Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
1. Ég er þeirrar skoðunar að efla
þurfi löggæsluna á flestum sviðum í
því skyni að auka öryggi borg-
aranna. Ég hef lýst þeirri skoðun
minni að efla beri hverfalöggæslu
og löggæslu í miðborginni, sér-
staklega um helgar þar sem
ástandið verður oft með öllu óvið-
unandi.
2. Enginn vafi er á því að fjölgun
lögreglumanna
væri mikilvæg í
þessum efnum og
raunar nauðsyn-
leg, en ekki síður
að löggæslan
verði sýnilegri og
hafi þannig
ákveðið forvarn-
argildi í sjálfu
sér.
3. Það er engin ein lausn til á því
vandamáli [ vaxandi neyslu vímu-
efna] og hér þurfa allir að koma að
sameiginlegu þjóðarátaki gegn
fíkniefnavandanum. Við eigum ekki
að sætta okkur við að skólalóðirnar
séu markaðstorg eiturlyfja og eig-
um að vinna að því í sameiningu að
vernda bernskuna.
4. Öryggi borgaranna verður að
hafa forgang og fólk verður að hafa
trú á því að þeir sem brjóta lög
komist ekki upp með það. Á síðustu
árum hafa dómar í fíkniefnamálum
verið að þyngjast, en spurningin er
hvort ekki þurfi að taka harðar á
hvers kyns ofbeldisglæpum sem
virðast því miður vera að færast í
vöxt í okkar litla samfélagi og
senda þannig skýr skilaboð til
þeirra sem gerast jafnvel ítrekað
brotlegir með þeim hætti.
Ég er mjög hugsi yfir frétt sem
Morgunblaðið og Fréttablaðið birtu
á dögunum af því þegar ekið var
vísvitandi og margsinnis á bíl
manns í Grafarvogi. Sérstaklega er
ég hugsi yfir því hve litla umræðu
þessi frétt hefur vakið þá daga sem
liðnir eru.
Það er líka mikilvægt að stytta
tímann sem líður frá því að brot er
framið og þangað til viðurlögum er
beitt. Það er ekki góð uppeldisfræði
að menn – eins og þeir sem frömdu
árásina í Grafarvogi – bíði mán-
uðum saman þar til þeir eru látnir
axla ábyrgð á gerðum sínum. En
þegar mönnum er sleppt strax eftir
yfirheyrslu eru skilaboðin í raun og
veru þau að málið sé ekki litið mjög
alvarlegum augum. Ég held að það
sé kominn tími til að samfélag okk-
ar segi hingað og ekki lengra í
þessum efnum.
Björn Ingi Hrafnsson
Framsóknarflokki
Þörf á sameig-
inlegu þjóðar-
átaki gegn
fíkniefnum
1. Samfylkingin vill aukna og sýni-
legri löggæslu í öllum hverfum borg-
arinnar. Sér í lagi í miðborginni.
Reynsla okkar sýnir að það gengur
best að vinna gegn innbrotum,
skemmdarverkum og öðrum af-
brotum þegar
lögreglan vinnur
eins náið með
borgaryf-
irvöldum og kost-
ur er, eins og við
þekkjum úr Graf-
arvoginum, þar
sem löggæslan er
órjúfanlegur hluti
af starfsemi þjón-
ustumiðstöðvarinnar í Miðgarði.
Þessu fordæmi var fylgt nýlega í
Breiðholti en við viljum að þessi leið
verði farin í öllum hverfum.
2. Ég held að fjölgun lögreglu-
manna sé brýn. Tölur sýna að 2002
voru almennir lögreglumenn í
Reykjavík færri en árið 1976 þrátt
fyrir að borgin hafi tvöfaldast í
stærð. Þannig að þar þarf að gera
átak en um leið gæta þess að kraftar
þessara lögreglumanna nýtist sem
best. Það í nánu samspili við aðra
þjónustu við íbúa í borginni.
Ef lögreglan vinnur með íbúum að
viðfangsefnum og vandamálum sem
upp koma hverju sinni þá margfald-
ast í raun það afl sem hægt er að
virkja til þess að beita sér gegn nei-
kvæðri hópamyndun unglinga,
veggjakroti, afbrotum og spell-
virkjum, eða annarri óáran.
3. Forvarnir eru forgangsmál í okk-
ar stefnu. Við höfum náð eftirtekt-
arverðum árangri í síðustu árgöng-
um grunnskóla þar sem
vímuefnaneysla hefur lækkað ár frá
ári frá árinu 1998. En við höfum
bent á að það að því er ekki þannig
farið í framhaldsskólunum. Sá ár-
angur sem hefur náðst í grunn-
skólum verður að haldast í hendur
við áherslurnar inn á framhalds-
skólaárin.
4. Ég held að það þurfi alltaf að
spyrja, varðandi öll svona úrræði,
hvort þau skili því sem til er ætlast.
Áður en við tökum skref í að þyngja
enn frekar refsingarnar þá verðum
við að vita að það sé það sem dugi
best. Ég held að verkefnin séu nær-
tækari og liggi á framhalds-
skólastiginu að verulegu leyti. Eins
þurfa lögreglan og borgaryfirvöld að
vinna þéttar saman og nýta sér nú-
tíma upplýsingakerfi [landupplýs-
ingakerfið] sem getur kortlagt þró-
un afbrota þannig að við ættum að
geta með reglubundnum fundum
tekið á slíkri þróun.
Dagur B. Eggertsson
Samfylkingu
Lögregla og
borgaryfirvöld
vinni þéttar
saman
1. Það er á stefnuskrá F-listans að
gera löggæslu í borginni sýnilegri
og virkari í hverfum borgarinnar.
2. Það þarf að efla samstarf rík-
isins og borg-
arinnar á þessu
sviði. Við teljum
að auka þurfi
framlög til lög-
gæslu og örygg-
ismála í borg-
inni. Við teljum
fjölgun lögreglu-
manna óhjá-
kvæmilega.
3. Það þarf fyrst og fremst að efla
forvarnir og fræðslu, sérstaklega í
grunnskólum borgarinnar.
4. F-listinn er fylgjandi því að
herða viðurlög við fíkniefnabrotum
þegar um ofbeldi er að ræða.
Íslensk löggjöf tekur almennt of
vægt á ofbeldisbrotum miðað við
önnur brot. En við ítrekum að for-
varnir og fræðsla eru lykilatriði í
fíkniefnavörnum.
Ólafur F. Magnússon
F-lista
Framlög til
löggæslu
verði aukin
FJÖLGA þarf lögreglumönnum og gera lögregluna sýnilegri
í hverfum borgarinnar. Þetta er samdóma álit forystumanna
allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í borgarstjórnarkosn-
ingunum í vor. Rannsókn á ítrekaðri ákeyrslu á bifreið
manns í Grafarvogi fyrir helgi heldur áfram. Ökumaðurinn
sem varð fyrir árásinni sagði í samtali við Morgunblaðið sl.
föstudag, að um hefndaraðgerð hefði líklega verið að ræða
af hálfu þeirra sem á hann óku, en að ódæðismennirnir hafi
farið bílavilt.
Forystumenn flokkanna voru að þessu tilefni spurðir:
1. Hvað ætlar flokkur þinn að gera í borgarstjórn Reykja-
víkur á næsta kjörtímabili til þess að tryggja öryggi borg-
aranna í Reykjavík?
2. Hvernig verður það best gert: með fjölgun lögreglu-
manna eða með öðrum hætti og þá hvernig?
3. Hvernig ætlar flokkur þinn að taka á því undirliggj-
andi meini, sem er að flestra mati meginorsök þess örygg-
isleysis, sem íbúar Reykjavíkur búa nú við, þ.e. vaxandi
neyslu vímuefna?
4. Á að þínu mati að herða refsingar vegna fíkniefna-
brota og annarra brota sem tengjast þeim?
Löggæsla í hverfunum verði aukin
HELGI Ólafsson skákmeistari var
mættur til þess að skýra skákir í þar
til gerðu herbergi á Reykjavík-
urskákmótinu sem nú stendur.
Hann sagði margar skákir í gangi en
að helst væru þær á efstu borðunum
skýrðar. Af nógu væri að taka. Með
Helga var sonur hans, Arnar Leó, og
hver veit nema þar sé á ferðinni
skáksnillingur framtíðarinnar. Hann
virtist í það minnsta una sér vel með
pabba sínum á meðal bikaranna á
kaffistofunni.
„Það verður gaman að sjá hvernig
Hannesi og Þresti reiðir af og svo
eru þarna strákar eins og Jón Viktor
og Hjörvar Steinn sem er að gera
góða hluti,“ sagði Helgi spurður um
hvort hann væri spenntastur fyrir
einhverjum vissum skákum. Hann
tók fram að mótið hefði verið mjög
gott og aðstandendum þess til mikils
sóma. „Ég hef voðalega gaman af
þessu og sérstaklega af því að þetta
er hluti af stærra framtaki. Þetta er
búið að vera ansi gaman.“
Spurður um uppáhalds keppendur
sagði Helgi Íslendingana marga vini
sína og að svo þekkti hann vel til
Timmans og Sokolovs.
„Það eru margir sem ég held upp
á og óska góðs gengis.“
Blaðamaður sá fyrir sér að
skemmtilegt væri að lýsa skákum í
stemningu eins og ríkti á þessu móti
og Helgi jánkaði því. Hann hló þó að
hugmyndinni um háværa áhorf-
endur sem hvettu sína menn með
borðum og húrrahrópum.
„Þetta er nú heldur hógværara
andrúmsloft en á fótboltaleik,“ sagði
hann brosandi en sagði að alltaf væri
slæðingur af áhorfendum. „Það er
stemning fyrir þessu móti og vel
fylgst með því. Það sem hefur breyst
og var ekki áður er að nú eru
skákirnar sýndar í beinni útsend-
ingu á netinu líka. Skákin og netið
virðast tengjast mjög vel. Þetta er
grein sem á sterkan og flottan að-
gang að netinu og það hefur komið
vel út.“
Hugsanleg heimsmeistaraefni
Í Skákhöllinni fer ekki aðeins
fram skákmót heldur má þar skoða
ýmsar minjar úr skáksögunni og
eykur það á skemmtilegan andann á
keppnisstað. Bragi Halldórsson, ís-
lenskufræðingur og skákmaður, var
á meðal áhorfenda og virtist fylgjast
náið með tilþrifum hins unga og efni-
lega Hjörvars Steins Grétarssonar.
Hann settist með blaðamanni við
hlið taflborðsins þar sem hið sögu-
fræga einvígi Fischers og Spasskýs
fór fram og sagði skemmtilegt að
fylgjast með mótinu. Þarna væru
ungir strákar að láta finna fyrir sér.
„Það er gaman að fylgjast með
Harikrishna, Carlsen og Mamedya-
rov. Þessa þrjá eigum við eftir að
heyra meira um í framtíðinni og þeir
eru allir hugsanleg heimsmeist-
araefni,“ sagði Bragi inntur eftir
skákmönnum í uppáhaldi og spá um
úrslit mótsins. „Þeir eru líklegir sig-
urvegarar en ég hefði nú mest gam-
an af að sjá Carlsen vinna mótið.
Maður skyldi þó ekki vanmeta
gamla refi eins og Sokolov og Timm-
an sem hafa reynsluna með sér. En
það geta margir unnið þetta mót.“
Bragi sagði íslensku keppendurna
eiga í vök að verjast og fannst eng-
inn þeirra líklegur til sigurs að þessu
sinni. Hann tók undir að rafmögnuð
spenna ríkti á mótsstað.
„Stundum þegar fylgst er með
skákmótum virðist ekkert vera að
gerast en maður getur fundið
spennuna með því að líta undir borð-
in og horfa á fæturna á fólki, þeir
skjálfa,“ sagði Bragi. „Spennan
kemur ekki fram í andlitunum held-
ur kannski frekar í fótunum.“
Blaðamaður rifjaði í huganum upp
sögur um tilburði skákmanna til að
slá andstæðinga sína út af laginu og
spurði hvort þeir tileinkuðu sér visst
látbragð í þeim tilgangi.
„Það eru nú ákveðnar reglur um
hvernig eigi að haga sér við skák-
borðið og maður á ekki að trufla
andstæðinginn. Það er ekki vel lið-
ið,“ svaraði Bragi en blaðamaður var
ekki af baki dottinn og minnti á þá
tíma þegar reykingar við skákborðið
voru óspart notaðar til truflunar.
„Benjamín Franklín var nú skák-
maður og hann skrifaði skemmtilega
grein um það hvernig maður ætti að
„Hógværara andrúmsloft en á fótboltaleik“
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Guðmundur G. Þórarinsson
Morgunblaðið/Ómar
Helgi Ólafsson og Arnar Leó Helgason.
Morgunblaðið/Ómar
Bragi Halldórsson
1. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæð-
isflokksins hefur heimsótt lög-
reglustjóraembættið í Reykjavík og
kynnt sér starfsemi þess á kjör-
tímabilinu. Í heimsókn okkar kom
fram með skýrum hætti sú mikla
áhersla sem lögreglan leggur á
betra og skilvirkara eftirlit og sýni-
lega löggæslu. Við viljum standa að
því að borgin styðji með öllum ráð-
um hverfislöggæslu í borginni. Góð
og öflug hverfislöggæsla, sem er í
góðum tengslum við einstaklinga, fé-
lagasamtök og stofnanir í viðkom-
andi hverfi, eykur öryggi íbúanna og
heimilanna og reynsla okkar af
störfum hverfislögreglunnar er
mjög góð.
2. Lögreglumönnum sem starfa sér-
staklega við hverfislöggæslu hefur
fjölgað á und-
anförnum árum
og við hvetjum til
þess að sú starf-
semi verði efld
enn frekar. Enn-
fremur teljum við
mikilvægt að efla
samstarf lögregl-
unnar og íbúa
með svokallaðri nágrannavörslu. Við
fluttum tillögu í borgarstjórn í júní á
síðasta ári um að efla innbrotsvarnir
í þágu almennings og koma á fót
skipulagðri nágrannavörslu í öllum
hverfum Reykjavíkur. Nú er í gangi
tilraunaverkefni um nágrannavörslu
í hverfum borgarinnar, sem er fólgið
í því að íbúar við ákveðna götu bind-
ist samtökum í samvinnu við lögregl-
una um varnir gegn innbrotum. Við
sjálfstæðismenn viljum styðja það
verkefni eins vel og kostur er og að
borgin leggi fram fjárhagslegan
stuðning í því sambandi.
Sjálfstæðismenn ætla að leggja
fram tillögu um að gerður verði
þjónustusamningur milli borg-
arinnar og lögreglunnar í þeim til-
gangi að tryggja öryggi borgaranna
í miðborginni enn frekar. Við viljum
setja á laggirnar miðborgardeild í
samvinnu við lögregluyfirvöld, fé-
lagasamtök og hagsmunaaðila í þeim
tilgangi.
3. Við teljum afar mikilvægt að
sprautufíklum bjóðist ávallt góð fé-
lags- og heilbrigðisþjónusta, þ.m.t.
meðferðarúrræði. Í því sambandi er
afar mikilvægt að styðja vel við
starfsemi þeirra stofnana, sem ann-
ast meðferð áfengis- og fíkniefna-
sjúklinga. Einnig er sérstaklega
brýnt að beita í enn frekara mæli að-
haldi og forvarnarstarfi gagnvart
ungu fólki sem notar áfengi í óhófi
og önnur örvandi vímuefni.
4. Ég vil ekki útiloka að það verði
gert og þá ekki síst hvað varðar of-
beldisafbrot. Langflestir þeirra sem
lenda í fíkniefnabrotum eru fíkni-
efnaneytendur. Á hinn bóginn verð-
ur aldrei lögð nægileg áhersla á hve
forvarnir eru mikilvægar. Þess
vegna ætlum við sjálfstæðismenn að
beita okkur fyrir því að forvarnir
verði stórefldar sem hluti af daglegu
og reglubundnu starfi hvers grunn-
skóla.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son Sjálfstæðisflokki
Þjónustu-
samningur
við lögregluna
tryggi mið-
borgina