Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 95. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Gettu betur þjófstartað Liðsmenn Verzló og MA spreyta sig á spurningum | Sjónvarp Viðskipti | FL Group ekki á flótta  Samþjöppun á snyrti- vörumarkaðnum  Hvað er skortsala? Íþróttir | Birkir í sögu- bækurnar?  Arsenal og Barcelona í undanúrslit 90–100 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á Landspítala – háskólasjúkra- húsi og kemur manneklan niður á þjónustu við sjúklinga. Einnig er skortur á sjúkraliðum og aðstoðar- fólki, t.d. riturum. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni á næstunni að sögn hjúkrunarforstjóra. Sífellt fleiri störf hlaðast á herðar hjúkrunarfræðinga sem margir hverjir vinna nær allar helgar, tvöfaldar vaktir og mikla yf- irvinnu. Tuttugu deildir sjúkrahúss- ins eru undirmannaðar hvað hjúkr- unarfræðinga varðar. Starfsfólkið hefur áhyggjur af mistökum vegna álagsins og finnst það ekki komast yf- ir verkefni dagsins. Þetta kom m.a. fram á mjög fjölmennum fundi hjúkr- unarráðs LSH í gær. „Við þurfum að hlaupa á milli sjúk- linga sem allir þyrftu einn hjúkrunar- fræðing fyrir sig, og forgangsraða verkefnum, því ekki gefst tími til alls þess sem krafist er af okkur,“ segir Þórdís Borgþórsdóttir, hjúkrunar- fræðingur á gjörgæsludeild, um áhrif manneklunnar á sjúklingana. „Þetta hefur orðið til þess að sjúklingar sem eru tilbúnir til þess að losna úr önd- unarvél eru svæfðir lengur, því það gefst ekki tími til að láta þá vakna, því þá þurfum við að dvelja algjörlega við rúm sjúklingsins.“ Þórdís segir að allt sé reynt að gera til að tryggja öryggi sjúklinganna. „En enginn tími gefst lengur til að veita sjúklingum meiri hjúkrun en lífsnauðsynleg er.“ Alþjóðlegt vandamál Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri LSH, bendir á að skortur á hjúkrunarfræðingum sé alþjóðlegt vandamál og helgist m.a. af mikilli eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki hvarvetna í þjóð- félaginu. Sérstaklega nú um stundir. Finna þurfi leiðir til að fækka þeim hjúkrunarfræðingum sem hætta eftir nokkurra ára starf á spítalanum með því að bæta starfsumhverfið. Bregðast þurfi strax við m.a. með því að ráða fleira aðstoðarfólk til starfa til að létta undir með hjúkr- unarfræðingum á deildunum og gera þeim starfið bærilegra. Verður nú reynt að ráða fólk til slíkra starfa. Starfsmannavelta meðal hjúkrun- arfræðinga var 9,6% á síðasta ári en líklega um 6% árið 2004. „Á sama tíma hefur orðið mikil breyting í starfsemi Landspítalans,“ segir Anna. „Legutími hefur styst umtals- vert og umfang hjúkrunar að sama skapi aukist.“ 100 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á LSH Sjúklingum haldið sofandi í öndunarvél lengur en þörf krefur vegna manneklu  Hraðar | Miðopna Morgunblaðið/Þorkell Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is VONSKUVEÐUR, stormar og stórhríðir geisuðu á norðan- og vestanverðu landinu í gær og lá við slysum og óhöppum bæði til sjós og lands á Vest- fjörðum. Snjóflóðahættu var þá lýst yfir í Bolungarvík og varð fólk við tvær götur að yfirgefa heimili sín í gærkvöld. Hér kafa Ísfirðingar snjóinn. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Stormar og stórhríðir í vetrarlok Washington. AP. | Fornir tannlæknar boruðu af mikilli list í tennur, líklega til að fjarlægja skemmdir en stund- um til að skreyta, fyrir allt að 9.000 árum, að sögn vísindamanna. Kom þetta í ljós við rannsóknir á leifum í fornum grafreit í Pakistan. Sagt er frá rannsóknunum í tíma- ritinu Nature. Alls fundust 11 holur í jöxlum eftir bora í níu hauskúpum og hefur meðferðin án efa verið mjög sársaukafull. Borarnir voru úr tinnusteini. „Þetta eru svo full- komnar holur, svo vel gerðar,“ sagði David Frayer, prófessor í mann- fræði við Kansas-háskóla í Banda- ríkjunum. „Ég sýndi tannlækninum mínum myndir [af holunum] og hon- um fannst þær frábærar.“ Í einu tilfellinu hafði tannlækn- inum tekist að bora í jaxl að inn- anverðu og þaðan í átt að fram- anverðum munninum. Ekki fundust neinar fyllingar en þær gætu hafa verið úr efni sem hefur horfið í ald- anna rás. Tannlæknar á steinöld? AP Bor úr tinnusteini sem fannst í grafreitnum í Pakistan. VIÐ stórslysi lá á Súðavíkurvegi í gær þegar minnstu munaði að fólksbíll sópaðist með snjóflóði fram af veginum og niður í fjöru 30 metrum neðar þar sem beið haugabrim. Það sem varð hins vegar til bjargar var 9 tonna Unimog björgunarsveitar- bíll frá Björgunarfélagi Ísafjarðar sem var nýkom- inn á vettvang rétt áður en flóðið féll og myndaði fyrirstöðu fyrir fólksbílinn. Jeppinn var með keðjur á öllum hjólum og tók því léttilega á sig höggið því flóðið var ekki stórt en hefði engu að síður getað ýtt fólksbílnum fram af vegkantinum með ófyrirséðum afleiðingum. Í bílnum voru þrjár konur og einn karl sem björgunarsveitarmennirnir á jeppanum höfðu komið til hjálpar þar sem þau sátu föst á milli tveggja snjóspýja sem fallið höfðu á veginn. Mikil mildi að ekki fór verr Þessi ótrúlega björgun var hins vegar ekki án fórnarkostnaðar því einn björgunarmanna var ný- stiginn út úr jeppanum þegar ósköpin dundu yfir og klemmdist hann á milli bílanna með þeim afleið- ingum að hann fótbrotnaði. Félagi hans á vett- vangi, Ari Jóhannsson, sagði nánast ekkert skyggni hafa verið á vettvangi þegar slysið varð. „Hann var kominn út úr jeppanum og seinni maðurinn var að ganga út um dyrnar þegar við sáum flóðið falla,“ sagði hann. „Seinni maðurinn endaði aftur inni í bílnum og flóðið skellti hurðinni á eftir honum. Flóðið ýtti fólksbílnum yfir veginn. Það var ekki annað að gera en að losa manninn og koma honum í skjól og færa bílana í snarhasti og koma sér af staðnum. Fólksbíllinn hefði getað farið út af veginum þótt snjómagnið hefði ekki verið mikið.“ „Flóðið skellti á eftir honum“  Óveður | 4 Viðskipti og Íþróttir í dag BANDARÍKIN og Evrópusamband- ið verða að ná samkomulagi um að skera niður styrki og niðurgreiðslur í landbúnaði til að tryggja að samning- ar náist um að auka viðskiptafrelsi í heiminum, að sögn Pascal Lamys, yf- irmanns Heimsviðskiptastofnunar- innar, WTO, í gær. Ráðamenn WTO reyna nú ákaft að fá aðildarríkin til að samþykkja grunn að samningi um færri hömlur í heims- viðskiptum fyrir apríllok. Er síðan stefnt að því að endanlegur samning- ur takist fyrir árslok. „Þetta er lota þróunarlanda og breyta þarf áherslum í heimsviðskipt- um til góða fyrir þróunarlöndin,“ sagði Lamy. Hann bætti við að aðild- arríkin yrðu að taka á „mjög erfiðum vanda“ í sambandi við styrkina. Mörg fátækustu þróunarríkin, sem gætu hagnast á auknum útflutningi landbúnaðarafurða til ríkra landa, neita staðfastlega að fella niður tolla á innflutningi nema iðnveldin hætti að hygla eigin landbúnaði. Ekki bætir úr skák að oft reyna ríkar þjóðir að losna við offramleiðslu á niðurgreiddum matvælum með því að selja þau til annarra landa á lágu verði eða gefa þau í nafni þróunaraðstoðar. Sam- keppnin getur valdið því að fátækir bændur í þróunarríkjum flosni upp. Ríku löndin felli niður styrkina Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.