Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5+3 =1
ENDURSKOÐUN
REIKNINGSSKIL
SKATTAR / RÁÐGJÖF
www.ey.is
ELDINGIN, sem sló niður í flugvél
Icelandair á Keflavíkurflugvelli sl.
mánudag, var óvenjuöflug. Sam-
kvæmt eldinga-
mælikerfi Veður-
stofu Íslands
mældist há-
marksstraum-
styrkur elding-
arinnar 300
kílóAmper, en að
sögn Þórðar Ara-
sonar, jarðeðlis-
fræðings á
Veðurstofunni, mælast eldingar
hérlendis oftast í kringum 50 kíló-
Amper.
Afar sjaldgæft mun vera að flug-
vélar verði fyrir eldingu hér við
land, en samkvæmt upplýsingum
frá Þorkeli Ágústssyni, forstöðu-
manni rannsóknarnefndar flug-
slysa, hefur á sl. fimm árum aðeins
verið tilkynnt um þrjú tilfelli þar
sem flugvél varð fyrir eldingu hér-
lendis, auk tilviksins sl. mánudag.
Búið er að gera við flugvélina sem
varð fyrir eldingunni. | 8
Óvenjulega öflug
elding fór í vélina
HELMUT Diewald, framkvæmdastjóri þróunar-
sviðs Bauhaus, segir að fyrirtækið hafi hvergi lent
í jafnmiklum erfiðleikum við að fá lóð undir starf-
semi sína og hér á landi. „Við rekum um 190 stór-
verslanir um alla Evrópu og aldrei fyrr höfum við
rekið okkur á jafnöflugar hindranir frá verðandi
samkeppnisaðilum og við höfum gert hér á landi,
einkum frá BYKO,“ segir Diewald. BYKO hafi
seilst mjög langt, til þess að hindra aðgang Bau-
haus að markaðnum á Íslandi. Diewald segir að
Bauhaus muni koma inn á byggingavörumarkað-
inn á Íslandi, eigi síðar en í árslok 2007.
„Við erum staðráðnir í að opna hér verslun og
við munum auka samkeppnina á þessu sviði versl-
unar á Íslandi,“ segir Diewald. Hann segir að til að
byrja með stefni fyrirtækið á að ná 15% markaðs-
hlutdeild, og miðað við að þau markmið náist,
muni fyrirtækið einnig ná að skila hagnaði. Hann
er sannfærður um að fleiri erlendir fjárfestar
muni fylgja í kjölfar Bauhaus og segir að vöruverð
hjá Bauhaus hér á landi, verði a.m.k. 20% lægra en
verð á sömu eða sambærilegri vöru sé hjá BYKO
og Húsasmiðjunni.
Í máli Diewald kemur fram, að BYKO hafi slitið
viðskiptum við fyrirtæki í Kanada í meirihlutaeigu
Bauhaus, árið 2004 þegar ljóst varð að Bauhaus
hugði á innkomu á markaðinn hér á landi. Þá hafi
fyrrum eigendur Húsasmiðjunnar boðið Bauhaus
að kaupa Húsasmiðjuna, þegar þeir fengu upplýs-
ingar um að Bauhaus undirbyggi að opna stór-
verslun á Íslandi. Því tilboði hafi verið hafnað.
Sömuleiðis upplýsir Diewald að Bauhaus hafi
ekki fengið lóðina, sem það átti í samningavið-
ræðum við um fjögurra mánaða skeið við eigendur
Urriðaholtslandsins í Garðabæ, þar sem Jón
Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriða-
holts ehf., hafi slitið samningaviðræðum við Bau-
haus 25. október sl. Tveimur dögum síðar hafi ver-
ið greint frá því að BYKO hefði keypt umrædda
lóð.
Bauhaus opnar árið 2007
Agnes Bragadóttur
agnes@mbl.is
Vilja | miðopna
ÞAÐ hefur lítið að segja að láta
rigningu og rok fara í taugarnar á
sér, og virtust þessar kátu Reykja-
víkurmeyjar vita allt um þá speki
og hlógu og göntuðust þrátt fyrir
óblítt veður. Mikið hefur rignt á
höfuðborgarsvæðinu undanfarna
daga, en rokið sem fylgdi rigning-
unni hefur þó haft þau jákvæðu
áhrif að svifryksmengunin, sem
hefur pirrað margan borgarbúann,
hefur fokið rækilega í burtu.
Morgunblaðið/Ómar
Rokið slær á svifryksmengunina
VERIÐ er að undirbúa og gera til-
búnar til úthlutunar hátt á annað
þúsund lóðir undir sumarbústaði
fyrri austan fjall, einkum í uppsveit-
um Árnessýslu. Þetta kemur til við-
bótar 400 nýjum sumarbústöðum
sem bættust við á þessu svæði á síð-
asta ári. Gríðarlegur uppgangur og
þensla hefur verið á þessu sviði und-
anfarin 3–4 ár, sem hefur endur-
speglast í aukinni eftirspurn og mikl-
um verðhækkunum á sumar-
bústöðum og löndum undir þá.
Gunnar Þorgeirsson, oddviti
Grímsnes- og Grafningshrepps, seg-
ir að árið í fyrra skeri sig úr hvað
umsvif snerti og ekkert lát sé á í
þeim efnum. Hann velti því fyrir sér
hvað valdi þessari gríðarlegu upp-
sveiflu. Í fyrra hafi rétt tæplega 400
sumarbústaðir verið samþykktir á
svæði byggingafulltrúa uppsveita
Árnessýslu, sem sé vel yfir meðal-
lagi, en þetta svæði taki yfir Gríms-
nes- og Grafningshrepp, Bláskóga-
byggð, Hrunamannahrepp og
Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
Gunnar sagði að í Grímsnes- og
Grafningshreppi væru skráðir um
2.100 sumarbústaðir hjá bygginga-
fulltrúaembættinu og síðan væru
einnig skráðar um 1.400 óbyggðar
lóðir hjá embættinu, sem vekti menn
til umhugsunar um hve mikið væri
búið að kaupa af landi sem væri
skráð sem sumarbústaðaland.
Grímsnesið góða
Gunnar sagði að yfirleitt hefðu
veturnir verið í rólegri kantinum
hvað byggingar snerti hér á árum
áður, en það væri breytt. Til marks
um umsvifin í þessum efnum hefðu á
síðasta fundi í bygginganefnd í
hreppnum verið teknar fyrir teikn-
ingar af 59 byggingum. Þar af væru
um 12 íbúðarhús, en hitt væru allt
saman sumarbústaðir.
„Þetta er bara í okkar sveitarfé-
lagi og þetta er í febrúarmánuði þeg-
ar mönnum dettur helst ekki í hug að
vera að byggja sér sumarbústaði.
Þetta er engu líkt. Ég hef sjaldan
upplifað aðra eins uppsveiflu í áhuga
manna á að vera í Grímsnesinu
góða,“ sagði Gunnar einnig.
Hann sagði að sumarbústaðirnir
væru einnig orðnir mun stærri en
áður þegar algeng stærð þeirra hefði
verið 45–50 fermetrar. Nú væru al-
gengt að sumarhús væru að minnsta
kosti helmingi stærri. Fyrir síðasta
fundi byggingarnefndar hefðu þann-
ig verið umsóknir um hús, svo hann
tæki dæmi af handahófi, á bilinu
110–130 fermetrar og um eitt „lítið“
59 fermetra. Þá væru dæmi um enn
stærri hús eins og upp á 148 fer-
metra og 247 fermetra. Í raun væru
sumarhúsin þannig orðin annað
heimili fólks, enda væri Grímsnesið
uppljómað eins og stórborg á vetrum
á góðviðrisdögum um helgar. Það
væri fljótfarið á milli, þar sem fjar-
lægðin frá höfuðborgarsvæðinu væri
ekki nema um 75 kílómetrar.
Gunnar sagði aðspurður að einnig
væri verið að skipuleggja gríðarmik-
ið af sumarhúsalóðum sem væru
mislangt á veg komnar. Sumar væru
í auglýsingu og aðrar í skipulags-
ferli. Þar hlyti að minnsta kosti að
vera um að ræða vel á annað þúsund
lóðir í uppsveitunum. Í fljótu bragði
myndi hann til dæmis eftir 180 lóð-
um sem Orkuveitan væri að skipu-
leggja, 150 lóðum á Búrfelli, í Ás-
garði um 200 lóðum og Syðri-Brú
180–200 lóðum. Þetta væri bara það
sem kæmi fyrst upp í hugann og það
væri ekki óvarlegt að áætla að á
svæðinu öllu gæti verið búið að
skipuleggja hátt í tvö þúsund lóðir.
Um 400 nýir sumarbústaðir samþykktir í fyrra í uppsveitum Árnessýslu
Á annað þúsund lóðir
búnar undir sumarhús
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
GENGI bréfa deCODE, móður-
félags Íslenskrar erfðagreiningar,
lækkaði um 7,74% á Nasdaq-verð-
bréfamarkaðnum í New York í gær
og var skráð 8,70 dalir við lok við-
skipta. Félagið birti uppgjör fyrir
árið 2005 eftir lokun markaða á
mánudagskvöld og kom þar fram
að tap á rekstri hefur aukist og
samsvaraði rúmum 4 milljörðum
króna á síðasta ári.
Á kynningarfundi sem haldinn
var í gær fór Kári Stefánsson,
forstjóri deCODE, yfir stöðu mála í
lyfjaþróun hjá fyrirtækinu og kom
þar fram að gangi áætlanir eftir sé
mögulegt að fyrsta lyfið frá
deCODE komi á markað eftir þrjú
ár. | 14
Bréf deCODE
lækka um 7,74%