Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín Jóhann-esdóttir fæddist í Reykjavík á hvíta- sunnudag, 4. júní 1922. Hún lést 28. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhannes Sigurðs- son prentari, f. 8. apríl 1892, d. 1. nóv. 1979, og Ragn- hildur Sigurðar- dóttir, f. 23. des. 1889, d. 9. des. 1940. Systkini Kristínar eru a) Ingileif Ágústa, f. 31. mars 1918, gift Hjalta Sig- urðssyni sem er látinn. Dóttir þeirra er Guðrún, f. 1938. b) Vil- borg, f. 3. febr. 1924, gift Gunn- ari Sigurjónssyni sem er látinn. Börn þeirra eru Gunnar Jóhann- es, f. 1950, Sigurjón, f. 1953, Ragnar, f. 1955, Guðlaugur, f. 1957, Ragnhildur, f. 1963 og Bjarni, f. 1965. c) Sigurður, sam- feðra, f. 13. nóv. 1945. Börn hans eru Helga, f. 1973, Dóra Mar- grét, f. 1978 og Jóhannes, f. 1984. Uppeldissystir Kristínar er Helga Guðfinna Ásmunds- dóttir, f. 17. jan. 1912. Kristín var ógift og barnlaus. Hún lauk skyldu- námi og fór eitt ár til Hurdal í Noregi á kristilegan lýðhá- skóla. Hún hóf störf við bókband í prentsmiðjunni Eddu 17 ára gömul og starfaði þar í nokkur ár og var síðan matráðskona á stúlknaskóla í Hlaðgerðarkoti í eitt ár. Eftir það varð hún matráðs- kona á vistheimili barna við Dalbraut í tvo áratugi frá upphafi þess þar til hún varð fyrir áfalli og missti heilsuna ár- ið 1984. Eftir það bjuggu þær Vilborg og Kristín saman. Kristín gekk ung í KFUK og var leiðtogi í yngri deild og ung- lingadeild KFUK við Amtmans- stíg í mörg ár. Hún var kosin í fyrstu stjórn Vindáshlíðar og sat í henni í um 20 ár. Kristín gekk í kristniboðsflokk KFUK fljótlega eftir að hann var stofnaður og var í bænahópi innan KFUK til margra ára. Útför Kristínar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Við systkinin viljum með þessum orðum minnast frænku okkar Krist- ínar Jóhannesdóttur, eða Diddu eins og hún var alltaf kölluð. Hún fæddist á Skólavörðustíg 35 í Reykjavík en fjölskyldan fluttist síðar á Framnes- veg í svokallað bankahús. Á heim- ilinu bjó Helga Ásmundsdóttir sem hafði komið inn á heimili afa okkar og ömmu Ragnhildar og Jóhannesar 8 ára gömul þegar faðir hennar, bróðir Ragnhildar, lést. Var Helga eins og stóra systir þeirra systra, Diddu, mömmu og Ingu frænku, og bjó hjá þeim þar til fjölskyldan flutt- ist norður á Akureyri 1933. Kristni- boðsfélag kvenna á Akureyri hafði reist kristniboðshúsið Zíon þar og réð Jóhannes afa okkar til starfa. Á Akureyri gekk Didda í barnaskóla og þar gengu þær systur í lítið kristniboðsfélag fyrir stúlkur, Fræ- kornið, sem kristniboðskonurnar stofnuðu. Árið 1936 komu norskir stúdentar til að halda vakningarsam- komur í Zíon og höfðu þær samkom- ur mikil andleg áhrif á Diddu sem ungling. Þar með var lífsstefnan mótuð og eftirfylgdin við Jesú Krist ákveðin. Hún talaði einnig um að það hafði mikil áhrif á hana að heyra móður sína raula sálminn Bjargið alda, borgin mín. Sextán ára gömul fór Didda um sumarið í síldarsöltun á Siglufjörð og bjó þá í bragga. Minntist hún oft á þetta sumar og þessa reynslu sem hún hefði ekki viljað missa af. Árið 1939 fluttist hún til Reykjavíkur aft- ur, 17 ára gömul, og fór þá að vinna við bókbandið í prentsmiðjunni Eddu. Í desember árið eftir misstu þær systur móður sína. Var það þeim eðlilega mikið áfall. Eftir það bjuggu þær mamma og Didda með föður sín- um þar til hann kvæntist aftur. Eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk, fór hún ásamt tveimur vinkonum sínum á kristilegan lýðháskóla í Hurdal í Noregi í eitt ár. Um tíma var hún ráðskona hjá föðurafa okkar, Sigur- jóni Jónssyni, á Þórsgötu 4. Hennar aðalævistarf var síðan að stjórna matseld á vistheimili fyrir börn við Dalbraut. Þar var hún við störf þeg- ar hún datt og fótbrotnaði. Upp úr því fékk hún blóðtappa og lamaðist vinstra megin. Hún náði þó ótrúleg- um bata og gekk með staf eftir það, en varð að hætta vinnu. Didda var alla tíð mjög virk í starfi KFUK og tengsl hennar við stúlk- urnar í starfinu voru henni afar dýr- mæt. Sama er að segja um störf hennar í þágu Vindáshlíðar. Hún tók þátt í vinnuflokkum og eldaði mat í kvennaflokkum í mörg ár og á mót- um sem oft voru haldin um bæna- daga. Hún sagði að það hefði verið ævintýri lífs síns að sjá skálann í Vindáshlíð rísa. Kristniboðsstarfið var henni einnig hugleikið og studdi hún það af lífi og sál. Það hafði djúp áhrif á hana að vera meðal þeirra sem ákváðu að reisa kristniboðsstöð í Konsó í Eþíópíu. Þátttaka hennar í kristilega starf- inu var þjónusta hennar við Drottin sem hafði gefið henni lífið og allt í samfélaginu við sig. Hún var hans barn og þjónn Jesú. Þegar Didda tal- aði um trú sína var alvara á ferðum, hún var hvorki léttvæg né neitt aukaatriði. Við nutum þess að hún var einn af mörgum fyrirbiðjendum okkar. Didda var lífsglöð kona og fékk að njóta lífsins til síðustu stundar. Á ár- um áður ferðaðist hún töluvert um landið og hafði mikla ánægju af því og einnig til útlanda. Minntist hún t.d. oft á ferð til Rómar sem hún fór með góðum hópi félagsfólks í KFUM og KFUK. Hún sá björtu hliðarnar og gerði oft að gamni sínu. Hún gift- ist aldrei en var sátt við hlutskipti sitt og gat séð björtu hliðarnar á því líka. Hún hafði lag á að rifja upp góða og skemmtilega atburði og aldrei var hlegið eins dátt og þegar Didda sagði gamansögur. Fyrir okkur systkinin var einstak- lega dýrmætt að eiga Diddu að. Hún varð okkar aukamamma og börnum okkar aukaamma. Hún fylgdist með okkur frá blautu barnsbeini, vakti yf- ir okkur og bar hag okkar fyrir brjósti. Ekki síst þegar við lágum veik kom Didda gjarnan með eitt- hvert góðgæti til að gleðja okkur. Við vissum og fundum að við vorum henni eins og við værum hennar eig- in börn. Hún var sjaldnast langt und- an og bjó í næsta nágrenni á Þórs- götu 3, 8 og 9 eða inni á heimilinu á Þórsgötu 4 og nú síðast á 12. Sjálf var hún á gangi á Þórsgötunni ásamt mömmu okkar þegar kallið kom. Er við hugsum til baka er um- hyggja hennar og kærleikur í okkar garð það sem við þökkum Guði fyrir, við þökkum honum fyrir að hafa gef- ið okkur Diddu. Hún var gott dæmi um lifandi vitnisburð og einlæga trú á Jesú Krist sem birtist í kærleika hennar. Við nutum þess í ríkum mæli, makar okkar og börn sömu- leiðis. Fyrir mörgum árum deildi hún ýmsum persónulegum munum sínum út til okkar systkinanna. Hún naut þess að við gátum notað þá bæði meðan hún var á meðal okkar og áframhaldandi. Hún sýndi börnun- um okkar mikinn áhuga og því sem þau voru að fást við. Það var ein- kennandi fyrir hana hvernig hún dró fram hið jákvæða, uppörvaði og hvatti. Það var alltaf gott að hitta Diddu frænku. Mamma hefur oft talað um það að allt frá því þær voru litlar hafi henni alltaf fundist Didda standa á bak við sig. Þess vegna þakkar hún þessa löngu samfylgd. Stóllinn hennar sem hún sat oftast í stofunni hjá mömmu er nú auður. Það eru viðbrigði að koma á Þórsgöt- una og hitta ekki Diddu. Það á eftir að taka okkur tíma að venjast því. En minningarnar eru góðar og þær ylja okkur. Sá tími þegar Didda var hluti lífs okkar er liðinn, en bænir hennar og blessunaróskir fylgja okk- ur. Sjálf er hún farin heim til fundar við frelsarann, þangað lá leiðin og það vissi hún vel. Sjálf bað hún þess að mega fara á undan mömmu og var sú bæn heyrð. Eitt af mörgum vers- um úr Passíusálmum Hallgríms Pét- ursson sem henni var kært er eft- irfarandi: Hveitikorn þekktu þitt, þá upp rís holdið mitt. Í bindini barna þinna blessun láttu mig finna. Blessun Drottins var yfir Diddu allt fram á dauðastund. Góður Guð blessi minningu góðrar frænku. Gunnar Jóhannes, Sigurjón, Ragnar, Guðlaugur, Ragnhildur og Bjarni. Þegar ég sest niður og hugsa um ástkæra frænku mína Diddu koma margar myndir í hugann. Didda hef- ur alltaf verið stór hluti af lífi mínu og hún var engin venjuleg frænka, hún var svo miklu meira. Nokkurs konar viðbótarmamma. Einu sinni hvíslaði hún því að mér að mamma hefði sagt við sig þegar ég var ný- fædd: „Þú mátt eiga hana með mér.“ Eitt sinn bað Didda mig um að koma með sér í ákveðna búð og máta skinnhúfu fyrir sig sem þá voru í tísku því hún ætlaði að gefa stúlku sem hún þekkti svona húfu í jólagjöf. Ég var fús að gera það og hugsaði um leið hvað þessi stúlka væri hepp- in að fá slíka gjöf. Undrunin og gleðin var því mikil þegar húfan blasti við mér í jólapakkanum frá Diddu. Það var alltaf svo gaman að koma inn í stofuna hennar Diddu uppi á efri hæðinni þar sem við bjuggum. Hún átti svo marga fallega og skemmtilega hluti. Einn hlutur var alveg sérstakur í mínum huga en það var plötuspilari og fengum við systk- inin að hlusta þar á plötur um dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubæinn og fleira. Oft bauð hún okkur líka í leik- húsið að sjá barnaleikritin. Didda var líka mikil handavinnukona og kenndi hún mér útsaum og að hekla. Ég sé hana fyrir mér sitja í stólnum í horninu að telja út. Oftast var hún að sauma eitthvað fyrir basar KFUK og var hún óþreytandi að vinna fyrir hann. Stundum fékk ég að laumast inn til hennar og sitja hjá henni og spjalla eða ég las upp úr námsbók- unum. Lestur undir Íslandssögupróf varð að skemmtilestri því Didda var svo áhugasamur áheyrandi. Hún var líka mikill ljóðaunnandi og kenndi hún mér að meta ljóð og ljóðalestur. Ættfræðin var sameiginlegt áhuga- mál okkar beggja og gaman var að spjalla við hana um það. Í gegnum árin hefur Didda alltaf verið mér hvatning og stuðningur. Á sínum tíma hvatti hún mig til að velja heimilisfræðina í Kennaraháskólan- um þegar ég fór að læra þar. Hlýjan og kærleikurinn streymdi frá henni og eftir að ég eignaðist fjölskyldu fengu þau að finna fyrir því sama. Hún var sífellt að gleðja og segja eitthvað fallegt við okkur. Hún var mikil bænakona og bað fyrir okkur öllum sem er ómetanlegt. Ég sakna frænku minnar sárt. Hún var einstök frænka og kenndi mér margt. Hún er mér fyrirmynd í svo mörgu og auðgaði líf mitt. Hún var trúföst í þjónustu sinni við Drott- in sinn og frelsara og vitnisburður um hann allt til enda. Því vil ég í dag þakka Guði fyrir að hafa átt slíka frænku sem var mér svo mikils virði. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins. Job.1:21 Ragnhildur Gunnarsdóttir. Didda frænka mín var sérstök kona. Hún átti stórt og hlýtt hjarta sem rúmaði okkur öll. Það gerir mig dapra að fá ekki að heyra hana hlæja aftur. Hún sagði sögur og brandara og var varla byrj- uð á þeim þegar hún þurfti að gera hlé til að hlæja. Það var ekki annað hægt en að hlæja með. Hún hafði áhuga á öllu sem maður gerði, spurði og fylgdist með. Ég heiti í höfuðið á henni og það þykir mér vænt um, af því að hún var svo góð kona. Hún sagði alltaf eitthvað fallegt sem lét manni líða vel. Það hefði ver- ið gaman að heyra hana hlæja einu sinni enn. Kristín Rut Ragnarsdóttir. Kynni mín af Diddu hófust þegar ég fór að venja komur mínar á heim- ili tilvonandi tengdaforeldra minna á Þórsgötu 4. Ég áttaði mig fljótlega á því að Didda var engin venjuleg frænka mannsins míns, heldur var hún honum og systkinum hans eins og önnur móðir. Didda tók mér opn- um örmum frá fyrsta degi og um- vafði mig hlýju og kærleika alla tíð síðan. Það má því segja að þegar ég giftist inn í fjölskylduna hafi ég eign- ast tvær yndislegar tengdamömmur. Við Sissi fengum að njóta gjaf- mildi Diddu þegar við vorum að koma okkur fyrir á okkar fyrsta heimili. Hún tók þátt í því af áhuga og laumaði að okkur ýmsu sem kom sér vel og prýddi heimilið. Ég átti því láni að fagna að vinna undir stjórn Diddu, þegar ég réð mig til eldhússtarfa á vistheimili barna við Dalbraut, sumarið 1974. Þetta var skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Didda var góður leiðbeinandi,v- ar hvetjandi og uppörvandi og hafði lag á því að laða fram það besta hjá þeim sem umgengust hana. Mikið var ég stolt þegar hún fól mér það mikilvæga hlutverk að leysa hana af við matseldina um helgi þegar hún átti frí. Ég var mjög stressuð yfir ábyrgðinni en Didda undirbjó mig vel og traustið sem hún sýndi mér gaf mér aukinn kraft. Fyrir um tuttugu árum fékk Didda helftarlömun sem leiddi til þess að hún varð að hætta starfi sínu sem matráðskona. Um svipað leyti hóf ég nám í hjúkrunarfræði. Börnin mín þrjú voru þá byrjuð í grunn- skóla. Didda tók að sér að koma heim til okkar og taka á móti þeim þegar þau komu úr skólanum, gefa þeim að borða og aðstoða þau við heimanám- ið. Þegar ég kom heim að skóladegi loknum var gaman að setjast niður með Diddu og ræða þau verkefni sem ég var að fást við hverju sinni. Hún gaf sér alltaf tíma og sýndi því ómældan áhuga. Aðstoð hennar var okkur ómetanleg. Það var svo gott að vita af börnunum í öruggum, kær- leiksríkum höndum, enda litu þau á Diddu sem sína aðra ömmu. Fyrir stuttu sagði Didda mér að það hefði líka gefið henni mikið að fá þetta hlutverk. Það hefði verið svo mikil- vægt fyrir hana að finna að hún gæti virkilega komið að gagni þrátt fyrir fötlun sína. Það var alltaf gaman að spjalla við Diddu, hún var fróð og einstaklega minnug. Við ræddum oft saman um pólitík og vorum sammála í flestu. En hvernig sem á því stóð þá held ég að við höfum aldrei kosið sama flokk- inn þrátt fyrir það. Það var alltaf stutt í hláturinn og glettnina hjá henni og hún gerði óspart grín að sjálfri sér. Hún vildi vera vel til höfð og þegar ég dáðist að því hvað hún væri fín, þá svaraði hún á sinn glettn- islega hátt að hún vildi vera viðbúin ef sá rétti skyldi birtast. Hún naut lífsins fram á síðasta dag, var alltaf tilbúin að mæta þegar henni var boð- ið í mat eða kaffi og þá þurfti ekki endilega langan fyrirvara. Didda átti einlæga trú á Jesú, það duldist eng- um. Hún kom því til skila á sinn ein- læga og hlédræga hátt. Við hjónin, börnin okkar, tengdabörn og barna- börnin þrjú söknum hennar en gleðj- umst jafnframt yfir góðum minning- um. Ég þakka Guði fyrir Diddu og það sem hún var mér. Blessuð sé minn- ing hennar. Margrét Erna Baldursdóttir. Á þriðjudagskvöldið sl. hringdi pabbi og sagði mér þær sorgarfréttir að Didda frænka hefði látist fyrr um daginn. Hún og amma höfðu verið á leið upp í Hallgrímskirkju í jarðarför þegar kallið kom. Hún fékk að fara án þess að þjást, eins og amma sagði við mig þá fékk hún að fara beint heim í himininn. Og það veit ég að hún fær núna að vera í eilífðinni með frelsara sínum. En við söknum henn- ar sárt. Hún var alveg einstök og við sem áttum hana að vorum alveg einstaklega rík. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann. Til dæmis þegar Didda sagði okkur skemmti- legar sögur (og þær átti hún margar) hló hún oft svo dátt að amma þurfti að hjálpa henni að klára að segja sög- una, en þá voru allir viðstaddir farnir að skellihlæja, því hláturinn hennar Diddu var svo smitandi. Hún kunni ógrynnin öll af sögum af okkur krökkunum og pabba og systkinum hans frá því að þau voru lítil. Hún mundi minnstu smáatriði sem jafn- KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur og afi, MAGNÚS HEIMIR GÍSLASON, Granaskjóli 80, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 3. mars. Útförin verður gerð frá Neskirkju miðvikudaginn 15. mars kl. 15.00. Gísli Þór Magnússon, Guðrún Dóra Harðardóttir, Sif Eir Magnúsdóttir, Gylfi Már Logason, Laufey Sæbjörg Guðjónsdóttir, Guðjón Már Gíslason, Elna Sigrún Sigurðardóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURLIÐA JÓNASSONAR, Mýrarvegi 111, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunar- heimilinu Seli. Jóna Aðalbjörnsdóttir, Eygló Sigurliðadóttir, Birgir Pálsson, Una Sigurliðadóttir, Þórir Haraldsson, Björn Sigurliðason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.