Morgunblaðið - 14.03.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 33
UMRÆÐAN
TILEFNI þessara skrifa minna
er grein Guðjóns Traustasonar
sjúkraþjálfara í Morgunblaðinu
hinn 6. mars síðastliðinn. Ég er
stundum spurð að því hvort nála-
stungumeðferðin sé viðurkennd
hér á landi. Ég svara því æv-
inlega til að hún sé viðurkennd að
því leyti að fólk innan „hefð-
bundna“ heilbrigð-
isgeirans, læknar,
ljósmæður og sjúkra-
þjálfarar, séu í aukn-
um mæli farnir að
nota þessa meðferð
en að hún sé ekki lög-
gild á Íslandi.
Ég er í Nála-
stungufélagi Íslands.
Félagið skipa sjö
meðlimir og öll erum
við með þriggja til
fjögurra ára nám í
austurlenskri lækn-
ingaaðferð (nála-
stungum) að baki frá við-
urkenndum skólum erlendis. Sjálf
lauk ég fjögurra ára námi frá
enskum nálastunguskóla og BS
gráðu frá Brighton háskóla í nála-
stungufræðum (acupuncture stud-
ies). Samanlagt eru þetta tæp sex
ár. Á fyrstu þremur árunum er
farið ýtarlega í grunnfög vest-
rænu læknavísindanna; anatómíu,
lífeðlisfræði og meinafræði ásamt
því að kennd eru fög austurlensku
lækningaaðferðarinnar í þaula, öll
fjögur árin. Fjórða árið er að
mestu verklegt ásamt enn frekari
kennslu í kínverskri læknisfræði
og lokaritgerð. Ég starfa við nála-
stungur í Reykjavík en hef ekki
réttindi frá Landlæknisembættinu
fyrir slíku. Í grein sinni segir
Guðjón að sjúkraþjálfarar með
BS-gráðu frá Háskóla Íslands fái
réttindi frá Landlæknisembætti
til að nota nálastungur eftir
tveggja helga námskeið Magnúsar
Ólasonar, læknis á Reykjalundi.
Vart þarf að taka fram að aust-
urlenska lækingaaðferðin eða kín-
verskar lækningar eru gjörólíkar
þeim vestrænu eða „hefðbundinni
“ læknisfræði. Nálastungur eru
orkulækningar sem ganga út á
það, í mjög einföldu máli, að jafna
orkuflæði. Á bak við þær eru mik-
il fræði sem ekki verða kennd á
nokkrum helgarnámskeiðum. Mér
finnst það alvarlegt mál þegar
fólk, þrátt fyrir að vera menntað í
vestrænni læknisfræði, er að nota
þær eftir stutt námskeið. Það veit
ég vel að beita má nálastungu-
meðferðinni við verkjum með góð-
um árangri. En það gefur auga
leið að þeir sem læra að beita
nálastungum eftir stutt námskeið
hafa litla sem enga kunnáttu í
fræðunum sem að baki liggja.
Þeir læra að velja nálastungu-
punktana með tilliti til hvar verk-
urinn er en við sem þekkinguna
höfum notum púlsagreiningu og
aðrar greiningaraðferðir kín-
versku fræðanna sem segja okkur
til um orkuflæði líkamans og
þannig veljum við hvaða nálast-
ungupunkta við not-
um. Þannig erum við
að jafna orkuflæðið
og með því að vinna á
einkennunum. Á
þessum forsendum
leyfi ég mér að efast
um ágæti meðferðar
sem beitt er af fólki
með litla kunnátttu í
fræðunum.
Ég tel að það geti
verið að koma á enn
frekara ójafnvægi á
orkuflæðið til lengri
tíma litið, þrátt fyrir
að einkennin, t.d höfuðverkur,
hverfi.
Austurlenska lækningaaðferðin
lítur á hvern sjúkling sem ein-
stakan og þar af leiðandi getur
ástæða t.d. höfuðverkjar verið allt
önnur „orkuójafna“ frá einum
sjúklingi til annars, þrátt fyrir að
báðir hafi þjáðst af verknum síð-
an þeir lentu í slysi eða eitthvað
slíkt.
Við í Nálastungufélagi Íslands
erum ekki löggild. Okkar sjúk-
lingar fá ekki niðurgreidda nál-
astungumeðferð hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins eins og
sjúklingar Guðjóns og kollega
hans, læknanna og ljósmæðranna
sem beita nálastungumeðferð.
Okkar sjúklingar fá ekki að fara
í blóðgjöf hjá Blóðbankanum í 6
mánuði eftir að hafa fengið nála-
stungur en hafi þeir fengið nála-
stungur frá lækni með íslenskt
læknaleyfi eða heilbrigðisstarfs-
manni undir hans ábyrgð þá mega
þeir fara jafnvel samdægurs í
blóðgjöf.
Er ekki kominn tími til að við
sem menntunina og mestu þekk-
inguna höfum fáum að beita nál-
astungum á sama grundvelli, þ.e.
séum „viðurkennd“ og meðferðir
okkar niðurgreiddar af ríkinu, eins
og þeir í vestræna eða „hefð-
bundna“ heilbrigðisgeiranum?
Væri ekki þannig verið að bjóða
sjúklingum upp á bestu mögulegu
þjónustu og í leiðinni að auka val
sjúklinga sem vilja leita annarra
úrræða en hafa ekki efni á því?
Nálastungur
Ólöf Einarsdóttir
fjallar um nálastungur ’Nálastungur eru orku-lækningar sem ganga út
á það, í mjög einföldu
máli, að jafna orku-
flæði.‘
Ólöf Einarsdóttir
Höfundur er með BS-gráðu í
nálastungufræðum.
TENGLAR
..............................................
www.nalastungur.com
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010
Hair play frá
Rakarastofan
Klapparstíg
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
Hvalvitleysa
Því miður tel ég mig knúinn til
að lýsa furðu minni á því sem
stjórnvöld hafa í lengstu lög reynt,
og það eftir megni, að
koma í veg fyrir að
hinn almenni Íslend-
ingur viti um hval-
veiðistefnu Íslend-
inga. Það er kannski
ekki nema furða því
sú stefna virðist ekki
til. Þegar stjórnvöld
tóku þá ákvörðun að
setja saman vís-
indaáætlun og ganga
inn í Alþjóðahval-
veiðiráðið virðist það
gert í einum tilgangi.
Að geta veitt hvali og
selt afurðir þeirra til Japans ekki
til að rannsaka lífshætti þeirra.
Vil ég með þessum skrifum
koma fram þeim upplýsingum sem
allir ættu að vita sem borgarar
veiðimannaþjóðar.
Ríkisstjórnin og ráðuneyti undir
henni, hefur ausið á þriðja hundrað
milljónum í að kynna hval-
veiðistefnu Íslendinga. En hafa Ís-
lendingar sjálfir notið góðs af þess-
ari kynningu? Hvað vita margir
sem þetta lesa hvað upphaflega
vísindaáætlunin hefði framleitt
mikið kjöt sem samkvæmt reglum
hvalveiðiráðsins er
skylt að nýta? Það er
tekið fram á vef
alþjóðahvalveiði-
ráðsins að áætlaðar
afurðir yrðu u.þ.b.
4.000 tonn. Er það
meira enn allt nauta-
kjöt framleitt á Ís-
landi. Þannig að fyrir
þann sem þetta magn
veiðir, verkar og sel-
ur, eru talsverðir
hagsmunir. En hvað
er að? Af hverju geng-
ur svo illa að nýta
kjötið? Í fyrra var kjötið af hrefn-
unum um 35–40 tonn. Þetta þýðir
að það þyrfti 250 ár fyrir Íslend-
inga að innbyrða vísindaáætlunina.
Nú hugsa eflaust margir „af hverju
ekki flytja það út?“ Það væri búbót
fyrir efnahaginn. Mikið rétt. En
framkvæmdastjóri LÍÚ segir að
ekki hafi tekist að finna markaði
enn og Sjávarútvegsráðherra hefur
engar áhyggjur um að það náist
ekki að selja kjötið. Málið er nefni-
lega þannig að það eru góðir og
stórir markaðir í Asíu Kína,
Indónesíu, Taívan og Taílandi, en
þeir eru lokaðir. Japan eins og Ís-
land og Noregur eru með fyrirvara
á milliríkjasamningi sem leyfir
verslun með afurðirnar en Japan
hefur sjálft sett innflutningsbann á
hvalkjöt. Ef menn staðhæfa í sjón-
varpi fyrir alþjóð að það sé ekkert
mál að selja þessar afurðir verða
þeir ekki að veifa pappírum sem
sanna þeirra mál? En það efast
enginn.
Alþjóðahvalveiðiráðið saman-
stendur af 60 ríkjum og gengur al-
veg hörmulega að fá meirihluta
þeirra þjóða jafnvel að ræða at-
vinnuveiðar, hvað þá að leyfa þær.
Aðilar að Cites sáttmálanum eru
um 200 ríki og þarf þar eins og í
Alþjóðahvalveiðiráðinu 2⁄3 ríkja til
að taka dýr út af listum um dýr í
útrýmingarhættu. Halda menn að
það gangi eitthvað betur þar?
Þá komum við að merg máls-
ins!!! Til hvers stöndum við í öllu
þessu þrasi við heimsbyggðina? Til
hvers erum við að ergja þjóðir sem
líta upp til okkar þegar náttúra og
nýting auðlinda hafsins eru ann-
arsvegar? Erum við að fórna mikl-
um hagsmunum fyrir hagsmuni
sem eru ekki raunhæfir?
Ég verð að segja fyrir mitt leyti,
mann sem hefur alist upp í kring-
um og í sjávarútvegi, að það á að
veiða og nýta hvalina ef það stuðl-
ar ekki alvarlega að fækkun og
hættu á útrýmingu dýranna, en
það er forsenda allra vinnubragða
að reyna að gera hlutina rétt. Ekki
fara í kringum hlutina og gefa
rangar vísbendingar og jafnvel
rangar upplýsingar bara til að láta
ætlunarverkið ganga upp. Eða
bara til að sanna að það geti eng-
inn sagt okkur fyrir verkum? Og ef
það er svona mikið hjartans mál að
grisja hvalinn er ekkert annað en
að leigja skyttu og skjóta hann.
Ekki eru mávarnir á tjörninni mat-
reiddir eftir að þeir eru grisjaðir.
Í öllum fréttum dagblaðanna um
hvalveiðar er því miður verið að
éta upp texta sem þeim er afhent-
ur og innihalda engar upplýsingar
í reynd. Formaður sendinefndar
Íslands í fyrra á fundi Alþjóðahval-
veiðiráðsins sagði að stór skref
hafi verið stigin á ársfundinum!
Þessi stóru skref voru „víkkun á
umræðu á veiðireglunum“ sem
nánast verður ógerlegt að nokkurn
tímann verði samþykktar. Ef það
tók heilt ár í að fá þá til að víkka
umræðuna (ekki ákvörðunartök-
una) hvað verðu þá langt í að veið-
ar í atvinnuskyni verði leyfðar?
Það hefur verið annað uppi á ten-
ingnum ef vilyrði frá Japönum fyr-
ir kaupum á afurðum lægi fyrir. Þá
gætu jú líka aðrir sem sæju tæki-
færi til að skapa sér atvinnu á
þessum veiðum að koma sér upp
aðstöðu, tækjum og tólum til að
taka þátt í þessum veiðum. En það
er jú einungis eitt fyrirtæki í dag
sem gæti hugsanlega farið út í
veiðar á stórhvelunum.
Japanir hóta að ganga úr Al-
þjóðahvalveiðiráðinu og ef þeir
gera það verður Íslandi ekki heim-
ilt að flytja þangað kjöt nema að
segja sig aftur úr hvalveiðiráðinu.
En okkur er það ekki leyfilegt einu
sinni núna því þeir vilja ekki ut-
anaðkomandi kjöt hvort sem er.
Þannig að vonandi sér almenn-
ingur nú hverskonar vitleysa þetta
er, og kannski ráðamenn líka sem
standa kannski of utanvið málin,
eða átta sig á því að þeir hafa
sokkið of djúpt í eigin loforð um að
við munum veiða hval aftur.
Óska ég hér með að Íslendingum
verði skýrt frá og kynnt hval-
veiðistefna ríkisstjórnarinnar og
sjávarútvegsráðuneytisins það er
jú með peningum sem við allir Ís-
lendingar greiddum sem verið er
að eyða í þessa hringavitleysu.
Hvalveiðar
Gunnar Halldórsson
fjallar um hvalveiðar ’Óska ég hér með að Ís-lendingum verði skýrt frá
og kynnt hvalveiðistefna
ríkisstjórnarinnar og
sjávarútvegsráðuneyt-
isins.‘
Gunnar Halldórsson
Höfundur er frumkvöðull
á nýsköpun á sjávarfangi.
H
er
dí
s
Pá
la
In
ga
H
an
na
Á
re
lía
E
G
ís
li
M
ar
te
in
n
Samræming vinnu og einkalífs
vongó›ra millistjórnenda
Hádegisver›arfundur FVH í samstarfi vi›
Starfsmannastjóraklúbbinn, flri›judaginn
14. mars nk. kl. 12, í Gullteig, Grand Hótel
Reykjavík.
Skrá›u flig strax!
Vinsamlega skrái› flátttöku á vef FVH, www.fvh.is
e›a í síma 551 1317.
Ver› me› hádegisver›i er 3.000 fyrir félaga FVH
og 4.800 fyrir a›ra.
Fundurinn er öllum opinn!
D A G S K R Á
Kl. 11.45 SKRÁNING
Kl. 12.00-12.20 HVA‹ EINKENNIR VONGÓ‹A
STJÓRNENDUR?
Árelía E. Gu›mundsdóttir, Ph.D.
Lektor vi› vi›skipta- og hagfræ›i-
deild Háskóla Íslands
Kl. 12.20-12.40 MIKILVÆGI VILJASTYRKS
OG ÚTSJÓNARSEMI
MILLISTJÓRNENDA
Inga Hanna Gu›mundsdóttir
Starfsmannastjóri hjá Landhelgis-
gæslu Íslands
Kl. 12.40-13.00 JAFNVÆGI VINNU OG
EINKALÍFS HJÁ GLITNI
Herdís Pála Pálsdóttir
Deildarstjóri í starfsmannafljónustu
Glitnis
Kl. 13.00-13.30 PALLBOR‹SUMRÆ‹A
FUNDARSTJÓRI
Gísli Marteinn Baldursson
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
2
0
8
6
1