Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 19 MINNSTAÐUR AKUREYRI STEFNT er að því að 30 til 40 ný störf verði til á næstu þremur til fjórum árum í sam- skiptaveri sem byggt verður upp að Gler- árgötu 36 á Akureyri. Hildingur ehf., dótt- urfélag KEA, hefur keypt eignarhlut í félaginu Miðlun, er næststærsti hluthafi þess nú og undirrituðu forsvarsmenn félag- anna í gær samkomulag um uppbyggingu á fullkomnu samskiptaveri. Í samskiptaverinu verður m.a. sinnt verkefnum í símsvörun og úthringingum fyrir fyrirtæki og stofnanir um land allt. Við sama tækifæri var und- irrituð viljayfirlýsing um samstarf milli Miðlunar og Eimskips varðandi álagsþjón- ustu fyrir Eimskip, þ.e. að svörunarstöð Miðlunar á Akureyri muni taka yfirfall af skiptiborði Eimskips og svæðisskrifstofum félagsins. Gert er ráð fyrir að starfsemin hefjist í maí eða júní eða þegar framkvæmdum við endurbætur á húsnæðinu við Glerárgötu, sem er í eigu KEA, verður lokið. Í fyrstu verða settar upp 12 starfsstöðvar í sam- skiptaverinu að sögn Bjarna Hafþórs Helga- sonar, framkvæmdastjóra Hildings, „en við væntum þess svo að á næstu þremur árum verði kominn þarna allt að 40 manna vinnu- staður. Við gerum okkur vonir um að þarna geti orðið verulega öflug starfsstöð og erum opin fyrir því að útvíkka starfsemina, sjáum margvísleg tækifæri á þessu sviði,“ sagði Bjarni Hafþór. Margir kostir við að byggja þjónustuna upp fyrir norðan Árni Zophoníasson, stjórnarformaður Miðlunar, sagði Akureyri kjörinn stað til að byggja upp starfsemi af þessu tagi. „Við höf- um veitt þjónustu af þessu tagi á höfuðborg- arsvæðinu á síðastliðnum tveimur áratugum og finnum fyrir miklum vexti. Það er þensla á vinnumarkaði syðra, erfitt að fá fólk til starfa, en við sjáum marga kosti við að byggja þessa þjónustu upp á Akureyri, m.a. stöðugan vinnumarkað og þá er menntunar- stig hátt,“ sagði Árni, en hann benti einnig á að engar tæknilegar hindranir stæðu í vegi fyrir því að símaþjónusta fyrirtækja á höf- uðborgarsvæðinu væri veitt á landsbyggð- inni. Hjá Miðlun starfa nú 15 manns, en ekki er fyrirhugað að fækka starfsfólki í Reykja- vík samhliða því að nýtt samskiptaver verð- ur opnað á Akureyri. Miðlun hefur auk þess að annast símsvörun rekið þjónustuver Gulu línunnar og starfrækt söluver, sem sér um sölu á vöru og þjónustu ýmiss konar fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Fram kom við undirritun samkomulagsins að fyrirtæki, stór sem smá, séu í vaxandi mæli að úthýsa þeirri þjónustu sem snýr að símsvörun sem og að nýta sér álagsþjónustu og að með opnun samskiptaversins nyrðra geti til að mynda opinberar stofnanir flutt hluta af sinni starfsemi þangað. Taka við álagsþjónustu fyrir Eimskip Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmda- stjóri stjórnunarsviðs Eimskips, sagði síms- vörun og þjónustu sem henni tengist mik- ilvægan þátt í starfsemi fyrirtækisins, „þetta er einn liður í okkar starfsemi sem við viljum hafa í fullkomnu lagi,“ sagði hún. Þá verður einnig í framhaldinu skoðað sem hluti af uppbyggingu öryggismála hjá Eimskip að setja upp varaþjónustuborð í starfsstöð Miðlunar sem yrði til taks í neyð- artilfellum, t.d. ef vandamál kæmu upp í þjónustuborði fyrirtækisins, símstöð eða við- skiptaþjónustu. Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Miðl- unar, sagði að fyrstu starfsmennirnir yrðu ráðnir fljótlega og þeir þjálfaðir, enda væri lögð mikil áhersla á að þessum störfum, símsvöruninni, væri sinnt á faglegan hátt. Þá væri einnig mikið lagt upp úr góðum tækja- búnaði. Áætlað er að kostnaður við að koma samskiptaverinu á laggirnar nemi um 10 milljónum króna. Samskiptaver á vegum Miðlunar byggt upp á næstu þremur árum Allt að 40 ný störf verða til Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samskiptaver. Stefnt er að því að allt að 40 ný störf verði til í samskiptveri sem Miðlun mun setja upp á Akureyri, en Hildingur dótturfélag KEA á nú næst stærsta hlutinn í fyrirtækinu. Samkomulag þessa efnis var undirritað í gær, en á myndinni eru frá vinstri, Árni Zophaníasson, stjórnarfor- maður Miðlunar, Bjarni Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Hildings, Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri stjórn- unarsviðs Eimskips, og Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Miðlunar. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Opinn skógur | Sveitarstjórn Hörgárbyggðar hefur tekið jákvætt í erindi frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga þess efnis að hún heimili fyrir sitt leyti að skógurinn ofan við Laugaland verði gerður að opnum skógi. Það þýðir að hann verði opnaður meira fyrir almenning og þar verði lagðir stígar og settir upp bekkir og bílastæði og skógurinn þannig gerður að eftirsóttu útivist- arsvæði.    Landsmót | Íþrótta- og tómstundaráð hefur til- nefnt Björn Snæbjörnsson og Sigrúnu Stef- ánsdóttur sem fulltrúa sína í vinnuhóp vegna framkvæmda Akureyrarbæjar fyrir Landsmót UMFÍ 2009. Ráðið hefur óskað eftir því við tækni- og umhverfissvið Akureyrarbæjar, Íþrótta- bandalag Akureyrar og Ungmennafélag Íslands að tilnefna fulltrúa sinn í vinnuhópinn.    Menningararfleifð | Dr. Jim A. McDonald mannfræðingur flytur fyrirlesturinn Menningar- arfleifð, hnattvæðing og rannsóknarsamstarf í stofu L201 á Sólborg í dag, miðvikudag kl. 12.    Iðnaðarlóð | Gámaþjónusta Norðurlands hefur sótt um iðnaðarlóð í Hörgárbyggð undir starfsemi sína. Lóðin þarf að vera u.þ.b. 3–5 hektarar að stærð og þarf að rúma höfuðstöðvar Gámaþjón- ustu Norðurlands ehf., með skrifstofu, um- hleðslustöð, geymsluaðstöðu og fleira sem tengist starfsemi fyrirtækisins. Sveitarstjóra var falið að óska eftir fresti til að skoða málið og jafnframt að Gámaþjónustan legði fram frumteikningu hvernig þeir sjá fyrir sér slíka framkvæmd.    Fyrirlestur | Gunnar Hersveinn heimspekingur flytur fyrirlestur sem nefnist Arfmyndir kynjanna í auglýsingum í dag, miðvikudag, kl. 16.30 í stofu K201 á Sólborg.    HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Markaðsaðferðir | Félag kvenna í atvinnu- rekstri efnir til hádegisverðarfundar á Friðriki V föstudaginn 10. mars kl. 12.00. Jón Ásgeir Hreinsson frá hönnunarfyrirtæk- inu Studiobility (www.bility.is) fjallar um óhefð- bundnar og hefðbundnar markaðsaðferðir. Fundurinn er öllum opinn en allarkonur í at- vinnurekstri eru sérstaklega hvattar til að mæta. Meðal markmiða með reglulegum fundum af þessu tagi er að ná til fleiri athafnakvenna á Norðurlandi, fjölga félagskonum og efla starf- semina á svæðinu um leið og stuðlað er að upp- byggingu tengslanets norðlenskra kvenna í at- vinnurekstri. Framlengd | Sýning Brynhildar Kristinsdóttur í Bókasafni Háskólans á Akureyri hefur verið fram- lengd til 15. mars næstkomandi. Verkin eru flest unnin á síðastliðnu ári og fjalla um samskipti og tilfinningar á litríkan hátt. Bókasafnið er opið frá kl. 8 til 18 alla virka daga og frá kl. 12 til 15 á laug- ardögum.    MENNINGARSAMTÖK Norðlend- inga, Menor, efna til ljóðasamkeppni í samstarfi við Tímarit Máls og menn- ingar. Þema keppninnar að þessu sinni er þulur og rapp. Þátttaka er heimil fólk á öllum aldri og af öllu landinu, en skilafrestur er til 1. maí næstkomandi. Þriggja manna dóm- nefnd velur þrjú bestu ljóðin sem hljóta vegleg bókaverðlaun. Menningarsamtök Norðlendinga stóðu í fyrsta skipti fyrir keppni á sviði ritaðs máls veturinn 1986 til ’87, þá í samvinnu við RÚVAK um ljóð og smásögur til flutnings í svæðisútvarp- inu. Ljóða- og smásagnasamkeppni í samstarfi við Dag var svo árið 1989. Síðan hefur slík keppni verið árviss viðburður í samvinnu við Dag, DV, Heima er best og nú síðast Tímarit Máls og menningar. Úrval ljóða og sagna var gefið út á bók á 20 ára af- mæli Menor árið 2002. Þá stóðu sam- tökin fyrir samkeppni um ritun ein- þáttunga í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og voru verðlaunaþættir settir á svið árið 2003. Ljóðum í keppnina nú á að skila undir dulnefni til Menor, pósthólf 384, 602 Akureyri og skal nafn höfundar, heimilisfang og símanúmer fylgja með í lokuðu umslagi, sem merkja á dul- nefni höfundar. Þemað er þul- ur og rapp Ljóðasamkeppni Menor Morgunblaðið/Jim Smart Hálka Það getur orðið ansi vandasamt að fóta sig í hálkunni. Verkferlar í söltun endur- skoðaðir eftir hálkuóhöpp ÞÓNOKKUÐ var um árekstra í Reykjavíkurborg á mánudags- kvöldið, en þá mátti flesta rekja til hálkumyndunar þegar leið á kvöldið. Lögreglan í Reykjavík hafði samband við framkvæmdasvið Reykjavíkur- borgar og óskaði eftir saltbílum, en þá fengust þau svör að saltbílar færu ekki af stað fyrr en kl. fjögur um nótt- ina. Til stendur að endurskoða verk- ferla vegna söltunar telji lögregla ástandið kalla á hana. Sighvati Arnarsyni, skrifstofu- stjóra gatna- og eignaumsýslu á framkvæmdasviði, þykir leitt að þessi staða skuli hafa komið upp, en í kjöl- farið verði farið í endurskoðun á verkferlum vegna söltunar gatna. „Vaktirnar hjá saltbílunum eru við venjulegar aðstæður frá fjögur á morgnana til kl. 23 á kvöldin, en þeg- ar vont er veður eru þær allan sólar- hringinn,“ segir Sighvatur. „Á mánu- dagskvöldið voru vaktirnar að salta í efri byggðum borgarinnar, en áður en vaktin endaði fór vaktstjórinn ferð um neðri byggðirnar og taldi ekki þörf á söltun þar. Ef hefði verið óveð- ur og slæm færð hefði án nokkurs efa verið farið í að salta þessar götur, en umferðin var lítil á þessum tíma og menn sáu fyrir að ný vakt myndi byrja eftir fjóra tíma.“ Eftir að vaktstjórinn fór sína ferð um neðri byggðirnar kólnaði hins vegar snögglega og gerði mikla hálku. Segir Sighvatur ljóst að að- stæður geti breyst mjög snögglega í borginni. „Þar sem lögreglan hringdi í okkur ætlum við að skoða hvort til- efni sé til að endurskoða verklag okk- ar í þeim tilfellum þegar lögreglan telur ástandið kalla á söltun.“ ingar muni nýta sér þessa þjónustu. Blindrafélagið stefnir á ferðaþjón- ustusamninga við fleiri sveitarfélög þannig að enn fleiri fái aukna stoð- þjónustu. Hafnarfjörður | Samningur um ferðaþjónustu blindra í Hafnarfirði var undirritaður á dögunum. Blindrafélagið og Hafnarfjarðarbær gerðu með sér samning og geta því lögblindir Hafnfirðingar fengið allt að 40 ferðir á mánuði með leigubíl- um á milli staða á höfuðborgar- svæðinu og greiða sem samsvarar fargjaldi í strætó. Hefur viðlíka þjónusta verið til staðar í Reykjavík fyrir lögblinda frá 1997 og reynst vel en rúmlega 200 einstaklingar nýta hana. Samninginn undirrituðu Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarð- ar, og Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Blindrafélagsins, á svo- kölluðu Opnu húsi í húsnæði Blindrafélagsins við Hamrahlíð. Samningurinn felur í sér að Hafn- arfjarðarbær greiðir fasta upphæð á mánuði til Blindrafélagsins sem mun sjá um framkvæmdarhliðina. Framkvæmdastjóri Blindrafélags- ins, Ólafur Haraldsson, telur að þessar 40 ferðir muni að mestu nýt- ast í ferðalög að og frá vinnu. Hann telur að um 30 lögblindir Hafnfirð- Blindir í Hafnarfirði fá aukna þjónustu Morgunblaðið/RAX Samningi fagnað Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Blindra- félagsins, fór með stutt erindi í til- efni undirritunar samningsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.