Morgunblaðið - 05.04.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.04.2006, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Þjóðmálafélagið Akur Opinn fundur á Litlu Brekku (Bankastræti 2) miðvikudaginn 5. apríl kl. 20.00. Fundarefni: Hlutverk og staða miðflokka. Frummælendur: Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísinda- deildar HÍ. Jónína Bjartmarz, alþingismaður. Að loknum framsögum verða frjálsar umræður. Allt áhugafólk um þjóðmál hvatt til að að mæta! Tilkynningar Auglýsing Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015, vegtenging um Glúmsstaðadal norðan Vatnajökuls. Samvinnunefnd miðhálendis auglýsir tillögu að breytingu á svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015 er tekur til landsvæðis norðan Vatnajökuls í samræmi við óskir sveitarstjórnar á svæðinu. Auglýsingin er skv. 14. gr. a, sbr. 13. gr. a í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 m.s.br. Gerð er tillaga um eftirfarandi breytingar á svæðisskipulaginu: Samgöngur 1. Gerð er tillaga um nýja vegtengingu í flokki aðalfjallvega um Glúmsstaðadal frá Kárahnjúkavegi og með tengingu við þjóðvegakerfi við Aðalból. Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir að hluti Snæfellsleiðar og rannsóknarvegur í Hrafnkelsdal leggist af. Í samræmi við sérstakt svæðisskipulag Kárahnjúkavirkjunar hefur verið lagður vinnuvegur frá Kárahnjúkavegi að aðgöngum 3 í Glúmsstaðadal til nota á virkjunartíma. Gert er ráð fyrir að nýta núverandi vinnuveg frá Kárahnjúkavegi að aðgöngum 3 en þaðan verði lagður nýr vegur að hálendismörk- um þar sem vegurinn mun tengjast vegi í Hrafnkelsdal. Breytingartillagan verður til sýnis á slóðinni www.halendi.is og á skrifstofutíma á eftirtöldum stöðum frá og með miðvikudeginum 5. apríl til og með miðvikudeginum 17. maí 2006.  Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík.  Landsbókasafni - háskólasafni, Arngrímsgötu 3, Reykjavík.  Fljótsdalshéraði, á skrifstofu Fljótsdalshéraðs í Fellahreppi og á Egilsstöðum.  Sýslumanninum á Akureyri, Hafnarstræti 107, Akureyri.  Sýslumanninum á Höfn, Hafnarbraut 36, Höfn.  Sýslumanninum á Selfossi, Hörðuvöllum 1, Selfossi.  Sýslumanninum í Kópavogi, Dalvegi 18, Kópavogi.  Sýslumanninum á Ísafirði, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði.  Sýslumanninum í Borgarnesi, Bjarnarbraut 2, Borgarnesi. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breyting- artillöguna. Frestur til þess að skila inn skriflegum athugasemdum rennur út 19. maí 2006. Skila skal athugasemdum á skrifstofu samvinnunefndar miðhálendis á Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Óskar Bergsson, formaður samvinnunefndar miðhálendis. Tillaga að Aðalskipulagi Leirár- og Melahrepps 2002-2014 Sveitarstjórn Leirár- og Melahrepps hefur tekið aðalskipulagstillögu Leirár- og Melahrepps til fyrri umræðu sbr. 2. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 Sveitarstjórn Leirár- og Melahrepps auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Leirár- og Melahrepps 2002-2014 samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Greinargerð og skipulagsuppdrættir verða til sýnis, ásamt athugasemdum Skipulagsstofn- unar við tillögunni, frá og með 7. apríl 2006 til og með 5. maí 2006 á eftirtöldum stöðum:  Í anddyri Heiðarskóla í Leirár- og Melahreppi  Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjordur.is  Hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Rvk Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillöguna. Athuga- semdir skulu hafa borist eigi síðar en 19. maí 2006. Skila skal skriflegum athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins, Heiðarborg, 301 Akranes. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkja hana. Leirár- og Melahreppi, 1. apríl 2006. Marteinn Njálsson, oddviti. Auglýsing um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 1994-2014 Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga auglýsir skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að verulegri breytingu á að- alskipulagi Sveitarfélagsins Voga 1994-2014. Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdir við tillöguna. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á göngustíg- um og stækkun á byggingareitum. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu bæjarins í Iðndal 2, Vogum, frá og með þriðjudegin- um 4. apríl 2006 til og með 2. maí 2006. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við breytingatillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 16. maí 2006. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir innan til- greinds frests telst samþykkur henni. Vogum, 4. apríl 2006. Bæjarstjóri Voga, Jóhanna Reynisdóttir. Auglýsing um deiliskipulag í Hvalfjarðarstrandarhreppi Borgarfjarðarsýslu. Samkvæmt ákvæðum 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð í Hlíðarbæ, Hvalfjarðarstrandar- hreppi. Deilskipulagstillagan er í samræmi við samþykkt aðalskipulag Hvalfjarðarstrandar- hrepps 2002-2014. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir 30 einbýlis- húsalóðum ásamt bílgeymslum auk 8 íbúðar- húsa og einu parhúsi sem þegar eru byggð. Tillagan ásamt byggingar og skipulagsskilmál- um liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 13. mars 2006 til 10. apríl 2006 á venjuleg- um skrifstofutíma. Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila fyrir 24. apríl 2006 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd innan til- greinds frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi. Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Sveitarfélaginu Vogum Hér með er lýst eftir athugasemdum við breyt- ingu á deiliskipulagi í Sveitarfélaginu Vogum, nánar tiltekið við Akurgerði og Vogagerði. Tillagan gerir ráð fyrir breytingum á göngustíg- um og stækkun byggingareita. Tillagan liggur frammi á skrifstofu bæjarins frá 4. apríl 2006 til og með 2. maí 2006. Athugasemdum við tillöguna skal skila á skrif- stofu bæjarins fyrir 16. maí 2006. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir innan til- greinds frests telst samþykkur henni. Vogar, 4. apríl 2006. Bæjarstjóri Voga, Jóhanna Reynisdóttir. Félagslíf  Njörður 6006040519 III Rvík  Njörður 6006032919  HELGAFELL 6006040519 VI (Embf.)  GLITNIR 6006040519 I  EDDA 6006040520 I Fræðsluf. Kl. 20 I.O.O.F.18  186358  I.O.O.F. 9  18604058½  I.O.O.F. 7  186457½  Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Á FUNDI Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur 30. mars sl. var lögð fram eftir- farandi bókun: „Íþrótta- og tómstundaráð sér ástæðu til að átelja harð- lega þegar íþróttafélag sem nýtur opinberra fjár- framlaga til sinnar starfsemi og er aðili að uppeldi og við- horfsmótun barna og ung- menna í borginni kaupir til sín skemmtiatriði sem geng- ur út á hlutgervingu og lít- illækkun kvenna. Vísað er til karlakvölds KR á dögunum þar sem keypt var atriði frá Goldfinger sem fólst í því að bjóða upp föt af stúlkum sem stóðu loks uppi brjóstaberar frammi fyrir fullum sal af körlum í íþróttahúsi. ÍTR væntir þess að KR láti af slíkri skemmtun og öll íþróttafélög borgarinnar axli ábyrgð á íþróttaumhverfi þar sem borin er virðing fyr- ir körlum og konum, stelpum og strákum.“ ÍTR átelur KR vegna karla- kvölds FRÉTTIR AUÐUR Björnsdóttir kynnir hlutverk hjálparhunda í Hal- anum, húsi Sjálfsbjargar, Há- túni 12 (norðanmegin), með aðstoð Tryggs, en auk þess mun hundurinn Töfri dansa fyrir áhorfendur. Kynningin fer fram í dag, miðvikudag- inn 5. apríl, kl. 17. Hér á landi er ekki algeng sjón að sjá fatlað fólk með hjálparhunda. Þjónustu- hundar, eins og þeir eru kall- aðir, hafa verið þjálfaðir af Auði Björnsdóttur sem hefur menntað sig til þess að þjálfa slíka hunda, segir í frétta- tilkynningu. Kynning á hjálparhundum LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir vitnum að árekstri á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi sunnudaginn 2. apríl sl. um klukkan hálf fjögur síðdegis. Atvikið átti sér stað þegar mikinn reyk lagði yfir veginn en hvítum jeppa var ekið utan í gráa VW Passat bifreið. Ökumað- ur hvítu jeppabifreiðarinnar, sem og þeir sem geta gefið upplýsingar um málið, eru beðnir að hringja í umferð- ardeild lögreglunnar í síma 444-1130. Lýst eftir vitn- um að árekstri AÐALFUNDUR Stéttar- félags íslenskra félagsráð- gjafa (SÍF) var haldinn á Grand Hótel 28. mars sl. Kosið var í nýja stjórn og ýmsar nefndir á vegum fé- lagsins. Nýja stjórn skipa: Birna Sigurðardóttir, Velferð- arsviði Reykjavíkurborgar, Elísabet Karlsdóttir, Þjón- ustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Margrét S. Jónsdóttir, Tryggingastofn- un ríkisins, Steinunn Hrafns- dóttir, Háskóla Íslands, Sveindís Jóhannsdóttir, Barna- og unglingageðdeild og Vilborg K. Oddsdóttir, Hjálparstarfi kirkjunnar. Páll Ólafsson, félagsráðgjafi í Garðabæ, var kosinn nýr formaður. Ný stjórn SÍF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.