sinnum meiri efna-
hagslega vatnsorku en hverjum
jarðarbúa að meðaltali og ríflegan
jarðhita í tilbót. Allir Íslendingar
hafa yfirfljótanlega raforku til al-
mennra þarfa, gagnstætt sumum
vatnsorkuríkum þjóðum í þriðja
heiminum þar sem aðeins lítill
minnihluti íbúanna hefur rafmagn
yfirleitt. Svo er strjálbýlinu fyrir að
þakka að enginn á Íslandi þarf að
flytja nauðugur frá heimili sínu
vegna vatnsaflvirkjana. Í Kína þarf
einn íbúi af hverjum þúsund að
flytja nauðugur vegna Þriggja
gljúfra virkjunarinnar. Það sam-
svarar því að 300 manns þyrftu að
flytja nauðugir vegna Kára-
hnjúkavirkjunar. Mörg vatns-
orkurík þróunarlönd eru þéttbýl og
fjölda manns þyrfti að flytja þar
nauðuga vegna virkjana.
Virkjanir hafa vissulega áhrif á
umhverfið sem teljast mega nei-
kvæð, skoðað út af fyrir sig. En það
er ekkert sérstakt fyrir Ísland.
Náttúran á svæði Þriggja gljúfra
virkjunarinnar þykir mjög merkileg.
Sama er að segja um náttúru
margra þróunarlanda. Hverjum
þykir sinn fugl fagur – jafnvel feg-
urstur fugla.
Spyrja má: Ef ekki á að framleiða
ál á Íslandi hvar í heiminum telur
Hjörleifur þá að ætti fremur að
framleiða það? Leggur gjafmildi for-
sjónarinnar á endurnýjanlegar
orkulindir okkur nokkrar skyldur á
herðar gagnvart mannkyninu?
Athugasemd við síð-
ustu grein Hjörleifs
Jakob Björnsson fjallar
um álframleiðslu
’Ef ekki á að framleiða álá Íslandi hvar í heiminum
telur Hjörleifur þá að
ætti fremur að framleiða
það?‘
Jakob Björnsson
Höfundur er fv. orkumálastjóri.
ÉG VAR á Íslandi á dögunum í
stuttri heimsókn og notaði tækifær-
ið til að ræða við ýmsa vísindamenn
sem stunda kennslu
og rannsóknir við Há-
skóla Íslands (HÍ). Ég
veit af eigin reynslu að
þar er margt dugmik-
ið fólk og framúrskar-
andi á sínu sviði. Sá
galli er þó á gjöf
Njarðar að aðstöðu-
leysi og allt umhverfi
liggur langt að baki
þeirri aðstöðu sem
rannsóknaháskólar
annarra þjóða, sem við
viljum bera okkur
saman við, njóta.
Á sama tíma sem
mikil þensla hefur ver-
ið í samfélaginu, útrás
íslenskra fyrirtækja
svo ekki sé minnst á
vöxt margra sjálf-
stæðra menntastofn-
ana í landinu, hefur
HÍ staðið í stað.
Á leið minni aftur
yfir hafið las ég svo í
Morgunblaðinu að há-
skólarektor ætlaði sér
að gera HÍ meðal 100
bestu í heiminum! Það
væri kannski raun-
hæfara sem fyrsta
markmið að koma HÍ
inn á listann yfir þá
500 bestu þar sem skólinn hefur
aldrei staðið! Til þess þyrfti að lyfta
grettistaki, svo ekki sé talað um
hvað þarf að gerast til að sjá HÍ
meðal hundrað bestu þar sem að-
eins allra bestu og stærstu háskólar
Norðurlandanna standa. Háleit
markmið eru góðra gjalda verð en
þegar þau eru algerlega óraunhæf
eru þau til þess eins að bjóða upp á
uppgjöf þeirra sem að standa. Því
miður merkti ég einmitt mikla upp-
gjöf meðal þeirra sem ég talaði við
innan HÍ um þessi mál og þá eink-
um yngri vísindamanna og er þá
óraunhæfum yfirlýsingum ekki á
bætandi. Þetta er til þess eins að
blekkja þjóðina um ágæti HÍ og til
að afla nemenda, sem væru mun
betur settir annars staðar. Þegar
talað er um HÍ í samfélaginu finnst
mér oft rætt um hann sem jafnoka
Harvard eða Yale (meðal bestu há-
skóla heims), í versta falli er hann
borinn saman við skóla eins og
Kaupmannahafnarháskóla (sem er
meðal 100 bestu), meðan honum í
raun svipar til skóla sem fáir kann-
ast við.
Í mínum huga er þessi staða HÍ
mikið áhyggjuefni og hvað er þá til
ráða? Markmið mega gjarnan vera
háleit en verða að vera raunhæf.
Þannig getur HÍ sett sér markmið
að komast á lista yfir 500 bestu há-
skóla heims þar sem t.a.m. Háskól-
inn í Tromsö er (í sæti 402–504 sam-
kvæmt lista Institute of Higher
Education, Shanghai Jiao Tong Uni-
versity, sjá: http://ed.sjtu.-
edu.cn/ranking.htm). Háskólinn í
Tromsö er álíka stór HÍ eða með
6.000 nemendur (HÍ hefur 7.000) en
starfsfólk háskólans í Tromsö er
1.800 samanborið við
900 starfandi fyrir HÍ,
þ.e. tvöfalt fleira starfs-
fólk! Eftir að HÍ er
kominn inn á listann,
mætti setja sér hærri
markmið smátt og
smátt, skref fyrir skref.
Eins og áður segir eiga
aðeins stærstu háskól-
ar hinna Norður-
landanna sæti á lista
yfir þá 100 bestu og all-
ir eru margfalt stærri
en HÍ og eru þó án
skólagjalda.
Hvernig er hægt að
koma HÍ inn á lista yfir
500 bestu? Það þarf
m.a. að stórfjölga föst-
um stöðum, ekki síst til
þess að byggja gott
umhverfi fyrir dokt-
orsnema. Háskólakenn-
arar hafa skammarlega
lág laun miðað við
menntun og ábyrgð og
launin engan veginn
hvetjandi til að fá hæf-
ustu einstaklingana til
starfa. Til að bæta fyrir
lág laun taka margir
hverjir að sér alla þá
auka kennslu sem völ
er á eða sinna öðrum
störfum úti í bæ samfara prófess-
ors- eða dósentstöðu. Afleiðingarnar
eru þær að lítill tími er til að sinna
rannsóknum, en öflugar rannsóknir
eru hornsteinn allra alvöru rann-
sóknaháskóla og það er einmitt í
krafti grunnrannsókna sem þekk-
ingarsköpunin verður til sem leiðir
til framfara og hagsældar fyrir sam-
félagið. Auk þess eru rannsóknirnar
grundvöllur símenntunar háskóla-
kennara og nauðsynlegar til að við-
halda gæðum kennslunnar.
Launin verður því að hækka svo
prófessorar sjái sig ekki tilneydda
að kenna umfram skyldukennsla
eða sækja vinnu annað. Ég hef t.d.
aldrei vitað til þess að prófessor
kenni verklega kennslu eða dæma-
tíma í háskólum nágrannalanda
okkar, en það er daglegt brauð við
HÍ. Rannís þarf að efla enn frekar
þannig að vísindamönnum sé t.a.m.
kleift að borga ráðstefnuferðir sínar
og doktorsnema sinna af styrkjum.
Alþjóðlegar ráðstefnur eru gíf-
urlega lærdómsríkar auk þess sem
þær eru uppspretta alþjóðlegrar
samvinnu og því nauðsynlegar til
uppbyggingar vísindastarfs. Al-
þjóðleg samvinna er einn af þeim
þáttum sem HÍ í samvinnu við
Rannís VERÐUR að hvetja til ef
skólinn á að geta með reisn kallað
sig rannsóknaháskóla. Hér verða
því allir að leggjast á eitt, þjóðin,
HÍ, Rannís, Alþingi og ríkisstjórn
við að greiða götu skólans. Áður en
það gerist munum við ekki standa
við hlið nágrannaþjóða okkar sem
jafningjar.
Við verðum að sameinast um að
Háskóli Íslands verði styrktur veru-
lega. Ef ekki verður hann dragbítur
á þróun samfélagsins þar sem nem-
endur hans munu ekki öðlast þá
hæfni sem þær þjóðir sem við kepp-
um við öðlast í gegnum sína háskóla.
Við skulum heldur ekki gleyma því
að fram til dagsins í dag geta Ís-
lendingar þakkað árangur sinn á
ýmsum sviðum því að námsmenn
hafa sótt menntun sína (einkum
framhaldsmenntun á masters- og
doktorsstigi) út fyrir landsteinana.
Happdrætti Háskóla Íslands hef-
ur lengi vel notað slagorðið „Háskóli
Íslands – þjóðinni til heilla!“. Án
stórátaks mun spurningarmerki
fylgja slagorðinu.
Háskóli Íslands –
þjóðinni til heilla?
Erlendur Helgason fjallar um
háskólamenntun og HÍ
Erlendur Helgason
’HappdrættiHáskóla Íslands
hefur lengi vel
notað slagorðið
„Háskóli Íslands
– þjóðinni til
heilla!“. Án stór-
átaks mun
spurningarmerki
fylgja slagorð-
inu.‘
Höfundur er vísindamaður
og starfar í Ósló.
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.