Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Stjórnarkjör Eining-Iðja auglýsir hér með eftir listum eða tillögum um menn í stjórnarsæti vegna kjörs stjórnar og trúnaðarráðs fyrir starfsárið 2006-2007 að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Ber samkvæmt því að skila lista skipuðum formanni, varaformanni og ritara ásamt 65 manns í trúnaðarráð, tveimur skoðunarmönnum reikninga og einum til vara eða tillögum um menn í eitthvert, einhver eða öll stjórnarsætin, sem kjósa skal til. Hverjum framboðslista eða tillögu skulu fylgja meðmæli minnst 80 fullgildra félagsmanna. Listum eða tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 18. apríl 2006. Akureyri 4. apríl 2006. Stjórn Einingar-Iðju. Breiðholt | Verslunareigendur í Mjóddinni eru ekki sáttir við þá ákvörðun ÁTVR að flytja verslun sína úr Mjódd yfir í Garðheima. Kveða þeir verslun ÁTVR hafa ver- ið mikið aðdráttarafl fyrir Mjódd- ina og mikilvægan hluta þess versl- unarframboðs sem heldur uppi verslunarmiðstöðinni. Forsvarsmenn ÁTVR segja verslunina í Mjóddinni hafa verið óhentuga í rekstri. Húsnæðið var á tveimur hæðum og m.a. hafi starfs- fólk þurft að flytja vörur á milli hæða, sem sé afar slæmt. Kominn hafi verið tími á að endurnýja inn- réttingar og hafi þá verið reynt að finna hentugra húsnæði í Mjódd á einni hæð, en sú leit hafi ekki borið árangur. Það húsnæði sem hins vegar hafi boðist nálægt Mjóddinni hafi verið í Garðheimum. Einnig kemur fram í máli forsvarsmanna ÁTVR að rekstrarkostnaður við verslunina í Mjódd sé hár og sala í henni hafi farið minnkandi. Þorvaldur Árnason, lyfsali hjá Lyfjavali í Mjódd, segir hér um að ræða óeðlilega tilfærslu á þjónustu í Mjóddinni. „Þetta er ákveðinn hluti af þeirri þjónustu sem Mjódd- in hefur veitt hingað til,“ segir Þor- valdur. „Fólk kemur hingað í Mjóddina til að fara í banka, apótek eða til læknis. Það fer í búðina, hár- greiðslustofur og skartgripaversl- anir. Það er fullt af þjónustu sem fólk sækir hingað í Mjóddina auk þess sem hún er mjög vel staðsett gagnvart strætisvagnaleiðum sem ekki eru til staðar þar sem ÁTVR er að flytja núna. Það er sjálfsagt að opna nýja þjónustu í Garðheim- um en ekki að taka hana héðan þar sem hún var í Mjóddinni. Þjónust- an er hér í Mjóddinni fyrir Breið- holtsbúa, en þjónustan í Garðheim- um er mjög takmörkuð. Hvers vegna að flytja þjónustuna úr mið- stöðinni þar sem mest þjónusta er veitt?“ Betra aðgengi í Garðheimum Þorvaldur segir ljóst að verslanir og þjónusta í Mjóddinni missi við- skipti við þessa flutninga. „Það liggur ljóst fyrir að fólk sækir ekki eins mikið af þjónustu hingað þeg- ar svona þjónusta fer héðan,“ segir Þorvaldur og veltir fyrir sér hvort kannski sé kominn tími til að end- urskoða einokunarstöðu ÁTVR í sölu á vínum og bjór. „Þetta er hluti af daglegri neyslu fólks. Sú þjón- usta sem vínbúðin hefur veitt hér hefur verið mjög góð og ég er sann- færður um að umsvif þessarar verslunar munu minnka við það að fara yfir í Garðheima, því það eru færri sem fara þangað heldur en í Mjóddina þar sem þjónustan er mun meiri. Það virðast vera önnur sjónarmið en þjónusta við fólk sem þarna ráða.“ Forsvarsmenn ÁTVR undir- strika að húsnæðið sem verslunin var í hafi verið afar óhentugt. Verslunin hafi verið sett í Mjóddina 1988, fyrir daga bjórsins, sem nú er umfangsmikil söluvara. Lager hafi verið í kjallara, sem hafi ekki verið hagkvæmt. „Okkur bauðst ekki hentugt húsnæði í Mjóddinni,“ seg- ir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að- stoðarforstjóri ÁTVR. „Við reyn- um að horfa til margra þátta þegar við erum að staðsetja vínbúð. M.a. erum við að horfa á þætti sem skipta miklu máli, t.d. aðgengi, en aðgengið var okkur svolítið erfitt í Mjóddinni. Það var tiltölulega þröngt þarna, t.d. fyrir framan og oft var kvartað yfir að erfitt var að fá bílastæði, en fyrst og fremst hentaði búðin okkur ekki. Nýja búðin er í fyrsta lagi á einni hæð og þar er mjög þægilegt aðgengi að bílastæðum. Nútíminn er þannig að fólk er almennt á bílum. Starfsfólk- ið er líka mjög ánægt með þetta, búðin er mjög björt og flott.“ Þjónustuveitendur í Mjóddinni ósáttir við flutning ÁTVR í Garðheima Þykir óeðlileg tilfærsla á þjónustu í Mjóddinni Morgunblaðið/Ásdís Gott aðgengi Forsvarsmenn ÁTVR segja aðgengi stóran kost við staðsetningu nýju vínbúðarinnar í Garð- heimum, en verslunarmenn í Mjódd segja þjónustustig miðstöðvarinnar hafa minnkað við brotthvarfið. Hlíðar | Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri undirritaði á dögunum samning við forráðamenn Knattspyrnufélagsins Vals og Valsmanna hf. vegna skipulagsmála og upp- byggingar á Hlíðarenda. Samkvæmt samn- ingnum verður byggt knatthús yfir áður áformaðan gervigrasvöll á svæðinu. Þá mun skipulag svæðisins taka mið af niðurstöðum yfirstandandi hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Þetta kemur fram á fréttavef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is. Með samningum þessum hefur tekist samkomulag um ákveðnar breytingar á fyrri samningum um skipulag svæðisins. Sam- komulagið snýst um breytingu á þegar sam- þykktu deiliskipulagi á byggingarsvæði Valsmanna hf. að Hlíðarenda, hugsanlegri breytingu á aðkomu að svæði Knattspyrnu- félagsins Vals að Hlíðarenda og breytingu á gatnakerfi í nágrenninu, einkum varðandi svokallaðan Hlíðarfót. Breytingunum er fyrst og fremst ætlað að skapa svigrúm til breytinga á þegar gerðu deiliskipulagi svo það verði í takt við framtíð- aruppbyggingu í Vatnsmýrinni og grunnur verður lagður að með hugmyndasamkeppni um skipulag hennar sem senn fer í gang. Í tengslum við þessar breytingar er gert ráð fyrir að aukinn byggingarréttur komi í hlut Valsmanna hf., sem á móti munu leggja aukið fé til íþróttamannvirkja að Hlíðarenda m.a. til byggingar knatthúss sem nýtast mun öðrum íþróttafélögum í borginni. Þá munu Valsmenn hf. einnig leggja barna- og ung- lingastarfi Knattspyrnufélagsins Vals lið. Samið við Val um breytt skipulag Hafnarfjörður | Bókaslugsar og -slóðar í Hafnarfirði geta tekið gleði sína þessa dag- ana og drifið sig út í Bókasafn Hafnar- fjarðar með þær bækur sem þeir hafa gleymt að skila. Fram til 8. apríl nk. verða nefnilega sektarlausir dagar á Bókasafni Hafnarfjarðar og verða felldar niður sektir á öllum gögnum sem skilað er. Ástæðan fyrir sektarlausu dögunum er sú að bókasafnið hyggst semja við inn- heimtufyrirtækið Intrum Justitia um inn- heimtu á gögnum safnsins sem í vanskilum eru, og hefst sú vinna í maí. Vill Bókasafn Hafnarfjarðar gefa þeim sem eru í van- skilum við safnið kost á að skila gögnunum áður en til innheimtuaðgerða kemur. Sektarlausir dagar á Bókasafninu BAUTINN á Akureyri er 35 ára í dag og af því tilefni verða þrír réttir af matseðli veitingastaðarins seldir á 35 ára gömlu verði. Skýrt skal tek- ið fram að þetta er ekki síðbúið apr- ílgabb; hamborgari kostar í dag 85 krónur, körfukjúklingur svokall- aður 275 krónur og turnbauti 300 krónur. Hallgrímur Arason var einn fjög- urra stofnenda Bautans 1971 og er sá eini þeirra sem enn er þar eig- andi og við stjórnvölinn. „Við vorum brautryðjendur í grillsteiktum mat. Fólk þekkti slíka rétti bara af af- spurn að sunnan, en þar byrjuðu tveir staðir með þetta rétt á undan okkur, Askur og Sælkerinn. Ég fór einmitt suður sérstaklega til þess að nema þá list hjá Sælkeranum að búa til kokteilsósu og hrásalat,“ sagði Hallgrímur við Morgunblaðið. „Þarna var í fyrsta skipti steikt eftir hendinni fyrir fólk. Matreiðsla áður var þannig að ákveðnir réttir voru eldaðir í miklu magni.“ Eigendur Bautans eru nú Hall- grímur og Guðrún Ófeigsdóttir, eig- inkona hans, og hjónin Guðmundur Karl Tryggvason og Helga Árna- dóttir. Guðmundur hóf nám í matreiðslu á Bautanum á tíu ára afmæli stað- arins, 1981, starfaði þar lengi sem kokkur áður en hann eignaðist hlut í fyrirtækinu. Hann segir að þegar fyrsti matseðill Bautans sé skoðaður komi í ljós að ótrúlega margt sé enn óbreytt. „Auðvitað hafa einhverjir réttir komið og jafnvel farið, mat- arvenjur hafa breyst að því leyti að meira er notað af ferskmeti, en ákveðnir réttir – hamborgarar, steikur og franskar kartöflur – hafa verið sívinsælir. Því má segja að matseðillinn sé í grunninn sá sami og hann var fyrir 35 árum.“ Hallgrímur telur engan veit- ingastað á Íslandi hafa notað sömu kennitölu jafn lengi og Bautinn. „Ég veit að minnsta kosti ekki betur,“ segir hann. Og þegar spurt er um ástæðu þess, segir Hallgrímur: „Viðskiptavinirnir svara því. Hefðu þeir ekki verið ánægðir hefðum við ekki rekið staðinn á sömu kennitölu allan þennan tíma. Til að halda kúnnanum verður hann að vera ánægður svo hann komi aftur. Það er lögmál allrar þjónustu.“ Guðmundur segir staðsetninguna örugglega eiga sinn þátt í velgengn- inni, en Bautinn er skáhallt á móti gamla KEA-húsinu, neðst í Gilinu. „Á sínum tíma voru helstu kennileiti bæjarins kirkjan og KEA, en eftir að KEA leystist upp eru einu kennileit- in í bænum kirkjan og Bautinn!“ sagði Hallgrímur. Þrír réttir af matseðli á 35 ára gömlu verði Hamborgarinn seldur á 85 krónur á Bautanum í dag Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Við grillið! Eitt af því sem hefur verið á matseðli Bautans frá upphafi eru grillaðir hamborgarar. Guðmundur Karl og Hallgrímur við grillið. Tjáningarfrelsið | Teiknimyndirnar sem Jyllands Posten birti af Múham- eð spámanni hafa valdið miklu fjaðra- foki. Á Heimspekitorgi í dag ræðir Patrick Hannon um andstæð sjón- armið og gildi trúaðra og trúleysingja þegar myndirnar eru vegnar á vog- arskál tjáningarfrelsisins. Fyrirlest- urinn hefst kl. 16.30 í stofu K201, Sól- borg. Hannon er professor í guðfræðilegri siðfræði við Maynooth Pontifical háskólann í Írlandi. Jafnrétti | Umboðsmaður jafn- réttismála í Noregi, Beate Gangås, heldur fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri í kvöld kl. 20. Hann verður í anddyrinu á Borgum, 2. hæð. Ný skrifstofa umboðsmanns jafnrétt- ismála í Noregi sinnir jafnrétti í víð- asta skilningi og berst gegn mis- munun á grundvelli kyns, kynþáttar, fötlunar, kynhneigðar, aldurs o.fl., auk þess að stuðla að jafnrétti á þessum sviðum. AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.