Morgunblaðið - 14.03.2006, Side 34

Morgunblaðið - 14.03.2006, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ósk Guðmunds-dóttir fæddist í Hafnarfirði 11. sept- ember 1924. Hún lést í Malmö í Sví- þjóð 26. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Indriði Guðmunds- son, f. 1894, d. 1942, og Anna Þorláks- dóttir, f. 1885, d. 1930. Ósk átti níu al- systkin, þau eru, Einar Júlíus Indr- iðason, f. 1916, d. 1993, Guðrún Indriðadóttir, f. 1917, Una Indriðadóttir, f. 1918, d. 1994, Guðríður Jóna Indriða- dóttir, f. 1920, Guðmundur Hann- esson Indriðason, f. 1923, Sigurð- ur Rósant Indriðason, f. 1923, d. 2003, Gunnar Þorkell Indriðason, f. 1925, Sigrún Alda Indriðadóttir, f. 1926, og Drengur Indriðason, f. 1930, d. 1930, og tvö hálfsystkin, Pétur Þorlák Einarsson, f. 1907, d. 1972, og Önnu Sigurlaugu Ein- arsdóttur, f. 1908, d. 1983. Ósk ólst frá 1930 upp hjá kjör- foreldrum í Hafnarfirði, þeim Guðmundi Þorbjörnssyni og Ingi- björgu Símonardóttur. Dóttir Óskar og Kristins Jóhanns Björgvins Helga- sonar er Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 1942, d. 2002. Eigin- maður Guðbjargar er Björgvin Krist- jánsson, f. 1936. Synir þeirra eru Guðmundur, f. 1961, Indriði, f. 1962, Trausti, f. 1963, og Halldór, f. 1966. Ósk giftist Guð- mundi Jónssyni og áttu þau heimili sitt á Bolungar- vík. Leiðir þeirra skildi og fluttist hún þá til Keflavíkur og starfaði þar sem læknamiðill fyrir Sálar- rannsóknarfélag Suðurnesja ár- um saman. 1990 fluttist Ósk svo til Svíþjóðar þar sem dóttir, tengda- sonur og fjórir dóttursynir henn- ar bjuggu. 2002 varð hún fyrir því að fá heilablóðfall og missti hún dóttur sína sama ár úr krabba- meini, eftir þetta bjó hún á hjúkr- unarheimilum þar ytra. Ósk verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. (Stefán frá Hvítadal.) Ljós og rósir koma upp í huga okkar um leið og við minnumst elskulegrar vinkonu, Óskar Guð- mundsdóttur, sem nú hefur kvatt jarðlífið eftir erfið og sársaukafull veikindi. Hún Ósk var sannur ljósberi sem kom mörgu góðu til leiðar enda fékk hún í náðargjöf kraft til að líkna öðrum og fengum við sem aðrir að njóta þess óspart. Hún var mikill fræðari um andleg málefni og óspör að miðla þekkingu sinni til okkar samferðamannanna og má segja að hún hafi tendrað ljós í hjarta fjölda fólks sem varð á vegi hennar. Ósk var ákaflega heilsteypt kona, trú og trygg. Útgeislun hennar og fegurð minntu á geisla sólarinnar. Hún sóttist ekki eftir auði og met- orðum en gaf samferðamönnum sínum mikið með því einu að vera til og veita þeim vináttu og skiln- ing. Sérstakt lífslán var að njóta samvista við slíka merkiskonu. Nærvera hennar var afar góð og hlý. Minningar streyma fram í hug- ann þegar við rifjum upp allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Oft var glatt á hjalla, mikið hlegið, sagðir brandarar og má með sanni segja að „maður er manns gaman“. Fyrir allmörgum árum fluttist Ósk til Svíþjóðar. Þar átti hún margar góðar stundir ásamt fjöl- skyldu sinni. Mesti gleðigjafinn í lífi hennar var dóttirin Guðbjörg en hún bjó líka í Svíþjóð með fjöl- skyldu sinni. Guðbjörg andaðist fyrir nokkrum árum og um svipað leyti veiktist Ósk hastarlega og náði aldrei heilsu eftir það. Má ætla að miklir fagnaðarfundir verði þegar þær hittast í nýjum heim- kynnum. Elsku Ósk þökkum við samfylgd- ina og biðjum Drottin Guð að taka hana að sér, lýsa henni veginn og veita henni styrk og blessun í ríki sínu. Aðstandendum hennar vott- um við okkar dýpstu samúð. Eftirfarandi erindi viljum við hafa sem kveðjuorð til minningar um Ósk okkar. Þú alltaf verður einstök rós, elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran.) Kristín Th. Ágústs- dóttir, Guðrún Norð- fjörð. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Kær vinkona mín, Ósk Guð- mundsdóttir, hefur kvatt þetta líf. Sárt þykir mér að henni skyldi ekki verða að ósk sinni að koma heim til Íslands sem hún þráði svo heitt. En, það er einn sem ræður. Eitt getum við verið fullviss um, að hún hefur fengið góða heimkomu. Hún Guðbjörg dóttir hennar og ættingj- ar hafa tekið henni opnum örmum. Ósk var fædd með þann mikla hæfileika að hjálpa fólki sem var veikt. Hér á landi eru þeir ófáir sem hún hjálpaði og eru henni þakklátir. Hún starfaði við að hjálpa öðrum alla ævi og bænirnar hennar voru svo sannarlega guðs- gjöf. Hún starfaði hjá Sálarrannsókn- arfélagi Suðurnesja um 20 ára skeið. Með okkur tókst mikil vin- átta frá fyrstu tíð og hélst alltaf síðan. Hún hjálpaði mér, hvatti og kenndi. Fyrir þetta allt get ég seint fullþakkað. Eftir að hún flutti til Svíþjóðar kom hún hingað einu sinni á ári og dvaldi oft hjá mér í Vogunum. Þessi tími sem hún var hér var allt- af stuttur, því það voru svo margir sem vildu hitta hana. Oft sátum við fram á nótt og töluðum um andleg málefni og spjölluðum um allt mögulegt og skemmtum okkur vel. Allar þessar stundir og margt fleira geymi ég með sjálfri mér. Það eru margar myndir sem ég sé fyrir mér þegar ég hugsa um þig og það er gott að ylja sér við þær. Já, margs er að minnast og mikið er þér þakkað af allri minni fjöl- skyldu og, elsku Ósk mín, kærar þakkir fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég veit að þú hefur litið við þegar þú fórst til Guðs þíns, sem þú trúðir svo heitt á. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu þinnar. Ég kveð þig eins og við vorum vanar að kveðjast, Guð geymi þig, kæra vinkona mín. Hrefna Kristjánsdóttir. ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMANN SKÆRINGSSON, Suðurbraut 2A, Hafnarfirði, lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 13. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Ósk Alfreðsdóttir, Jóna Birna Guðmannsdóttir, Sveinn Gunnarsson, Inga Kristín Guðmannsdóttir, Kristinn Þór Ásgeirsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR frá Litlu-Tungu í Holtum, Grænumörk 2, Selfossi, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 10. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Karl Jóhann Þórarinsson, Inga Jóna Einarsdóttir, Vigdís Þórarinsdóttir, Gunnar A. Jóhannsson, Vilhjálmur Þórarinsson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Þorsteinn Gunnar Þórarinsson, Sigríður Ása Sigurðardóttir, Þórdís Torfhildur Þórarinsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall bróður míns, stjúpföður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR SVEINSSONAR, Gullsmára 10, Kópavogi. Björgvin Ólafsson, Rögnvaldur Guðmundsson, Helga Björg Stefánsdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Guðmundur Sölvi Ásgeirsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Theo Taytelbaum og afabörn. Látin er MARÍA INGIBJÖRG GUÐNADÓTTIR, Ásgarði 24a, Reykjavík. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ragnar Steingrímsson, Hulda Ragnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Ragnar Snorrason, Petra Baumbruk, Haukur Snorrason, Atli Snorrason. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ÁSRÚN ÞÓRHALLSDÓTTIR, Sléttahrauni 23, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 12. mars. Sonja Jónasdóttir, Ingimar H. Victorsson, Ása Rún, Bjarki Þór, Jónas Logi, Una Dís. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, STEINUNN PÁLSDÓTTIR, Sigtúni 29, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt sunnudagsins 12. mars. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Þorkelsson, Laufey G. Geirlaugsdóttir, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson, Páll Steinar Sigurbjörnsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET PÉTURSDÓTTIR, áður Langholtsvegi 150, síðast til heimilis á Dalbraut 27, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 13. mars. Eyjólfur Pálsson, Margrét H. Ásgeirsdóttir, Marta Pálsdóttir, Guðmundur Hannesson, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, SIGTRYGGUR JÓSEFSSON, Breiðumýri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 12. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Björg Arnþórsdóttir. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.