Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Clive
Owen
Jennifer
Aniston
Vincent
Cassel FREISTINGAR
GETA REYNST
DÝRKEYPTAR
Sýnd með íslensku tali.
Hér er á ferðinni frábært
framhald einnar ástsælustu
teiknimynd allra tíma.
eee
V.J.V. Topp5.is
ALLT TENGIST Á EINHVERN HÁTT
Frá höfundi „Traffc“
eeee
Ö.J. Kvikmyndir.com
eeee
V.J.V. Topp5.is
eeeee
Dóri Dna / Dv
eeee
S.v. / Mbl
Fyrir besta
aukahlutverk
karla
George Clooney.
eee
S.V. MBL
*****
S.V. Mbl.
*****
L.I.B. Topp5.is
****
Ó.Ö. DV
****
S.U.S. XFM 91,9
****
kvikmyndir.is
Frábær og kraftmikil mynd
sem styðst við raunverulega atburði með Óskarsverðlaunahöfu-
num, Charlize Theron, Frances McDormand og Sissy Spacek.
eee
H.J. Mbl.
eee
V.J.V.Topp5.is
eee
S.K. DV
HRÍFANDI KVIKMYND UM MANNLEGAR TILFINNINGAR
eee
V.J.V. topp5.is
eeee
S.V. mbl
eeee
A.G. Blaðið G.E. NFS
eee
Ó.H.T. RÁS 2
Syriana kl. 5.30 - 8 og 10.30 b.i. 16 ára
Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 ára
Blóðbönd kl. 6 - 8 og 10
Munich kl. 5.50 og 9 b.i. 16 ára
Pride & Prejudice kl. 5.45 og 8.15
Eins og allir alvöruhnakkarvita er Biblía fallegafólksins komin út. Hávar
Sigurjónsson, blaðamaður Morg-
unblaðsins, fór nokkrum orðum
um bókina í Lesbókinni um síð-
ustu helgi, og í sjálfu sér er litlu
við þá umfjöllun að bæta. En ein-
hverra hluta vegna grunar mig nú
samt að sú umfjöllun hafi meira
eða minna farið framhjá hnökk-
unum, og þar af leiðandi mark-
hópi Biblíunnar. Ég met það því
svo að mér sé óhætt að hafa fleiri
orð um þessa blessuðu bók og höf-
und hennar – að því gefnu að
haus pistilsins hreki hvorki „white
trash“- né „uppdeituðu white
trash“-hnakkana yfir á næstu
síðu.
Eins og svo margir aðrir hefég haft nokkra ánægju af því
að fylgjast með hliðarsjálfi Egils
Einarssonar undanfarin misseri.
Að mörgu leyti virðist hann falla
vel að því að vera eins konar karl-
kynsútgáfa Silvíu Nóttar, þegar
maður veltir fyrir sér þeirri ríku
áherslu sem Gilzenegger leggur á
útlitið og aðra úthverfari þætti
mannlegs atgervis – en þó ekki al-
veg. Á sama tíma og Silvía Nótt
leitast við að holdgera það sem í
daglegu máli kallast hégómi og
um leið velta upp stórum spurn-
ingum um nútímagildismat virðist
það frekar vera hlutverk Gilzen-
eggers að skilgreina hégómann
niður í svo margar smáar eindir
að spurningarnar sem vakna
verða óhjákvæmilega sértækar og
lítilfjörlegar. Í stað þess að spurn-
ingin snúist um það hvort útlitið
skipti mestu máli snýst hún frekar
um það hvort það sé eftirsókn-
arverðara að vera hnakki eða
trefill(!)?
Biblía fallega fólksins er líklegamerkilegust fyrir þær sakir
að hún festir á prent lífsstíl sem
virðist njóta síaukinna vinsælda
hjá ungu fólki. Æskudýrkunin
hefur verið fyrirferðarmikil und-
anfarna áratugi en nú hefur hún
færst upp á næsta stig. Það er
ekki lengur nóg að vera ungur.
Ungt skal líka vera fallegt; „hel-
köttað“ og „heltanað“. Líklega
hefur þessi líkamsdýrkun ekki
verið jafnfyrirferðarmikil síðan
Forn-Grikkir hófu að höggva í
stein en þar var þó á yfirborðinu
hugmyndin um að heilbrigð sál
þyrfti verustað í hraustum líkama.
Því er ekki beint fyrir að fara í
Biblíu fallega fólksins. Sálinni er
svo að segja úthýst úr musterinu
og jafnvel af meira offorsi en önn-
ur Biblía greinir frá. Gilzenegger
lýtur sömu lögmálum og Silvía
Nótt að því leyti að skilyrði fyrir
tilvist hans er að finna í mótstöð-
unni. Eins lengi og þeir eru til
sem fordæma skoðanir hans og
gildismat á opinberum vettvangi
fjölgar í hópi þeirra sem telja
hann til fyrirmyndar. Þetta segir
sig sjálft og gerist hér eins og alls
staðar annars staðar þar sem deilt
er um lífsstíl.
Það er því óneitanlega kald-hæðnislegt, eins og sannaðist
í „raunveruleikriti“ Silvíu Nóttar,
þegar venjulegt fólk sem á sér
einskis ills von sogast í hringiðuna
og verður að leiksoppum í hand-
riti sem skrifast jafnóðum og það
er leikið. Þeir sem taka það að sér
að berjast gegn skoðunum Gilzen-
eggers eiga álíka mikla von á
sigrum og gamli kallinn sem barð-
ist við vindmyllurnar. Það ættu
treflarnir í það minnsta að vita.
11. Þú skalt vera fallegur
’Sálinni er svo að segjaúthýst úr musterinu og
jafnvel af meira offorsi en
önnur Biblía greinir frá.‘
Gilzenegger og meðreiðarsveinninn Partí-Hans.
hoskuldur@mbl.is
AF LISTUM
Höskuldur Ólafsson
SUMAR dægurperlur hvíta tjalds-
ins hefðu betur fengið að hvíla í
friði. Ekki er langt um liðið síðan
Tim Burton, morð fjár og bylting í
brellusmíði gerðu lítið meira en að
skaða minninguna um gömlu góðu
Apaplánetuna. Nú er röðin komin
að öðru, og augsýnilega ósnert-
anlegu minni úr kvikmyndasög-
unni, Jacques Clouseau og Bleika
pardusnum, sem Peter Sellers og
Henry Mancini gerðu ódauðlegt á
sjöunda áratugnum.
Það er ekki heiglum hent að fara
í fötin hans Sellers. Martin er
sannarlega einn af betri gaman-
leikurum samtímans og með fleiri
aðsóknarmyndir að baki en Sellers.
En hann ræður ekki við franska
hrokagikkinn og hálfbjánann Clou-
seau varðstjóra, allavega ekki í
augum þeirra sem muna hamfarir
breska snillingsins á arum áður.
Varðstjórinn var eitt af hans bestu
sköpunarverkum og ekki á annarra
færi að reyna að nálgast þau.
Í nýju myndinni fær Dreyfuss
(Kline), lögreglustjóri Parísar-
borgar, þá snjöllu hugmynd að
kalla til versta aulann í lögregluliði
Frakklands til að leysa gátuna um
hver myrti þjálfara franska fót-
boltalandsliðsins og rændi í leið-
inni af honum heillagripnum, bleik-
um demanti. Þegar aulinn hefur
síðan klúðrað hlutunum gjör-
samlega hyggst Dreyfuss birtast í
sviðsljósinu og leysa málið með
glæsibrag og verða þjóðhetja fyrir
vikið. En margt fer öðruvísi en
ætlað er.
Dreyfuss hefur uppi á Closueau
og fær honum til aðstoðar lög-
reglumanninn Ponton (Reno), sem
á að fylgjast grannt með aulanum
Clouseau og tilkynna Dreyfuss all-
ar hans gjörðir. Þá kemur við sögu
Xania (Knowles), poppstjarna og
vinkona þjálfarans.
Reno, Kline og söngkonan
Knowles bæta lítið úr skák og há
þeim fyrst og fremst afleitar línur
og flatneskjuleg leikstjórn. Allt
púðrið í handritinu fer í varðstjór-
ann en Clouseau nær sér sjaldan á
flug, atriðið þar sem hann æfir
framburð á ghamburgerh, sýnir þó
að ekki er við Martin að sakast,
með betri línum hefði hann vafa-
laust náð að búa til nýjan Clou-
seau. Ekki Sellersbetrung en sinn
eigin „inspector“, og bjargað mál-
unum frá gjaldþrotinu á tjaldinu.
„Allt púðrið í handritinu fer í varðstjórann en Clouseau nær sér sjaldan á flug,“ segir m.a. í dómi.
Upprisa og fall varðstjóra
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Sambíóin, Borgarbíó
Akureyri
Leikstjóri: Shawn Levy. Aðalleikarar:
Steve Martin, Kevin Kline, Jean Reno,
Beyoncé Knowles, Kristin Chenoweth,
Emily Mortimer. 90 mín. Bandaríkin,
2006.
The Pink Panther Sæbjörn Valdimarsson