Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 43
og opna fyrir skapandi umræðu um verk
sín. Rýnt verður í myndmálið í verkum
Thors, sem teygir sig í myndlistina og
fjallað um nýafstaðna sýningu á verkum
hans í Gerðubergi. Aðgangur er ókeypis.
Nánari uppl. í s. 659 3313.
Söfn
Duus hús | Sýning Poppminjasafnsins frá
tímabilinu 1969–1979 í máli og myndum.
Opið daglega kl. 13–18.30 til 1. apríl.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Friðrik Örn
sýnir ljósmyndir.
Mannfagnaður
Bókasafn Kópavogs | Ritlistarhópur
Kópavogs verður með upplestur 16.
mars, á nýjum stað, Kaffibúðinni Hamra-
borg 1–3. Óskar Árni Óskarsson handhafi
Ljóðstafs Jóns úr Vör les úr verkum sín-
um. Kynnir Birgir Svan. Allir velkomnir,
enginn aðgangseyrir.
Fyrirlestrar og fundir
Vináttufélag Íslands og Kanada | Dr.
Jónas Kristjánsson handritafræðingur
fjallar um fræðibók sína „Landnáms-
maður vesturheims; Vínlandsför Þorfinns
karlsefnis“, í máli og myndum, á fundi
hjá Vináttufélagi Íslands og Kanada.
Fundurinn verður 15. mars kl. 20, í stofu
106 í Odda, Háskóla Íslands. Allir vel-
komnir.
Bókasafn Kópavogs | Félagar úr Ása-
trúarfélaginu verða með erindi um
ásatrú í Bókasafni Kópavogs, einnig fyr-
irsp. og umræður. Fer fram 15. mars kl.
17.15–18.15. Þetta er hluti erindaraðar um
trúarbrögð.
Friðarhús | Dagur Þorleifsson sagnfræð-
ingur heldur fyrirlestur kl. 20, á vegum
Samtaka herstöðvaandstæðinga um sögu
Íraks og rætur þeirrar borgarastyrjaldar
sem þar geisar nú um stundir. Fyrir-
spurnir og umræður í lok fundar.
Kvenfélag Breiðholts | Kvenfélagið held-
ur félagsfund kl. 20, í Safnaðarheimili
Breiðholtskirkju (inng. suðurdyr). Um-
ræðuefni: Samskipti ólíkra menningar-
heima. Kaffiveitingar.
Landakot | Fyrirlestur á vegum fræðslu-
nefndar Rannsóknastofu í öldr-
unarfræðum RHLÖ, verður í kennslusaln-
um á 6. hæð á Landakoti, 16. mars kl. 15.
Aðalsteinn Guðmundsson öldrunarlæknir
mun fjalla um beinþynningu og beinbrot
meðal aldraðra. Sent út með fjar-
fundabúnaði.
Náttúrulækningafélag Reykjavíkur | Að-
alfundur verður 16. mars kl. 20, í húsi
Eddu útgáfu Suðurlandsbraut 12, 7. hæð
(lyfta). Á dagskrá verða venjuleg aðal-
fundarstörf. Veitingar verða í boði félags-
ins.
Maður lifandi | Þorvaldur Þorsteinsson
heldur fyrirlestur fyrir alla sem halda að
þeir séu eitthvað. Hann fjallar um þá
hugmyndakreppu sem einkennir menntun
okkar og fjölmiðlasamfélag og veltir fyrir
sér hvort við erum ef til vill að misskilja
hlutverk okkar í lífinu. Fyrirlesturinn fer
fram kl. 18–19.
OA-samtökin | OA karlafundur að Tjarn-
argötu 20 (gula húsinu) kl. 21–22. OA er
félagsskapur karla og kvenna sem hittast
til að finna lausn á sameiginlegum vanda
– hömlulausu ofáti. www.oa.is
ReykjavíkurAkademían | Fyrirlestur á
vegum Mannfræðifélags Íslands verður
kl. 12–14: Hver er reynsla íslenskra
kvenna af hjónaskilnaði annars vegar og
því að missa maka sinn í dauða hins veg-
ar? Hver voru viðbrögð samfélagsins? Í
erindinu verða kynntar niðurstöður rann-
sóknar höfundar. Fyrirlesari: Sr. Guðný
Hallgrímsdóttir.
Styrkur | Styrkur verður með fund að
Skógarhlíð 8, kl. 20. Dagskrá: Reykingar
og lungnakrabbamein. Sigríður Ólína Har-
aldsdóttir lungnalæknir ræðir um reyk-
ingar og Halla Skúladóttir krabbameins-
læknir ræðir um lungnakrabbamein.
Kaffi.
Fréttir og tilkynningar
Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður í
Borgarnesi við Hyrnuna 15. mars kl. 10–
17.
Frístundir og námskeið
Kennslustofa FSA, Akureyri | Fræðslu-
námskeið fyrir fólk með vefjagigt, hefst á
Akureyri 18. mars. Markmið námskeiðs-
ins er að miðla aukinni þekkingu til þátt-
takenda um sjúkdóm sinn, afleiðingar
hans og hvað þeir geti sjálfir gert til að
stuðla að betri líðan. Skráning á nám-
skeiðið á skrifstofu Gigtarfélagsins í síma
530 3600.
Mímir-símenntun ehf | Námskeið um
Kenía í samvinnu Mímis og Úrvals-
Útsýnar verður haldið 15. og 22. mars kl.
20–22. Á námskeiðinu verður fjallað um
menningu, sögu og dýralíf Kenía. Umsjón
með námskeiðinu hafa Elín Þorgeirsdóttir
og Borgar Þorsteinsson. Skráning í s.
580 1800 eða á www.mimir.is.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 43
MENNING
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Jóga kl. 9, postu-
línsmálning kl. 13, spænska kl. 10,
lestrarhópur kl. 13.30. Farið verður í
Iðnó 15. mars, á leiksýninguna Snúð
og Snældu kl. 14. Aðgöngumiðar á
Aflagranda
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi,
sund, vefnaður, línudans, boccia og
fótaaðgerð.
Dalbraut 18–20 | Félagsvist kl. 14.
Leikfimi, postulín, framsögn o.fl.
Snúður og Snælda 19. mars kl. 14.
Handavinnustofan Dalbraut 21–27
opin alla virka daga.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Skák kl. 13, afmælismót, Friðrik
Ólafsson verður heiðursgestur.
Framsögn fellur niður. Félagsvist kl.
20. Göngu-Hrólfar ganga 15. mars kl.
10 og leikfélagið Snúður og Snælda
sýnir „Glæpir og góðverk“ í Iðnó kl.
14. Miðapantanir í Iðnó s. 562 9700
einnig seldir við innganginn. Sýn-
ingar eru á miðvikudögum og sunnu-
dögum í mars.
Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu-
starf í Ármúlaskóla kl. 16.20–18.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.05 og 9.50, gler- og postulíns-
málun 9.30, handavinna kl. 10, róleg-
ar æfingar 10.50, tréskurður 13, al-
kort 13.30, ganga kl. 14, fræðslu-
fundur Glóðar kl. 20, Þorgrímur
Þráinsson ræðir um lífið og tilveruna.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 9.45 og karlaleikfimi
kl. 13 í Mýri. Línudans kl. 13 og tré-
smíði kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Opið hús
í safnaðarheimilinu á vegum kirkj-
unnar kl. 13 og kóræfing kl. 17.
Hraunbær 105 | Kl. 9 handavinna,
glerskurður, kaffi, spjall, dagblöðin,
hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leik-
fimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 12.15
ferð í Bónus, kl. 12.30 skrautskrift, kl.
13 myndlist, kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9,
myndmennt kl. 10, leikfimi kl. 1.30,
myndmennt kl. 13, brids kl. 13 og
glerskurður kl. 13.
Hvassaleiti 56–58 | Bútasaumur kl.
9–13, hjá Sigrúnu. Boccia kl. 9.30–
10.30, helgistund kl. 13.30, í umsjón
séra Ólafs Jóhannssonar. Myndlist kl.
13.30–16.30, hjá Ágústu. Böðun fyrir
hádegi. Fótaaðgerðir s. 588 2320.
Hársnyrting s. 517 3005.
Hæðargarður 31 | Leikfimi, fé-
lagsvist, tölvukennsla, postulín, gler-
skurður, framsögn, gönguferðir, ljóð-
listarnámskeið, myndlist o.fl. Snúður
og Snælda 19. mars kl. 14. Sími
568 3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Félagsvist á
Korpúlfsstöðum á morgun kl. 13.
Kvenfélag Kópavogs | Félagsfundur
kvenfélagsins verður haldinn 15.
mars kl. 20, í sal félagsins, Hamra-
borg 10, 2. hæð.
Norðurbrún 1, | Myndlist og smíði kl.
9, opin vinnustofa kl. 9–16.30, Boccia
kl. 10, postulínsmálning kl. 13–16.30,
leikfimi kl. 14.
Safnaðarheimili Fella- og Hóla-
kirkju | Kvenfélagið Fjallkonurnar
heldur aðalfund kl. 20, í safn-
aðarheimilinu. Á eftir verður spiluð
félagsvist.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu | Bingó í kvöld kl.
19.30, félagsheimilinu Hátúni 12. Allir
velkomnir.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 10.15–11.45 enska, kl.
11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–16
postulínsmálun, kl. 13–16 bútasaum-
ur, kl. 13–16 frjáls spil, kl. 14.30–15.45
kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
9, handmennt alm. kl. 9–16.30, hár-
greiðsla kl. 9, morgunstund kl. 9.30,
fótaaðgerðir kl. 9.30, leikfimi kl. 10,
félagsvist kl. 14.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl.
9. Fermingarfræðsla kl. 15 (hópur 1).
Áskirkja | Opið hús kl. 10–14. Hádeg-
isbæn kl. 12. Boðið upp á hádeg-
isverð.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl.
11.10, léttur málsverður, helgistund,
Ólafur Skúlason biskup, kaffi kl. 12.
10–12 ára starf KFUM&K kl. 17–18.15.
Húsið opnað kl. 16.30. www.digra-
neskirkja.is
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón-
usta kl. 18.30. Alfa námskeið kl. 19.
Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund í
Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn kl.
12. Eftir stundina er hægt að kaupa
súpu og brauð. Kl. 13–16 er opið hús
fullorðinna. „Spil og spjall“, kaffi og
meðlæti í boði kirkjunnar.
Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli,
Vídalínskirkju kl. 13–16. Pútt og spil-
aður lomber, vist og bridge. Kaffi og
meðlæti kl. 14.30. Helgistund í kirkj-
unni kl. 16. Akstur fyrir þá sem vilja,
upplsími: 895 0169.
Grafarvogskirkja | Helgistundir alla
virka daga föstunnar kl. 18–18.15.
Lesið úr Passíusálmunum. Í dag les
Ásta R. Jóhannesdóttir alþing-
ismaður.
Grensáskirkja | Kyrrðarstund í há-
deginu kl. 12. Orgelleikur, ritning-
arlestur, altarisganga og fyrirbænir.
Léttur matur á eftir í safnaðarheim-
ilinu gegn vægu gjaldi. Kl. 15.30–
16.30 vd. KFUM og KFUK 6–9 ára.
Kl. 17–18 yd. KFUM og KFUK 10–12
ára.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um. Starf með öldruðum kl. 11–14.
Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur
presta er í Hjallakirkju kl. 9.15–11, í
umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyjólfs-
sonar héraðsprests. Bæna- og kyrrð-
arstund kl. 18.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 1
kl. 19. www.gospel.is – www.alfa.is
KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK
14. mars kl. 20. „Ég vil ljóða um
Drottin meðan lifi …“ Svanhvít Hall-
grímsdóttir, tónlistarkennari fjallar
um uppáhaldssöngvana sína. Kaffi.
Allar konur eru velkomnar.
Kristniboðssalurinn | Samkoma í
Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut
58–60, 15. mars kl. 20. Karl Jónas
Gíslason talar. Bænastund. Kaffi.
Laugarneskirkja | Kvöldsöngur kl.
20, Þorvaldur Halldórsson leiðir
sönginn við undirleik Gunnars Gunn-
arssonar. Sóknarprestur flytur Guðs-
orð og bæn. Kl. 20.30 ganga 12
sporahópar til sinna verka en í safn-
aðarheimilinu, boðið upp á trú-
fræðslu þar sem Bjarni Karlsson
fræðir um mannréttindi og Biblíulega
trú.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4.
Bxd7+ Rxd7 5. 0-0 Rgf6 6. De2 e6 7.
c3 Be7 8. d4 0-0 9. Bg5 Hc8 10. dxc5
Rxc5 11. Rbd2 h6 12. Bh4 Db6 13.
b3 e5 14. Bxf6 Bxf6 15. Had1 Hfd8
16. Hfe1 Re6 17. c4 Rf4 18. Df1 Da5
19. g3 Re6 20. De2 a6 21. Rf1 b5 22.
Re3 bxc4 23. Rxc4 Db4 24. Hd3 Hc6
25. Hed1 Be7 26. Hd5 Hdc8 27. Kg2
Hxc4 28. bxc4 Hxc4 29. Rd2 Hc2 30.
Dxa6 Rd4 31. Da5 Db8 32. Rf3 Re6
33. H1d2 Hc1 34. Hd1 Hc4 35. Rd2
Hc2 36. Rb3 Dc8 37. Hxd6
Staðan kom upp í fyrstu deild í
seinni hluta Íslandsmót skákfélaga
sem fram fór fyrir skömmu í
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Fléttukóngurinn að norðan, Gylfi
Þórhallsson (2.187), hafði svart gegn
Haukamanninum Ágústi Sindra
Karlssyni (2.307). 37. ... Rf4+! 38.
Kf3 hvítur hefði orðið mát eftir 38.
gxf4 Dg4+ 39. Kf1 De2+ sem og
eftir 38. Kg1 Dh3. 38. ... Hc3+ 39.
H6d3 Rxd3 40. Ke2 Dc4! 41. Dxc3
Rf4+ 42. Kd2 Bb4 43. Dxb4 Dxb4+
44. Ke3 Dc3+ og hvítur gafst upp.
Lokaumferð alþjóðlega Reykavík-
urmótsins hefst kl. 13.00 í dag í
skákmiðstöðinni í Faxafeni 12.
Skákáhugamenn eru hvattir til að
mæta og fylgjast með spennandi
skákum.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Gallerí + á Akureyri fagnar nú tíu
ára starfsafmæli sínu með því að
sýna verk listamannsins sem var
fyrstur til að sýna þar, Hlynur
Hallsson er mættur aftur. Mynd-
listarmennirnir og hjónin Guðrún
Pálína Guðmundsdóttir og Joris
Rademaker hafa unnið aðdáun-
arvert starf með nokkuð stöðugu
og metnaðarfullu sýningarhaldi í
sýningarrýminu, en margir okkar
bestu myndlistarmanna hafa sýnt
verk sín í Gallerí + og gefið norð-
anmönnum aukin tækifæri til að
fylgjast með samtímamyndlist. Pál-
ína og Joris eiga sinn þátt í að
koma Akureyri svo rækilega á
kortið sem raun ber vitni, en sýn-
ingaraðstaða fyrir myndlist er
mjög breytt frá því sem var fyrir
áratug. Þau hafa unnið mikið starf
í sjálfboðavinnu og væri sannarlega
kominn tími til að Akureyrarbær
áttaði sig á gildi þessa litla sýning-
arstaðar og mæti hann að verð-
leikum.
Hlynur Hallsson er sá listamaður
íslenskur sem hvað staðfastast og
jöfnustum höndum hefur unnið að
því að flétta saman líf og list í
myndlist sinni. Hann forðast að
flækja hlutina, verk hans eru jafn-
an einföld að gerð og auðskilin án
þess þó að vera rýr að merkingu,
oftar en ekki fæst hann við al-
þjóðleg, pólitísk málefni.
Sýning Hlyns nú endurómar að
nokkru leyti sýninguna fyrir tíu ár-
um. Þá voru t.a.m. fjórar útvarps-
rásir á Akureyri og fjögur útvörp á
sýningunni sem útvörpuðu í síbylju.
Nú eru rásirnar átta og útvörpin
sömuleiðis, síbyljan dynur yfir sýn-
ingarrýmunum þremur. Í innra
rými sýnir Hlynur töluverðan
fjölda skjala og pappíra frá Alþingi
þar sem hann situr um stundar-
sakir en hann er varaþingmaður
Vinstri grænna og kom inn á þing
eftir slys Steingríms J. Sigfússonar
í janúar. Einnig sýnir hann mynd-
band frá Alþingi og stóra ljósmynd
af syni sínum áletraða stuttum
texta, eins og dagbókarbrot. Á
borði má skoða bækling og bækur
um list Hlyns. Þessi samsetning er
nokkuð dæmigerð fyrir viðhorf
Hlyns til listarinnar og stöðu lista-
mannsins sem þátttakanda, áhorf-
anda og listræns skrásetjara sam-
tímans. Með því að gera hið
daglega líf að viðfangsefni list-
arinnar án þess að upphefja það í
annað form, leitast hann við að fá
áhorfandann til að horfa og hugsa
á sjálfstæðan hátt, sjá merkingu,
gildi, fegurð eða stærra samhengi í
daglegum athöfnum okkar. Í
fremra rými hefur Hlynur skrifað
með bláu graffiti á tvo veggi eft-
irfarandi texta: „Vinsamlega stattu
í skammarkróknum og snúðu and-
litinu hérna út í horn og vertu þar
þangað til einhver leysir þig sjálf-
viljugur af hólmi. Hlynur hefur birt
áþekkan eða samhljóma texta áður
en hér stendur textinn einn og sér
og er opinn til túlkunar. Hver á að
standa í skammarkróknum? Lista-
maðurinn, áhorfandinn, við öll?
Þessi stutti og einfaldi texti býður
upp á vangaveltur um samfélag
sem hikar ekki við að refsa, hvort
sem í hlut eiga einstaklingar eða
heilar þjóðir. Um leið er þetta eins
konar ákall til samúðar og sjálfs-
fórnar sem er hvorug hátt skrifuð í
dag.
Ljósmynd Hlyns í dagbókarformi
er hluti af stærra verkefni sem sjá
má í Jónas Viðar Gallery í Lista-
gili, en þar gefur að líta allnokkrar
stórar ljósmyndir og nokkrar
minni. Hér birtist daglegt líf í sam-
tímanum, öllum myndum fylgir
stuttur texti á þremur tungumálum
eins og til að ítreka tilvist íslenskr-
ar tilveru sem hluta af stærri heild,
myndirnar eru teknar jafnt hér
heima sem erlendis. Hlynur kemur
í þessum einföldu og aðgengilegu
verkum inn á marga þætti vest-
ræns samfélags bæði í listheim-
inum og einkalífinu. Hlaðið morg-
unverðarborð öðlast stærri
merkingu, ofgnótt og allsnægtir
eru okkar daglega brauð. Íslenskur
landbúnaður, alþjóðlegt myndlist-
arlíf og pólitík, allt snertir þetta
hvað annað í heildrænni heimssýn
hvíts, upplýsts Evrópubúa en list
Hlyns er einmitt mjög evrópsk og í
anda strauma og stefna innan hins
vestræna heims á síðustu áratug-
um. Hlynur fylgir list sinni eftir á
öllum sviðum, þátttaka hans í póli-
tík er hluti af list hans og afstöðu
og einmitt þannig verður sú bar-
átta fyrir betra lífi, jafnrétti og lífs-
ins gæðum öllum til handa, sem er
til staðar að baki verkum hans án
þess að vera færð í orð, trúverðug
og sannfærandi.
Hluti af stærri heild
MYNDLIST
Gallerí +
Jónas Viðar Gallery
Til 25. mars. Gallerí + er opið lau. og sun.
frá 14–17 og samkvæmt samkomulagi.
Jónas Viðar Gallery er opið 13–18 fös. og
lau. og samkvæmt samkomulagi.
Blönduð tækni, Hlynur Hallsson
Ragna Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Eitt verka Hlyns Hallssonar á tíu ára afmælissýningunni í Gallerí +. Joris
Rademaker, annar eigenda gallerísins, stendur í horninu.