Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SIV Friðleifsdóttir settist á ný í
ríkisstjórn í gær og tók við emb-
ætti heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra. Jón Kristjánsson
flutti sig um set og tók við félags-
málaráðuneytinu af Árna Magn-
ússyni, sem baðst lausnar frá
embætti. Þessar breytingar á rík-
isstjórninni voru staðfestar á rík-
isráðsfundi á Bessastöðum kl.
11.00 í gærmorgun.
Þegar ríkisráðsfundinum lauk
tóku þau Siv og Jón við lyklum úr
hendi fyrirrennara sinna í ráðu-
neytunum. Jón Kristjánsson hélt
rakleiðis í heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið við Vegmúla
þar sem hann afhenti Siv lyklana
að ráðuneytinu. Við það tækifæri
sagði Jón að mjög góður andi
væri í ráðuneytinu og að hann
vonaðist til að Siv ætti þar góða
og árangursríka vist. Hann út-
skýrði síðan lyklana fyrir Siv sem
sagði: „Þú hljómar eins og
pabbi!“ Siv kvaðst vita að hún
tæki við góðu búi og að hún
myndi reyna að halda áfram á
þeirri góðu braut sem Jón hefði
markað.
Því næst lá leið Jóns í félags-
málaráðuneytið við Tryggvagötu.
Þar tók hann við lyklavöldum af
Árna Magnússyni, fráfarandi ráð-
herra. Auk lyklanna afhenti Árni
eftirmanni sínum forláta bak-
poka, sem hann sagði vera gjöf
frá danska jafnréttisráðherr-
anum.
„Pokinn er merktur Minister
for ligestilling [jafnréttisráð-
herra], og ég vil fá að afhenda
þér hann með táknrænum hætti
og biðja þig að passa upp á jafn-
réttismálin,“ sagði Árni. Jón
þakkaði fyrir sig, tók við pok-
anum og sagðist geta notað hann
sem sundpoka.
Morgunblaðið/Sverrir
Breytingar á ríkisstjórn Íslands voru staðfestar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Hér sést ný ríkisstjórn
ásamt forseta Íslands. F.v.: Valgerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Jón Kristjánsson, Einar Kr. Guðfinnsson,
Árni M. Mathiesen, Halldór Ásgrímsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Geir H. Haarde, Björn Bjarnason, Guðni
Ágústsson, Sigríður Anna Þórðardóttir og Sturla Böðvarsson. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var fjarverandi.
Nýir ráðherrar tóku
formlega við störfum
Morgunblaðið/RAX
Fráfarandi ráðherra Árni Magnússon (t.h.) afhenti arftaka sínum, Jóni
Kristjánssyni, danskan bakpoka sem merktur er jafnréttisráðherra.
Í ANNARRI umferð á XX. Reykja-
víkurskákmótinu, sem nú stendur
yfir í Skákhöllinni í Faxafeni 12,
gekk mikið á og óvænt úrslit urðu á
mörgum borðum. Á efsta borði tefldi
Þröstur Þórhallsson, stórmeistari,
við „kollega“ sinn, Azerann Mmam-
dyarov, sem er stigahæsti keppandi
mótsins.
Þröstur gerði sér lítið fyrir og
lagði kappann að velli, eftir að sá síð-
arnefndi lék af sér manni í stöðu,
sem var heldur betri hjá Þresti.
Hvítt: Þröstur Þórhallsson
Svart: Shakhriyar Mamedyarov
Aljékíns-vörn
1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Bc4
Rb6 5. Bb3 dxe5 6. Dh5 e6 7. dxe5 c5
8. c3 Rc6 9. De2 g5!? 10. Bc2 Bd7 11.
Rd2 Be7 12. Re4 Rd5
(Svartur græðir ekkert á að drepa
peðið á e5: 12. … Rxe5 13. Rxg5
o.s.frv.)
13. Rh3 h6 14. Rd6+ Bxd6 15.
exd6 Db8 16. f4 Dxd6
(Azerinn leggur ekki í að leika 16.
… gxf4 17. Rxf4 Dxd6 18. Rxd5
Dxd5
19. 0–0 og hvítur á góð sóknarfæri
fyrir peðið, sem hann fórnaði.)
17. fxg5 hxg5 18. Bxg5 f6 19. Bd2
0–0–0 20. 0–0–0 Hdg8 21. Kb1 Be8
22. Hde1 Bg6 23. Bxg6 Hxg6 24.
Hhf1 –
(Ekki 24. Dxe6+ Dxe6 25. Hxe6
Hxg2 og Rh3 er dauðans matur.)
24...e5 25.Bc1 De6 26.Hd1 Rce7
27.Ka1 Dg4 28.Db5 b6 29.Rf2
Dxg2??
(Tapar manni, en eftir 29. … Rc7
30. Dd3 c4 31. Dd2 De6 32. Re4 Kb8
33. h3 stendur hvítur vel.)
30. c4! –
30. … Rb4 31. Dd7+ Kb8 32. Dxe7
Rc2+ 33. Kb1 Rd4 34. Be3 Ka8
(Ekki gengur 34. … Rf5 35. Hd8+
Hxd8 36. Dxd8+ Kb7 37. Dd7+ Kb8
38. Hd1 Rxe3 39. De8+ Kb7 40.
Hd7+ Ka6 41. Dc8+ Ka5 42. Hxa7+
Kb4 43. Ha4+! Kxa4 44. Da6+ Kb4
45. Db5+ mát.)
35. Bxd4 cxd4 36. Rd3 Db7 37.
De6 Dc8 38. Dd5+ Db7 39. De6 Dc8
40. Df7 og svartur gafst upp.
Þröstur vann stiga-
hæsta keppandann
Eftir Braga Kristjánsson
bragikr@hotmail.com
ÞRÖSTUR Þór-
hallsson, stór-
meistari í skák,
sigraði Shak-
hriyar Mame-
dyarov, stiga-
hæsta mann
Alþjóðlega
Reykjavíkur-
skákmótsins, í
annarri umferð
mótsins sem tefld var í gær.
Mamedyarov er einn af fimmtán
stigahæstu skákmönnum heims,
með 2.709 Elo-skákstig og er þetta
fyrsti íslenski sigurinn á skák-
meistara með yfir 2.700 stig í 7 ár.
„Þetta var mjög skemmtileg upp-
lifun. Ég var með hvítt í skákinni
og þurfti að eyða miklum tíma í
byrjuninni,“ sagði Þröstur í sam-
tali við Morgunblaðið að skákinni
lokinni í gær. „Svo lék hann af sér
manni í tvísýnni stöðu og gafst
upp eftir 40 leiki. Þetta er senni-
lega stigahæsti skákmaður sem ég
hef unnið,“ bætti Þröstur við, en
sjálfur hefur hann 2.455 Elo-stig
og hefur unnið báðar skákir sínar
á mótinu.
Fleiri íslenskir sigrar
Fleiri íslenskir skákmenn unnu
góða sigra í annarri umferðinni í
gær. Þar á meðal vann hinn ungi
og efnilegi Atli Freyr Kristjánsson
sigur á einni af bestu skákkonum
Svía, Viktoriu Johansson, og Sig-
urður Daði Sigfússon gerði jafn-
tefli við Ian Rogers. Þá gerði Jón
Árni Halldórsson jafntefli við
Manuel Weeks.
Þröstur Þórhallsson ánægður með sigurinn
Mjög skemmtileg upplifun
VIÐSKIPTAHALLI í fyrra var
samtals 164,1 milljarður króna, eða
rúmlega 16% af vergri landsfram-
leiðslu, samanborið við 85,3 milljarða
króna árið áður. Á síðasta ársfjórð-
ungi 2005 varð 53,1 milljarðs króna
halli á viðskiptum við útlönd sam-
kvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðla-
banka Íslands, en á sama tímabili ár-
ið 2004 var viðskiptahallinn 35,2
milljarðar króna.
Miklar fjármagnshreyfingar
Í uppgjörinu kemur fram að út-
flutningur vöru og þjónustu var
12,6% meiri á árinu 2005 og innflutn-
ingur var um 38,2% meiri en á fyrra
ári. Jöfnuður þáttatekna var nei-
kvæður um 29,1 milljarð króna 2005
samanborið við 33,2 milljarða 2004.
Seðlabankinn segir, að minni halli
þáttatekna skýrist af auknum
tekjum af beinum fjárfestingum er-
lendis þrátt fyrir aukna vaxtabyrði
erlendra skulda. Rekstrarframlög til
erlendra aðila hafi verið 1,7 milljörð-
um króna meiri en framlög erlendis
frá til innlendra aðila á árinu 2005.
Fjármagnshreyfingar voru miklar
á árinu 2005 og nam hreint fjárinn-
streymi til landsins 178,2 milljörðum
króna. Bankinn segir fjárinnstreym-
ið skýrast að stærstum hluta af
skuldabréfaútgáfu innlendra banka í
útlöndum og lántökum fyrirtækja til
fjárfestinga erlendis. Bein fjárfest-
ing innlendra aðila í útlöndum var
421,3 milljarðar króna á árinu 2005
og fjárútstreymi vegna kaupa Ís-
lendinga á erlendum verðbréfum
nam 210,9 milljörðum króna. Þá var
mikið fjárútstreymi vegna annarrar
eignamyndunar í útlöndum, einkum
aukinna innstæðna og útlána inn-
lendra banka til erlendra lánþega.
Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst á
árinu um 4,7 milljarða króna og nam
67,3 milljörðum króna í árslok 2005.
Hrein staða við útlönd var nei-
kvæð um 829 milljarða króna í árslok
2005 og hafði versnað um 163 millj-
arða króna frá ársbyrjun. Erlendar
eignir hækkuðu um 1.245 milljarða
króna og námu 2.398 milljörðum
króna í árslok 2005 en skuldastaðan
nam 3.227 milljörðum króna.
Viðskiptahalli í
fyrra nam 164,1
milljarði króna