Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁKÆRA vegna sjóslyss sem varð á Viðeyjarsundi aðfaranótt 10. sept- ember 2005 var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Jónas Garð- arsson, eigandi skemmtibátsins sem steytti á skeri þessa nótt, er sakaður um stórfellda vanrækslu á skip- stjórnarstarfi í ákærunni. „Ég hafna ákærunni,“ sagði Jón- as, sem er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, fyrir dómi í gær, og lýsti verjandi hans, Kristján Stefáns- son hrl., því yfir að Jónas héldi fram sakleysi sínu. Ættingjar tveggja far- þega sem létust í slysinu hafa gert bótakröfur í málinu og hafnaði lög- maður Jónasar, fyrir hönd umbjóð- anda síns, bæði grundvelli og fjár- hæðum bótakröfunnar. Jónas vildi ekki tjá sig um málið við fjölmiðla þegar eftir því var leitað í gær. Í ákærunni kemur fram að Jónas hafi verið skipstjóri á ferð skemmti- bátsins Hörpu um Sundin með fjóra farþega þetta kvöld, undir áhrifum áfengis. Hann er sakaður um að hafa ekki haft gát á siglingarleiðinni með þeim afleiðingum að báturinn steytti á skeri á allt að 17 sjómílna hraða. Einn farþeganna um borð, Friðrik Ásgeir Hermannsson, lést af völdum áverka sem hann hlaut við strandið, og eiginkona Jónasar, Guðjóna Harpa Halldórsdóttir, hlaut veru- lega áverka. Leitaði ekki aðstoðar Jónas er einnig ákærður fyrir að hafa ekki gert ráðstafanir til að bjarga farþegum eftir að stórlega laskaður báturinn losnaði af skerinu, 20 mínútum eftir strandið, og hafa hvorki leitað aðstoðar björgunarliða né siglt bátnum skemmstu leið til hafnar, heldur tekið stefnu austur Viðeyjarsund, þar sem bátnum hvolfdi skömmu síðar. Eftir að bátnum hvolfdi drukknaði farþeginn Matthildur Harðardóttir, en Guðjóna Harpa, Jónas og 11 ára gamall sonur þeirra björguðust af kili bátsins um klukkustund eftir að hann losnaði af skerinu. Í ákæru kemur fram að hátterni Jónasar þyki varða við bæði almenn hegningarlög, þar sem fram kemur að ef mannsbani eða tjón á líkama eða heilbrigði hljótist af gáleysi ann- ars manns varði það sektum eða fangelsi í allt að sex ár. Jónas er einnig ákærður fyrir brot á siglinga- lögum, fyrir að hafa með yfirsjónum eða vanrækslu orðið valdur að skipstrandi, sem varðar sektum eða fangelsi allt að fjórum árum, og að hafa neytt áfengis og þar með orðið ófær um að gegna starfi sínu sem skipstjóri, sem varðar sektum og allt að tveggja ára fangelsi. Ættingjar krefjast 30 milljóna króna í bætur Ættingjar hinna látnu, foreldrar Matthildar og synir, ásamt móður og syni Friðriks, gera bótakröfu á hendur Jónasi, og losa kröfurnar 30 milljónir króna, segir Jóhannes Rún- ar Jóhannsson hrl., lögmaður ætt- ingjanna. Segir hann byggt á því að Jónasar hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi, eða jafnvel ásetning, um- rædda nótt. Krafist er bóta fyrir missi framfæranda, krafist greiðslu útfararkostnaðar og greiðslu á öðru fjártjóni. Milliþinghald í málinu verður haldið hinn 10. apríl, en þá gefst verj- anda Jónasar, Kristjáni Stefánssyni hrl., og sækjanda í málinu, Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara, færi á að leggja fram frekari gögn í málinu. Ennfremur verður þá tilkynnt um meðdómendur í málinu, en við þing- festingu í gær sagði Jónas Jóhanns- son, héraðsdómari, að dómur verði fjölskipaður í málinu. Aðalmeðferð er svo fyrirhuguð hinn 5. maí nk. Sakaður um stór- fellda vanrækslu á skipstjórnarstarfi Skipstjóri bátsins hafnar ákæru og bótakröfu ættingja hinna látnu Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ÁKVEÐIÐ hefur verið að flytja Iceprotein ehf., þróunar-, fram- leiðslu- og markaðsfyrirtæki í eigu Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðar- ins, Rf, til Sauðárkróks og má búast við að þar verði til fimm til tíu ný störf á næstu misserum. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um flutning og uppbyggingu slíkrar verksmiðju í húsnæði sjávarútvegsfyrirtækisins FISK Seafood sem stendur að verkefninu ásamt Rf og Hólaskóla. Þá var í gær skrifað undir samning um að koma á fót Þróunarsetri Hólaskóla og var Verið formlega opnað, en það er aðstaða Hólaskóla við höfnina á Sauðárkróki og er það til húsa hjá FISK Seafood. Iceprotein þróar og framleiðir blautprótein fyrir fiskiðnað og þurrkað prótein fyrir heilsu- og fæðubótaiðnaðinn. „Húsnæðið á Akranesi var ófullnægjandi og þeg- ar HB Grandi dró sig út úr sam- starfinu var nauðsynlegt að flytja starfsemina og var afráðið að hún kæmi hingað enda afar góð reynsla af samstarfi við FISK Seafood,“ sagði Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra í ávarpi sínu við athöfn er skrifað var undir samn- inginn. Einn starfsmaður er hjá fyr- irtækinu til að byrja með en einnig koma nemendur Hólaskóla og starfsmenn FISK Seafood við sögu. Aðlögunartíminn er eitt ár og að honum loknum er gert ráð fyrir að 5 til 10 starfsmenn muni vinna hjá fyrirtækinu. Iðnaðarráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið leggja sam- tals til 9,6 milljónir króna til verk- efnisins og skrifuðu Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, og Einar K. Guð- finnsson, sjávarútvegsráðherra, undir samning um fjármögnunina við athöfnina í Verinu. Þróunarsetrinu er komið á með samstarfssamningi Rannsókn- arstofnunar fiskiðnaðarins, Háskól- ans á Akureyri, Háskóla Íslands, FISK Seafood og Hólaskóla. Þróun- arsetrið myndar eins konar ramma um það markmið að bjóða þekking- arstofnunum og fyrirtækjum að nýta aðstöðuna þar og leggja grunn að þróun þekkingariðnaðar á Sauð- árkróki. Valgerður Sverrisdóttir sagði í ávarpi sínu að þetta væri lið- ur í byggðastefnu í verki. Með því að auka menntun og atvinnutæki- færi á landsbyggðinni væri stuðlað að nýsköpun á landsbyggðinni. Styrkir heimabyggð Einar K. Guðfinnsson gerði fram- lag FISK Seafood að umtalsefni í ávarpi sínu og sagði Þróunarsetrið ekki það sem það væri í dag án þátttöku fyrirtækisins. „Fyrir utan að styrkja heimabyggð þá sjá for- svarsmenn fyrirtækisins tækifæri til að gera það að áhugaverðari starfsvettvangi en ella fyrir vel menntað fólk,“ sagði ráðherra og undir það tók Valgerður Sverr- isdóttir og sagði ánægjulegt hversu heimamenn hefðu tekið myndarlega á málum. Verið er í um 1.500 fermetra hús- næði á tveimur hæðum við höfnina á Sauðárkróki. Í ávarpi sínu við vígsluna sagði Skúli Skúlason, rekt- or Hólaskóla, að Jón Eðvald Frið- riksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood, hefði fyrir nokkrum árum rætt þann möguleika við sig að fyr- irtækið legði skólanum til húsnæði til kennslu og rannsókna. Sagði Skúli að gömlu fiskiðjunni hefði verið breytt á þennan veg og væri aðstaðan í hæsta gæðaflokki. „Frystiklefi er orðinn að rann- sóknastofu, ísklefi að fyrirlestrasal og vinnslusalur að tilraunarými,“ sagði Skúli og lauk miklu lofsorði á framlag FISK Seafood sem staðið hefði straum af kostnaði við breyt- ingar og legði skólanum það til leigulaust. „Þetta er auðvitað ein- stakt framlag og innsiglar þá miklu og góðu samstöðu og samstarf sem fyrirtækið og skólinn hafa þroskað,“ sagði Skúli ennfremur. Hann sagði skólann einnig hafa fengið mynd- arlegt framlag frá iðnaðarráðuneyt- inu og Framleiðnisjóður landbún- aðarins hefði einnig lagt fram skerf auk þess sem Skagafjarðarveitur hefðu tekið að sér það flókna verk- efni að leggja sjóveitu um húsið. Eðlilegt framlag atvinnulífsins Jón Eðvald Friðriksson, fram- kvæmdastjóri FISK Seafood, sagði í samtali við Morgunblað að fyr- irtækið, sem væri eins konar hér- aðsfyrirtæki og að stærstum hluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, teldi það eðlilegt að stuðla að mennt- unar- og atvinnutækifærum fyrir ungt fólk í heimabyggð sinni. Hann sagði það langtíma framtíðarsýn fyrirtækisins að leggja sitt af mörk- um til að stuðla að rannsóknum og þróun í matvælaiðnaði og sagði fyr- irtækið hafa lagt tugi milljóna króna í endurnýjun húsnæðisins sem Þróunarsetrið og Verið nýttu og Hólaskóli fengi það leigulaust um óákveðinn tíma. Sagði hann að það mætti meta til um 9 milljóna króna framlags á ári. Í ávarpi sínu við athöfnina minnt- ist Jón Eðvald á auðlindagjaldið sem hann kvaðst andvígur. Sagði hann FISK Seafood greiða 40 til 80 milljónir króna eftir árferði og lýsti því sjónarmiði sínu að eðlilegt væri að fyrirtækin legðu slíkt gjald í þró- unar- og rannsóknarstörf í sjávar- útvegi, þá yrðu þau talin til þróun- ar- og matvælafyrirtækja. Það gæti átt mikilvægan þátt í að breyta ásýnd sjávarútvegsins. Í Verinu er aðsetur fiskeldis- og fiskalíffræðideildar Hólaskóla og hefur hún getað aukið starf sitt með gjörbreyttri aðstöðu. „Hér eru nú í gangi fjölmörg verkefni og í kerum og sölum hér á neðri hæðinni synda þorskar, lúður og bleikjur og ýmsir framandi fiskar,“ sagði rektorinn einnig og þakkaði öllum sem komið hefðu að máli á einn eða annan hátt. Rannsókna- og kennsluaðstaðan Verið formlega opnuð Gert ráð fyrir 5–10 störf- um í próteinverksmiðju Morgunblaðið/jt Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra opnaði Verið formlega í gær, en með honum eru þeir Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, og Helgi Thor- arensen, deildarstjóri sjávarútvegsdeildar Hólaskóla. Ráðherrarnir Valgerður Sverrisdóttir og Einar Kr. Guðfinnsson skrifuðu í gær undir samning um að flytja Iceprotein ehf. til Sauðárkróks. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.