Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 23
UMRÆÐAN IAN ANDERSON
IAN ANDERSON
Plays The Orchestral
JETHRO TULL
í Laugardalshöll 23. maí.
Miðasala hefst í dag kl. 10
www.performer.is
Maðurinn á bak við Jethro Tull, flautuleikarinn, söngvarinn og lagasmiðurinn
Ian Anderson á stórtónleikum í Laugardalshöll 23. maí,
ásamt eigin hljómsveit og félögum úr Reykjavík Chamber Orchestra.
Miðasala á www.midi.is, í verslunum Skífunnar og BT á Akureyri og Selfossi.
Aðeins selt í númeruð sæti, takmarkaður fjöldi.
Í „SPEGLINUM“ föstudaginn 20.
janúar sagði Ólafur Proppé, rektor
Kennaraháskóla Íslands, að Íslend-
ingar gætu auðvitað
tekið stúdentspróf 19
ára eins og í öðrum
löndum og því væri
ekkert því til fyr-
irstöðu að stytta nám
til stúdentsprófs um
eitt ár.
Hvílík einföldun! Að
sjálfsögðu geta Íslend-
ingar tekið stúdents-
próf 19 ára, enginn
dregur það í efa! Málið
snýst ekki um það
heldur um forskotið
sem íslenskir stúd-
entar hafa í dag.
Skólakerfi þar sem
stúdentar útskrifast
19 ára eru í heild öðru-
vísi og árangurinn
sömuleiðis, nefnilega
verndaðir einstak-
lingar, sem aldrei hafa
kynnst öðru en skóla-
bekknum. Ég er þýsk
að uppruna og hef
kynnst því af eigin
raun hvernig það er að
alast upp í vernduðu
skólaumhverfi til 19
ára. Ég hika ekki við
að fullyrða að tvítugur
Íslendingur er miklu þroskaðri og
sjálfstæðari en jafnaldri hans í
Þýskalandi og því betur undir það
búinn að takast á við sjálfstætt nám í
háskóla.
Íslenskir stúdentar standa ein-
faldlega betur að vígi varðandi per-
sónulegan þroska og námsundirbún-
ing en aðrir af því að þeir fá árin til
tvítugs til að þroskast
og læra í raun „fyrir líf-
ið“ með þátttöku í raun-
verulegu atvinnulífi á
sumrin og skólanámi á
veturnar.
Málið snýst um það
hvort halda eigi í það
forskot sem íslenska
skólakerfið hefur fram
yfir önnur eða hvort
skera skuli niður og
taka skref aftur á bak.
Að sjálfsögðu verður
stöðugt að endurskoða
skólakerfið en ég tel
það ábyrgðarleysi að
höggva fyrst og reyna
síðan að setja plástra á
sárin næstu 5–10 árin
þegar í ljós kemur hvað
hefur tapast og hvar
„blæðir“. Mun raun-
hæfara er að vinna að
uppbyggjandi starfi
með kennurum og
halda í það sem reynst
hefur vel. Breytingar
geta aðeins tekist í ná-
inni samvinnu við kenn-
arana. Að lokum ráða
þeir úrslitum um hvern-
ig til tekst því að þeir
eiga að framkvæma.
Misskilningur
Ólafs Proppé
Maja Loebell svarar
Ólafi Proppé rektor
Maja Loebell
’Málið snýst umþað hvort halda
eigi í það forskot
sem íslenska
skólakerfið hefur
fram yfir önnur
eða hvort skera
skuli niður og
taka skref aftur
á bak.‘
Höfundur er framhaldsskólakennari.