Morgunblaðið - 14.03.2006, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MIÐSTÝRT HEILBRIGÐISKERFI
Bolli Héðinsson, hagfræðingur ogfyrrverandi formaður Trygg-ingaráðs, skrifaði í gær grein
hér í miðopnu blaðsins, sem full ástæða
er til að gefa gaum í þeim umræðum um
heilbrigðiskerfið, sem nú fara fram.
Röksemdir Bolla eru í meginatriðum
þær, að bæði stefnumótun heilbrigðis-
kerfisins og fjármögnun þess sé alltof
miðstýrð. Rekstur heilbrigðiskerfis lúti
sömu lögmálum og allur annar rekstur
og heppilegast sé að ákvarðanir um
rekstur séu teknar af þeim, sem þurfa
síðan að búa við þær. „Í íslenska heil-
brigðiskerfinu eru þau lögmál sem um
þetta gilda rofin og t.d. eru ákvarðanir
um fjárfestingar teknar af ráðuneyti og
Alþingi. Eins er farið um ákvarðanir
um skiptingu fjár milli sjúkrahúsa ann-
ars vegar og sérfræðilæknisþjónustu
utan þeirra hins vegar, þótt mörkin þar
á milli séu afar óljós og verði eðli máls-
ins samkvæmt alltaf ógreinileg, þó ekki
væri nema vegna framfara í læknavís-
indunum,“ segir Bolli í grein sinni.
Hann spyr sömuleiðis: „Hvers vegna
er það ákveðið „að ofan“ hvort aðgerðir
og meðferð sjúkdóma fari fram innan
eða utan sjúkrahúsa? – Hvers vegna fá
sjúkrahús landsins ekki að stunda þá
sérfræðilæknisþjónustu sem þau hafa
getu og vilja til og fá að sitja við sama
borð og læknastofur sérfræðinga úti í
bæ? – Hvers vegna fá sjúkrahúsin ekki
að veita þá þjónustu sem þau telja sér
hagkvæmt að framkvæma og fá greitt í
samræmi við það, án þess að þurfa að
spyrja ráðamenn heilbrigðismála hvort
það rúmist í verkahring þeirra? Hvers
vegna fá sjúkrahús ekki að byggja/
kaupa/leigja húsnæði sem hentar þörf-
um þeirra, í stað þess að þurfa að bíða
ákvörðunar um það frá æðstu ráða-
mönnum?“
Bolli Héðinsson er þeirrar skoðunar
að heilbrigðisyfirvöld „ættu eingöngu
að skilgreina hvaða þjónustu þau vilja
kaupa og gera kröfur um gæði hennar.
Ákvarðanir um húsbyggingar, hvar
þjónustan er veitt eða hver veitir hana á
ekki að skipta ráðamenn heilbrigðis-
mála neinu máli. Hvort hún er veitt af
Landspítala, Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri, Skjóli, Læknastöðinni Orku-
húsinu eða einhverri annarri stofnun í
eigu ríkis, sveitarfélaga eða einka-
aðila“, segir hann.
Bolli segir sömuleiðis að fjárskortur
sé ekki höfuðvandi heilbrigðiskerfisins,
heldur þetta miðstýrða skipulag.
Það þarf að endurskoða heilbrigðis-
kerfi okkar frá grunni. Það er áreið-
anlega rétt að það er alltof miðstýrt og
trúin á eina ríkislausn alltof mikil, í stað
þess að reynt sé að virkja það frum-
kvæði sem býr í einstaklingunum, sem
starfa við heilbrigðismál, og koma á
samkeppni, sem jafnt ríkissjúkrahús
sem einkarekin sjúkrahús eða lækna-
stofur geta tekið þátt í. Samkeppnin
snýst ekki aðeins um að nýta betur pen-
inga skattgreiðenda, heldur ekki síður
að veita þeim meira val um það hvert
þeir sækja heilbrigðisþjónustu. Leiðir
af þessu tagi er nú verið að reyna í
Bretlandi, þar sem þýðir ekki lengur
fyrir spítala að liggja bara í þingmanni
kjördæmisins til að fá meiri peninga frá
skattgreiðendunum – þeir verða að laða
að sér sjúklinga til að fá peninga og
keppa um þá við önnur sjúkrahús.
Umræðurnar um skipulag og fjár-
mögnun heilbrigðiskerfisins þarf að
rífa upp úr því fari, sem þær hafa verið í
alltof lengi. Gott tækifæri til þess er nú,
þegar nýr og öflugur ráðherra hefur
tekið við lyklavöldum í heilbrigðisráðu-
neytinu.
GLÆPIR MILOSEVIC
Ef spurt hefði verið um miðjan ní-unda áratug liðinnar aldar hvaða
austantjaldsríki myndi eiga auðveldast
með að komast upp að ríkjum Vestur-
Evrópu kæmi til þess að járntjaldið
hryndi hefði svarið án vafa verið Júgó-
slavía. Þótt Júgóslavía teldist kommún-
istaríki var stjórnarfar þar mildara og
hagkerfið opnara en í öðrum ráðstjórn-
arríkjum. Þegar járntjaldið féll fór hins
vegar á annan veg. Í fyrsta skipti frá
heimsstyrjöldinni síðari braust út
grimmilegt stríð í Evrópu þar sem
bræður börðust og framin voru ógnar-
verk, sem hafa fengið það sótthreinsaða
nafn þjóðernishreinsanir, en komu
hreinlæti ekki vitund við, heldur sner-
ust um það að skapa einsleitt samfélag
með því fjarlægja þjóðabrot og trúar-
hópa af landi sínu með ógn, ofbeldi og
blóðsúthellingum. Enn er verið að
reyna að bera kennsl á bein úr fjölda-
gröfum þjóðernishreinsananna.
Maðurinn á bak við upplausn Júgó-
slavíu lést um helgina. Slobodan Milos-
evic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu,
hafði hatrið að vopni. Hann var tæki-
færissinni, sem beitti lýðskrumi til þess
að egna íbúa landsins hverja gegn öðr-
um, Serba gegn Króötum, múslímum,
Kosovo-Albönum, Slóvenum og Svart-
fellingum og koma sjálfum sér til valda.
Hann byrjaði að blása í glæður serb-
neskrar þjóðerniskenndar í Kosovo og
gerði þær að báli. Þrjár styrjaldir hafa
verið raktar til hans, stríðið í Króatíu,
Bosníu-Herzegóvínu og Kosovo. 200
þúsund manns létu lífið í þessum átök-
um, sem stóðu í áratug. Fyrir tilverkn-
að Milosevic einangruðust Serbar í
samfélagi þjóðanna og ekki stóð steinn
yfir steini í Serbíu. Milosevic átti síðan
sjálfur þátt í að gera samkomulag um
frið, sem kennt hefur verið við Dayton,
og var því bæði í hlutverki brennuv-
argsins og slökkviliðsins, svo vitnað sé í
líkingu serbnesks blaðamanns.
Árið 2000 var Milosevic hrakinn frá
völdum og 2001 var hann framseldur til
stríðsglæpadómstólsins í Haag þar sem
réttarhöld hafa staðið yfir honum í fjög-
ur ár. Var honum meðal annars gefið að
sök að hafa staðið að baki þjóðarmorði
og er hann fyrsti fyrrverandi þjóðhöfð-
inginn, sem dreginn hefur verið fyrir
dóm fyrir þær sakir. Gert var ráð fyrir
því að dómur félli síðar á þessu ári. Mil-
osevic verður ekki dæmdur fyrir glæpi
sína úr þessu, en hann skilur eftir sig
minnisvarða um hvaða afleiðingar það
getur haft þegar hatur og fordómar
verða stökkpallur til valda. Milosevic
fór ekki með sigur af hólmi í neinu sinna
stríða. Þvert á móti varð Serbía í hvert
skipti veikari og máttlausari en áður.
Engu að síður er hann píslarvottur í
hugum margra Serba og ugglaust munu
verða til ótal samsæriskenningar um
það hvernig dauða hans bar að.
Milosevic væri gert of hátt undir
höfði ef honum væru eignuð öll þau átök
og upplausn, sem áttu sér stað á Balk-
anskaga í lok 20. aldarinnar. Þar komu
fleiri við sögu. Hann átti hins vegar lyk-
ilþátt í því að ræna íbúa gömlu Júgó-
slavíu bjartri framtíð og steypa þeim í
tíu ára átök og ógæfu, sem skildu eftir
sár, sem mun taka mun lengri tíma að
lækna. Slobodan Milosevic er víti til
varnaðar.
Greining Morgan Stanley er fyrst ogfremst ætluð fjárfestum á skulda-bréfamarkaði. Rétt er að taka fram aðfyrirtækið vinnur ekki greiningar á
hlutabréfum bankanna og hefur því ekki birt
neinar skoðanir í því sambandi. Fyrirtækið
sendir frá sér í fyrsta sinn ráðleggingar til fjár-
festa á skuldabréfamörkuðum er því hluti
skýrslunnar helgaður sérstakri umfjöllun um
hvern og einn íslensku bankanna og hvaða aug-
um fyrirtækið lítur lánshæfi viðkomandi
Kaupþing
Ráðlegging – markaðsvogun
Við getum fallist á að skuldabréf Kaupþings
virðast vera á góðu verði miðað við núverandi
vaxtakjör og lánshæfiseinkunn fyrirtækisins.
Hvað sem því líður er lánshæfi fyrirtækisins
ekki að batna og sú áhætta sem fólgin er í til-
teknum hlutum starfseminnar veldur okkur
áhyggjum. Við erum óvissir um horfur fyrirtæk-
isins og þó að við sjáum ekki neitt í spilunum hjá
fyrirtækinu sem leiði til þess að vaxtaálag lækki
þá getur vel verið að það geti lækkað ef vaxta-
álag hinna bankanna lækkar.
Mikilvæg atriði varðandi mat á fyrirtækinu
Góður rekstur:
Rekstur Kaupþings var mjög góður á síðasta
ári. Mikilvægir mælikvarðar s.s. gæði útlána,
kostnaðarhlutfall og vöxtur tekna benda til þess
að rekstur bankans sé góður um þessar mundir.
Möguleg vandkvæði við fjármögnun
Vaxtaálag hefur hækkað mikið að undanförnu
sem má rekja til „íslensku hræðslunnar“ sem
nefnd var að framan. Endurfjármögnunarþörf
er mikil á þessu og næsta ári og fyrirtækið gæti
lent í erfiðleikum við að endurfjármagna þau lán
sem koma á gjalddaga. Við teljum að endur-
fjármögnun verði dýrara fyrir fyrirtækið en
hingað til, en efumst um að fyrirtækið lendi í
vandræðum með endurfjármögnun í ljósi þess að
fjármögnun þess er þegar í nokkrum myntum.
Stefna fyrirtækisins ekki til þess fallin að
styrkja stöðu þess sem skuldara
Stjórnendur Kaupþings hafa skýra stefnu þar
sem fjárfestingarbankastarfsemi og fjár-
málaþjónusta við fyrirtæki eru þungamiðjan.
Þessi stefna getur verið ábatasöm en of mikil
eigin áhætta vegna hlutabréfa og hlutabréfa-
fjárfestinga á sama tíma og eiginfjárþáttur A
lækkar veldur okkur áhyggjum.
Greining á efnahagsreikningi
Eins og hjá öðrum íslenskum bönkum er veru-
legur hluti útlána Kaupþings fjármagnaður með
beinum lántökum frekar en innlánum. Enn-
fremur á fyrirtækið 1,3 milljarða evra, jafnvirði
112 milljarða króna, í hlutabréfum. Af upplýs-
ingum frá fyrirtækinu má ráða að 45% af þeirri
eign séu í skráðum íslenskum hlutabréfum og
50% lækkun á hlutabréfaverði á Íslandi myndi
Vaxtaálagið hækka
Fyrir einungis tveimur árum var að-alstarfsemi íslensku bankanna aðveita íslenskum viðskiptavinum sín-um bankaþjónustu og umsvif þeirra á
evrópskum fjármálamörkuðum voru lítil. Þeir
voru fjárhagslega sterkir og frekar áhættu-
fælnir og helsta gagnrýnin sem hægt var að
beina að þeim, var að þeir væru of háðir ís-
lenskum sjávarútvegi. Síðan þá hafa aðstæður
á húsnæðislánamarkaði breyst
en bankarnir hafa þegar hafið
útrás í því augnamiði að efla
starfsemi sína.
Síðastliðið ár hefur verið ár
breytinga. Fjárfestar á skulda-
bréfamörkuðum hafa ekki kom-
ist hjá því að verða bankanna
varir þar sem þeir hafa sótt
mikið á lánsfjármarkaði til að
fjármagna hraðan vöxt sinn.
Allir þrír bankarnir hafa eflt
erlenda starfsemi sína, m.a. til
að gera starfsemina óháðari ís-
lensku hagkerfi, þó að þeir hafi
gert það með mismunandi
hætti. Að okkar mati virðist
stefna þeirra vera eftirfarandi:
Markmið Kaupþings er að vera alhliða
banki með áherslu á lánveitingar til með-
alstórra fyrirtækja og jafnframt að fjárfesta
með viðskiptavinum sínum þegar svo býr und-
ir. Áhersla þeirra er á Bretland og Norð-
urlönd.
Markmið Landsbankans er að vera íslensk-
ur viðskiptabanki og að vöxtur bankans verði
mest með auknum umsvifum á sviði verðbréfa-
viðskipta, með Teather & Greenwood sem
þungamiðju á því sviði.
Stefna Íslandsbanka (nú Glitnir) er að vera
leiðandi norrænn viðskiptabanki í Noregi og á
Íslandi, og að byggja á þekkingu og reynslu
sinni á sviði sjávarútvegs og jarðhita.
Að mörgu leyti er erfiðara að ráða í stöðu
bankanna í ljósi breytinga undanfarinna miss-
era. Áhætta starfseminnar er meiri en áður og
getur verið háð utanaðkomandi þáttum í ríkari
mæli en áður.
Að öllu virtu teljum við að skuldabréfa-
markaðir hafi brugðist of kröftuglega við
þeirri áhættu sem íslenskir bankar standa
frammi fyrir. Hvað sem því líður höfum við
áfram áhyggjur af Kaupþingi, einkum hvað
varðar djarfa stefnu þeirra.
Við mælum með því við fjárfesta að þeir yf-
irvegi skuldabréf Íslandsbanka og Lands-
banka en markaðsvegi skuldabréf Kaupþings.
Okkar skilningur er að þau
sjónarmið hafi verið á lofti með-
al markaðsaðila að fjárfestum
væri ekki nægjanlega vel umb-
unað fyrir þá kerfisbundnu
áhættu sem bankarnir standa
frammi fyrir á Íslandi, jafnvel
þó að þeir sömu telji Íslands-
banka vera besta fjárfestingar-
kostinn þó að hann eigi mikið
undir í útlánum á Íslandi. Við
höfum hitt fulltrúa bankanna og
í ljósi aukinna umsvifa þeirra
erlendis, þá myndu okkar
vangaveltur beinast meira að
þeim hluta starfseminnar. Jafn-
framt höfum við kannað hvaða
áhrif miklar breytingar á eigna-
verði hefðu á bankana og er niðurstaða okkar
sú að þeir gætu ráðið við slíka stöðu. Við við-
urkennum vandamál Íslands og íslenskra
banka en teljum að vaxtaálög á skuldabréfa-
mörkuðum taki nú þegar fullt tillit til þeirra.
Við göngum ekki að því gruflandi að íslenskir
bankar eru áhættusamari en venjulegur evr-
ópskur viðskiptabanki en vaxtaálög eru allt að
fjórfalt hærri en hjá öðrum (sambærilegum)
bönkum og þykir okkur meira en nóg um.
Skuldabréf íslenskra banka virðast vera á
góðu verði og mælum við með kaupum á
skuldabréfum Íslandsbanka og Landsbanka
miðað við kjör í dag.
Kerfisbundin áhætta?
– Ekki að okkar mati
Að svo komnu máli teljum við að horfa
verði á bankana sem aðskilda fjárfesting-
arkosti. Ekki eru forsendur til að þess að
Viðbrögð
sterk að mat
Greiningardeild fjármálafyrirtækisins Morgan Stanley hefur
sent frá sér skýrslu um íslensku viðskiptabankana þrjá; Lands-
bankann, KB banka og Glitni, áður Íslandsbanka. Hér fer á eftir
lausleg þýðing úr skýrslunni, þar sem gerður er nokkur grein-
armunur á bönkunum og staða þeirra sögð mismunandi.
’Áhyggjur okkarvarðandi lánshæfi
íslensku bankanna
eru annars vegar
af hlutabréfaeign
þeirra og hins veg-
ar hversu háðir
þeir eru fjár-
mögnun á láns-
fjármörkuðum.‘