Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 18
Mýrdalur | Snjór og klaki sem náði að myndast í frostinu í síð- ustu viku er nú farinn að láta undan síga í hlýindunum sem verið hafa í þessari viku. Sést mikill munur á klakabunkanum sem myndaðist austan við Vík í Mýrdal. Hundurinn Fókus er áhugasamur um þróunina. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Klakinn lætur undan síga Hláka Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu Kynning á Hekluskógum | Samráðs- nefnd um Hekluskóga heldur kynning- arfund um Hekluskóga í kvöld, miðviku- dag, klukkan 20. Fundurinn verður í safnaðarheimilinu á Hellu. Á fundinum verða heimamönnum kynntar hugmyndir um Hekluskógaverk- efnið og fjallað um bakgrunn þess. Sýnd verður kynningarmynd um Hekluskóga. Veggspjaldasýning verður á staðnum þar sem fram koma meðal annars útlínur fyrirhugaðs Hekluskógasvæðis, og að- gerðaþörf innan svæðisins. Vonast er til að heimamenn notfæri sér þetta tæki- færi, segir í fréttatilkynningu, til að hafa áhrif á mótun Hekluskógaverkefnisins. Vorið 2005 var sett á laggirnar sam- ráðsnefnd til að vinna að stefnumótun, fjármögnun og undirbúningi Hekluskóga. Í nefndinni eru fulltrúar frá landeig- endum á Hekluskógasvæðinu, Land- græðslusjóði, Landgræðslu ríkisins, Skógrækt ríkisins, Suðurlandsskógum, Skógræktarfélagi Árnesinga og Skóg- ræktarfélagi Rangæinga. Fóðrið hækkar | Lífland hefur hækkað verð á fóðurblöndum um 4%. Kemur það fram á vef kúabænda, naut.is. Þar er vitnað í tilkynningu frá Líflandi þar sem meðal annars segir: „Ástæða hækkunar liggur fyrst og fremst í hækk- unum á hráefnaverði, ásamt gengisskriði á síðustu vikum. Einnig hafa orðið nýlegar breytingar á innlendum markaði, s.s. launahækkanir.“ Þá verður dreifing fóðurs einnig dýrari, akstur á lausu fóðri hækkar um 4%, vegna hækkunar á kostnaði. Securitas gaf nýlegaskjávarpa til lögregl-unnar á Eskifirði í því skyni að nýta mætti hann til að efla forvarn- arstarf lögreglu. Segir Helgi S. Einarsson, þjón- ustustjóri hjá Securitas, að fyrirtækið vilji láta gott af sér leiða og sé þetta í annað skiptið á tveggja ára tíma- bili sem það styrki gott mál- efni í Fjarðabyggð. 18 stöð- ur eru nú hjá Securitas vegna byggingar álvers á Reyðarfirði og tvær að auki í Fjarðabyggð. Það var Jón- as Wilhelmsson, yfirlög- regluþjónn á Eskifirði, sem tók við gjöfinni úr hendi Helga S. Einarssonar. Ljósmynd/Securitas Gjöf Helgi S. Einarsson hjá Securitas afhendir Jónasi Wilhelmssyni, yfirlögregluþjóni á Eskifirði, skjá- varpa. Láta gott af sér leiða Ólafur Halldórssonlærði vísu í barn-æsku, sem rifj- aðist upp fyrir honum að gefnu tilefni: Krummi krunkar út í for kominn að bjargarþroti: „Eg hef ekki séð þig síðan í vor, Sigga í Landakoti.“ Sjálfur orti Ólafur hug- leiðingu eftir flutning á Passíusálmum: Krumma fellur krúnkið best, kettir urra og mjálma, af fuglum garga mávar mest, en Megas jarmar sálma. Kristján Bersi Ólafsson fann 17 ára gamla vísu í pappírsdyngjum og spyr hvort hún eigi enn við. Oft eru blöðin yfirfull af efni fróðlegu og menntandi. En í þeim er líka allskyns bull sem ekki er í rauninni prentandi. Af krumma pebl@mbl.is Bolungarvík| Elías Jónatansson fékk mest- an stuðning í fyrsta sætið í skoðanakönnun sem gerð var meðal sjálfstæðismanna í Bol- ungarvík vegna uppstillingar á lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Anna Guðrún Edvardsdóttir sem einnig gaf kost á sér í fyrsta sætið hafnaði í öðru sæti. Í skoðanakönnuninni fékk Elías 72 at- kvæði í 1. sætið en Anna Guðrún 66 atkvæði, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta. 148 manns tóku þátt. Anna Guðrún fékk 97 atkvæði í 1.–2. sæti, Baldur Smári Einars- son fékk 80 atkvæði í 1.–3. sæti og Anna Sig- ríður Jörundsdóttir fékk 43 atkvæði í 1.–4. sæti. Úrslitin eru ekki bindandi en uppstill- ingarnefnd hefur þau til grundvallar við uppstillingu framboðslista og það er svo í höndum fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Bolungarvík að ákveða endanlega uppstill- ingu listans. Fram kemur að sjálfstæðismenn í Bol- ungarvík hafa ekki ákveðið hvort verðandi oddviti flokksins verði sjálfkrafa bæjar- stjóraefni en bæði Anna Guðrún og Elías gáfu einnig kost á sér til þess. Elías fékk stuðning í fyrsta sætið Strandir | Vegagerðin hefur fengið heimild til að nýta sér öll gögn sem Leið ehf. hefur látið vinna vegna undirbúnings vegagerðar um Arnkötludal og Gautsdal sem liggja milli Stranda og Reykhólahrepps. Jón Rögn- valdsson vegamálastjóri og Jónas Guð- mundsson, formaður stjórnar Leiðar ehf., hafa undirritað samning þess efnis. Leið ehf. lét forhanna veginn og vann að umhverfismati. Það er sú vinna sem Vega- gerðin fær að nýta sér. Fram kemur í frétt á vef Bæjarins besta á Ísafirði að Vegagerðin og Leið ehf. kærðu til umhverfisráðuneyt- isins tvö skilyrði sem Skipulagsstofnun setti við úrskurð um umhverfismat leiðarinnar þar sem þau eru talin þrengja mjög svigrúm væntanlegs verktaka til að leggja veginn. Vinna við hönnun vegarins er hafin og er búist við að framkvæmdir verði boðnar út fyrir árslok, að því er fram kemur á bb.is. Vegagerðin tekur við vinnu Leiðar ehf. ♦♦♦ SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali MELGERÐI - M/AUKAÍBÚÐ Vorum að fá í sölu sérlega góða og vel skipulagða 3ja herb. 87 fm rishæð í þessu tvíbýli með tveimur herbergjum, rúmgóðri stofu og eldhúsi, standsett baðherbergi og suðursvalir. Frábært skipulag, saml. þvottahús í kjallara. Að auki fylgir 2ja herbergja 36 fm auka- íbúð sem er öll nýinnréttuð, á vandað- an og smekklegan hátt. Forstofa, stofa, eldhús, eitt herbergi, geymsla og gott baðherbergi. Góð sérbílastæði fylgja íbúðinni. V. 24,5 m. 3549 MELGERÐI - HÆÐ OG KJALLARI M/BÍLSKÚR Vorum að fá í einkasölu fallega 138 fm hæð og kjallara ásamt 46 fm bílskúr á góðum stað í vesturbæ Kópavogs. Íbúðin skiptist í: Forstofu, hol, eldhús með góðri innr. og borðkrók, 5 her- bergi, stofu, borðstofu og þvottahús. Möguleiki er að stækka kjallara um ca 40 fm. Eign sem býður upp á mikla möguleika. V. 31,8 m. 3548 HÉÐAN OG ÞAÐAN Aukinn þungi í vegabætur | Sameigin- legur fundur sveitarstjórnarmanna Rauf- arhafnarhrepps, Öxarfjarðarhrepps, Kelduneshrepps og Húsavíkurbæjar hef- ur skorað á samgönguráðherra og yfirvöld samgöngumála að leggja aukinn þunga á vegabætur innan sveitarfélaganna þar sem nú er ljóst að umrædd sveitarfélög verði orðin eitt eftir kosningar í vor. Um er að ræða uppbyggingu nýs Hólaheið- arvegar, vegabóta í Núpasveit og Mel- rakkasléttu ásamt heilsársvegi með Jök- ulsá á Fjöllum. Í greinargerð segir að um mikilvægi þess að góðar samgöngur verði innan sveitarfélagsins þurfi ekki að fjölyrða en ljóst að fulltrúar sveitarstjórnar og nefnda munu þurfa að ferðast mikið sem og íbúar allir. Sveitarfélagið sé afar stórt og sem dæmi eru 155 km milli Rauf- arhafnar og Húsavíkur og þar af er réttur helmingur þeirrar leiðar á bundu slitlagi. „Sá hluti leiðarinnar sem enn er mal- arvegur hefur fengið afar lítið viðhald og er vegurinn víða mjög slæmur yfirferðar. Hólaheiðarvegur er á samgönguáætlun en nú liggur fyrir að flýta þurfi gerð hans og tengingu þess vegar til Raufarhafnar. Vegurinn um Núpasveit er mjög slæmur en nú hefur verið boðinn út um helmingur þeirra 15 km sem eftir eru af malarvegi til Kópaskers. Sá stubbur sem eftir er þarf strax í útboð og engin ástæða til að bíða með hann þegar hafist verður hvort eð er handa við vegabætur á svæðinu. Nýr veg- ur með Jökulsá á Fjöllum er í umhverf- ismati og er lagt til að það fjármagn sem til þarf að koma tengingu frá þjóðvegi 1 um Mývatnsöræfi norður í Kelduhverfi til þjóðvegar 85 þarf að tryggja sem fyrst.“    ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.