Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MEIRA en 240 konur í 50 ríkjum hafa sakað Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um að styðja aðeins jafnrétti kynjanna í orði en ekki á borði. Kemur þetta fram í opnu bréfi til hans en Alþjóðakvennadagurinn er í dag. Þrátt fyrir ótal samþykktir og lög er staða kvenna víða mjög slæm og í sumum heimshlutum njóta þær ekki grundvallarmannréttinda. Í bréfinu segjast konurnar vera „vonsviknar og reiðar“ vegna þess, að lítil áhersla sé á að auka hlut kvenna samtímis þeirri uppstokkun og breytingum, sem unnið sé að inn- an SÞ. Gangi það þvert á fyrri sam- þykktir og markmið. „Konum í ábyrgðarstöðum innan samtakanna fækkar stöðugt og það er algerlega ólíðandi með stofnun, sem hefur það að markmiði að vinna að auknu jafnrétti karla og kvenna,“ segir í bréfinu. Á Vesturlöndum er staða kvenna betri en annars staðar en á mörgum sviðum eiga þær þó enn undir högg að sækja, ekki síst í launamálum. Víða annars staðar fá þær ekki að njóta einföldustu mannréttinda og ofbeldi gegn þeim er látið óátalið. Sem dæmi er nefnt, að á Indlandi létu um 7.000 konur lífið 2004 vegna deilna um heimanmund þótt hann hafi verið bannaður í meira en 40 ár. Í mörgum löndum múslíma er litið á ofbeldi gagnvart konum sem fjöl- skyldumál og jafnvel í Japan, öðru stærsta hagkerfi í heimi, er það erf- itt og jafnvel áhættusamt fyrir kon- ur að skýra frá ofbeldi gagnvart þeim. Þannig er það víða í Asíu. Skelfilegt ástand í Afganistan Líklega er staða konunnar einna verst í Afganistan. Þar eiga konur til jafnaðar 6,6 börn, helmingi fleiri en til jafnaðar í heiminum. Þar er barnadauði mikill og næstum því tí- unda hver kona deyr af barnsförum. Vannæring er mikil og ævilíkur kvenna ekki nema 44 ár. Ofbeldi gagnvart konum er eitt mesta heil- brigðisvandamálið í Afganistan en samt er varla litið á nauðgun og mis- þyrmingar á þeim sem glæp. Segja má, að stríðsátök hafi verið í Afganistan meira eða minna í 23 ár og með öllum þeim afleiðingum, sem það hefur fyrir landsmenn, einkum konur og börn. Vegna alls þessa eru sjálfsmorð orðin svo tíð meðal kvenna, að stjórnvöld eru jafnvel farin að tala um ástandið sem „þjóð- arskömm“. Ekki er staðan betri í Pakistan þar sem hópnauðganir eru tíðar en landinu hefur stundum verið líkt við „svarthol“ í mannréttindamálum, einkum kvenna. Í sumum Persaflóa- ríkjanna hefur nokkuð áunnist í rétt- indabaráttu kvenna að undanförnu en það á ekki við um Sádi-Arabíu þar sem enn er að mestu farið með konur sem húsdýr. Segja Annan hafa brugðist í jafnréttisbaráttunni Alþjóðadagur kvenna er í dag en víða um heim njóta þær ekki enn einföldustu mannréttinda Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is AP Konur brjóta stilka chilipiparjurtar í Ahmadabad á Indlandi. Indversku konurnar fá sem samsvarar rúmum sex krónum fyrir hver 20 kílógrömm af chilipipar sem þær vinna með þessum hætti. Alþjóðakvennadagurinn er í dag. Gautaborg. Morgunblaðið. | Vopnað rán var framið á Landvetter-flug- vellinum utan við Gautaborg í Sví- þjóð í gær. Að því er fram kom á fréttamannafundi á flugvellinum nokkrum klukkustundum eftir ránið er talið að það hafi verið þaulskipulagt og voru ræningjarn- ir á bak og burt innan nokkurra mínútna. Flugvél SAS-flugfélagsins lenti á Landvetter um kl. 12.30 eftir flug frá London. Um borð voru m.a. peningar sem peningaflutn- ingabíll Securitas beið eftir, en þessi verðmæti voru grímuklæddir ræningjar fyrri til að nálgast. Þeir höfðu ekið jeppa í gegnum hlið á flugvellinum og höfðu peninga- töskurnar á brott með sér. Nýbúið var að opna farangursgeymslur flugvélarinnar en farþegar voru enn um borð og nokkrir þeirra urðu sjónarvottar að ráninu. Á vef Göteborgs Posten er haft eftir öryggisstjóranum á Landvet- ter, Dan Larsson, að ræningjarnir hljóti að hafa haft upplýsingar frá innanhússfólki. Þeir hljóti að hafa vitað að verðmæti voru flutt með einmitt þessari flugvél og hvernig farið er að við flutning þeirra. Ræningjarnir voru vopnaðir og hótuðu starfsfólki Securitas og ör- yggisvörðum Landvetter. Ekki er komið í ljós hversu mikla fjármuni ræningjarnir komust yfir. Talið er að þeir hafi kveikt í jeppanum eftir að þeir komu út af flugvallarsvæðinu. Þá er talið að þeir hafi skipt yfir í Volvo sem síð- an fannst logandi inni í bænum Landvetter þar sem talið er að þriðji bíllinn, sem nú er leitað, hafi beðið ræningjanna. Minnir á ránið á Arlanda-flugvelli Ránið þykir minna á ránið sem framið var á Arlanda-flugvellinum við Stokkhólm árið 2002. T.d. var þá einnig um að ræða SAS-vél frá London sem hafði að geyma pen- ingatöskur, ræningjarnir óku þá einnig bíl í gegnum hlið og að far- angursgeymslu flugvélarinnar, þeir óku á brott með þrettán pen- ingapoka alls með jafnvirði 43,9 milljóna sænskra króna í ýmsum gjaldmiðlum. Þá var einnig kveikt í bíl, að því er talið er til að villa um fyrir lögreglu. Áður en ránið var framið höfðu ræningjarnir skilið eftir sig tor- kennilega tösku með loftneti, við brottfararhlið 19A í millilandaflug- sbyggingu Landvetter, þar sem vélin lenti. Seinnipart dags í gær var ekki enn komið í ljós hvort taskan innihéldi sprengju en lög- reglan gekk út frá því við rann- sóknina. Millilandaflugsbygging- unni var því lokað og öllu millilandaflugi aflýst um óákveðinn tíma. Innanlandsflug komst fljót- lega á áætlun. Þaulskipulagt rán á flugvellin- um í Gautaborg Washington. AFP. | Við- brögðin við afhendingu Óskarsverðlaunanna að- faranótt mánudags ein- kenndust af ágreiningn- um milli íhaldssamra og frjálslyndra Bandaríkja- manna. Hinum fyrr- nefndu þóttu margir sig- urvegaranna og hinna, sem voru tilnefndir en fengu ekki verðlaunin, koma á framfæri fé- lagslegum og pólitískum baráttumálum vinstri- manna. Hægrisinnaðir blogg- arar og íhaldsmenn, sem tóku þátt í símaspjall- þáttum útvarpsstöðva, kvörtuðu sáran yfir því að sjónarmið þeirra hefðu ekki átt neinn fulltrúa á meðal þeirra sem voru tilnefndir – hvað þá þeirra sem hrepptu helstu Óskarsverðlaunin. „Á meðal myndanna sem voru til- nefndar í ár voru sögur um samkyn- hneigða smala, klæðskipting og jap- anskar vændiskonur,“ sagði á heimasíðu Concerned Women for America, hreyfingar íhaldssamra kvenna sem beita sér fyrir kristi- legum fjölskyldugildum. Hreyfingin kvartaði yfir því að „yfirstéttarfólkið í Hollywood“ hefði algerlega hunsað þær fáu myndir, sem hreyfingin hefur lagt blessun sína yfir, þótt þær hefðu notið mik- illa vinsælda meðal almennings í Bandaríkjunum og víðar í heim- inum. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum segja að kvikmyndaakademían, sem veitir Óskarsverðlaunin, hafi oft hunsað vinsælar myndir sem hægri- mönnum þóknast vel og benda með- al annars á mynd Mels Gibsons um píslarsögu Krists sem hlaut ekki náð fyrir augum akademíunnar í fyrra. Núna benda þeir á aðra vinsæla mynd með kristilegan yfirtón, „Töfralandið Narnía: Ljónið, nornin og skápurinn“, sem akademían sýndi lítinn áhuga. Family Research Council, kristi- leg hreyfing sem beitir sér fyrir hefðbundnum fjölskyldugildum, sagði að seldir hefðu verið nær jafn- margir miðar á sýningar á Narníu og samanlagt á sýningar á öllum myndunum fimm, sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna fyrir bestu myndina. „Akademían hefur miklu minni áhuga á að skemmta fólki en að reyna að móta menninguna og ná pólitískum markmiðum,“ sagði á vef hreyfingarinnar. Íhaldsmenn ósáttir við Óskarsverðlaunin AP Framleiðendurnir Cathy Schulman (t.v.) og Paul Haggis eftir að mynd þeirra, Crash, var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni. London, Washington. AFP. | Stefnt er að því, að breska herliðið í Írak verði að mestu flutt heim fyrir mitt ár 2008. Kom þetta fram í viðtali við breskan hershöfðingja í Bagdad. Sagði hann, að Bandaríkjastjórn væri með álíka áætlun. Kom þetta fram í viðtali The Daily Telegraph við Nick Houghton, æðsta mann breska hersins í Bag- dad, en í yfirlýsingu frá breska varn- armálaráðuneytinu sagði, að það, sem Houghton hefði nefnt, væri að- eins ein hugmynd af mörgum. Houghton sagði, að byrjað yrði á því að fela íraska hernum að halda uppi öryggisgæslu í nokkrum héruð- um og þeim síðan fjölgað ef vel gengi. Ný skoðanakönnun í Bandaríkjun- um, sem unnin var fyrir Washington Post-ABC News, sýnir, að vel 80% landsmanna telja átökin í Írak vera að breytast í borgarastríð. 52% telja, að kalla eigi bandaríska herliðið heim strax, 65% segja stjórnvöld ekki styðjast við neina áætlun og 59% lýsa yfir vantrausti á George W. Bush forseta í Íraksmálum. Segir Breta farna 2008 STUÐNINGUR við Framfaraflokk- inn í Noregi hefur aukist verulega að undanförnu og mælist hann nú stærstur norsku stjórnmálaflokk- anna. Er fylgisaukningin rakin til deilunnar um skopmyndirnar af Mú- hameð en Framfaraflokkurinn berst gegn fleiri innflytjendum í Noregi. Væri gengið til kosninga nú fengi Framfaraflokkurinn 31,8% atkvæða en í síðasta mánuði mældist fylgið við hann 27,1%. Var könnunin gerð fyrir dagblaðið Bergens Tidende. „Þessi mikli stuðningur er aug- ljóslega tengdur skopmyndamál- inu,“ sagði stjórnmálafræðingurinn Frank Aarebrot í viðtali við blaðið en í janúar birti kristilegt tímarit í Nor- egi skopmyndirnar af Múhameð, sem upphaflega birtust í danska dagblaðinu Jyllands-Posten. Olli birting þeirra mótmælum og morð- hótunum í löndum múslíma. Í könnuninni fer fylgi við Verka- mannaflokkinn, stærsta stjórnar- flokkinn, úr 33,1% í 28,7% en þriðji stærstur nú er Hægriflokkurinn með 14,4%. Tapar hann 0,2 pró- sentustigum. Framfara- flokkurinn stærstur Tókýó. AFP. | Japanskir vísinda- menn hafa unnið óvænt afrek: þeim hefur tekist að búa til van- illu með tilheyrandi angan úr kúamykju. Mayu Yamamoto, vísinda- maður við Alþjóðalæknavís- indastöðina í Japan, segir að hægt verði að nota vanilluna, sem unnin er úr kúamykju, í vörur eins og hársápu og lykt- arkerti. Segir hún að enginn munur sé í reynd á þessari van- illu og þeirri, sem unnin sé úr vanillu-baunum en ekki komi þó til þess, að hún verði sett í matvæli. Auknar kröfur séu nú gerðar um að gefið sé upp hvað- an tiltekin efni í matvælum komi og ekki sé líklegt að fólk hafi áhuga á matvælum, sem geyma vanillu af þessum upp- runa. Framleiðslukostnaður van- illu úr kúamykju er meira en helmingi lægri en þeirrar, sem unnin er úr vanillu-baunum. Búa til vanillu úr kúamykju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.