Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 22
Eignin er til sýnis í dag milli kl. 17 og 19. Verið velkomin! Ný uppgerð sérhæð. Björt og glæsileg 130 fm íbúð með sérinng. í hjarta borg- arinnar. Eignin er á tveimur hæðum og að auki er gott baðstofuloft sem nýtist vel sem svefn- eða vinnurými. Á 1. hæð er mögul. að hafa stúdíóíb. með sérbað- herbergi og á 2. hæð eru stórar stofur, eldhús, baðherb. og 2 svefnh. Íbúðin er nýuppgerð, m.a. öll gólfefni, baðherbergi, eldhús o.fl. Glæsilegt útsýni yfir Reykjavíkurtjörn og víðar. LAUFÁSVEGUR 6 - OPIÐ HÚS Í DAG! Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Síðumúla 33 - Sími 588 9490 - www.lyngvik.is - lyngvik@lyngvik.is F A S T E I G N A S A L A Vorum að fá í sölu mjög góða og vel staðsetta 45,4 fm 2ja herbergja íbúð á 1. hæð með sér- suðurverönd. Hús og sameign í góðu standi. Möguleiki á stuttum afhendingartíma. V. 14,8 m. EFSTALAND – FOSSVOGI Daglegtlíf apríl GLERAUGU með fókus líkt og myndavél koma e.t.v. á markað innan nokkurra ára. Með einum hnappi verður hægt að fókusera frá einhverju sem er nálægt gler- augnaglámnum á eitthvað sem er fjarri honum. Á vefnum forskning.no kemur fram að fyrirtækið PixelOptics þrói nú gleraugu af þessu tagi en lykillinn eru fljótandi kristallar. Með þeim hefur vísindamönnum við Háskólann í Arizona tekist að búa til gleraugnagler með mis- munandi fókus. Þegar rafspenna kemst í samband við kristallana mynda þeir hringi sem mynda eins konar linsu, svokallaða Fresn- el-linsu. Slíkar linsur eru þekktastar í vitum. Í glerinu fyrir framan vita- ljósið eru hringmynstur sem safna ljósgeislanum og endurkasta með miklum krafti. Fresnel-linsur eru mögulegar í gleraugum með þunn- um glerjum og notandinn getur fengið sveigjanlegan fókus án þess að ganga með kíki. Fyrstu útgáfum gleraugnanna þarf að handstýra en síðar verður tengdur við þau innrauður skynj- ari sem finnur út úr því á hvað notandinn er að horfa og hversu langt í burtu það er. Þá verður hægt að tala um sjálfvirkan fókus. Gleraugu með fókus  TÆKNI NEYTENDASTOFA kannaði ný- lega verðmerkingar á samtals 3.950 vörum í 79 matvöruverslunum á höf- uðborgarsvæðinu. Niðurstöður sýna að verðmerkingar eru mun lakari nú en þegar síðasta könnun fór fram fyrir einu ári. Þannig var ósamræmi í verðmerkingum eða óverðmerkt í 12,2% tilvika en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir ári var ósamræmið 5,2% Ekki verðmerkt í hillu í 5,6% tilvika Á undanförnum árum hafa verð- merkingar í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu verið kannaðar reglulega. Tilgangur þessara kann- ana hefur verið að athuga verð- merkingar í hillu og hvort samræmi væri milli verðmerkingar í hillu og verðs í afgreiðslukassa. Að sögn Kristínar Færseth verkefnisstjóra hjá Neytendastofu kom í ljós í þess- ari könnun að í 5,6% tilvika var var- an óverðmerkt í hillu. Í 3,3% tilvika var varan á hærra verði í af- greiðslukassa en í hillu og í 3,2% til- vika var varan á lægra verði í kassa en í hillu. Óviðunandi niðurstöður Þessar niðurstöður eru óvið- unandi að mati Neytendastofu. Kristín segir að í lögum og reglum um verðmerkingar sé Neyt- endastofu veitt heimild til að beita stjórnvaldssektum vegna brota eins og hér um ræðir. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar verslununum. Neytendastofa mun kanna ástandið aftur fljótlega og verði það ekki bætt hefur verslununum verið til- kynnt að sektarúrræðum verði beitt.  KÖNNUN | Neytendastofa kannar verðmerkingar í sjötíu og níu matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu Mun beita sektarúrræðum ef matvöru- verslanir bæta ekki verðmerkingar hjá sér Morgunblaðið/Ásdís 15% afsláttur hjá Monu Laugardaginn 8. apríl á tísku- verslunin MONA á Laugavegi 66 eins árs afmæli. Í versluninni er til sölu leðurfatn- aður, töskur og taufatnaður frá Danmörku, Þýskalandi og Serbíu & Montenegro. Einnig eru seldar vörur eftir átta íslenska hönnuði; fatnaður, fylgi- hlutir, skór, skartgripir og lampar. Á laugardaginn verður við- skiptavinum boðinn 15% afsláttur af vor- og sumarvörum. Klukkan 14 verða leiklistarnemar á þriðja ári í Listaháskóla Íslands með tískusýn- ingu í versluninni og sýna fatnað með tilþrifum. Boðið verður upp á léttar veitingar.  VERSLUN NIKÓTÍNPLÁSTUR getur unnið gegn áhrifum krabbameinslyfja, að því er bandarísk rannsókn gef- ur til kynna. Í Svenska Dagbladet kemur fram að sjúklingar með lungnakrabbamein þurfi ekki bara að hætta að reykja heldur líka að hætta notkun nikótínplásturs þar sem hann getur unnið gegn áhrif- um algengra lyfja gegn lungna- krabbameini og minnkað áhrif meðferðarinnar. Vísindamenn við Háskólann í Tampa skoðuðu krabbameinsfrumur úr lungna- krabbameini sem er algengt meðal reykingamanna. Lyfin sem notuð eru virka þannig að þau fá krabbameinsfrumurnar til að drepa sig sjálfar. Þegar nikótín var einnig gefið, kom í ljós að það hafði hamlandi áhrif á þetta „sjálfsmorðsferli“ krabbameins- frumnanna. Ástæðan er að nikótínið jók framleiðslu á tveimur próteinum sem vernda frumurnar fyrir þessu ferli og örva í raun vöxt krabba- meinsins. Vísindamennirnir benda á að þrátt fyrir þessar niðurstöður hafi nikótín ekki krabbameinsvald- andi áhrif í sjálfu sér. Hins vegar benda þeir á að nikótínið geti unnið gegn krabba- meinslyfjum og krabbameinssjúkl- ingar eigi því ekki að nota nikótín í nokkru formi meðan á lyfja- meðferð stendur. Frekari rann- sókna er þörf til að athuga hvort áhrif nikótínsins gildi aðeins þegar um lungnakrabbamein er að ræða. Nikótínplástur getur unnið gegn krabbameinslyfjum  HEILSA Fréttasíminn 904 1100 Buddan mælir með ananas 24 Keypt í matinn í Berlín 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.