Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 15 Soffía Theodórsdóttir löggiltur fasteignasali Austurmörk 4, Hveragerði, www.byr.is sími 483 5800 Valsheiði Í byggingu er 4ja herbergja einbýli, 198,1 fm með bílskúr. Húsið afhendist tilbúið að utan með grófjafnaðri lóð, og grófsparslað og grunnað að innan. Verð 35 m. Þelamörk 5 herbergja einbýlishús með bílskúr, 171,5 fm. Sérlega falleg og vel skipulögð eign með verönd og draumagarði. Verð 25,2 m. Bjarkarheiði Höfum í einkasölu stórglæsi- legt 155,5 fm endaraðhús, m/ innbyggðum bílskúr, verönd, heitum potti og grónum garði sem liggur að litlum golfvelli. Þetta hús er aðeins búið því besta. Verð 28,9 m. Borgarheiði Mikið endurnýjað 100 fm 3. herb. parhús m/bílskúr. Hús í rólegu umhverfi með falleg- um garði og sólpalli. Verð 16, 9 m. Heiðmörk 76 fm, 3ja herbergja parhús. Mikið endurnýjað að utan sem innan, t.d. nýjar innréttingar, skápar og gólfefni. Snyrtileg eign í grónu hverfi. Verð 15.7m Lyngheiði Í einkasölu er glæsilegt 4ra-5 herb. einb., með sólpalli og heitum potti. Þessi eign hefur verið mikið endurnýjuð og á mjög vandaðan hátt. Hún er 192,4 fm, þar af er bílskúrinn 52 fm. Tilboð óskast. HVERAGERÐI Háabarð Einb. á einni hæð ásamt bíl- skúr. Heildarstærð er 165 fm, þar af er húsið 129,5 fm. Auk þess er innsti hluti bílskúrsins nýttur sem herb., sem gengið er í úr stofu. Nýleg innrétting í eldhúsi. Verð 35,2 m. Funalind Í einkasölu er 85,1 fm íbúð á fyrstu hæð í 4. hæða fjölbýl- ishúsi. Skemmtilega skipu- lögð eign, 3. herbergja, á frábærum stað. Verð 21,8 m. Vallarás 86,6 fm 3-4 herb. íbúð á 4 hæð í lyftuhúsi. Eignin er klædd að utan og fylgir sér- bílastæði hverri íbúð. Frábært útsýni. Verð 19,5 m. Árbakki Erum með í sölu fallegt 4. herbergja einbýlishús á Selfossi. Húsið er 188,9 fm, þar af er bílskúrinn 46,3 fm. Ca 40 fm sólpallur er í garð- inum og þar eru einnig til staðar lagnir fyrir heitan pott. Verðtilboð óskast. Svínavatn Í byggingu er 75,4 fm sumar- hús á stöplum með 26,5 fm svefnlofti. Að utan verður bú- staðurinn klæddur m/bjálka- klæðningu og að innan verð- ur hann einangraður, sett rakasperra og lagnagrind á alla útveggi og loft. Svefn- loftssperrur verða tilbúnar til klæðningar. Rafmagn og kalt vatn er komið að lóðarmörk- um. Tilbúinn til afhendingar 15. mars 2006. Verð 9,7 m. Brekka, sumarhús Lítill og snyrtilegur sumarbú- staður í kjarrivöxnu umhverfi með fallegu útsýni. Góð ver- önd er fyrir framan og við hliðina á bústaðnum, eins er lokuð verönd í kringum heita pottinn. Innbú fylgir. Verð 9,8 m. Kjalbraut Höfum í sölu þrjú 60 fm sum- arhús í góðu ástandi, við Kjalbraut. Heitur pottur og verönd er við öll húsin. Innbú fylgir. Verð á hverju húsi er 16,9 m. KÓPAVOGUR HAFNARFJÖRÐUR REYKJAVÍK SELFOSS GRÍMSNES BLÁSKÓGARBYGGÐ GRÍMSNES ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HLUTABRÉF hækkuðu lítillega í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úr- valsvísitalan hækkaði um 0,09% og var 6494 stig við lok viðskipta. Við- skipti með hlutabréf námu 4,9 millj- örðum króna, þar af 1,3 milljörðum með bréf KB banka. Bréf Trygginga- miðstöðvarinnar hækkuðu um 9,26%, bréf Marels um 1,32% og bréf Icelandic Group um 1,31%. Bréf Bakkavarar lækkuðu um 1,54% og bréf Atlantic Petrolium um 0,88%. Mest verslað með bréf KB banka ● MAGNÚS Kristinsson, stjórnarmaður í Straumi- Burðarási fjár- festingarbanka, hefur aukið hlut sinn í bank- anum. Félög í hans eigu, Smá- ey og MK-44, keyptu á mánu- dag 35,5 milljónir hluta í Straumi fyrir alls um 685 milljónir króna. Eftir kaupin eiga félög tengd Magnúsi ríflega 14% hlut í bank- anum og er hann næstur á eftir Fjárfestingafélaginu Gretti og Landsbankanum, sem hvor um sig eiga nærri 16% hluti í bankanum. Miðað við núverandi gengi er mark- aðsvirði hluta Magnúsar hátt í 29 milljarðar króna. Magnús bætir við sig í Straumi Magnús Kristinsson KAUPÞING banki seldi í gær 8,75% hlutafjár í Baugi Group og hefur þar með selt allan hlut sinn í félaginu. Inn- leystur hagnaður vegna söl- unnar nemur um 3,3 millj- örðum króna. Kaupandi hlutanna er fjárfestingafélag- ið Gaumur og Eignarhalds- félagið ISP, sem bæði tengj- ast eigendum Baugs. Áframhaldandi samstarf Í tilkynningu KB banka til Kauphallar í gær segir að með sölunni ljúki verkefni sem hafi hafist árið 2003 með yfirtöku og afskráningu Baugs úr Kauphöllinni, ásamt skiptingu þess í fjárfestinga- félagið Baug Group hf. og smásölufyrirtækið Haga hf. Þar sá bankinn um ráðgjöf og fjármögnun og eignaðist við það um fimmtungs hlut í Baugi. Í tilkynningunni kemur fram að Kaupþing banki hafi um árabil starfað með Baugi Group að ýmsum umbreyt- ingarverkefnum á fyrirtækj- um og muni salan á eign- arhlutanum nú engin áhrif hafa á áframhaldandi sam- starf. Kaupverð er trúnaðar- mál og ekki fengust frekari upplýsingar frá bankanum um málið aðrar en þær sem koma fram í tilkynningunni í gær. KB banki hagnaðist um 3,3 milljarða á Baugi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.