Morgunblaðið - 05.04.2006, Síða 20

Morgunblaðið - 05.04.2006, Síða 20
Daglegtlíf apríl Ég er að vinna að þróunnestispakka fyrir þýskasjóstangaveiðimenn semkoma til Tálknafjarðar í sumar,“ segir Alda Davíðsdóttir, nemi á öðru ári í ferðamálafræði við Háskólann að Hólum í Hjaltadal. Í tengslum við námið sótti Alda um að taka þátt í Norðurslóðaverkefni Evrópusambandsins með hugmynd- ina að nestispökkunum. „Ég er í samvinnu við ferðaskrifstofuna sem sjóstangaveiðimennirnir koma í gegnum. Ég set matseðla í húsin sem þeir dvelja í og svo panta þeir nestispakka hjá mér með sólar- hringsfyrirvara. Ég er búin að útbúa þrjár gerðir af pökkum sem eru mis matarmiklir og svo geta veiðimenn- irnir líka raðað innihaldinu saman sjálfir.“ Alda segir verkefnið ganga út á að nota staðbundið hráefni og á Vest- fjörðum er það auðvitað mest fisk- urinn. „Í nestispakkanum verða m.a. samlokur með laxi, fiskibollur og soðin svartfuglsegg. Svo fæ ég kjöt frá bændum á svæðinu og nota það sem fæst í náttúrunni eins og bláber og rabarbara. Auðvitað mun inni- hald pakkanna líka fara svolítið eftir árstíma.“ Svartfuglskæfa á brauðið Alda segist alls ekki hafa verið í vandræðum með að finna staðbundið hráefni og segir það frekar hafa komið sér á óvart hvað var mikið í boði. Eitt af því sem Alda mun búa til er svartfuglskæfa. „Ég byrjaði á því að gera lundakæfu því lundinn er hér í Skagafirðinum, en það er meiri hefð fyrir því að nýta aðrar svart- fuglstegundir á Vestfjörðum. Ég hef prófað að gera kæfuna og hún smakkast mjög vel.“ Alda segir kæf- una mjög góða með eplum, rauðkáli eða súrsuðum gúrkum. „Ég ætla að smyrja henni á brauð fyrir sjó- stangaveiðimennina. Ég baka brauð- ið sjálf og hef verið að prófa upp- skriftir sem henta best í þetta. Frá ömmu minni fékk ég fullt af hug- myndum, t.d. gaf hún mér gamla vestfirska uppskrift að hveitikökum, þær eru bakaðar á pönnukökupönnu og borðaðar með smjöri og áleggi. Síðan er verið að þurrka fyrir mig höfrungakjöt en ég veit ekki til þess að það hafi verið þurrkað áður. Höfr- ungar flækjast stundum í netunum og því er hann nokkuð borðaður á Vestfjörðum. Þetta er mjög gott kjöt og ég ætla að hafa það með sem hálf- gert snakk eða örþunnt álegg.“ Alda vinnur allan matinn sjálf og er búin að fá kennslueldhúsið í Grunnskólanum á Patreksfirði leigt í sumar undir starfsemina. „Ég er auðvitað að renna svolítið blint í sjó- inn með þetta, en ég veit í gegnum ferðaskrifstofuna úti að kúnnunum líst vel á þessa hugmynd. En ég ætla að byrja og sjá hvernig gengur í sumar,“ segir Alda að lokum. Notum matinn sem agn „Matarferðaþjónusta er það nýj- asta innan ferðamálafræðinnar, það er sífellt vinsælla meðal ferðamanna að fara í sérstakar matarferðir og margir ferðast sérstaklega til að upplifa eitthvað í tengslum við mat. Við erum að kenna okkar nem- endum hvernig nýta má þau tæki- færi, sem í þessu liggja, betur í ferðaþjónustu,“ segir Laufey Har- aldsdóttir kennari við Hólaskóla, en hún kom Öldu í kynni við Norð- urslóðaverkefnið. Laufey kennir m.a. námskeiðið Matur og menning þar sem fjallað er um mikilvægi menningar og matar í ferðaþjónustu og hvernig fólk getur nýtt það sem aðdráttarafl fyrir ferðamanninn. „Við fjöllum um mat- armenningu ólíkra þjóða, meðal ann- ars okkar eigin, og leggjum áherslu á að nota staðbundið hráefni í mat- argerðarlist hér á landi. Það er víða verið að gera spennandi hluti með mat í ferðaþjónustunni hér en ég held að við gætum gert miklu meira. Það er ekki sama hvernig við berum mat á borð fyrir ferðamanninn, það er orðið svolítið úrelt að vera alltaf að ota hákarlinum að honum og það er kannski ekki rétta aðferðin við að selja matinn okkar þótt að það sé líka mikilvægur hluti af menning- unni. Við eigum fyrst og fremst að nýta okkur það góða hráefni og hið hreina umhverfi sem við höfum til þess að búa til góðan mat sem bygg- ist á hefðum en er í nútíma búningi.“ Hólaskóli tekur nú þátt í þremur verkefnum sem tengjast matar- tengdri ferðaþjónustu. „Þetta eru verkefnin Matarkistan Skagafjörður sem er staðbundið rannsóknarverk- efni og fjallar um að nýta mat meira í ferðaþjónustu hér. Síðan er það Norðurslóðaverkefni Evrópusam- bandsins, Outdoor and Recreational Food project, sem er samstarfsverk- efni Íslands, Skotlands og Finn- lands, en ásamt Öldu taka bæirnir Klængshóll í Skíðadal og Skeið í Svarfaðardal þátt í því. Þriðja verk- efnið er Beint frá býli sem er sam- starfsverkefni nokkurra aðila á landsvísu. Það fjallar um heima- vinnslu og heimasölu afurða beint frá bóndanum.“ Þennan vetur stunda milli 50 og 60 nemendur nám í ferðamálafræði við Hólaskóla. Laufey segir námið vin- sælt og nemendafjöldi aukist á milli ára. „Hólaskóli leggur áherslu á ferðaþjónustu í dreifbýli og þá með áherslu á náttúruna og menn- inguna,“ segir Laufey sem er á því að matarferðaþjónusta eigi eftir að aukast í framtíðinni hér á landi sem annars staðar.  MENNTUN | Alda Davíðsdóttir útbýr nestispakka fyrir þýska sjóstangaveiðimenn Svartfuglskæfa og vestfirskar hveitikökur Með uppskriftir frá ömmu sinni og ótal ný- stárlegar hugmyndir í handraðanum ætlar Alda Davíðsdóttir að útbúa nestispakka handa veiði- mönnum í sumar. Þurrk- aður höfrungur og ber úr móunum er meðal þess sem verður boðið upp á. Ingveldur Geirsdóttir ræddi við Öldu Davíðs- dóttur og Laufeyju Har- aldsdóttur um matar- tengda ferðaþjónustu. Alda með dóttur sinni að baka vestfirskar hveitikökursem hún mun m.a. bjóða upp á í nestispakkanum. Laufey Haraldsdóttir, kennari á Hólum, segir mat- artengda ferðaþjónustu eiga eftir að aukast. Morgunblaðið/RAX ingveldur@mbl.is ÞRÁÐLAUSIR heimasímar senda frá sér geisla sem geta leitt til heilaæxla, að því er ný sænsk rannsókn bendir til. Í ljós kom einnig að í stórum áhættu- hópi eru þeir sem hafa talað í farsíma í meira en klukkustund á dag að með- altali í tíu ár. Þátttakendur í rannsókn- inni voru 905 einstaklingar á aldrinum 20-80 ára sem greinst höfðu með heila- æxli. 85 notuðu þráðlausa síma mikið, að því er fram kemur í Göteborgs- Posten. Í ljós kom að marktækt meiri hætta er á að fá heilaæxli þeim megin í höfðinu sem símtólið liggur yfirleitt við. Notkunin hefur meiri áhrif hjá þeim sem byrja að nota farsíma fyrir tvítugt, þar sem stærri hluti af heil- anum verður fyrir geislun, að sögn Kjell Hansson Mild hjá Vinnueftirliti Svíþjóðar, sem stóð fyrir rannsókninni ásamt Háskólanum í Örebro. Heimilissími með snúru Hættan á heilaæxli minnkar ef not- aður er handfrjáls búnaður, en allra best er að nota venjulegan heim- ilissíma með snúru. Þráðlausir heimilissímar senda stöðugt frá sér geisla þar sem þeir nota 10 milliwött. Það er tvöfalt á við GSM-síma sem nota 5 milliwött þegar verið er að tala í þá en mun minna þegar þeir eru ekki í notkun. Þráðlausir símar varasamir? Morgunblaðið/Arnaldur Gamli síminn með snúru virðist vera öruggastur.  HEILSA Æ FLEIRI ungar konur þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna skaða sem þær valda sjálfum sér, að því er sænsk könnun leiðir í ljós. Á fréttavef Dag- ens Nyheter er vitnað í nýja skýrslu sænskra félagsmálayfirvalda þar sem fram kemur að í aldurshópnum 15-24 ára hafa meiðsli af þessu tagi aukist mest eða um 40% á árunum 1998-2003. Bent er á að verið getur að konur viðurkenni í auknum mæli að hafa valdið sér skaða sjálfar og þess vegna fjölgi skráningum þeirra. Þekkt er að fólk skaðar sjálft sig vegna innri vanlíðunar sem getur brotist fram með þessum hætti og getur þá t.d. verið um að ræða að það skeri sig í úlnliði. Inni í þess- um tölum eru einnig þeir sem reyna sjálfsmorð með einhverjum hætti. Æ fleiri ungar konur skaða sig  SVÍÞJÓÐ ÝMSAR rannsóknir hafa bent til þess að hófleg víndrykkja hafi góð áhrif á heilsuna en nú hefur komið í ljós að misvísandi upplýsingar hafi legið til grund- vallar, að því er fram kemur á vefnum forskning.no. Vís- indamenn við Kaliforníuháskóla hafa farið í gegnum 54 rann- sóknir sem fjölluðu um sam- hengið á milli alkóhóls og heilsu. Þeir komust að því að fólk sem hafði hætt að drekka var flokkað sem bindindismenn í 47 af 54 rannsóknum, þ.e. ekki var tekið tillit til jafnvel óhóf- legrar fyrri áfengisneyslu. Af þessum sökum getur verið að dregnar hafi verið þær álykt- anir að hófleg drykkja sé betri en engin, m.a. þar sem heilsufar „bindindismannanna“ var ekki mjög gott vegna óhóflegrar fyrri drykkju. Aðeins sjö af rannsóknunum 54 gerðu sérstaklega grein fyrir fyrrverandi drykkjumönnum og flokkuðu þá ekki með bindindis- mönnum. Niðurstöður þeirra rannsókna voru ekki að hófleg áfengisneysla minnkaði hættu á að deyja úr hjartasjúkdómum eða öðrum sjúkdómum. Hófleg víndrykkja ekki góð?  HEILSA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.