Morgunblaðið - 08.03.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 41
MENNING
BRYNDÍS Halla Gylfadóttir selló-
leikari og Antonía Hevesi píanóleik-
ari munu spila rússneska og róm-
antíska tónlist í hádegistónleikaröð
Hafnarborgar á morgun kl. 12.
Hafnarborg, sem er menningar-
og listastofnun Hafnarfjarðar, hefur
frá því í ágúst 2002 staðið fyrir tón-
leikum í hádegi einu sinni í mánuði.
Tónleikarnir standa yfir í um hálfa
klukkustund og eru sérstaklega
hugsaðir sem tækifæri fyrir fólk
sem starfar í miðbæ Hafnarfjarðar
til að njóta góðrar tónlistar í hádeg-
ishléi.
Bryndís Halla ákvað að taka þátt í
þessari tónleikaröð þegar Antónía
hafði samband við hana í vetur.
„Mér finnst þetta sniðugt framtak
og ekki oft sem fólki býðst að brjóta
upp hversdaginn hjá sér með slíkum
tónleikum.“
Bryndís og Antonía völdu að leika
rússneska tónlist en það er alltaf
ákveðið þema á hverjum tónleikum.
„Dagskráin hjá okkur er fjöl-
breytt, bæði rómantísk og tilfinn-
ingarík, hún er kannski í dekkri
kantinum og svolítið alvarleg. Það
er mjög gaman að spila þessa tónlist
á sellóið en rússnesk tónlist hefur
alltaf höfðað til mín,“ segir Bryndís
Halla.
Á efnisskrá eru verk eftir tón-
skáldin Tchaikovsky, Rachmaninoff,
Stravinsky og Glazunov.
Antonía Hevesi hefur verið list-
rænn stjórnandi og umsjónarmaður
hádegistónleikanna frá upphafi.
Hún er alltaf undirleikari á tónleik-
unum og velur þá listamenn sem
koma fram í hvert skipti.
Hádegistónleikarnir eru alltaf
einu sinni í mánuði frá september
fram í maí. Í apríl er það Bragi
Bergþórsson tenór sem mun koma
fram og í maí lokar Kolbeinn Ket-
ilsson tenórsöngvari þessari hádeg-
istónleikaröð fram á haust.
Tónleikagestir geta keypt sér
veitingar á kaffistofu Hafnarborgar,
enginn aðgangseyrir er og tónleik-
arnir eru öllum opnir á meðan hús-
rúm leyfir.
Tónlist | Hádegistónleikar í Hafnarborg á morgun
Morgunblaðið/Sverrir
Bryndís Halla Gylfadóttir og Antonía Hevesi.
Rússnesk rómantík í hálftíma
Aðgengi almennings
að upplýsingum um lyf
Málþing á Hótel Nordica
fimmtudaginn 9. mars, kl. 14.00
Nokkur umræða hefur farið fram um markaðssetningu lyfja
og aðgengi almennings að upplýsingum um lyf og sjúkdóma.
Óumdeilt er að allir þegnar landsins ættu að njóta sama
réttar til hlutlægra, aðgengilegra, nákvæmra og auðskilinna
upplýsinga um heilsu, heilbrigðisþjónustu, forvarnir, sjúkdóma
og framboð meðferða. Þar á meðal ættu að vera upplýsingar
um lyf, einnig lyfseðilskyld lyf sem gerir þeim kleift að taka
upplýstar ákvarðanir í samráði við lækna um
heilsu og meðferð.
Setning: Davíð Ingason stjórnarmaður í Frumtökum.
Frumælendur eru:
Jónína Bjartmarz Framsóknarflokki
Ásta Möller Sjálfstæðisflokki
Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingunni
Þuríður Backman Vinstri Grænum
Þórir Sigurbjörnsson frá Hjartaheillum
Sigurbjörn Sveinsson Læknafélagi Íslands
Einar Magnússon Heilbrigðis og Tryggingaráðuneyti
Mattías Halldórsson Landlæknisembættinu
Samantekt og ráðstefnuslit, Hjörleifur Þórarinsson,
formaður Frumtaka
Um Frumtök
Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál
og gæta hagsmuna framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á
alþjóðavísu. Einnig að stuðla að rannsóknum og þróun lyfja og
að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda hér á landi.
Síðustu forvöð!!!
9. mars
15. mars
16. mars
23. mars
24. mars
25. mars uppselt
30. mars
31. mars
1. apríl
Landið í maí
Vestmannaeyjar
4. maí sýning
5. maí sýning
6. maí sýning
7. maí sýning
Seyðisfjörður
10. maí sýning
11. maí sýning
12. maí sýning
13. maí sýning
14. maí sýning (aukas.)
Landið í maí
Akureyri
17. maí sýning
18. maí sýning
19. maí sýning
21. maí sýning
Ísafjörður
25. maí sýning
26. maí sýning
27. maí sýning
Aðeins þessar sýningar:
í Reykjavík
Viðskiptavinir Landsbankans
fá 500 króna afslátt á
ofangreindum stöðum„Frábærlega gert. Staðhæfingarnar
frábærar og hnyttinn texti.
Hvílíkur gimsteinn sem þessi kona
er á sviðinu.
Að sjá hverning hún rúllaði
áhorfendunum upp.
Til hamingju með það.“
Bragi Hinriksson